Morgunblaðið - 14.03.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999 33
ÍMtrpiinM&tmli
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LYÐRÆÐII
HLUTAFÉLÖGUM OG
LÍFEYRISSJÓÐUM
Víglundur Þorsteinsson,
stjórnarformaður Lífeyris-
sjóðs verzlunarmanna, flutti
ræðu á aðalfundi Eimskipafé-
lags Islands hf. sl. fimmtudag
og hvatti til þess að hluthafa-
lýðræði yrði aukið í almenn-
ingshlutafélögum á þann hátt,
að hluthafar hafí meira um
stefnu og markmið félaganna
að segja. Víglundur skýrði frá
því, að Lífeyrissjóður verzlun-
armanna vildi verða leiðandi afl
í umræðum um hlutafélög á ís-
landi, hluthafastefnu og í því að
virkja hluthafa í starfi hlutafé-
laga.
Það eru nokkur tíðindi, að
slík sjónarmið komi fram á að-
alfundi Eimskipafélagsins og
þá ekki sízt í ljósi þess, að Líf-
eyrissjóður verzlunarmanna er
með stærri hluthöfum í félag-
inu og raunar áberandi hluthafí
í mörgum stórum hlutafélög-
um. Arum og áratugum saman
hefur það verið allt að því hefð,
að litlar umræður fari fram á
aðalfundum félaga og jafnvel,
þegar hörð átök verða eins og á
aðalfundi SH fyrir skömmu
urðu engar umræður um
ágreiningsmálin.
í Morgunblaðinu í gær birt-
ast umsagnir stjórnarformanna
nokkurra stórra hlutafélaga um
þessi ummæli stjórnarfor-
manns Lífeyrissjóðs verzlunar-
manna. Hörður Sigurgestsson,
stjórnarformaður Flugleiða,
lýsir þeirri skoðun að hér séu
öll skilyrði til þess að hluthafa-
lýðræði sé virkt, að lög og sam-
þykktir flestra stærri hlutafé-
íaga séu fullkomlega eðlilegar
og hér geti ríkt allt það lýð-
ræði, sem menn vilji.
Benedikt Sveinsson, hinn ný-
kjörni stjórnarformaður Eim-
skipafélags Islands hf., segir
m.a. í samtali við Morgunblaðið
í gær: „Það er ... mikið flæði af
upplýsingum frá hlutafélögum
landsins til hluthafa. Það er
ágætt að hafa svona hugvekju
um þetta eins og Víglundur var
með, en ég held að í stórum
dráttum sé þetta upplýsinga-
flæði og tengsl hlutafélaganna
við hluthafana í góðu lagi.“
Frosti Berjgsson, stjórnarfor-
maður SKYRR og Opinna
kerfa, lýsti hins vegar þeirri
skoðun, að upplýsingagjöf til
almennra hluthafa í almenn-
ingshlutafélögum gæti batnað
4Fræðin um
•Hrafnkötlu eru af
hinu góða, þótt ábend-
ingar og niðurstöður
séu umdeilanlegar.
Það verður að rífa
gamlar hugmyndir
einsog roð frá svelli og taka þá
áhættu sem því fylgir. Auðvitað get-
ur skáldskapur verið jafn mikill
sannleikur og hvaða sagnfræði sem
er, því hann sprettur úr veruleika
sem nærist á umhverfi höfundar og
reynslu. Þannig hlýtur Hrafnkatla
að vera skáldverk úr umhverfí ein-
hvers sturlungaaldarhöfundar, þótt
rætumar séu eldri. Hún lýsir þá
viðhorfi 13. aldar og ef hún er al-
legoria, eða dæmisaga, er hún krist-
in dæmisaga hvaðsem líður heiðnu
umhverfí Hrafnkels. Gerpla væri þá
á sama hátt dæmisaga um okkar
tíma fremur en sagnaminni úr sögu-
öld og hefur Halldór Laxness ekki
tekið því fjarri. Baksvið hennar er
ofbeldi og lífsháski okkar tíma eins
og sjá má á Skeggræðum gegnum
tíðina. Gerpla er stíluð uppá nútím-
ann og alla tíma eins og Laxness
segir, í samtölum okkar. Hann
samdi „fornlegt listaverk handa nú-
tíma fólki“. Ætli höfundur Hrafn-
kötlu hafi ekki sett sér svipað mark-
mið.
Hermann Pálsson segir í bók
•sinni Hrafnkels saga og Freys-
gyðlingar, að Sigurður Nordal hafi
rakið meistaralega í ritgerð sinni
um söguna, hve mikla rækt höfund-
urinn leggur við mannlýsingar, og
þá ekki sízt þegar hann lýsir
þroskaferli Hrafnkels goða. Eg
þykist þó hafa upplifað eftirminni-
legri mannlýsingar í fomum ritum.
En hitt er rétt að þroskaferill
Hrafnkels goða er
með eindæmum í
fomum ritum og
minnist ég ekki sams
konar mannlýsinga í
öðrum verkum.
En ég fæ ekki séð
að mannlýsing Hrafnkels eða ann-
arra persóna sögunnar sé aðalatriði
heldur hitt, hvemig til tekst um
átrúnaðinn, sem um er fjallað. Og
einnig sú staðreynd auðvitað að
sagan er skáldskapur en ekki sagn-
fræði, einsog Sigurðar Nordal sann-
færði okkur um.
6Rökstuðningur Hermanns
•Pálssonar fyrir því að Brandur
ábóti sé höfundur Hrafnkötlu er
sterkum rökum studdur og afar
sennilegur. Ef Brandur er ekki
höfundur sögunnar, sem er þó
sennilegast, svo vandlátur og vel
verki farinn rithöfundur sem hann
var, þá hefur einhver annar
klerklærður maður skrifað hana úr
umhverfi sínu. Höfundur er ekki
einungis stórlærður maður og
glöggur á lög og latneskan lærdóm
og menningararf samtíðar sinnar
einsog höfundur Grettlu, heldur
hlýtur hann að bera hag kristin-
dóms fyrir brjósti með sérstökum
hætti, þótt slíkt eigi engan veginn
við um höfund Grettlu og því
ástæðulaust að berja það inní okk-
ur, að hann hafi einnig verið
klerklærður einsog gert hefur ver-
ið. Markmið höfunda Hrafnkötlu
og Grettlu eru alls ólík. Grettla er
skemmtirit með þeirri ábendingu,
að sitt sé hvort gæfa eða gjörvi-
leiki, en Hrafnkels saga er áróð-
ursrit gegn heiðnum arfi og hug-
myndum ásatrúar sem séu hégóm-
inn einber.
HELGI
spjall
frá því sem nú er t.d. með því
að birta þriggja mánaða upp-
gjör félaganna.
Það er þarft framtak hjá Líf-
eyrissjóði verzlunarmanna að
hafa frumkvæði að því að ræða
þessi málefni. Þótt vel megi
vera, að allt sé með eðlilegum
hætti formlega séð er veruleik-
inn sá, að litlar sem engar um-
ræður verða á aðalfundum fé-
laga, þar sem hluthafar skipta
þúsundum og jafnvel tugum
þúsunda. Astæðan er ekki sú,
að margvíslegar spurningar
brenni ekki á vörum hluthafa
heldur hin, að það hefur ekki
þótt við hæfi að efna til slíkra
umræðna. Væntanlega verður
nú breyting á eftir ræðu Víg-
lundar Þorsteinssonar á aðal-
fundi Eimskips og verður fróð-
legt að sjá, hvort hún leiðir til
frekari umræðna á aðalfundum
stórra félaga á næstu vikum.
Jafnframt hafa þessar um-
ræður gefið Benedikt Sveins-
syni, stjórnarformanni Eim-
skips, tilefni til þess að beina
athyglinni að lífeyrissjóðunum
sjálfum. I samtali við Morgun-
blaðið í gær segir Benedikt um
lífeyrissjóðina: „Eru margir
fundir þar á ári? Eru stjórnir
þeirra kjörnar beint af aðilum
eða hvernig er því kjöri háttað?
Er þar kosið til eins árs eða
kannski til þriggja ára?“
Þetta eru réttmætar spurn-
ingar og raunar hefur Morgun-
blaðið fjallað ítarlega um þær
undanfarin ár og lýst þeirri
skoðun, að núverandi fyrir-
komulag á stjórnarkjöri í líf-
eyrissjóðunum sé úrelt og að
stjórnir þeirra eigi að kjósa
beinni kosningu meðal félags-
manna lífeyrissjóðanna.
Ef ræða Víglundar Þor-
steinssonar á aðalfundi Eim-
skips og viðbrögð Benedikts
Sveinssonar verða til þess að
auka umræður á vettvangi op-
inna hlutafélaga og ýta undir
umræður um breytt fyrirkomu-
lag hjá lífeyrissjóðunum eru
miklar breytingar framundan.
7Sá meinbugur er þó á þessari
•tilgátu, að Brandur Jónsson
var á dögum nokkrum áratugum
áður en marktækir fræðimenn telja
að sagan hafi verið færð í letur eins
og fyrr getur. Hann lézt 1264, en
fræðimenn segja söguna mun yngri
og skal ég ekki um það dæma. Að
vísu gæti hún verið eldri og all-
fyrntur stfllinn þykir mér benda til
þess, hvaðsem öðru líður. Þá eldir
tilgátan um Brand byskup söguna
verulega og gæti það vel staðizt.
Aldur Islendinga sagna er enn
mjög á reiki, hvaðsem miklum
rannsóknum líður, og þykist ég í
Bókmenntaþáttum hafa sýnt fram á
með allgóðum rökum, að Gunnlaugs
saga sé t.a.m. yngri en talið hefur
verið.
8Þótt Droplaugarsona saga sé af
•fræðimönnum talin eldri en
Hrafnkatla, er hún að öllum líkind-
um nógu gömul til að hafa haft áhrif
á Hrafnkels sögu, jafnvel þótt hún
hafi verið samin fyrir 1264, en þá
var Brandur nýkominn af konungs-
fundi og að öllum lfldndum ekki eins
andstæður ásælni Hákonar gamla
og ástæða er til að ætla.
Fullyrðingar um dulbúna, skír-
skotandi persónusögu þrettándu
aldar í Hrafnkötlu virðast mér fæst-
ar svo sannfærandi að sagan og list
hennar geti ráðizt af þeim. List
Hrafnkötlu er einkum fólgin í
knöppu formi og listrænum stfl; sið-
vendni á trylltri öld til umhugsunar
og þá ekki síður áminningar. Sagan
er þó heldur þunglamaleg, en hún
rennur fast og ákveðið að þeim ósi,
sem höfundur ætlar henni. Og hún
er ekki öll þar sem hún er séð. Hún
leynir á sér einsog jökulkvísl.
M.
OLAFUR BJÖRNSSON,
prófessor, sem jarð-
sunginn var frá Dóm-
kirkjunni sl. fimmtu-
dag, átti mikil og góð
samskipti við Morg-
unblaðið í meira en
hálfa öld. Hann skrif-
aði síðustu grein sína hér í blaðið sennilega
á árinu 1997 og var þá orðinn hálf níræður.
Raunar má segja, að ásamt Háskóla Is-
lands og Alþingi hafi Morgunblaðið verið
helzti vettvangur Ólafs Björnssonar til um-
fjöllunar um þau málefni líðandi stundar,
sem áhugi hans beindist að.
Þeim starfsmönnum Morgunblaðsins,
sem áttu samskipti við Ólaf Björnsson,
þótti ákaflega vænt um hann. Rík áherzla
var lögð á að veita honum góða þjónustu. A
seinni árum, eftir að hann hafði ekki lengur
aðstöðu annars staðar til þess að láta skrifa
greinar sínar upp eftir handritum kom
hann með þær handskrifaðar á blaðið og
má segja, að einn af starfsmönnum blaðs-
ins hafí hlotið sérþjálfun í vinnslu þeirra.
Ólafur bar mikið traust til þess starfs-
manns og vildi helzt ekki við aðra tala.
Greinar Ólafs Björnssonar voru Morg-
unblaðinu mikils virði enda má segja, að
þær hafi lyft umfjöllun blaðsins um efna-
hagsmál á æðra plan, á þeim tíma þegar
hann var mjög virkur þátttakandi í opin-
berum umræðum. Málefnalegar umræður
einkenndu skrif Ólafs Björnssonar í Morg-
unblaðið. Hann talaði ekki með stóryrðum
eða útúrsnúningum heldur með rökum.
Hann sýndi öllum viðmælendum sínum
virðingu. Fyrr á tíð, þegar pólitískar um-
ræður voru enn hatrammari en þær eru
nú, skar þessi umræðustíll Ólafs sig úr.
Hann fjallaði um röksemdir pólitískra and-
stæðinga sinna á vinstri væng stjórnmál-
anna með sömu virðingu og röksemdir
annarra. Þetta kom mörgum á óvart á
þeim tíma en einkenndi skrif hans alla tíð.
Það var sérstök lífsreynsla að hlusta á
Ólaf Björnsson tala á Alþingi. Ræðustíll
hans var óvenjulegur og sérstakur og
áheyrandinn gat stundum velt því fyrir sér
hvenær niðurstaðan kæmi eða hvort hún
kæmi en hún kom alltaf og stundum af
þeirri snilld, að menn sátu agndofa. Ólafur
Björnsson bar höfuð og herðar yfir aðra
þingmenn í umræðum um efnahagsmál á
Alþingi á Viðreisnaráratugnum, þegar
áhrif hans voru mikil. Hann var ómetanleg-
ur talsmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
þessu sviði á þeim árum.
Ungt fólk barðist fyrir því af krafti og
eldmóði æskumanna, að tekin yrðu upp
prófkjör í Sjálfstæðisflokknum við val
frambjóðenda. Prófkjörið, sem fram fór
vegna alþingiskosninganna 1971, markaði
ákveðin þáttaskil í flokksstarfi sjálfstæðis-
manna. Aður höfðu farið fram lokuð próf-
kjör innan flokksins en nú varð það mun
víðtækara. Ólafur Bjömsson hugsaði vand-
lega sitt mál, hvort hann ætti að leita eftir
áframhaldandi þingmennsku. Hann leitaði
m.a. til vina sinna á Morgunblaðinu um
það, hvort hann ætti að gefa kost á sér í
prófkjörinu. Honum var ráðlagt að gera
það og sjaldan hafa menn séð meira eftir
því að gefa slík ráð en þá.
Prófkjörin voru óskrifað blað, þegar
þetta var. Enginn vissi nákvæmlega hvern-
ig þau mundu virka. En það kom í ljós, að
þau hentuðu ekki manni með þá yfirburða-
hæfileika, sem Ólafur Björnsson, prófess-
or, bjó yfir. Þetta er hin neikvæða hlið á
prófkjörum. Alþingi sjálft og stjórnmála-
flokkarnir missa af tækifæri til að hafa inn-
an sinna raða og vébanda mikla hæfileika-
menn vegna þess, að öðrum er betur lagið
að ná kosningu í prófkjörum. Frá árinu
1971 hefur lítið farið fytir umræðum á Al-
þingi um efnahagsmál á því háa plani, sem
einkenndi ræður Ólafs Björnssonar.
Hinum merka prófessor sárnuðu þessi
úrslit en þeir voru margir innan Sjálfstæð-
isflokksins á þeim tíma, sem skömmuðust
sín fyrir þau. Þótt Ólafur næði ekki kjöri í
prófkjörinu fyrir tæpum þrjátíu árum upp-
lifði hann það hins vegar á efri árum, að
ungir menn innan Sjálfstæðisflokksins litu
til hans með mikilli virðingu og töldu hann
hugmyndafræðilegan forystumann fyrir
því þjóðfélagi, sem þeir vildu berjast fyrir
og byggja upp. Þeir töldu að hann hefði
verið langt á undan sínum samtíma í bar-
áttu fyrir frjálsræði í viðskiptum og at-
höfnum. Á engan er hallað þótt sagt sé, að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófess-
or, hafi haft forystu um að undirstrika
þessa stöðu Ólafs Bjömssonar.
Ritstjóm Morgunblaðsins þakkar Ólafi
Björnssyni að leiðarlokum fyrir mikil og
góð samskipti í meira en hálfa öld. Þau
vora starfsmönnum blaðsins uppörvun og
hvatning til þess að berjast fyrir og standa
vörð um þau grundvallarmarkmið Morgun-
blaðsins að frelsi einstaklings tfl orðs og at-
hafna skyldi jafnan vera í fyrirrúmi.
LANDSFUNDAR-
ræða Davíðs Odds-
sonar, forsætisráð-
herra, hefur vakið
töluverðar umræð-
ur og athyglisvert,
hvað sá kafli henn-
ar, sem fjallaði um sjávarútvegsmál, hefur
verið túlkaður á ólíkan veg. Morgunblaðið
lýsti þeirri skoðun í forystugrein, strax
daginn eftir að ræðan var flutt, að hún
„markaði ákveðin þáttaskil í umræðum og
deilum um ílskveiðistjómarkerfið" og
færði blaðið ákveðin rök fyrir þessu mati.
Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Sam-
fylkingarinnar, kemst að áþekkri niðurstöðu
í samtali við Mprgunblaðið í dag, laugardag,
er hún segir: „Eg er ánægð að heyra í fyrsta
skipti svona afgerandi að Sjálfstæðisflokk-
urinn ætlar að viðurkenna að það þurfi að
taka á og mynda þjóðarsátt um sjávarút-
vegsmálin, sem er langt í frá til staðar í dag.
Þetta era töluverð sinnaskipti...“
Kristján Ragnarsson, formaður Lands-
sambands íslenzkra útvegsmanna, horfir á
ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins frá
svolítið öðra sjónarhorni er hann segir:
„Mér finnst forsætisráðherra fara mjög vel
og skilmerkilega yfir þetta málefni, sem
snertir stjórn fískveiða... Hann getur þess
að í framtíðinni komi til greina að við greið-
um hæmi þjónustugjöld en við gerum. Það
hefur okkur alla tíð verið ljóst. Við sjáum
hins vegar hvemig uppgjör þessara fyrir-
tækja og afkoma þeirra í dag lítur út;
hvernig rækjuveiðamar standa í dag og
hvernig loðnuafurðimar era að hrynja í
verði. Við sjáum að sjávarútvegurinn hefur
ekki burði til neinna viðbótargreiðslna eins
og staðan er í dag. En að slíkt sé til skoð-
unar ef staðan batnar, finnst mér ósköp
eðlilegt. Við vonum, að afkoman verði með
þeim hætti, að hún leyfi það. í þessari
ræðu kom ekkert fram annað en jákvæði
gagnvart núverandi kerfi og viðvöran
gagnvart afleiðingum þess að breyta því á
einhvern hátt.“
Ef formaður LÍÚ er skilinn rétt telur
hann, að í landsfundarræðu Davíðs Odds-
sonar hafi engin ný afstaða komið fram til
fiskveiðistjórnarkerfisins og jafnframt
verða orð hans ekki skilin á annan veg en
þann, að sjávarútvegurinn sé ekki aflögu-
fær um neinar viðbótargreiðslur. Þetta er
athyglisvert í ljósi þess, að talsmenn sjáv-
arútvegsins hafa verið óþreytandi við að
lýsa því á undanförnum áram hvað kvóta-
kerfið hafi leitt til mikillar breytingar í
rekstri og afkomu útgerðarfyrirtækjanna.
Raunar hefur ekki þurft lýsingar tals-
manna útgerðarinnar til þess að átta sig á
því. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa m.a. sýnt
fjárhagslegan styrk sinn í stórfelldum
kvótakaupum og stórfelldum hlutabréfa-
kaupum í öðram sjávarútvegsfyrirtækjum,
þar sem mörg hundruð milljónir eru lagðar
á borðið með skömmum fyrirvara, þegar
mikil viðskipti fara fram.
En jafnframt „lýsti (Kristján) hneykslan
sinni á frásögn, fréttamati og ályktunum
ritstjórnar Morgunblaðsins út frá ræðu
Davíðs og sagði, að Morgunblaðið hefði t.d.
reifað ræðuna án þess að geta tilvísunar
Davíðs til uppnefnis á útgerðarmönnum,
sem Morgunblaðið hefði fundið upp og Da-
víð hefði deilt á í ræðunni."
Landsfundar-
ræða
forsætis-
ráðherra
REYKJAYÍKURBRÉF
Laugardagur 13. marz
SÓLSETUR við Ægissíðu.
Morgunblaðið/Ómar
Þessi athugasemd formanns LÍÚ er ill-
skiljanleg í ljósi þess, að þessi kafli í lands-
fundarræðu formanns Sjálfstæðisflokksins
var birtur orðréttur hér í blaðinu sl. föstu-
dag á miðopnu og þar stendur í næsta dálki
við leiðara blaðsins: „Hver er þá þessi
vandi, sem kemur fólki í slíkt uppnám og
verður til að menn taka að uppnefna út-
gerðarmenn til þess að ná sér niður á þeim
og styrkja stöðu sína í þjóðmálaumræð-
unni, eins og það er nú gæfulegt fyrir góða
umræðu?“
Hvað á Kristján Ragnarsson við með því
að Morgunblaðið hafi í engu getið þessara
ummæla Davíðs Oddssonar?!
I ræðu sinni sagði Davíð Oddsson m.a.:
„Það blasir við að ekki er sátt um kerfið ...
Það væri mjög óskynsamlegt að gera lítið
úr slíkum athugasemdum og sízt þeirri
stærstu að verið sé að hafa hina sameigin-
legu auðlind af þjóðinni.“ I umsögn um
þessi orð segir Kristján Ragnarsson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær: „Það er verið
að reyna að ala á því að það sé verið að því.
Jafnframt undirstrikaði hann að sjávarút-
vegurinn hefði gengið betur og að þjóðin
hefði í ríkum mæli notið þeirra framfara,
sem sjávarútvegurinn hefur skapað. Hann
var ekki með neinum hætti að gera því
skóna að það sé verið að hafa af þjóðinni
auðlindina. Það eru slík öfugmæli og ég
held að hann hafi verið að taka sér þetta í
munn til að gera grín að þessum sjónar-
miðum, sem þarna hafa komið fram með
hliðsjón af því sem hann sagði um árangur-
inn af kerfinu."
Kristján Ragnarsson er ekki einn um að
gagnrýna skilning Morgunblaðsins á lands-
fundarræðu Davíðs Oddssonar. Þannig
segir í forystugrein Dags í dag, laugardag:
„Mikið hefur verið gert úr útspili for-
mannsins í sjávarútvegsmálum. Morgun-
blaðið hefur meira að segja gengið svo
langt að segja, að ræðan marki þáttaskil í
sjávarútvegsumræðunni. Það er fráleit
fullyrðing. Davíð kemur ekki með neinar
nýjar hugmyndir um breytingar á sjávar-
útvegsstefnunni... Umbúðalaus niðurstaða
ræðunnar er að fiskveiðistjórnarkerfið sé
gott og enn hafí enginn bent á aðra leið
betri.“
I fyrirspurnatíma til ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins á landsfundinum á föstudags-
morgni var Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, bjartsýnni á möguleika sjáv-
arútvegsins til aukinna greiðslna heldur en
Kristján Ragnarsson í samtali við Morgun-
blaðið í dag, laugardag. Þorsteinn Pálsson
sagði m.a.: „Ég held, að þetta gjald hafi
verið að breytast, það hefur aukizt smám
saman eftir því sem kerfið hefur styrkt út-
gerðina og samkeppnisstaða hennar hefur
styrkzt... Ég sé fyrir mér að þetta gjald
geti, eftir því, sem sjávarútvegurinn styrk-
ist, smám saman hækkað og er sannfærður
um að það muni gerast.“
Angi af umræðum um greiðslu sjávarút-
vegsins á kostnaði, sem þjóðfélagið hefur
af sjávarútveginum, sem ekki má blanda
saman við umræður um greiðslu sjávarút-
vegsins á hluta af auðlindarentunni, er sjó-
mannaafslátturinn svonefndi. Geir H. Ha-
arde, fjármálaráðherra, var spurður um
sjómannaafsláttinn í fyrirspumartíma á
landsfundinum og sagði m.a.: „Ég tel, að
þegar litið sé til sögunnar sé sjómannaaf-
slátturinn niðurgreiðsla á útgerðarkostnaði
í landinu, þ.e.a.s. niðurgreiðsla á launa-
kostnaði útgerðarinnar. Mín skoðun er sú
að við eigum að reyna að koma þessum
kostnaði af ríkinu yfir á launagreiðandann,
þ.e. útgerðina. Þetta verður ekki gert í
einu vetfangi miðað við hvernig mál hafa
þróazt á löngum tíma í þessu sambandi.“
Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ,
lýsti í samtali við fréttavef Morgunblaðsins
á föstudag undrun sinni á þessum ummæl-
um fjármálaráðherra og sagði að LIÚ
hefði engan þátt átt í að sjómannaafsláttur
var tekinn upp.
Vandinn í
hnotskurn
ÞESSI mismun-
andi viðbrögð við
landsfundarræðu
Davíðs Oddssonar
lýsa vandanum í sambandi við fiskveiði-
stjórnarkeifið í hnotskum. Þessi mismun-
andi sjónamiið þarf að sætta. Að vísu eru
þau að hluta til pólitísk. Til eru þeir, sem
geta ekki hugsað sér að viðurkenna, að inn-
an Sjálfstæðisflokksins eða Framsóknar-
flokksins sé vilji til breytinga á fiskveiði-
stjórnarkerfinu, þótt það blasi við, vegna
þess, að þeir hinir sömu ætla að byggja
kosningabaráttu sína á því, að ekkert hafi
breytzt. Þess vegna ekki sízt vekja sann-
gjörn viðbrögð Margrétar Frímannsdóttur
athygli. Þessi viðhorf verða hins vegar ekki
uppi að kosningum loknum. Kristján Ragn-
arsson er á hinn bóginn að skapa sér samn-
ingsstöðu. Hann eins og aðrir sjá auðvitað í
hvaða farveg þetta mál er að falla.
Mikilvægi landsfundarræðu Davíðs
Oddssonar er fólgið í því, að í henni felst
yfirlýsing um, að Sjálfstæðisflokkurinn
horfist í augu við það ósætti, sem ríkir í
samfélagi okkar um sjávarútvegsstefnuna
og að Davíð Oddsson er tilbúinn til að beita
áhrifum sínum sem formaður stærsta
stjórnmálaflokks þjóðarinnar og forsætis-
ráðherra til að ná fram sáttum. Mikilvægi
ræðunnar er einnig fólgið í því að Davíð
Oddsson bendir á það grundvallaratriði,
sem öllu skiptir í þessum umræðum, þ.e. að
stór hluti þjóðarinnar lítur svo á, að með
núverandi keifi sé verið að hafa af henni
sameiginlega auðlind.
Viðbrögð Kristjáns Ragnarssonar era
skfljanleg en þau eru ekki skynsamleg. Það
eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir út-
gerðina, að friður skapist um fiskveiði-
stjómarkerfið. Friðurinn einn er mikils
virði fyrir þá, sem reka sjávarútvegsfyrir-
tæki vegna þess, að þeir geta þá gert lang-
tímaáætlanir í rekstri fyi-irtækja sinna án
þess að hafa áhyggjur af því, að öllum for-
sendum í rekstri þeiiTa verði breytt fyrúv
varalítið. En jafnframt er augljóst, að með
sátt um fiskveiðistjómarkerfið, sem byggist
á því, að kvótakeifið sem slíkt verði við lýði í
sjávarútvegi, að útgerðin greiði þann kostn-
að, sem henni ber (en ekki annan kostnað)
og að útgerðin greiði hluta auðlindarent-
unnar í einhverju formi til þjóðarinnar, er
hægt að stórauka hagkvæmni í sjávarút-
vegi, sem var eitt af þeim skilyi-ðum, sem
forsætisráðherra í ræðu sinni sagði að þyrfti
að uppfylla. Þessari auknu hagkvæmni er
hægt að ná með því að gefa framsal veiði-
heimilda algerlega frjálst en það er nú háð
margvíslegum takmörkunum, sem hefta at-
hafnafrelsi útgerðannanna.
Það fer ekkert á milli mála, að í stjórn-
málaflokkunum öllum er nú vilji til þess að
ná sáttum og niðurstöðu um þetta mál. í
þeim efnum skiptir landsfundarræða Da-
víðs Oddssonar sköpum. En jafnframt er
ljóst, að svipuð viðhorf eru að fá meiri
hljómgrunn innan Framsóknarfiokksins.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
hefur lagzt á sömu sveif og sjónarmið hans
skipta máli, þrátt fyrir það að hann sé að
hætta afskiptum af stjórnmálum vegna
þeirrar yfirgripsmiklu þekkingar, sem
hann býr yfír í málefnum sjávarútvegsins
eftir átta ára ráðherraferil í sjávarútvegs-
ráðuneytinu. Eftir sameiningu Alþýðu-
flokks og Alþýðubandalags ásamt Kvenna-
lista í Samfylkingunni má gera ráð fyrir, að
meira jafnvægi verði í viðhorfi Samfylking-
arinnar til þessa máls. Sumir talsmenn Al-
þýðuflokksins hafa gengið allt of langt í yf-
irlýsingum um það, hvers konar tekjur
þjóðin geti haft af auðlindinni en ákveðið
mótvægi skapast vegna tilkomu fulltrúa
Alþýðubandalagsins, sem á undanfórnum
árum hafa verið of tregir til að horfast í
augu við þá stöðu, sem upp er komin í sjáv-
arútveginum. Afstaða þeirra er hins vegar
mun opnari eftir að Steingrímur J. Sigfús-
son hefur skipað sér í aðra sveit.
Á þeirri vegferð, sem framundan er, má
ganga út frá því sem vísu, að miklar svipt-
ingar verði, ásakanir og svikabrigzl gangi á
báða bóga. Þegar upp verður staðið verða
það aðeins gárur á yfirborðinu. Það sem
máli skiptir er að ná niðurstöðu, sem mikill
meirihluti þjóðarinnar og útgerðin geti
sætt sig við. Landsfundarræða Davíðs
Oddssonar er eitt stærsta ski'ef sem stigið
hefur verið á hinum pólitíska vettvangi til
þess að tryggja að slík niðurstaða fáist.
„Til eru þeir, sem
geta ekki hugsað
sér að viður-
kenna, að innan
Sjálfstæðisflokks-
ins eða Framsókn-
arflokksins sé vilji
til breytinga á
fískveiðislj órnar-
kerfinu, þótt það
biasi við, vegna
þess, að þeir hinir
sömu ætla að
byggja kosninga-
baráttu sína á því,
að ekkert hafi
breytzt. Þess
vegna ekki sízt
vekja sanngjörn
viðbrögð Margrét-
ar Frímannsdótt-
ur athygli.“