Morgunblaðið - 14.03.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
61. TBL. 87. ÁRG.
SUNNUDAGUR 14. MARZ 1999
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Lækna-
skýrslur
drottningar
á glámbekk
London. Reuters.
SKÝRSLUR með upplýsing-
um um heilsufar Elísabetar
Englandsdrottningar og ann-
arra meðlima bresku konungs-
fjölskyldunnar fundust nýlega
á víðavangi í bænum Ayr í
Skotlandi. Skýrði breska lög-
reglan frá því í gær að hafin
væri rannsókn á þvi hvers
vegna gögnin hefðu legið þar á
glámbekk.
Maður, sem hugðist viðra
hundinn sinn, gekk fram á
gögnin sem einnig höfðu að
geyma nákvæmar upplýsingar
um íyrirkomulag öryggismála
vegna nokkurra opinberra
heimsókna drottningar.
„Eg trúði hreinlega ekki eig-
in augum. Eg gat lesið mér ná-
kvæmlega til um 27 opinberar
heimsókn drottningarinnar á
síðustu átta árum,“ hafði The
Sun eftir manninum í gær. „Og
ég veit einnig hvaða blóðflokki
tíu meðlimir konungsfjölskyld-
unnar tilheyra."
Lafontaine sést opinberlega í fyrsta sinn frá því hann sagði af sér
Attavilltur í flæðarmálinu
Bað blaðamenn um að láta
sig vinsamlegast í friði
BJÖRGUNARMENN færa til hafs einn af þrjátíu hvölum sem hlupu á
land austur af Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ. Óljóst er hvers vegna
sumar hvalategundir láta sig reka á land, en þó talið að orsakirnar
megi rekja til einhvers ferlis sem valdi því að hvalirnir tapi áttum.
Hrina sprengjutilræða í Kosovo
Talið að fjðldi
fólks hafí fallið
Saarbriicken. Reuters.
OSKAR Lafontaine, sem
sagði óvænt af sér fjármála-
ráðherradómi og for-
mennsku í þýska Jafnaðar-
mannaflokknum (SPD) á
fimmtudag fór í gær fram á
það við biaðamenn og
fréttaljósmyndara, sem
safnast hafa saman fyrir
framan hús hans, að þeir
hefðu sig á brott.
„Takið þær ljósmyndir
sem þið viljið taka og látið
okkur síðan í friði,“ sagði
Lafontaine við fréttamenn
af svölum húss síns í Saar-
briicken í gær. „Það myndi
gleðja okkur mjög. Hvað
ætlið þið eiginlega að vera þarna
lengi? Við verðum áfram innan-
dyra. Af hveiju í ósköpunum
skyldum við yfirgefa húsið?“
Þetta er í fyrsta sinn sem
Lafontaine lætur sjá sig opinber-
lega eftir að hann afhenti afsögn
sína á fimmtudag, yfirgaf Bonn
og hélt heim til Saarbrúcken.
Lafontaine hefur fram að þessu
hvorki viljað ræða við fréttamenn
um ástæður afsagnar sinnar og
hafði jafnvel neitað að svara sím-
hringingum Gerhards Schröders
kanslara. Ákvörðun hans er
þó talin eiga rætur að rekja
til langvinnra deilna þeirra
Schröders um sljórnarstefn-
una. Munu mennimir tveir
hafa deilt hart á átakafundi í
þýsku ríkisstjórninni á mið-
vikudag.
Lafontaine leiddi hjá sér
spumingar blaðamanna um
orsakir hinnar óvæntu af-
sagnar. „Eg stend héma til
að tryggja að einnig þið get-
ið slappað aðeins af,“ sagði
Lafontaine, sem birtist á
svölunum ásamt tveggja ára
gömlum syni sínum, Carl-
Maurice. Áðspurður um það
hvemig líðan hans væri
sagði Lafontaine: „Þið getið sjálf-
ir lagt mat á líðan mína. Sýnist
ykkur sem ég sé eitthvað slappur?
Þið fáið ekki viðtöl. Það verður
enginn fréttamannafundur,"
sagði Lafontaine og hvarf aftur
inn í hús sitt.
Pristina. Reuters.
TALIÐ er að a.m.k. tveir hafi farist
þegai' tvær sprengjur sprungu í
bænum Podujevo í Kosovo í gær,
sem er um fimmtíu kílómetra norður
af Pristina. Einnig sprakk sprengja í
bænum Mitrovica, sem er eilítið
vestar en Podujevo, með þeim afleið-
ingum að talið er að a.m.k tveir hafi
farist
I samtali við Morgunblaðið stað-
festi Beatrice Lacoste, talsmaður
eftirlitsnefndar Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu (ÖSE) að
fjöldi manna hafði særst, þar af
væru óstaðfestar fregnir um að tveir
hefðu farist í Podujevo. Fyrri
sprengingin þar varð á hádegi og sú
síðari um tíu mínútum síðai' og
sprakk að minnsta kosti önnur
þeirra á fjölmennum útimark-
aði. Þriðja sprengingin átti sér síðan
stað í Mitrovica um eittleytið. Vitni
sögðu að ijöldi fólks lægi mikið sært
í miðbænum, þai' sem var útimark-
aður. Ekki var ljóst hver stóð fyrir
sprengjutilræðunum þegar Morgun-
blaðið fór í prentun.
Þessi hrina sprengjutilræða kem-
ur tveimur dögum áður en viðræður
um frið í héraðinu eiga að hefjast að
nýju í Frakklandi. Hvorki hefur
gengið né rekið hjá vestrænum
stjórnarerindrekum að fá stríðandi
fylkingar í héraðinu til að samþykkja
friðarsamkomulag, sem Vesturveld-
in hafa lagt fram.