Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ljósmynd/Andrew Dunkley
CHRIS Burden setur upp verk sitt í Tate-listasafninu í London.
LIST, vfsindi og Mammon - flugvél búin til af vélmenni Chris Burden.
KJÖTVINNSLAN ESJA EHF. SMIÐJUVEGI 10 KÓPAVOGI SÍMI 567 6640
Vertu gestur í eigin boði og hafðu Drottningarskinku
á borðum þegar halda á afmælisveislu, fermingarveislu
eða aðrar stórveislur.
Fáðu þér eintak af nýja bæklingnum okkar
og kynntu þér möguleikana.
Drottningarskinka og Reykt Drottningarskinka eru eingöngu unnar úr
Gæðagrís frá Svínabúinu Brautarholti á Kjalarnesi, sem er eitt stærsta og
fullkomnasta svínabú landsins.
Stórveisla án fyrirhafnar!
Veldu Drottningarskinku
á veisluborðið.
Drottningarskinka er
ekki siður freistandi köld
eða sem lúxusálegg.
Hagkaup, Nýkaup, Nóatún, 10-11, Samkaup og Fjarðarkaup selja Drottningarskinkuna.
Róbóti ryður
Rodin úr vegi
Þegar list, vísindi og Mammon hafa lagzt á
eitt við að þoka höggmyndinni Kossinum
eftir Rodin út af Duveen-gangi Tate-lista-
safnsins í London, fer Freysteinn Jóhanns-
son á vettvang. Þegar vélmennin ríkja,
heitir verkið, sem hefur lagt ganginn undir
sig, en þrátt fyrir fyrirheitið í nafninu eig-
um við dauðlegir menn enn von, því vél-
menni geta líka hrokkið upp af standinum.
SPURT er, hvort vélmenni, sem
framleiðir flugvélar, sé list. Ekki
spuming, svara ráðamenn hjá Tate
og dettur manni þá í hug, að þeir
hjá Marel og Pólnum ættu kannski
að koma flæðilínum sínum á fram-
færi við Lars Nittve, sem nú tekur
við nýlistasafni Tatesafnsins í
London, ef hann kemur aftur til Is-
lands. En hvað um það. Hjá Tate
segja þeir, að við eigum að vera
frjáls að því að velta fyrir okkur
hlutunum. Og flugvélar auka á frelsi
okkai'; lausir frá jörðinni svífum við
um loftin blá. En það má líka nota
flugvélar gegn manninum, eins og
fyrir manninn og með manninum.
Emm við ekki akkúrat núna að
leysa jarðbundin vandamál með
loftárásum? Þannig er flugvélin tvö-
föld í roðinu. Rétt eins og við!
Sýningin; Þegar vélmenni ráða
ríkjum: Tveggja mínútna flugvéla-
verksmiðja er verk Bandaríkja-
mannsins Chris Burden. Hann er 52
ára og hefur lagt sig fram um að
svipta dulúðinni af tækninni og sýna
okkur hennar innsta eðli svo við
getum umgengist hana óhrædd. Að
öðmm kosti emm við ekki frjáls.
Burden vann þetta verk sérstaklega
fyrir Tate-safnið og er þetta hans
fyrsta sýning í Bretlandi, en vél-
menni hans er tölvustýrt fjölda-
framleiðslufæriband, þar sem til
verða teygjuknúnar flugvélar úr
bréfþumkum, plasti og balsaviði. A
tveggja mínútna fresti á ný vél að
koma af færibandinu, spýtast út í
loftið og lenda á ganginum. Gestir
geta svo keypt flugvélamar á 5
pund stykkið, en era vinsamlegast
beðnir að bíða með flugtakið þangað
til þeh' era komnir út úr safninu.
Þennan dag, sem ég skoða vél-
mennið, liggur það dautt. Andvana
fætt ljós hér og þar, en ekkert ger-
ist. Umsjónarmaður segist eiga von
á því að Eyjólfur hressist áður en
mjög margir dagar líða. Hann út-
skýrir stoltur fyrir mér gang mála á
færibandinu og hlær kurteislega,
þegar ég segi að það sé huggun
harmi gegn að sjá vélmennið óstarf-
hæft í ríki sínu. Það er allt í lagi
með færibandið sjálft, segir hann.
Það er einhver skekkja í tölvuforrit-
inu. Hann ver skepnuna á kostnað
skaparans. En alla vega birtast eng-
ar flugvélar í dag.
Chris Burden hefur sagt, að þetta
fjöldaframleiðslufæriband hans eigi
að vera spegill iðnaðarkapítalism-
ans. Ég hef búið til vél, segir hann.
Hún framleiðir. Við seljum hverja
flugvél með hagnaði. Og allt er
þetta list.
Það var og. Auðvitað er lífið list.
En eitthvað kemur það nú flatt upp
á mig að sjá svona verk hér inni á
gangi í listasafni. Kannski hefur
mér bara ekki lærzt að líta á tækn-
ina sem minn lausnarstein; kannski
er ég sá eini í heiminum sem skilur
ekki að róbóti hefur ratt Rodin úr
vegi.
Nýjar
• ÍSLENSK votlendi - verndun
og nýting er greinasafn í ritstjórn
Jóns S. Olafssonar.
Alls eru 25 greinar eftir 28 höf-
unda í safninu sem skipt er í þrjá
hluta: Yfirlit yfír íslensk votlendi,
Rannsóknir á íslenskum votlendum
og Verndun og nýting votlendis.
í fyrsta hluta eru greinar sem
fjalla almennt um votlendi á Is-
landi, vatnafræði votlendis, jarðveg
í votlendi og einstaka flokka vot-
lendra svæða, t.d. sjávarfitjar, vötn
og jarðhitasvæði. Annar hlutinn
fjallar um niðurstöður nýlegra
rannsókna á íslenskum votlendum í
12 greinum, sem koma meðal ann-
ars inn á áhrif framræslu á gróður-
bækur
far og fuglalíf. Tvær greinar fjalla
um áhrif umhverfísbreytinga á flór-
goða. Greint er frá mikilvægi vot-
lendis fyrir einstaka fuglategundir.
í síðasta hlutanum, Verndun og
nýting, er fjallað um verndargildi
votlendis, alþjóðlegar skuldbinding-
ar vegna verndunar votlendis, ýmsa
nýtingarmöguleika og endurheimt
votlendis.
Texti greinanna er skrifaður með
það fyi'ir augum að hann nýtist
jafnt leikum sem lærðum, segir í
fréttatilkynningu.
Útgefandi er Háskólaútgáfan, /
samvinnu við Fuglaverndarfélag Is-
lands og Líffræðifélag íslands.
Bókin er 283 bls. Verð 1.980 kr.