Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 1
STOFNAÐ 1913
74. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
NATO í kapphlaupi við tímann vegna þjóðernishreinsana serbneska hersins í Kosovo
Fullyrt að leiðtogar Albana
hafí verið teknir af lífí
s
Ohæfuverk Serba magnast - Gífur-
legur flóttamannastraumur til ná-
grannalandanna
Belgrad, Washington, London. Reuters.
SPRENGJUÞOTUR Atlantshafsbandalagsins (NATO) héldu áfram loft-
árásum sínum á Júgóslavíu í gær, sjötta daginn í röð, á meðan Kosovo-Al-
banar flúðu, tugþúsundum saman, til nágrannaríkja í því sem formælend-
ur NATO hafa kallað „verstu mannlegu neyð síðan í síðari heimsstyrjöld-
inni“. Talsmenn NATO sögðu í gær að Serbar hefðu tekið fimm leiðtoga
Kosovo-Albana af lífi. Hafi Fehmi Agani, leiðtogi fulltrúa Kosovo-Albana í
friðarviðræðum tengslahópsins í Rambouillet-höll í Frakklandi, verið
myrtur af hersveitum Serba á sunnudag er hann sneri heim frá jarðarför
mannréttindalögfræðings sem myrtur var á dögunum. Fjórá- aðrir máls-
metandi Aibanar hafi einnig verið teknir af lífi, þeirra á meðai Baton Hax-
hiu, ritstjóri albansks dagblaðs í Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo. Ibra-
him Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana, er sagður í felum. Eftir morðin á
Agani og Haxhiu sakaði NATO júgóslavnesk stjómvöld um að reyna, með
skipulögðum hætti, að uppræta albanska menntamenn í héraðinu.
Þúsundir Kosovo-Albana á flótta
héldu til Norður-AIbaníU og lýstu
þar hryllilegum óhæfuverkum
serbneskra her- og öryggislög-
reglusveita. Sama staðan var við
landamæri Makedóníu og landa-
mæri Svartfjallalands. Flóttafólk
streymdi að og sagði blaðamönnum
og fulltrúum hjálparstofnana frá
því hvernig vopnaðar sveitir hettu-
klæddra Serba hefðu skipað fólki
út úr húsum sínum. Herma fregnir
að í borginni Pec, annarri stærstu
borg héraðsins, hafi allir Kosovo-
Albanir verið flæmdir í burt.
Kveikt í albanska
borgarhlutanum
Haft var eftir íbúum í Pristina í
gærkvöldi að norðurhluti borgar-
innar stæði í ljósum logum eftir að
serbneski herinn og öiyggissveitir
hefðu kveikt þar í. Hafi eldur verið
lagður að borgarhlutanum þar sem
búa nær eingöngu Albanar. Enn-
fremur eru þar höfuðstöðvar hjálp-
arstofnana, Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna og skrifstofur
sendiráða Bretlands og Þýskalands
í Júgóslavíu. Sögðust íbúarnir ekki
komast að svæðinu þar sem her-
sveitir Serba hefðu lokað brú sem
tengir borgarhlutann við miðborg
Pristina.
Talsmenn NATO viðurkenndu í
gær að þeir væru í kapphlaupi við
tímann vegna þjóðernishreinsana
Serba í Kosovo. „Við erum að reyna
að stöðva þennan harmleik og
stöðva drápin,“ sagði Javier Solana,
framkvæmdastjóri NATO, í gær.
Talsmenn NATO sögðu að ný lota
loftárása á Júgóslavíu væri farin að
bera árangur. David Wilby, flugliðs-
foringi breska hersins, sagði í gær
að NATO væru að berast sannanir
þess að loftárásimar yllu upplausn í
serbneska hemum. Sagði hann að í
annai-ri lotu loftárása NATO á
Júgóslavíu - sem nú er hafin -
myndu skotmörkin verða serbnesk-
ar hersveitir. Serbneskir skriðdrek-
ar, stórskotalið, þungavopn, liðs-
flutningabifreiðar og stjómstöðvar
yrðu skotmörk sprengjuþotna
NATO í Suður-Júgóslavíu.
Greindi AP-fréttastofan frá því
síðdegis í gær að bandarískar A-10
orrastuþotur hefðu sést taka á loft
frá Aviano-herflugvellinum á Ital-
íu, sjötta árásardaginn í röð, en
þotur þessar era búnar sérstökum
vopnum til að ráðast á skotmörk í
lágflugi. Bandarískar og spænskar
árásarþyi-lur NATO-hersins tóku
sig einnig á loft í gærdag, í fyrsta
sinn síðan loftárásirnar hófust.
Talsmenn NATO lýstu því yfir í
gærkvöldi að árásir bandalagsins
hefðu verið magnaðar og að beitt
væri þotum sem þekktar era íyrir
að granda skriðdrekum.
Milosevic ber ábyrgð á
hörmungunum á Balkanskaga
Tony Blair, forsætisráðhema
Bretlands, sagði í gær að ásakanir
stjómvalda í Belgrad um að loft-
árásir NATO kyntu undir ofbeldi
gagnvart Kosovo-Albönum, væra
„fáránlegar". Þjóðemishreinsanir
Serba hefðu verið ákveðnar íyrir
löngu af Slobodan Milosevic Júg-
óslavíuforseta. „Jafnvel í þessum
töluðum orðum halda óhæfuverk
Serba áfram, samkvæmt áætlunum
Milosevics. Nú er ljóst að þátttaka
Serba í friðarviðræðunum í Frakk-
landi var einungis til að breiða yfir
stríðsundirbúning þeirra [...] Fyrir
sérhvert morð á saklausum borg-
uram mun Milosevic verða gert að
greiða æ hærra gjald,“ sagði Blair í
gær. Jacques Chirac Frakklands-
forseti sagði í gær að Slobodan
Milosevic bæri ábyrgð á dauða
200.000 manna og flótta milljóna
manna á Balkanskaga síðan átök
þar hófust fýrir tíu áram.
„Þeir sem óhæfuverkin fremja
verða dregnir fyrir dóm“
Talið er að allt að hálf milljón
Kosovo-Albana eða fjórðungur
íbúa Kosovo sé nú landflótta. Hef-
ur flóttamannastraumurinn aukist
með hverjum degi sem líður. Tugir
þúsunda flúðu óhæfuverk Serba í
gær til nágrannaríkjanna Mak-
edóníu, Svartfjallalands og Alban-
íu. í sumum bæjum og þorpum var
fólki skipað að hafa sig á brott úr
Reuters
FLOTTAFOLK á palli vöruflutningabifreiðar á leið frá borginni Pec í Kosovo til bæjarins Rozaje í Svart-
fjallalandi. Þúsundir Albana flúðu Kosovo-hérað í gær eftir að hersveitir Serba brenndu þorp og bæi.
Reuters
Fehmi Agani
húsum sínum og smalað út á þjóð-
vegina og beint í átt að næstu
landamæram. „Serbneskar örygg-
issveitir hóta að drepa alla sem
neita að yfirgefa heimili sín,“ sagði
Kosovo-Albaninn Adem Basha frá
borginni Pec í vesturhluta Kosovo.
A sunnudag lýsti George Rob-
ertson, varnarmálaráðherra Breta,
því yfir að NATO væri að safna
upplýsingum um þá Serba sem
óhæfuverkin fremja og að þeir
verði dregnir fyrir dóm. Sagði ráð-
herrann: „Þeir sem framkvæma
slík voðaverk era sekir um stríðs-
glæpi. Ráðamenn geta einnig verið
sóttir til saka.“
■ Sjá umfjöllun á bls. 26-29
Prímakov til við-
ræðna við Milo-
sevic í Belgrad
Moskvu. Reuters.
BORÍS Jeltsín, forseti
Rússlands, ákvað í
gær, að Jevgení
Prímakov, forsætisráð-
herra Rússlands,
skyldi fara í dag til við-
ræðna við Slobodan
Milosevic, forseta Jú-
óslavíu, í Belgrad um
lausn á Kosovo-deil-
unni. Hefur því verið
fagnað víða og ýmsar
NATO-þjóðir, einkum
Frakkar, telja Rússa
eina færa um að telja
Serba á að fallast á frið
og hætta ofsóknum
gegn albanska meiri-
hlutanum í Kosovo.
Dmítrí Jakúshkín, talsmaður
Jeltsíns, sagði, að með Prímakov
færa þeir ígor ívanov utanríkisráð-
herra og Igor Sergejev varnarmála-
ráðherra auk yfírmanna rússneskra
leyniþjónustustofnana. Sagði hann,
að tilgangurinn með ferðinni væri
að ræða við Milosevic um pólitíska
lausn á „átökunum, sem stöfuðu af
loftárásum NATO“.
Prímakov mun hitta Gerhard
Schröder, kanslara Þýskalands, í
dag að fundinum í Belgrad loknum
og ívanov utanríkisráð-
herra hefur beðið um
fund með fulltrúum
Evrópusambandsins,
ESB.
Ymis ríki hafa fagnað
ferð Rússanna til
Belgrad en Jacques
Chirac, forseti Frakk-
lands, skoraði á Príma-
kov um helgina að
reyna að hafa áhrif á
Milosevic.
Versnandi sambúð
Rússneska varnar-
málaráðuneytið til-
kynnti í gær, að Rúss-
ar, sem væru við nám í herskólum
NATO-ríkjanna, yrðu kallaðir heim
og einnig rússneskir foringjar í höf-
uðstöðvum gæsluliðsins í Bosníu.
Ivanov sagði í gær, að sambandið
við NATO-ríkin myndi óhjákvæmi-
lega versna vegna árásanna á Júg-
óslavíu en hann bætti þó við, að
Rússar myndu reyna að rækta já-
kvæðu hliðarnar á sambandinu við
vestræn ríki. ESB tilkynnti í gær,
að áfram væri unnið að 36 milljarða
ísl. kr. matvælaaðstoð við Rúss-
land.
Jevgem' Prímakov