Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 58
* 58 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kjartan Bald-
ursson fæddist í
Reykjavík 20. nóv-
ember 1951. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 21.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðrún Rósa Sig-
urðardóttir frá
Hælavík og Baldur
Maríusson. Þau
voni ógift. Uppeld-
isfaðir Kjartans frá
ellefu mánaða aldri
er Hjörtur Magnús
Guðmundsson frá Reykjavík.
Sonur Hjartar frá fyrra hjóna-
bandi er Karl, f. 1948. Systkini
Kjarfans, böm Guðrúnar og
Hjartar, era: Lilja, f. 1953, Sig-
nín, f. 1954, Guðmundur, f.
Ástin mín.
Ég man svo vel þegar ég skrifaði
þér bréfið sem kom okkur saman.
Og nú sit ég, einu ári og þremur
mánuðum seinna, og skrifa þér ann-
að bréf til að kveðja þig hinstu
kveðju.
Mig langar að þakka þér frá mín-
um innstu hjartarótum fyrir að þú
komst inn í líf mitt og gafst mér alla
þína ást, fyrir að vera minn besti
vinur og félagi, fyrir litla lífið sem
við sköpuðum saman og fer að koma
í heiminn bráðum og fyrir að vera
honum Snorra mínum góður stjúp-
faðir og vinur.
Megi Guð og englarnir geyma þig
þangað til við hittumst aftur, hinum
megin.
Að sofna var ljúft við sönginn þinn,
svífa í draumaheiminn inn
á mosaendanum mjúka,
enn ég lófann þinn funheita finn
sem fór svo blítt um líkama minn,
og frostlaufin burtu sá fjúka.
I líf mitt þú komst sem lofsöngur tær,
sem Ijós í myrkri, svo undur skær.
M ævintýri ei gleymi.
Drauminn okkar sem dafnaði í gær
daginn sem okkur báðum var kær
ég vona, vinur, þig dreymi.
(Unnur Sólrún)
Vertu sæll, hjartað mitt.
Þín eiginkona,
Asdi's Emilfa.
Sæll Kjartan minn.
Ég vildi þakka þér fyrir það hvað
þú varst ákveðinn í að láta mig vera
í trommuskólanum þrátt fyrir að
fjárhagurinn leyfði það ekki.
Auk þess sem ég hafði gaman af
öllum sögunum um æsku þína. tii
dæmis þegar þú stalst ... jæja þú
veist hvað ég meina.
Það var ailtaf gaman að spyrja
þig að einhverju tengdu tónlist eða
geimverum, vegna þess að það var
svo gaman þegar við vorum famir
að rökræða fram og aftur málefnin,
svo lengi að við vorum komnir með
efni í heila bók.
Svo vil ég þakka þér fyrir þær
stundir sem þú gafst mömmu og
fyrir litla Ijósið sem þið eigið saman.
Ég vona að þú hafír gaman af öllu
þarna hinum megin og þú hefur
væntanlega komist að sannleikan-
um um geimverurnar og Elvis
Presley, og kannski hvort Guð er
kona.
Vertu sæll, elsku Kjartan minn,
hafðu það gott þarna í Paradís og
komdu reglulega og oft í heimsókn.
Snorri Orn.
Hann var ekki stór daginn sem
ég sá hann fyrst, enda ekki nema
eins árs. En okkur kom ávallt vel
saman og alla tíð síðan var sam-
komulagið gott. Enda ákveðið að
ekkert færi öðruvísi á milli okkar,
en á milli hinna barnanna. Barátta
okkar hjónanna var barátta hans og
hans líf og framganga var eins og
hjá okkur. Þannig var hans ævi og
framgangur.
1955, Stefanía, f.
1956, Gunnhildur, f.
1957, Ingibjörg, f.
1962, og Skarphéðinn
Þór, f. 1963. Böra
Baldurs og konu
hans, Áslaugar Magn-
úsdóttur, era: Unnur,
f. 1957, Amgrímur, f.
1960, Birgir, f. 1963,
og Andi-ea, f. 1966.
Frá fæðingu var
Kjartan á Vöggustof-
unni við Sunnutorg
þar sem móðir hans
vann, þar til hún og
Hjörtur hófu búskap. Frá
tveggja ára aldri ólst Kjartan
upp í Kópavogi og gekk þar í
skóla. Lauk skyldunámi og prófí
frá Gagnfræðaskóla Kópavogs.
Einnig var hann við nám við
Kjartan var mjög heilsteyptur
maður, skuldaði engum neitt, lagði
aldrei af stað án þess að geta stopp-
að og heldur var beðið um stund
heldur en að skulda. Minningarnar
streyma fram og þær eru allar af
því góða. Ég er því þakklátur fyrir
árin sem eru liðin, alltof fá, en góð.
Við hjónin þökkum fyrir allt og allt
og vonum að góður guð hafí tekið
vel á móti Kjartani þegar hann lagði
upp í síðustu ferðina.
Hjörtur.
Þegar árin færast yfir okkur er
tíminn svo fljótur að líða, næstum
eins og andartak. Þannig leið síð-
asta ár - það hamingjuríkasta í lífí
dóttur okkar, Ástu Millu. Hún hafði
hitt manninn í lífi sínu, hann Kjart-
an Baldursson. Það var unun að
horfa á og upplifa ást þeirra og um-
hyggju fyrir hvort öðru og vonir
þeirra um að fá að stíga sporin sam-
an út á æviveginn.
Kjartan var yndislegur maður,
blíður og ljúfur, og allir sem kynnt-
ust honum, löðuðust að honum,
bæði fullorðnir og börn. Hann hafði
líka alveg einstaka tónlistarhæfi-
leika, músíkin var honum í blóð bor-
in, öll hljóðfæri léku í höndum hans
og gat hann spilað næstum hvað
sem var.
En þegar allt virtist leika í lyndi,
lífíð var svo gott og allt gekk svo vel
þá lá hún í leyni, váin sem allir ótt-
ast.
Kjartan greindist með krabba-
mein á haustdögum síðastliðið ár -
og hófst þá baráttan, hörð og mis-
kunnarlaus sem tók á krafta Kjart-
ans og baráttuþrek hans. Samt náði
hann rétt fyrir veikindin að planta
litlum afleggjara, litlu lífi, sem von
er á nú rétt eftir páska og sem við
vonum að erfi alla eiginleikana
hans.
Svona eru vegir Guðs órannsak-
anlegir og við verðum að trúa að
einhver sé tilgangur hans með
þessu öllu saman þótt erfítt sé að
skilja hann.
Vertu sæll, elsku vinur, og hafðu
þökk fyrir allt og allt. Lifðu heill í
lífinu eftir lífið. Guð blessi þig og
verndi.
Þínir tengdaforeldrar,
Edda og Björgvin.
Þegar ég var lítill átti ég stóran
bróður. Það var hann Kjartan sem
við kveðjum hér í dag alltof
snemma. Hann var svo stór að hann
átti rafmagnsgítar. Hann var svo
stór að hann gaf sér tíma til að
kenna mér að spila á hann, og þó ég
færi seinna meir í tónlistarskóla tók
ég samt stóra bróður mér til fyrir-
myndar í tónlist.
Kjartan bróðir hafði ótrúlega tón-
listarhæfileika. Honum nægði að
heyra lag einu sinni til að geta spil-
að það. Ekki nóg með það, hann
spilaði jöfnum höndum á píanó, gít-
ar, bassa og fleiri hljóðfæri. Við
Kjartan ásamt Guðmundi bróður
okkar vorum mjög samrýndir í tón-
listinni. Við sátum oft saman og
Tónlistarskóla F.Í.H. Frá barn-
æsku var tónlistin stór þáttur í
lífí Kartans. Flestar helgar til
margra ára spilaði hann á hin-
um ýmsu stöðum við hin marg-
víslegu tækifæri. Hann lék
einnig nokkram sinnum fyrir
Islendinga erlendis.
Kjartan fór ungur til sjós á
millilandaskip og vann uppfrá
því margvísleg störf. Síðustu
árin starfaði hann sem bflstjóri
á Kópavogshæli. Þar kynntist
hann eftirlifandi konu sinni,
Ásdísi Emelíu Björgvinsdóttur,
sjúkraliða frá Ákranesi, f. 10.
ágúst 1960, dóttir hjónanna
Guðrúnar Eddu Júlíusdóttur
og Björgvins Hagalínssonar.
Sonur Ásdísar er Snorri Orn
Kristinsson, f. 9. ágúst 1981.
Kjartan og Ásdís gengu í
hjónaband 28. desember í Ár-
bæjarkirkju. Hún gengur með
þeirra fyrsta barn.
Utför Kjartans verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
hlustuðum á eitthvað nýtt eða spil-
uðum saman. Einu sinni á góðum
sumardegi fórum við út í garð með
hljóðfærin og héldum tónleika fyrir
nágrennið.
Það eru mörg minningabrotin
sem hrannast upp á þessari stundu.
Eins og þegar pabbi varð sextugur
og við bræðumir spiluðum saman
fyrir dansi. Fyrsti dansleikur sem
ég fór á með konu mína var í Garð-
inum þar sem Kjartan spilaði ásamt
hljómsveitinni Miðlunum.
Á seinni árum bárum við oft sam-
an bækur okkar í tónlistinni og
ræddum um heima og geima.
Ég vil kveðja stóra bróður með
þessum orðum Hallgríms Péturs-
sonar:
Ég lifi’ í Jesú nafni
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafhi,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristi krafti' eg segi:
Kom þú sæll þá þú vilt.
Guð blessi Ásdísi, Snorra og ófædda
barnið.
Skarphéðinn Þór og fjölskylda.
Elsku bróðir.
Mikið vomm við systkinin heppin
að eiga þig sem bróður. Lilja reyndi
mikið að ala okkur upp og taldi
mörgum trú um að hún hefði séð
um okkur öll frá fæðingu.
Samt varst þú alltaf stóri bróðir.
Þú varst sá sem spilaðir fyrir okkur
lögin sem okkur fannst flott og
gaman var að syngja. Það var nefni-
lega alveg nóg fyrir þig að heyra lag
einu sinni, þá gastu spilað það. Eig-
inlega var líka sama hvaða hljóðfæri
þú reyndir við, þú gast spilað á allt.
Sem unglingur var æðislegt að eiga
bróður á skellinöðru, sem átti allar
nýjustu plöturnar og spilaði alltaf
það sem hann var beðinn um og
miklu meira. Við systkinin litum
mjög upp til þín.
Þú hættir í skóla eftir skyldunám
og fórst að vinna. Fórst til Ameríku
á Jökulfelli og keyptir allar nýjustu
plöturnar og við nutum góðs af. Þú
vannst í Brauð hf og færðir okkur
alltaf nýbakað rágbrauð þegar þú
komst heim. Okkur fannst þú aðal-
lega vera í vinnu til að færa okkur
spennandi hluti. Margt var brallað
en tónlistin var aldrei langt undan.
Sem strák gekk þér illa að læra
að spila eftir nótum, þú varst svo
miklu fljótari að spila eftir eyranu.
Þegar þú varst orðinn fullorðinn
fórstu í tónlistarnám hjá FIH og
lærðir m.a. að lesa nótur og tón-
fræði. Þrátt fyrir að þú ynnir fyrir
þér með alls kyns verkamannavinnu
varstu frá unglingsaldri í hljóm-
sveitum. Eignaðist íbúð og fleira
með því að spila. Ferðaðist til út-
landa til að spila, t.d. á Edinborgar-
hátíð, í London, Frakklandi og
Portúgal.
Þú varst mjög liðtækur í trjárækt
í Hvalfirði með mömmu og pabba.
Saman börðust þið við að fá trjá-
KJARTAN
BALDURSSON
gróður til að vaxa við sumarbústað-
inn.
Ef eitthvert okkar vantaði hjálp
við eitthvað varstu alltaf kominn og
tilbúinn til aðstoðar.
Þú og Magnús Þór voruð góðir
félagar og þú ræddir mikið við hann
sem og annað ungt fólk um nauðsyn
þess að afla sér menntunar og hve
þú sæir alltaf eftir því að hafa hætt í
skóla. Það væri ástæða þess að þú
neyddist alltaf til að vinna láglauna-
vinnu og spila á misjafnlega
skemmtilegum böllum til að geta
eignast það sem þú þyrftir.
Mikil var forvitni systra þinna
þegar þú læddir út úr þér við
mömmu að þú værir nú búinn að
eignast kærustu. Fljótlega fengum
við svalað forvitni okkar þegar þú
komst með Ásdísi og kynntir hana
fyrir fjölskyldunni. Þið fóruð að búa
saman í mars á síðasta ári ásamt
Snorra syni Ásdísar. Mikil ham-
ingja og gleði. í ágúst fréttist að
von væri á barni og mikil var eftir-
væntingin og ánægjan.
Sú gleði stóð ekki lengi því í sept-
ember greindist þú með krabba-
mein, fórst í mjög erfiðar aðgerðir
og meðferðir en alltaf seig niður á
við. Baráttan hefur verið hörð og
erfið og þú varðst að lúta í lægra
haldi. Við vonuðum öll að þú fengir
þína æðstu ósk uppfyllta og fengir
að sjá litla barnið þitt en það varð
ekld.
Á sunnudaginn vildir þú vita hve
langt væri í tónleikana þína og
hverjir ætluðu að spila á þeim. Þeg-
ar ég var búin að telja þá upp sem
ég mundi eftir sagðir þú: Mikið eru
allir góðir. En fólk vildi fá að gera
eitthvað fyrir þig. Þú varst svo oft
búinn að rétta okkur hjálparhönd.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af
Ásdísi, Snorra og litla barninu. Það
á okkur að og það er sko heilmikið.
Ég veit líka að þú ert hjá þeim og
okkur og styrkir og hjálpar okkur
öllum í gegnum erfiða tíma.
Hvíl í friði, elsku bróðir, við
syngjum fyrir þig á tónleikunum.
Sigrún.
Við dánarbeð Kjartans var lesinn
þessi sálmur:
Þótt heilsu mína særi sótt
og sigri þrekið lúi,
Guðs náð mér veikum veitir þrótt
Ég veit á hvem ég trúi.
Þótt dauðinn bregði beittri sigð
og brátt að mér hann snúi,
ei voði sá mér veldur hryggð.
Égveitáhvernégtrúi.
(H. Hálfd.)
Kjartan vissi á hvað hann trúði,
það var á lífið, tilveruna, gleðina,
hamingjuna og ekki síst trúði hann
á ástina, framtíðina og fjölskyld-
una. Við erum stór og sterk fjöl-
skylda, höfum alltaf staðið saman
ef eitthvað hefur bjátað á, eins ef
eitthvað hefur staðið til, í gleði og
sorg, en síðustu mánuðir hafa verið
ótrúlega erfiðir og svo óréttlátt að
horfa á ungan mann í blóma lífsins
hrörna og visna af hræðilegum
sjúkdómi, krabbameini. Hann miðl-
aði samt af trú sinni á lífið, ekki er
langt síðan honum var það mjög
hugleikið að ræða um fyrirgefn-
ingu og jákvæði, aldrei erfa neitt,
ekki vera reiður. Það var eins og
hann hafi vitað af þeirri reiði sem
hefur verið innra með okkur, þeirri
sorg sem við börðumst við. Kjartan
var einstaklega ljúfur maður með
fastar skoðanir á hlutunum, hafði
gaman af að ræða málin og ef hann
fann eitthvert áhugavert efni þá
kynnti hann sér það til hins
ýtrasta, s.b. trú hans á að líf hafí
verið á jörðinni fyrir okkar líf.
Hann las allt sem hann náði I um
það efni og það var rætt fram og
aftur. Eitt sinn kom ég í heimsókn
til hans. Þá var hann að lesa í Bibl-
íunni og ég stríddi honum eitthvað
á því en hann sagðist þá vera að
lesa hana eins og hverja aðra sögu-
bók til að geta tekið þátt í þeirri
umræðu sem var þá í gangi í þjóð-
félaginu og hann sagði að þetta
væri hin besta saga.
Þegar við vorum að alast upp í
Kópavogi var goggunarröðin alls-
ráðandi í virðingarstiganum, sá sem
átti sér eitthvað til ágætis eins og að
eiga stóran bróður naut mikillar
virðingar og þegar þú keyptir þér
skellinöðra var ekki frekar reynt að
keppa um þann virðingartitil, það
fór ekki á milli mála, við unnum á
þinn kostnað.
Það var oft fjörugt í Löngu-
brekkunni þegar við vorum þar öll,
átta börn, mamma og pabbi og
seinna Magnús Þór og svo enn
seinna Guðrún Rósa. Kjartan var
hálfbróðir okkar en það gerði hann
frekar sérstakari og skemmtilegri
að okkur fannst. Pabbi gat ekki ver-
ið honum meiri pabbi en hann var,
milli þeirra var eitthvað sérstakt
samband, þeir fóru saman til rakar-
ans og pabbi hefur oft sagt okkur
söguna af því þegar ókunnur maðm'
dáðist að því hve líkir þeir væru
feðgamir.
Tónlistin átti hug Kjartans frá
barnæsku og það er þjóðsaga í fjöl-
skyldunni þegar fyrsta hljóðfærið
kom inn á heimilið og Kjartan sex
ára settist við það og spilaði þau lög
sem hann kunni án þess að neinn
hefði kennt honum þau.
Oft voru sagðar sögur af Kjartani
og munu þær geymast í minning-
unni og vera sagðar á góðum stund-
um og öraggt að barnið hans mun fá
að heyra þær oft og mörgum sinn-
um. Mamma talaði oft um það þeg-
ar hún gekk með Kjartan og þegar
hann fæddist. Hann var svo lítill og
grannur enda fæddur fyrir tímann.
Fyrstu mánuðina var hann á vöggu-
stofu þar sem mamma vann en þeg-
ar hann var 11 mánaða fóru þau að
búa mamma og pabbi og þar með
eignaðist Kjartan pabba sem ásamt
mömmu umvafði hann og okkur öll
ást og umhyggju áhyggjulausra
æskudaga þar sem ramminn var
heimilið og umhverfið allt tryggt og
öruggt.
Kjartan var einstaklega sam-
viskusamur og góður starfsmaður
hvað sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann var ekki stór og ekki þrekinn
en seigur og duglegur. Alltaf lét
hann skuldbindingar sínar ganga
fyrir öllu öðru þó það þýddi að hann
þyrfti að hjóla eða ganga í vinnuna
af því hann átti ekki fyrir bensíni
eða í strætó.
Það að hann skyldi ekki lifa það
að sjá litla barnið sitt fæðast er
óskiljanlegt og ekki hægt að skilja
neinn tilgang með því. Hann átti fal-
legt heimili þar sem litla fjölskyld-
an, Kjartan, Ásdís og Snorri,
hreiðruðu um sig. Þangað var nota-
legt að koma og yndislegt að finna
kærleikann sem geislaði milli
þeirra. Þar ætluðu þau að eiga sér
framtíð með Snorra og litla barninu
sem von er á eftir tvær til þrjár vik-
ur. Það að hann skuli skilja eftir
þennan litla sprota er stórkostlegt
og í raun kraftaverk og vonandi
verður það Ásdísi huggun í sorginni
og um ókominn tíma þegar minn-
ingarnar sækja á.
Elsku Ásdís, Snorri, mamma og
pabbi og allir hinir sem syrgja, það
eru engin orð sem hugga, minningin
lifir ljúfsár og falleg um ungan
mann með stóra sál.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Þín systir
Stefanía.
Minningarnar brjótast fram í
hugann nú þegar við kveðjum
Kjartan bróður minn í dag. Þegar
ég fór að muna eftir mér sem
krakki í Kópavoginum, þá eyddi
þessi stóri bróðir mörgum sumrum í
sveit hjá Boggu frænku og Jóhanni.
Og hvað var hægt að líta upp til
hins hugum stóra kúrekstrai-meist-
ara er hann kom heim á haustin úr
sveitinni. Ekki hafði hann kannski
stækkað mikið en í mínum augum
var hann stærstur.
Eitt vorið er við íjölskyldan,
mamma, pabbi og allur barnahóp-
urinn vorum á leið austur í Laugar-
dal til Dísu og Ragnars var ákveðið
að stoppa aðeins á leiðinni til að
börnin gætu rétt úr sér. Það vár