Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson FARSÆLL frá Arnarhóli er kominn í sitt gamla form og sigraði i Skautahöllinni ásamt knapanum Ásgeiri Svan. Istölt Reiðsports Farsæll kominn til sjálfs sín og* sigraði verðskuldað Hestamenn héldu öðru sinni innreið í Skautahöllina í Laugardal og kepptu þar % í ístölti. Þar voru saman komnir margir af bestu hestum landsins. Valdimar Kristinsson stóð þar í miðjum hringnum á hálum ís og myndaði og fylgdist með því sem þar fór fram. ÁSGEIR Svan Herbertsson og Far- sæll frá Arnarhóli gerðu að engu áform Hafliða Halldórssonar á Valí- ant frá Heggstöðum um að sigra öðni sinni á Istölti Reiðsports í Skautahöllinni. Allt hefði þó gengið eftir hjá Hafliða og Valíant ef ekki hefði orðið breyting á keppenda- ^kránni á síðustu stundu og þeir Ás- ?bir og Farsæll ekki verið á meðal keppenda. Einvígi þessara tveggja para var írábær hápunktur á eftir- minnilegri kvöldstund í Skautahöll- inni þar sem fram komu 30 knapar með afbragðsgóða hesta. Eins og á fyrsta mótinu í fyrra gekk hestunum misjafnlega að fóta sig á hálu svellinu og sum þeirra fundu sig engan veginn og náðu ekki taktinum. En það var ekki hægt að segja um þessa miklu gæðinga sem efstir stóðu. Það var ánægjulegast að sjá að Farsæll þessi mikli yfir- burðahestur virðist nú kominn með fyrri getu og voi-u margir þeirrar skoðunar að Farsæll hafi aldrei sést jafn öflugur í töltkeppni sem nú. Hann hefur fyrst og fremst kynnt sig sem yfirburða sterkur fjórgangs- hestur en alltaf þó verið á meðal þeirra sterkustu í tölti en vantað herslumuninn til komast þar á topp- inn. Farsæll sem verður ellefu vetra í vor virðist á þessari stundu vera á toppnum. Hann fór illa út úr hita- sóttinni á síðasta ári og var ekki sjálfum sér líkur að fasi og fram- göngu á mótum. Ásgeir Svan stefnir með hestinn í úrtöku fyrir heims- meistaramótið í sumar og má ætla að þeir félagar geri tilkall til fjórgangs- sætisins í liðinu. Þrátt fyrir að hafa lotið í lægra haldi fyrir Farsæli og Ásgeiri geta Hafliði og Valíant unað glaðir við FERMINGARTILBOÐ HESTAMANNSINS! Hrafn hnakkur m/öllu kr.79.800,- áður-krÁÖ-ÁSÖÖ Sleipnir hnakkur m/öllu kr. 89.990.- áður ku+OTÆOO Horka sléttar skóbuxur kr. 14.900,- áður ícl-4-77900 Horka flauel skóbuxur kr. 13.900 áður I«v4-6t900 Mikið úrval af beislum á fermingatilboði frá kr. 3.990.- Casco reið- hjálmarnir vinsælu með 15% afslætti. Sendum í póstkröfu um alR land! HUGRÚN Jóhannsdóttir hlaut sérstök kvennaverðlaun fyri sýningu sína og Blæs frá Sigluvík en hún var með hæstu einkunn kvenna sem þátt tóku í keppninni. VEL FER á með þeim félögum Hafliða og Ásgeir þegar verðlaunin hafa verið borin í þá og ekki að sjá hin harða keppni hafi áhrif á vinskapinn. SIGURVEGARI kvöldsins af viðbrögðunum að dæma var tvímæla- laust Jón Ólafsson sem hlaut vandaðan hnakk í happdrætti kvöldsins með honum á myndinni eru Ásta B. Benediktsdóttir og Halldóra S. Guðlaugsdóttir. sitt. Klárinn var feiknagóður hjá Hafliða, allt fas og höfuðburður með því besta sem gerist og ljóst að hann er einnig kominn í sitt fyrra form. Hafliði og Valíant voru valdir athygl- isverðasta par keppninnar en svo skemmtilega vildi til að þau verðlaun gaf Hestaskólinn á Ingólfshvoli þar sem Hafliði er skólastjóri og einn af aðaleigendum skólans. Það er svo aftur spurning hvernig á að velja at- hyglisverðasta par í keppni sem þessari því auðvitað eru það sigur- vegaramir sem oftast eru athyglis- verðastir. Keppnin var með svipuðu sniði og í fyrra. Þrír keppendur voru saman á vellinum í forkeppni þar sem þrír dómarar gáfu einkunnir. Átta stiga- hæstu keppendurnir komust áfram og kepptu þeir innbyrðis í fjómm bráðabönum þannig að par í fyrsta sæti mætti þeim sem voru í áttunda sæti og par í öðru sæti mætti pari í sjöunda sæti. Endirinn varð sá að Daníel Jónsson sem keppti á Erli frá Kópavogi atti kappi um þriðja sætið við Snorra Dal á Hörpu frá Gljúfri þar sem Daníel hafði betur og kvöld- ið endaði á einvígi Hafliða og Ás- geirs. Sérstök verðlaun gefin af Top Reiter voru veitt þeim kvenknapa sem hæsta einkunn hlaut og féllu þau í skaut Hugrúnu Jóhannsdóttur sem keppti á Blæ frá Sigluvík. Þá fengu keppendur í 5. til 8. sæti páskaegg en fimm efstu fengu eign- arbikara sem gefnir voru af Orku. Sigui'vegarinn fékk eina 20 poka af fóðurbæti frá fóðurblöndunni. Þá giltu aðgöngumiðamir sem happ- drættismiðar og vom þrír folatollar í verðlaun. Einn hjá Toppi frá Eyj- ólfsstöðum, Hektor frá Akureyii og Hami frá Þóroddsstöðum sem var sýndur í höllinni áður en dregið var. Rúsínan í pylsuendanum var svo glæsilegur hnakkur frá Reiðsport með öllum fylgihlutum vel yfir hund- rað þúsund að verðmæti og var gleði vinnandans svo mikil að ekki fór milli mála að þar færi sigurvegari kvöldsins. Keppnin nú var örlítið frábmgðin hefðbundinni töltkeppni að því leyti að sett voru hraðamörk á síðasta at- riðið sem venju samkvæmt er yfir- ferðartölt. Var þetta góð ráðstöfun því glæsilegar sýningar era fljótar að breytast í andhverfu sína á hálf- um ís ef hestar fara að srika og jafn- vel falla. Sá kunni kappi Erling Sig- urðsson sá um að áminna keppendur í míkrófóninn ef of hratt væri farið. Til vara hafði hann gult spjald við hendina sem hann var tilbúinn að veifa ef keppendur ekki héldu sig á mottunni. Tvö gul spjöld hefðu þýtt brottrekstur úr keppni en ekki kom til þess að Erling þyrfti að veifa spjaldinu góða. Keppnin dróst mjög á langinn og kom glöggt fram að stilla má fjölda keppenda í hóf og eins að gæta tímans sem fer í ýmis auka atriði. Þriggja tíma dagskrá ætti að vera hámarkið á samkomu sem þessari. Eins og í fyrra tókst þetta ístölt Reiðsports með miklum ágætum. Yfir tólf hundmð manns fylgdust með keppninni að þessu sinni og tók mannskapurinn virkan þátt í því sem fram fór á vellinum. Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Ásgeir S. Herbertsson á Farsæli frá Arnarhóli. 2. Hafliði Halldórsson á Valíant frá Heggstöðum. 3. Daníel Jónsson á Erli frá Kópa- vogi 4. Snorri Dal á Hörpu frá Gljúfri. 5. Ragnar Hinriksson á Hrafni frá Ríp. 6. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við- borðsseli 7. Hermann Karlsson á Amal frá Húsavík. 8. Guðmar Þ. Pétursson á Nökkva frá Tunguhálsi II. Efsti kvenknapi Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá Sigluvík. Útborgun Ö Greiða skal út laun á morgun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.