Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Alþingiskosn-
ingarnar 8. maí
Listi Sam-
fylkingar í
Reykjavík
ákveðinn
SAMNINGANEFND Alþýðu-
bandalags, Alþýðuflokks og Sam-
taka um Kvennalista í Reykjavík
hafa birt framboðslista Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík við Alþing-
iskosningarnar 8. maí nk. Listann
skipa:
1. Jóhanna Sigurðardóttir, al-
þingismaður, 2. Ossur Skarphéð-
insson, alþingismaður, 3. Bryndís
Hlöðversdóttir, alþingismaður, 4.
Guðrún Ögmundsdóttir, félagsráð-
gjafí, 5. Asta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, alþingismaður, 6. Mörður
Árnason, íslenskufræðingur, 7.
Árni Þór Sigurðsson, hagfræðing-
ur, 8. Guðný Guðbjörnsdóttir, al-
þingismaður, 9. Jakob Frímann
Magnússon, tónlistarmaður, 10.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, nemi,
11. Heimir Már Pétursson, blaða-
maður, 12. Stefán Benediktsson,
13. Hulda Ólafsdóttir, sjúkraþjálf-
ari, 14. Guðrún Sigurjónsdóttir,
sjúkraþjálfari, 15. Magnús Arni
Magnússon, alþingismaður, 16.
Bi-ynja Baldursdóttir, nemi, 17.
Vignir Halldórsson, iðnnemi, 18.
Katrín Kaaber, starfsmaður á leik-
skóla, 19. Sigurður Hólm, háskóla-
nemi, 20. Þórunn Sveinbjömsdótt-
ir, varaformaður Eflingar, 21.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ,
22. Páll Halldórsson, jarðeðlisfræð-
ingur, 23. Gísli Helgason, fulltrúi,
24. Margi'ét Pálmadóttir, söng-
stjóri, 25. Tryggvi Þórhallsson, raf-
verktaki, 26. Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir, leikari, 27. Borgþór
Kæmested, fulltrúi, 28. Haraldur
Finnsson, skólastjóri, 29. Sigríður
Auðunsdóttir, framkvæmdastjóri,
30. Bragi Skúlason, sjúki’ahús-
prestur, 31. Sigþrúður Gunnars-
dóttir, bókmenntafræðingur, 32.
Pétur Jónsson, viðskiptafræðingur,
33. Elísabet Þorgeirsdóttir, rit-
stjóri, 34. Margrét H. Sigurðar-
dóttir, varaformaður Félags eldri
borgara, 35. Atli Heimir Sveinsson,
tónskáld, 36. Adda Bára Sigfús-
dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi,
37. Guðrún Halldórsdóttir, skóla-
stjóri og fyrrverandi alþingismað-
ur, og 38. Gylfí Þ. Gíslason fyrrver-
andi ráðherra.
------------
Framboðslisti
Kristilega
lýðræðis-
flokksins
KRISTILEGI lýðfræðisflokkurinn
hefur ákveðið framboðslista í
Reykjavíkurkjördæmi við alþingis-
kosningarnar 8. maí n.k.
Eftirfarandi em í framboði: 1.
Guðmundur Örn Ragnarsson,
prestur í 2. Árni Bjöm Guðjónsson,
húsgagnasmíðameistari, 3. Einar
Friðberg Hjartarson, múrara-
meistari, 4. Herdís Tryggvadóttir,
húsmóðir, 5. Páll Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri, 6. Bima Einarsdótt-
ir, leikskólakennari, 7. Leifur E.
Núpdal, sölufulltrúi, 8. Þóra Sigríð-
ur Jónsdóttir, kennaranemi, 9.
Birgir Sævar Pétursson, trésmið-
ur, 10. Ólöf L Einarsdóttir, gi-asa-
læknir, 11. Ólafur Öm Jónsson,
verkamaður, 12. Jóhannes Ásgeir
Eiríksson, tæknimaður, 13. Krist-
ján Páll Amarsson, sölumaður, 14.
Elsa Þorvaldsdóttir, húsmóðir og
15. Sigurgeir H. Bjamason, prent-
ari.
Heilbrigðisráðuneytið birtir auglýsingu um rekstrarleyfí gagnagrunnsins
Morgunblaðið/Ásdís
GUÐMUNDUR Magnússon, forstöðumaður Þjóðmenningarhússins, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrsta eintak kynningarbæklings um
starfsemi hússins. Hjá þeim stendur Salome Þorkelsdóttir formaður hússtjórnar Þjóðmenningarhússins.
Þjóðmenningarhúsið opnað 20. aprfl á næsta ári
Ætlað að kynna íslenska
sögu og menningararf
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
tók í gær við fyrsta kynningarbæk-
lingi um nýtt Þjóðmenningarhús
og opnaði jafnframt vefsíðu húss-
ins við athöfn í gamla lestrarsal
þess.
Þjóðmenningarhúsið er nýtt
nafn á Safhahúsinu við Hverfis-
götu. Guðmundur Magnússon,
sagnfræðingur og forstöðumaður
hússins, og Salome Þorkelsdóttir,
formaður hússtjórnar, kynntu til-
vonandi starfsemi hússins, sem
verður opnað á ný hinn 20. apríl
árið 2000, eftír gagngerar endur-
bætur. Öll starfsemi í húsinu tekur
mið af friðun þess, sem á við bæði
utandyra sem innan, og listrænu
og sögulegu verðmætí hússins. Ali-
ar breytingar em gerðar í samráði
við húsafriðunamefnd, enda
spannar saga þess yfir 90 ár. Húsið
verður samt sem áður aðlagað að
umferð gesta og öryggis þeirra.
Lyfta verður sett í húsið tíl að
ti-yggja aðgengi fyrir alla og tölvur
og skjáir verða áberandi í sýning-
arsölum, enda er húsinu ætlað að
kynna sögu þjóðarinnar og menn-
ingararf á lifandi hátt. Á fyrstu
hæð hússins verður veitingastofa
og verslun þar sem seldar verða
bækur, listmunir og minjagripir en
húsinu er ætlað að höfða til Islend-
inga jafnt sem erlendra ferða-
manna.
Sýningar um landafundi
og áhrif kristni
í húsinu verða bæði fastar og
breytilegar menningarsögulegar
sýningar auk þess sem salir og stof-
ur verða leigðar út og lánuð tíl op-
inberra athafna, funda, fyrirlestra
og listviðburða. Við opnun hússins
hiim 20. apríl árið 2000 verður opn-
uð sýning um siglingar og landa-
fundi Islendinga á miðöldum, með
áherslu á landnám á Grænlandi og
fund Vínlands. Er sýningin sam-
starfsverkefni Þjóðmenningarhúss
og Landafundanefndar.
17. júm árið 2000 verður svo opn-
uð sýning um áhrif kristni á ís-
lenskt þjóðlíf í þúsund ár. Að henni
standa Þjóðslgalasafn Islands,
Kristnihátíðamefnd auk Þjóðmemi-
ingarhússins. Einnig verður sýning
til langs tíma um íslenska bóka-
gerð, bókmenntír, skáld og fræði-
menn þjóðarinnar. Þá verða sýn-
ingar á íslenskum gjaldmiðli og
öðrum ríkistáknum, auk þess sem
gjörðabók þjóðfundarins 1851 verð-
ur tíl sýnis í húsinu.
Á vefsíðu hússins sem Davíð
Oddsson opnaði í gær er hægt að
fylgjast með undibúnhigi nýju
starfseminnar og framvindu endur-
bóta sem nú eru að hefjast innan-
húss. Verða þar reglulega birtar
fréttir og myndir af undirbúningi
og framkvæmdum við húsið. Slóð
vefsíðu Þjóðmennmgarhússins er
www.kultur.is.
Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins
Ekki verið
rætt um
rýmri af-
greiðslutíma
HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins, segir að rýmri afgreiðslutími
áfengisútsalna hafí ekki komið til
umræðu innan fyrirtækisins, en
samkvæmt nýrri reglugerð er heim-
ilt að hafa útsölustaði áfengis opna á
milli kl. 8 og 23 á daginn. _ .
Höskuldur segir að ÁTVR eigi
eftir að ræða við stjórnvöld um hvað
þau vilji gera varðandi íýmri af-
greiðslutíma, en ný reglugerð um
smásölu sé líklega viljayfirlýsing
stjórnvalda til þess.
„Breytingar hafa ekki verið á döf-
inni hér, við eigum eftir að ræða það
við stjórnvöld hvað þau vilja gera í
því máli og hvað felst í þessari heim-
ild. Innan þessa fyrirtækis hafa ekki
verið neinar umræður um breytingu
á afgreiðslutíma," sagði Höskuldur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Auglýst eftir umsóknum
á öllu EES-svæðinu
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið auglýsti í Morgun-
blaðinu um síðustu helgi eftir um-
sóknum frá aðilum sem vilja takast
á hendur gerð og starfrækslu
gagnagrunns á heilbrigðissviði. Að
sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðar-
manns heilbrigðisráðherra, verður
auglýst eftir umsóknum á öllu Evr-
ópska efnahagssvæðinu. Auglýs-
ingar af þessu tagi fást hins vegar
ekki birtar í stjórnartíðindum Evr-
ópusambandsins og verður auglýs-
ingunni því komið á framfæri við
aðildarríki EES-samningsins í
gegnum sendiráð Islands. Auglýs-
ingin verður einnig birt á íslensku
og ensku á heimasíðu ráðuneytis-
ins.
Umsóknarfrestur rennur út 28.
apríl næstkomandi. Heilbrigðisráð-
herra mun svo á grundvelli um-
sóknanna velja allt að þrjá aðila til
frekari viðræðna um verkefnið og
útgáfu rekstrarleyfis.
„Við höfum fengið fyrirspurnir
um þetta mál og við göngum út frá
því að það muni berast nokkrar
umsóknir," segir Þórir.
Skv. auglýsingunni skulu fylgja
umsóknum ítarlegar upplýsingar
um starfssvið og verkefni umsækj-
enda, sérfræðiþekkingu á sviði
heilbrigðisvísinda og fjárhagslegt
bolmagn til að leysa verkefnið af
hendi. Þá skal umsækjandi setja
fram hugmyndir um verkáætlun og
tækni-, öryggis- og skipulagslýs-
ingu.
Ovíst hve langan tíma tekur að
ganga frá samninguin
I áuglýsingu ráðuneytisins segir
m.a. að gert sé ráð fyrir að í
gagnagrunninn verði fluttar upp-
lýsingar úr sjúkraskrám á íslensk-
um heilbrigðisstofnunum og hjá
sjálfstætt starfandi heilbrigðis-
starfsmönnum samkvæmt nánara
samkomulagi við þá aðila. „Það er
m.a. háð samningum rekstrarleyf-
ishafa og heilbrigðisstofnana hve
langt aftur í tímann verður farið
við skráningu upplýsinga úr
sjúkraskrám, en það ræður mjög
miklu um stærð gagnagrunnsins
og kostnað við gerð hans,“ segir í
auglýsingunni.
Að sögn Þóris er óvíst hversu
langan tíma mun taka að vinna úr
umsóknum og ganga frá samning-
um við væntanlegan rekstrarleyf-
ishafa. „Það er alveg ljóst að end-
anlegt rekstrarleyfí verður ekki
gefið fyrr en búið er að uppfylla
fjölda skilyrða sem sett eru. Það er
því talsverður tími í að sjálft verk-
efnið fari í gang,“ sagði hann.