Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 65»*.
ÞJÓNUSTA/FRÉTTIR
Kynning á starfsemi URKI í Reykjavík
s
Ohefðbundnum aðferðum
beitt til að ná athygli
Morgunblaðið/Porkell
LEIKIÐ atriði á kynningarfundi URKI-R í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Strandgötu 60, lokað í vetur, s: 565-5420, bréfs. 55438.
Siggubær, Kiriguvegi 10, lokað í vetur. Skrifstofur
safnsins verða opnar alla virka daga kl. 9-17.__
BYGGÐASAFNIÐ í GÖRÐUM, AKRANESI: Opið kl.
13.30- 16.30 virka daga. Sími 431-11255.___
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi._________________________________
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551, bréfsími 423-7809. Opiö alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi._____________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, ReyKjavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud. kl. 17-21, fóstud.
og laugard. kl. 15-18. Sími 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun Hafnaríjarðar
opin alla daga nema þriöjud. frá kl. 12-18.__
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum.________________
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22, fóst. kl. 8.15-19. Laugd.
9-17. Sunnud. kl. 11-17. Handritadeild er lokuö á laug-
ard. og sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615._
LISTASAFN ÁRNESINGA, Trjgg\agötu 23, Selfossi:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703._________
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga. Safnið er opið laugardaga og
sunnudaga frá kl. 14-17.______________________
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu:
http//www.natgall.is ______________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: OpiS daglega
kl. 12-18 nema mánud.________________________
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Teldð á móti
gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar i sima 553-2906.
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opið
alla daga frá kl. 13-16. Sími 563-2530._____
LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Neströð, Selljarnarnesi. í sumar
verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard.
milli kl. 13 og 17.__________________________
MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Laufskógum
1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-
17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má
reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn
eldri borgara. Safnbúð meö mit\jagripum og handverks-
munum. Kaífi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net-
fang minaust@eldhorn.is._____________________
MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð-
ina v/Elliðaár. Opið sunnudaga kl. 15-17 eða eftir sam-
komulagi. S. 567-9009._______________________
MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor-
steinsbúð við Gerðaveg, Garði. Opið á laugardögum og
sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum
timum i sima 422-7253.______________________
MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er lokað í
vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð
verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2562.
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið framvegis
á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahóp-
ar og bekkjardeildir skóla haft samband við safnvörð í
síma 462-3550, sem opnar þá fúslega samkvæmt nánara
umtali._________________________________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tima eftir samkomulagi.___________
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hveriisgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13.30- 16.__________________________________
NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartímann er safnið einungis
opið samkvæmt samkomulagi.___________________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar-
firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Sími 555-4321.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Ópin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16._________________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er
opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam-
komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242,
bréfs. 565-4251._____________________________
SJÓMINJA- ÖG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS
HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard.
frá kl, 13-17. S. 581-4677.__________________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl.ís: 483-1165,483-1443.__________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin
þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til
14. maí.______________________________________
STEINARÍKIÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl.
13- 18 nema mánudaga. Simi 431-5566._______
SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands,
Garðinum: Opið um helgar frá kl. 13-16._____
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema
mánudaga kl. 11-17.__________________________
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til Töstu-
daga kl. 10-19. Laugard. 10-15.______________
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl.
14- 18. Lokað mánudaga. ____________________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokað í vetur
nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983.______
NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum-
arfrá kl. 11-17.____________________________
ORÐ DAGSINS
Reyldavflt siml 551-0000._____________________
Akureyri s. 462-1840,______________________
SUNDSTAÐIR
SUNDSTAÐIR I REYKJAVÍK: SundhöIIin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opiö í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.50-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl.
8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15.
þri., mið. og föstud. kl. 17-21.____________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-föst. 7-21. Laugd. og
sud. 8-18. Sölu hætt hálftima fyrir iokun.____
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftima fyrir lokun._
SaFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.-
_ föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.________
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
_ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 um helgar. Sími 426-7555._
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
hclgar 11-18.________________________________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-fóstud. kl.
7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.____
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 15.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2532.___________
SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30. Laugacd. og sunnud. kl. 8-17.30.______
JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.________
BLÁA LÓNIÐ: Opið v.d. kl. 11-20, helgar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆÐI
FJOLSKYIDU- OG IIUSDÝRAGARÐURINN er opinn alla
daga kl. 10-17, lokað á miðvikudögum. Kaffihúsið opið á
sama tíma. Sími 5757-800.___________________
SORPA
SKRIFSTOFA SORPU er opin kl. 8.20-16.15. Endur-
vinnslustöðvar eru opnar a.d. kl. 12.30-19.30 en lokaöar
á stórhátíðum. Að auki verða Ánanaust, Garðabær og
Sævarhöföi opnar kl. 8-19.30 virka daga. Uppl.sími 520-
2205.
UNGMENNADEILD Reykja-
víkurdeildar Rauða kross Is-
lands (URKÍ-R) verður með
kynningarfund á starfsemi
sinni þriðjudaginn 30. mars,
klukkan 20:00 að Hverfísgötu
105. A fundinum verða verk-
efni ungmennadeildarinnar
kynnt öllum þeim sem áhuga
hafa og eru á aldrinum 16-25.
Til að kynna starfsemi sína
og auglýsa kynningarfundinn á
þriðjudaginn kemur, hefur
ungmennadeildin beitt óhefð-
bundnum aðferðum að undan-
förnu. Virkir sjálfboðaliðar
æfðu stutta leikþætti sem
tengjast verkefnum deildarinn-
ar og sýndu þá í framhaldsskól-
um á Stór-Reykjavíkursvæðinu
í síðustu viku.
Leikþáttunum var ætlað að
koma á framfæri skilaboðum
um afleiðingar fordóina,
kynja- og kynþáttamisréttis,
nauðgunar, slysa og slags-
mála.
Nýjasta verkefnið tengist síð-
astanefnda atriðinu en það felst
í því að upplýsa um afleiðingar
ofbeldis, bæði fyrir þolendur og
gerendur. Átak í þeim tilgangi
mun hefjast, á öllu landinu og á
öllum Norðurlöndum 8. maí
næstkomandi og standa til 8.
maí árið 2000.
Landsfundur
Grósku
GRÓSKA heldur aðalfund sinn
miðvikudaginn 31. mars í Alþýðu-
húsinu við HverfLsgötu.
Á dagskrá er stjórnarkjör og
venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins verður Mörður
Árnason íslenskufræðingur og 6.
maður á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavík. Að fundi loknum verður
almenn gleði og upphitun fyrir
kosningabaráttuna . Fundurinn er
öllum opin.
Heimahlynning
með opið hús
HEIMAHLYNNING verður með
samverustund fyrir aðstandendur í
kvöld, þriðjudaginn 30. mars kl.
20-22 í húsi Krabbameinsfélags ís-
lands, Skógarhlíð 8.
Andrés Ragnarsson, sálfræðing-
ur, fjallar um unglinga og sorg.
Kaffi og meðlæti verður á boðstól-
um.
Myndir frá
Grænlandi
GRÆNLENSK-íslenska félagið
Kalak efnir til Grænlandskvölds í
kvöld, þriðjudaginn 30. mars, í sal
Norræna hússins. Sigríður Ragna
Sverrisdóttir segir í máli og mynd-
um frá siglingu sinni frá Akureyri
um Scoresby sund og vetrardvöl í
skútunni Dagmar Aaen við þorpið
Ittoqqortoormiit.
Einnig verða sýndar myndir frá
kajakferð sem hópur Islendinga
fór um Álftafjörð og nágrenni á
Suður-Grænlandi sl. sumar.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
LEIÐRÉTT
Benóný
EINN höfunda bókarinnar um
Benóný skákmeistara er Helgi
Ólafsson stói-meistari. Nafn hans
féll því miður niður í upptalningu.
Mál og mynd gefur bókina út og
hún kostar 3.999 kr.
Opið hús hjá
Fornbilaklúbbi
*
Islands
OPIÐ hús verður hjá Fombflaklúbbi
Islands miðvikudagskvöldið 31. mars.
Hjálmtýr Heiðdal, kvikmynda-
sérfræðingur klúbbsins, mun sýna
áður óbirt efni frá gerð kvikmynd-
arinnar um bílasögu Islendinga,
m.a. af hálendisleiðangri Guðmund-
ar Jónassonar. Auk þess verður
frumsýnd nær fullgerð heimildar-
mynd um rafmagnssérfræðinga í
Vestur-Skaftafellssýslu, en þeir
voru einnig þekktir jeppa- og
trukkamenn. Eftir kaffihlé verður
sýnd áhugaverð bresk kvikmynd
um sögu bílsins.
Sýningin verður í félagsheimilinu
Húnabúð, Skeifunni 11, 3. hæð og
hefst kl. 20.30 og eru allir áhuga-
menn um gamla bíla velkomnir með-
an húsrúm leyfir.
Meg-as og Súkkat
á Fógetanum
TÓNLISTARMAÐURINN Megas
og dúettinn Súkkat verða með tón-
leika á Fógetanum í kvöld, þriðju-
dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22.
Bráttufundur
Samtaka
herstöðva-
andstæðinga
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
standa fyrir baráttufundi í Tjarnar-
bíói í kvöld, þriðjudagskvöld, kl.
20.30 í tilefni af því að þann dag eru
50 ár liðin síðan Alþingi íslendinga
samþykkti inngöngu Islands í Atl-
antshafsbandalagið.
Steingrímur J. Sigfússon og
Drífa Snædal flytja ávörp, veittar
verða heiðursviðurkenningar þeim.
mönnum sem voru dæmdir eftir
átökin á Austui-velli þann 30. mars
1949, fluttur verður Ofbeldisannáll
úr herstöðvabaráttunni og ýmis
tónlistar- og skemmtiatriði. Kynnir
verður Vernharður Linnet.
Herstöðvaand-
stæðingar halda
útifund
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga og
Samstarfsnefnd friðarhreyfinga
boða til útifundai- til að mótmæla
loftárásum Atlantshafsbandalagsins
á Júgóslavíu og þátttöku íslands í ,
þeim. Fundurinn verður á Lækjar-
torgi, gegnt Stjórnan’áðinu, á þriðju-
dag 30. mars og hefst klukkan 17.30.
&afa dagsins er: Stöðvið loft-
árásimar. Ræðumenn verða: Björk
Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi og for-
maður BHM, Einar Ólafsson bóka-
vörður og stjórnarmaður BSRB, og
Rristín Halldórsdóttir alþingismað-
ur. Fundarstjóri verður Sigurður A.
Magnússson rithöfundur.
Dagbók lögregiunnar í Reykjavík
Ástandið í miðbænum
gott um helgina
Helgina 26. tll 29. mars 1999
FREMUR fámennt var í miðborg-
inni um helgina. Ölvun var miðlungi
mikil og ástandið almennt gott.
Sjö ökumenn voni hins vegar
gi'unaðh’ um ölvun við akstur um
helgina og 42 um of hraðan akstur.
Þá eru skráð 58 umferðaróhöpp
með eignatjóni um helgina sem er
auðvitað alltof mikið, þó svo að
smávegis hálka hafi verið einn
morgun.
Á 100 km hraða
í Hvalfjarðargöngunum
Lögreglan er alltaf öðru hverju
með hraðamælingar í Hvalfjarðar-
göngunum. Um helgina mældust
þar bifreiðar á yfir 100 km hraða
sem er fráleitur hraði á þessum
stað þar sem aðstæður eru svo sér-
stakar og hámarkshraði 70
km/klst.
Skömmu eftir hádegi á fóstudag
slasaðist maður í fyrirtæki á Funa-
höfða er hann klemmdist á milli
lyftara og brettis sem féll á hann.
Meiðslin voru talin minniháttar.
Sama dag var kvartað yfir hópi af
heiðargæsum sem trufluðu umferð
á Gnoðarvogi. Reynt var að reka
þær burtu en þær flugu einn hring
og settust aftur því fólk hafði verið
að gefa þeim brauð. Síðar um dag-
inn var einnig kvartað yfir gæsum
sem voru á gangi á Miklubraut og
trufluðu umferðina en létu umferð-
ina ekki trufla sig.
Innbrot í íbúð í Hraunbæ
Síðdegis á fóstudag var tilkynnt
um innbrot í íbúð við Hraunbæ.
Stolið var myndbandstæki og
myndum. Þá var einnig tilkynnt
um innbrot í geymslur við Laugar-
nesveg. Þar hafði verið stolið
myndbandstæki og matvöru úr
frystikistu.
Á fóstudagskvöldið var tilkynnt
að kveikt hefði verið bál á Ægisíðu.
Við athugun kom í ljós að þarna
var fólk frá félagsmiðstöðinni
Frostaskjóli í óvissuferð og hafði
fengið leyfi til þessa.
Einnig var nokkuð kvartað yfir
unglingahópum víðsvegar um
borgina á föstudagskvöld: Þeir
munu hafa verið að halda upp á
það að vera komnir í páskaffí. Olv-
un var ekki áberandi meðal ung-
linganna.
Fremur fátt var í miðborginni
eftir miðnætti aðfaranótt laugar-
dags og ástand almennt talið gott
og ölvun miðlungi mikil. Nóg var af
leigubifreiðum og heimflutningur
fólks gekk vel. Unglingar voru
ekki áberandi. Tveii' voru hand-
teknir vegna ölvunar og einn flutt-
ur á slysadeild.
Stuttu eftir miðnætti var kvart-
að yfir stúlkum sem voru að fara
inn í bíla við Lindargötu. Stúlkurn-
ar voru handteknar og voru þær
með dót úr bílunum í fórum sínum.
Þær gistu síðan fangageymslu.
Nokkru síðar var bifreið stöðvuð
og leitað í henni vegna gruns um
fíkniefnamisferli. í henni fannst
ætlað þýfi. Þá var tilkynnt um inn-
brot í bifreið við Hverfisgötu. Úr
henni var stolið verðmætum sól-
gleraugum.
Lyklarnir skildir eftir
í bifreið og henni stolið
Um kl. hálffjögur aðfaranótt
laugardags var tilkynnt að nýlegri
bifreið hefði verið stolið við Hverfis-
götu. í Ijós kom að bifreiðin hafði
verið ólæst og kveikjuláslyklar
geymdir í veski eigandans í hanska-
hólfi. Svona frágangur bifreiðar
bendir helst til þess að eigandanum
sé alveg sama þó henni sé stolið.
Um morguninn var tilkynnt um
innbrot í vinnuskúr við Norðurfell.
Litlu var stolið. Þá var tilkynnt um
innbrot í fyiirtæki við Höfðatún.
Stolið var tölvubúnaði, fatnaði o.fl.
Síðdegis var bifreið ekið á girðingu
við Miðtún og festist hún í girðing-
unni. Ökumaður var gi’unaður um
ölvun við akstur.
Fátt fólk var í miðborginni eftir
miðnættið aðfaranótt sunnudags,
lítil ölvun og ástandið gott. Ekki
þurfti að hafa nein afskipti af ung-
lingum. Einn maður var handtek-
inn og annar fluttur á slysadeild.
Ekki vai-ð vart við neinar rysking-
ar á svæðinu eða árásarmál.
Nokki-u eftir miðnætti var til-
kynnt um slys í hesthúsunum í
Víðidal en þar hafði maður fallið úr
stiga á milli hæða. Hann var flutt-
ur á slysadeild en meiðsli hans
voru ekki talin alvarleg.
Réðst á lögreglumenn og var
færður í fangageymslu
Um kl. 3 hafði lögreglan afskipti
af bifreið sem var með dökkar film-
ur á hliðarrúðum en slíkt er bannað.
Farþegi í bifreiðinni var ósáttur við
þetta og réðst að lögreglumönnun-
um og reyndi að hindra þá í starf-
inu. Maðurinn var fluttur á stöð og
fékk síðan gistingu í fangageymslu.
Nokkru síðar voru tveir menn að
slást á Laugavegi. Annar vai- flutt-
ur í fangamóttöku en hinn á slysa-
deild, en var lítið meiddur.
Um morguninn kom til átaka
milli manns og konu í austurborg-
inni og hlaut maðui’inn stungu í
brjóst. Hann var fluttur á slysa-
deild en er ekki hættulega slasað-
ur. Þá var tilkynnt um innbrot í
fyrirtæki i Vogunum. Þar var stolið
myndbandstæki og fleiru.
Síðdegis á sunnudag var tilkynnt
um innbrot í fyrirtæki og þrjár
íbúðir í austurhluta borgarinnar.
Stolið var myndbandstækjum,
hljómtækjum og fleiru.
Kl. 21.40 var tilkynnt um harðan
árekstur á Gullinbrú við Hallsveg.
Tveir voi-u fluttir á slysadeild.