Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Könnun á viðhorfum notenda og starfsfólks heimaþjónustu Allir nema einn telja þjón- ustuna góða Morgunblaðið/Kristján KRISTÍN Sigursveinsdóttir deildarstjóri og Grétar Þór Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá NORPUS, kynna niðurstöður könnunar á viðhorf- ura notenda og starfsfólks til Heimaþjónustu Akureyrarbæjar. NÆR allir sem njóta Heimaþjón- ustu Akureyrarbæjar telja hana góða eða mjög góða, eða um 95%, og aðeins einn notandi taldi hana undir meðallagi. Þetta kemur fram í könn- un á viðhorfum notenda og starfs- fólks Heimaþjónustunnar sem gerð var seint á síðasta ári. Heimaþjón- ustan hefur undanfarin misseri verið þátttakandi í samnorrænu gæða- verkefni um félagslega þjónustu, NORPUS. Um tveggja ára verkefni er að ræða og lýkur því i lok þessa árs. Grétar Þór Eyþórsson, verkefnis- stjóri NORPUS, Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður Búsetudeildar Akur- eyrarbæjar, og Kristín Sigursveins- dóttir kynntu könnunina nýlega, en Þórgnýr tók fram að mikil vinna væri enn eftir við að fara í gegnum alla þætti hennar. Viðskiptavinii’ Heimaþjónustu Akureyrarbæjar eru á milli 500 og 600 talsins, en 86 mann lentu í tilviljunarúrtaki, eða um 15% hópsins. Svörun var góð, en alls sendu 68 inn svör eða um 79%. Sp- urningalistar voru sendir til 60 starfsmanna og bárust svör frá 43 eða um 71%. Niðurstöður könnunarinnar eru afar jákvæðar fyrir heimaþjónust- una. Langflesth’ svöruðu þannig að vel hefði gengið að fínna hvert ætti að leita þjónustunnar eða 97% og jafnstór hópur kvað hafa gengið vel að fá umbeðna þjónustu. Flestum þótti einnig skammur tími líða frá því beðið var um þjónustu og þar til hún var veitt. Þegar spurt var hvernig þjónustan var gáfu 95% henni einkunnina góð eða mjög góð en aðeins einn taldi hana undir meðallagi. Það mat verð- ur að teljast bera þjónustunni gott vitni, þó eins og Grétar benti á að einn óánægður viðskiptavinur er of mikið, því markmið félagsþjónustu sé að veita öllum sem eftir leita góða þjónustu. „Það er ekki hægt að horfa framhjá einum óánægðum," sagði hann. Þegar spurt var um viðmót þess starfsfólks sem veitir þjónustuna svöruðu 88% því til að það væri mjög gott og 12% að það væri gott. Meiri- hluti notenda er sáttur við verðlagn- ingu þjónustunnar, en 8% töldu það of hátt. Hvað starfsfólkið varðar telja um 95% þeirra sem svöruðu að þjónust- an sé góð eða mjög góð. Þá má nefna að um 30% svarenda telja að þjón- ustan hafi breyst á síðasta ári, þrír fjórðu hlutar þess segja breytinguna til batnaðar, en fjórðungur að hún hafi versnað. Rúmur helmingur starfsmanna telur verð fyrir þjónust- una hæfilegt en nær 40% þeirra þekktu ekki verðlagninguna. Fræðsla til starfsfólks, ráðgjöf og handleiðsla og laun voru þeir þrir þættir sem flestir nefndu þegar spurt var hvað mikilvægast væri að bæta. „Við erum gríðarlega stolt og von- um auðvitað að ekki sé um tóma hendingu eða heppni að ræða að nið- urstöðumar eru með þessum hætti,“ sagði Þórgnýr. „Ég tel að þessar já- kvæðu niðurstöður sýni að okkur hefur tekist að mæta þörfum við- skiptavinanna." Framboðs- listi Sam- fylkingar samþykktur FRAMBOÐSLISTI Samfylk- ingarinnar á Norðurlandi eystra var samþykktur á fund- um kjördæmisráða Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks á Akureyri laugardaginn 27. mars sl. Listann skipa eftirtaldir: 1. Svanfríður Jónasdóttir, al- þingismaður, Dalvík, 2. Örlygui’ Hnefill Jónsson, héraðsdóms- lögmaður, Húsavík, 3. Kristín Sigursveinsdóttir, formaður Iðjuþjálfafélags Islands, Akur- e\TÍ, 4. Pétur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri, Akureyri, 5. Hadda Hreiðarsdóttir, nemi, Akureyii, 6. Heimir Ingimars- son, framkvæmdastjóri, Akur- eyri, 7. Óli Björn Einarsson, húsasmiður, Kópaskeri, 8. Hall- dór Guðmundsson, bifvélavirki, Ólafsfirði, 9. Þórunn Þorsteins- dóttir, afgreiðslustjóri, Þórs- höfn, 10. Sigrún Stefánsdóttir, nemi, Akureyri, 11. Jón Helga- son, fyrrverandi formaður Ein- ingar, Akureyri og 12. Jóhanna Aðalsteinsdótth, fyrrverandi bæjarfulltrúi, Húsavík. Gæðastjórmmarkerfí Mjólkursamlags KEA fær ISO 9001 vottun Mikilvægt skref í framtíðar- uppbyggingu Morgunblaðið/Björn Gíslason OLAFUR Jónsson gæðastjóri og Hólmgeir Karlsson, framkvæmda- stjóri mjólkuriðnaðarsviðs KEA, taka við staðfestingu á ISO 9001 vottun úr hendi Kjai-tans Kárasonar hjá Vottun. Ljösavatnsskarði Þrír á slysadeild ÞRÍR voru fluttir á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri á sunnudagskvöld eftir harðan árekst- ur í Ljósavatnsskarði. Óhappið, sem varð skammt norðan við Birnings- staði var tilkynnt til lögreglu skömmu fyrir kl. 21 á sunnudagskvöld. Lög- reglu- og sjúkrabifreiðar frá Akur- eyri og Húsavík fóru á staðinn. Að sögn lögreglu á Húsavík vildi slysið þannig til að ökumaður jeppa missti vald á honum og snérist hann á veginum með þeim afleiðingum- að jeppinn lenti framan á fólksbíl sem kom á móti. Ökumaður og farþegi fólksbílsins voru fluttir á slysadeild sem og farþegi í jeppanum. Leið- indaveður var á þessum slóðum, nokkur skafrenningur og voru snjó- dreifar á veginum. MJÓLKURSAMLAG KEA er fyrst íslenskra matvælaframleiðslufyrir- tækja og þar með mjólkursamlaga að fá ISO 9001 vottun og nær hún einnig til Safagerðar KEA og Smjörlíkisgerðar KEA. Vottunin var formlega staðfest við athöfn í samlaginu í gær. „Þetta er stund sem við starfs- menn höfum beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Ég vona að þau tímamót sem við stöndum nú á eigi eftir að efla okkur sem fyrirtæki um alla framtíð," sagði Hólmgeir Karls- son, framkvæmdastjóri mjólkuriðn- aðarsviðs KEA. Markvisst hefur verið unnið að uppbyggingu innra eftirlits og gæðastjórnunarkerfis hjá Mjólkursamlagi KEA og fékk samlagið vottað innra eftirlitskerfi samkvæmt GÁMES gæðakerfi. í kjölfarið var lögð áhersla á upp- byggingu gæðastjórnunarkerfis með það að markmiði að fá hinn al- þjóðlega ISO 9001 staðal. Með þess- um áfanga er staðfest að gæða- stjórnunarkerfi KEA stenst alþjóð- legar kröfur og viðskiptavinir fyrir- tækisins geta gengið að því sem vísu að gæði framleiðslunnar séu þau sem til er ætlast, að því er fram kom í máli Kjartans Kárasonar hjá Vottun. „Fyrirtækið er nú komið í hóp þeirra sem hafa gæðastjómun að leiðarljósi," sagði hann og benti á að um 350 þúsund fyrirtæki í heim- inum hefðu þessa vottun. Þau eru 28 talsins á Islandi. „Það er jákvætt að sjá fyrirtæki í hefðbundinni grein fá þessa vottun, við verðum að hlúa að starfsemi af þessu tagi, svo þau hafi tækifæri til að stækka og dafna,“ sagði Kjartan og bætti einnig við að kröfur til fyrirtækja með þessa vottun ykjust. Áhugi og þolinmæði starfsfólks „Gæðamál hafa ævinlega verið í hávegum höfð hjá mjólkursamlag- inu,“ sagði Hólmgeir, en með vott- uninni nú yrði aukin áhersla lögð á vöruþróun og markaðssókn og þá væri hún einnig liður í áformum fyr- irtækisins um sókn á markaði í út- löndum. Samlagið fékk á síðasta ári staðfest útflutningsleyfi til landa Evrópusambandsins, fyrst mjólkur- samlaga hér á landi. Hólmgeir þakkaði starfsfólki fyr- ir áhuga og þolinmæði, en það tók virkan þátt í uppbyggingu gæða- kerfisins. Daglegur rekstur gæða- kerfisins byggist á þátttöku starfs- manna og er í raun lykilatriði til að það virki. Mjólkursamlag KEA er eitt stærsta mjólkurbúið hér á landi og tekur árlega á móti um 20 milljón- um lítra af mjólk frá 175 mjólkur- framleiðendum. Það er aðalostabúið í landinu og framleiðir gróft reiknað annan hvem ostbita sem landsmenn leggja sér til munns. Osturinn frá samlaginu myndi duga ofan á eina brauðsneið handa öllum ísiending- um, alla daga ársins. Þá framleiðir mjólkursamlagið helminginn af við- biti landsmanna og alla kotasælu og gráðost sem búinn er til hérlendis. PENTAX FERMINGARTILBOÐ PENTAX PC-55 Date Sjálfvirkur fókus Sjálvirkt Ijósop og hraði Einföld filmuþræðing Dagsetning Taska fylgir 3 STK. FUJIFILM SUPERIA filmur fylgja Verð aðeins kr. 7.490 L'JOSMYNDAVORUR Skipholti 31, Sími 568 0450 Kaupvangsstræti 1, s. 461 2850 Starfslaun listamanna Árlega er veitt úr Menningarsjóði Akureyrar starfslaunum listamanna eða listamanns. Menningarmálanefnd velur listamennina sem starfslaun hljóta. Hér með er auglýst eftir rökstuddum ábendingum frá ein- staklingum, samtökum listamanna eða öðrum, um hverjir skuli hljóta starfslaun á árinu 1999. Menningarmálanefnd er ekki bundin af ábendingunum. Ábendingar skulu sendar til menningarskrifstofu Akureyrar, Glerárgötu 26, fyrir 8. apríl nk. Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar Verslunin Hraðkaup opnuð í Kaupangi HRAÐKAUP opnaði verslun í Kaupangi á Akureyri á laugar- dag og var margt. um manninn í nýju versluninni um helgina. Fólk dreif að strax og var opnað um morguninn og var straumur- inn stöðugur. Salan var tvöfalt meiri þennan dag en á vanaleg- um laugardegi og voru viðtökur viðskiptavina góðar. Nokkrar breytingar hafa ver- ið gerðar á húsnæðinu en þar var áður Kjörbúðin í Kaupangi. Þegar inn er komið blasir við nýr ávaxta- og grænmetiskælir, fremst á fyrsta gangi eru nýjar brauðhillur, þá tekur goskælir- inn við, nijólkurkælirinn og loks kjötkælirinn. Hraðkaup sérhæfír sig í fersk- um vörum og góðu úrvali og þá er áhersla lögð á að bjóða við- skiptavinum ávallt nýjustu vörur á markaðnum hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.