Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 57 »
IÐUNN E. S.
GEIRDAL
+ Iðunn Eyfríður
Steinólfsdóttir
Geirdal fæddist í
Grímsey 18. desem-
ber 1916. Hún lést á
kvennadeild Land-
spítalans 22. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Steinólfur Eyjólfs-
son Geirdal kenn-
ari, kaupmaður og
útgerðarmaður frá
Múla í Gilsfirði, f.
26.11. 1875, d. 15.4.
1950, og Hólmfríð-
ur Petrína Sigur-
geirsdóttir Ijósmóðir frá Parti í
Aðaldal, f. 19.7. 1879, d. 6.2.
1954. Iðunn var yngst af
systkinunum sem upp komust,
þau eru: Bragi, f. 19.3. 1904, d.
5.10. 1967; Saga, f. 23.6.1905, d.
29.5. 1947; Óðinn, f. 24.4. 1907,
d. 24.1. 1993; Edda, f. 16.2.
1909; Gefn, f. 20.8. 1910, d. 11.7.
1988; Freyr, f. 2.11. 1912, d.
12.6. 1990; Freyja, f. 20.12.
1913, d. 13.1. 1996; meybarn
óskírt, f. 10.8. 1915, d. 30.12.
1915, og Jónína, f. 20.2. 1919, d.
26.5. 1919.
Iðunn var tvígift. Fyrri mað-
ur hennar var Þórður Asgeirs-
son, f. 2.10. 1912, d.
25.4. 1963. Þau
skildu. Þeirra synir
eru 1) Steinar, f.
4.1. 1938, maki hans
er Vigdís Erlings-
dóttir, f. 29.7. 1943.
2) Elvar, f. 25.12.
1939. Maki hans er
Edda Pálsdóttir, f.
13.3. 1940. Seinni
maður Iðunnar var
Sverrir Ehasson, f.
14.9. 1923, d. 31.1.
1971. Þau eignuðust
tvær dætur,
Marellu, f. 21.6.
1946, maki Ari E. Jónsson, f.
18.10. 1946, og Margrét, f. 30.7.
1959. Barnabörnin eru 11 og
barnabamabörnin 11.
Iðunn ólst upp í Grímsey.
Hún fluttist snemma úr for-
eldrahúsum og hóf búskap á
Akranesi, en fluttist siðan til
Reykjavíkur, þar sem hún vann
ýmis störf en lengst af í kven-
fataverslunum. Síðustu 15 árin
vann Iðunn við símavörslu í
Landsbanka Islands.
títfór Iðunnar fer fram frá
Hjallakirkju í Kópavogi í dag
og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Amma í Kóp. hefur stigið sitt síð-
asta spor. Amman okkar sem aldrei
fór troðnar slóðir. Hún hafði unun
af því að dansa og þá sérstaklega
gömlu dansana. Hún stundaði þá af
kappi og eyddi meirihluta vikunnar
til dansiðkunar. Þess á milli spilaði
hún golf, þó lítið hafí farið fyrir
ástundun þeirrar íþróttar á allra
síðustu árum.
Amma í Kóp. var ekki venjuleg
amma. Hún var prinsessa. Hún
passaði alla tíð upp á útlit sitt og
framkomu, var fáguð í alla staði.
Þegar við vorum lítil og komum í
heimsókn fengum við alltaf
konfekt og þeir fullorðnu fengu
kannski sjerrýlögg með kaffinu.
Ekki fór mikið fyrir bakkelsi og
því um líku, enda tíma ömmu í
Kóp. miklu betur varið til annarra
hluta. Hún sá lífið öðrum augum
en við flest, hún naut þess sem hún
hafði, gerði það sem hún vildi, með
þeim sem var skemmtilegastur það
og það skiptið. Hún kunni listina
að lifa.
Á seinni árum lagði hún stund á
leiklist með leikfélaginu Snúður og
Snælda og naut sín vel. Hún náði
því meira að segja að leika í einu
tónlistarmyndbandi með Bubba
Morthens, þar sem hún lék ást-
fangna prímadonnu sem dansaði við
sinn heittelskaða. Kannski má segja
að amma hafi einmitt dansað þannig
í gegnum lífið, allavega frá því að
við barnabörnin kynntumst henni.
Hún velti sér aldrei upp úr því sem
illa fór. Tilveran snerist mest um að
njóta lífsins, að dansa, leika og vera
til. Dansinn var nú sennilega það
sem átti hug hennar ömmu okkar
allan, enda var hún amma stór-
glæsileg á dansgólfinu sem og ann-
ars staðar.
Okkur er mjög minnistætt þegar
hún amma varð áttræð og sveif um
dansgólfið eins og táningur. Núna
dansar amma á fjölum himnaríkis
stórglæsileg að vanda.
Með söknuð í hjörtum.
Sverrir, Snorri og Dagný.
Elsku Iðunn amma er dáin. Þetta
hljómar hálf óraunverulega, við er-
um ekki alveg búin að átta okkur á
þessu að þú komir ekki hress og kát
því það varstu ævinlega þegar þú
komst brunandi á Skódanum eftir
Áiftanesveginum hrósandi honum í
hástert hvað hann væri þýður og
góður í akstri.
Svo þegar þú veiktist og komst til
okkar til að vera um óákveðinn tíma
þá varstu ekki í rónni fyrr en Skó-
dinn væri kominn líka.
Þú varst ósköp vonsvikin með
okkur að við skyldum ekki erfa
dansáhugann frá þér því dansinn
var þitt líf og yndi.
Það var ekki nóg að þú værir sí
dansandi, því svo var það golfið og
svo gekkstu í Félag eldri borgai-a
eða heldri borgara eins og þú kall-
aðir það. Þar hófst leikferillinn. Þú
lékst í nokkrum leikritum á vegum
Snúðs og Snældu, líka í kvikmynd-
um, þannig að það virtist vera alveg
sama hvað var að gerast, þú varst
til í allt. Svona varstu alla daga,
alltaf svo skemmtileg.
Nú eigum við þessa fallegu og
skemmtilegu minningu um þig sem
er svo dýrmæt. Við vitum líka að
það verður tekið vel á móti þér, og
þú varst tilbúin að fara.
Að lokum viljum við senda þér
þessa bæn, elsku amma.
Nú iegg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Sverrir Örn, Steinar og Unnar.
Nú er dag tekur að lengja og
gróðurinn að byrja að skjóta upp
kollinum, ber skugga á tilveru okk-
ar. Enn á ný erum við minnt á dauð-
ann, alltaf enim við jafn óðviðbúin
þegar að því kemur, þó _svo við vit-
um að hverju stefnir. Ég kynntist
Iðunni þegar við Marella dóttir
hennar urðum miklar vinkonur fyrh-
meira en 30 árum. Enda þótt ald-
ursmunurinn væri töluverður á milli
okkar, fannst mér oft sem hún væri
ekki deginum eldri en við, enda var
hún einstaklega ungleg alla tíð. Ið-
unn var gift Sverri Elíassyni er ég
kynntist henni, hún vann þá í tízku-
vöruverzlun í Reykjavík og voi-u
þau hjónin nýbyrjuð að stunda golf
af fullum krafti. Ég man hvað mér
fannst hún flott þegar hún var kom-
in í golffótin sín með derhúfuna,
eins og smástelpa. Ég var svo hepp-
in að fá að kynnast Sverri, en stuttu
eftir fyrstu kynni mín af þeim féll
hann frá á besta aldri.
Er ég nú kveð þessa góðu vin-
konu mína koma upp í hugann svo
ótal margar góðar minningar.
Margt höfum við gert skemmtilegt
saman. Eftir að ég eignaðist mína
fjölskyldu var Iðunn sem hluti af
okkur, við Marella og fjölskylda
höfum haft þann sið áratugum sam-
an að halda hátíðleg ái-amótin sam-
an og kom ekki annað tii greina en
Iðunn amma væri með, ekki hvað
síst hjá börnunum, og alltaf var hún
hrókur alls fagnaðar. Ég minnist
líka allra sumarbústaðaferðanna,
sem við höfum farið saman ásamt
fjölskyldum okkar, og 'svo margt,
margt fleira sem of langt mál væri
að telja upp.
Iðunn var afar jákvæð kona, sem
gerði það að verkum að það var
bæði gott og gaman að vera með
henni, hún sá alltaf björtu hliðarnar
á málunum. Hún var líka afar glæsi-
leg svo eftir var tekið, glæsilega
klædd og tíguleg, að maður var
alltaf stoltur af að vera með henni.
Iðunn var líka einstaklega ungleg
alla tíð, þegar hún hélt upp á átt-
ræðis afmælið sitt hafði fólk á orði
að hún gæti í mesta lagi verið rúm-
lega sextug.
Iðunn var trúuð kona. Fyrir
stuttu sagði hún mér að hún gæfi
sér alltaf góðan tíma áður en hún
færi að sofa til þess að fara með
bænirnar sínar og biðja guð að líta
eftir fjölskyldu sinni og öllu því
góða fólki sem hún þekkti, og þakka
honum daginn sem var að kveldi
kominn.
í seinni tíð starfaði Iðunn mikið
með félagi eldri borgara og eignað-
ist þar marga góða vini. Hún tók
virkan þátt í starfsemi félagsins, lék
m.a. í mörgum leikritum sem það
setti upp. Eg minnist þess hve stolt
ég var af henni þegar ég sá hana
fyrst leika. Þar mættum við öll fjöl-
skyldan. Þetta gerði hún eins og
hún hefði aldrei gert annað. Hún
stundaði líka dans fram á síðasta
dag, það var hennar líf og yndi að
dansa, og núna síðast í janúar dans-
aði hún á þorrablótinu okkar.
Iðunn var alla tíða mjög heilsu-
hraust, hún hugsaði líka vel um sig
alla tíð, gerði t.d. alltaf morgunleik-
flmi. Svo keyrði hún um allt á Skó-
danum sínum.
Hún veiktist síðan í september á
s.l. ári, gekkst þá undir erfiða að-
gerð, en náði sér nokkuð vel eftir
það. Eftir það bjó hún hjá Marellu
dóttur sinni og fjölskyldu og oft
hafði hún á orði við mig hvað hún
ætti þeim mikið að þakka, þar leið
henni vel innan um barnabömin sín.
Heilsu hennar tók að hraka snögg-
lega síðustu tvær vikur.
Elsku Marella, Steinar, Margrét,
Elvar og fölskyldur, ykkur, svo og
öllum öðrum ættingjum og vinum
Iðunnar, sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi góður
guð hjálpa okkur öllum að sætta
okkur við hið óumflýjanlega.
Elsku vinkona, ég og fjölskylda
mín þökkum þér samfylgdina gegn-
um tíðina og erum þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér. Það var
alltaf gaman og gott að vera með
þér.
Veit ég að vel verður tekið á móti
Iðunni á nýjum stað, þar mun
Sverrir bíða hennar og leiða hana í
ný heimkynni. Þar verður nóg rými
til að dansa.
Þitt bros og blíðlyndi lifir
ogbjarmaásporinslær,
það vermir kvöldgönp veginn
þú varst okkur stjama skær.
Við þökkum þá ástúð alla,
sem okkur þú njóta lést,
í sorgum og sólarleysi
það sást jafnan allra best.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er,
þá kallið til okkar kemur
við komum á eftir þér.
(FA)
Heiða og fjölskylda.
+ Gerða Arnleif
Sigursteinsdótt-
ir fæddist á Fá-
skrúðsfirði 21. júlí
1944. Hún lést af
slysförum 18. mars
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
29. mars.
Hver minning dýrmæt
perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af
alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var
gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Haustið 1965 hittumst við fyrst
þegar við níu ungar stúlkur rúm-
lega tvítugar að aldri settumst í
Ljósmæðraskóla íslands. Við vor-
um í heimavist og var okkur sérlega
vel tekið af eldri nemum sem þegar
höfðu lokið eins árs námi. Við höf-
um ætíð síðan verið sem einn hópur.
Þegar fólk býr saman í heimavist í
tvö ár kynnist það býsna vel. í skól-
anum var oft glatt á hjalla og margt
skrafað og skeggrætt í býtibúrinu á
öllum tímum sólarhringsins á milli
þess sem harðar kringlur voru
bleyttar í kaffi eða einhver fram-
takssöm bakaði pönnukökur. Einnig
voru egg soðin í hraðsuðukatlinum.
Öllum sem kynntust Gerðu líkaði
strax vel við hana. Hún var glaðvær
með glettnisblik í augum og á góðri
stundu hreif hún alla með sér með
sínum skemmtilega frásagnarstíl.
Alltaf var stutt í húmorinn hjá
Gerðu og kom hún alltaf auga á það
skemmtilega í lífinu. Gerða var
ákaflega raunsæ. Hún hafði ákveðn-
ar skoðanir og stóð fast á sínu, enda
hörkudugleg að hvaða verld sem
hún gekk.
Eftir að námi lauk fórum við
flestar að vinna, en áttum góðar
stundir saman. Árið 1971 urðu
þáttaskil í lífi Gerðu. Þá kynntist
hún eiginmanni sínum Guðmundi
Bachmann. Gerða var mikið
Reykjavíkurbarn, þó fannst henni
sjálfsagt að fylgja manni sínum til
Borgamess þar sem hann bjó og
starfaði. Svo komu synirnir þrír á
nokkrum árum og bjó Gerða þeim
hlýlegt heimili sem einkenndist af
reglusemi og samviskusemi. Gerðu
var mjög umhugað um fjölskyldú
sína og var hún ætíð í fyrirrúmi hjá
henni, enda þótt hún skryppi öðru
hvoru til Reykjavíkur í „húsmæðra-
orlof ‘ eins og hún kallaði það sjálf.
Svo kom að því að starfa sem ljós-
móðir á ný við mæðravemd og ung-
bamaeftirlit. Eins og allt sem
Gerða tók sér fyrir hendur innti hún
það af hendi með stakri reglu- og
samviskusemi. Hún naut sín vel í
starfi og fylgdist vel með þvi sem
var að gerast hverju sinni og sótti
fræðslunámskeið þegar því varð við
komið.
En lífíð er hverfult og manni
verður orða vant þegar einhver kær
kveður þetta jarðneskja líf á besta
aldri. Hún sem átti svo margt ógert.
Eiginmaður hennar og synir hafa
misst mikið. Við skul-
um muna að þeir sem
missa mikið hafa líka
átt mikið og minningar
um þessa góðu og hlýju
konu munu geymast í
huga okkar og sefa
sárasta söknuðinn er
frá líður.
Fyrir hönd skóla-
systra okkar sem út-
skrifuðust úr LMSÍ
1966 og 1967 vottum
við Guðmundi og son-
um dýpstu samúð og
biðjum um styrk þeim
til handa í þeirra miklu
sorg. Vertu sæl, kæra vinkona.
Megi bh-ta og friður umvefja þig í
nýjum heimkynnum.
Guð blessi minningu þína.
F.h. skólasystra
Guðnin Jónsdóttir
og Sjöfn Eyfjörö.
Það var bjart yfir snævi þöktu
landinu að morgni 18. mars. Vinnan
á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi
gekk sinn vanagang; í hlut ljósmóð-
ur kom að líta til kornabarns.
Gerða hafði starfað við heilsu-
gæslustöðina frá árinu 1984. Hún
fylgdist með heilsu verðandi
mæðra, fræddi foreldra um það
hlutverk sem beið þeirra og leit til
með kornabarninu fyrstu vikurnar.
Hún vann störf sín af alúð og ná-
kvæmni.
Gerða var sérlega notalegur
vinnufélagi. í starfi okkar með
henni nutum við skipulagsgáfu
hennar; skjólstæðingar okkar nutu
góðs af reynslu hennar og gerhygli.
Á samverustundum á vinnustað
kynntumst við léttri kímnigáfu *
hennar. Hún hafði ákveðnar skoð-
anir á lífinu og tilverunni og lá ekk-
ert á þeim ef tilefni gafst. Og á
gleðistundum með vinnufélögum
var hún hreint bráðskemmtileg.
„Sérðu Erla! Það er komið glamp-
andi sólskin. Lífið brosir við okkur,“
sagði Gerða á leið vestur Mýrarnar
við samferðakonu sína þennan ör-
lagaríka morgun. Þannig minnumst
við hennar og söknum; glaðrar og
geiglausrar í leik og starfi.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð.
Vinnufélágar.
Útfararstofa íslands sér um:
Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar
i samráöi við prest og aðstandendur.
- Flytja hinn látna af dánarstað i likhús.
- Aðstoöa við val á kistu og líkklæðum.
- Undirbúa lik hins látna i kistu og
snyrta ef með þarf.
Útfararstofa íslands útvegar:
- Prest.
- Dánarvottorð.
- Stað og stund fyrir kistulagningu
og útför.
- Legstaö I kirkjugarði.
- Organista, sönghðpa, einsöngvara,
elnlelkara og/eða annað listafólk.
- Kistuskreytingu og fána.
- Blóm og kransa.
- Sálmaskrá og aðstoðar við val á
sálmum.
- Líkbrennsluheimild.
- Duftker ef likbrennsla á sér stað.
- Sal fyrir erfidrykkju.
- Kross og skilti á leiöi.
- Legstein.
- Flutning á kistu út á land eða utan af
landi.
- Flutning á kistu til landsins og frá
landjnu.
Sverrir Einarsson, Sverrir Olsen,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa fslands - Suðurhlið 35
- 105 Reykjavfk. Sími 581 3300 -
allan sólarhrínginn.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er
enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
GERÐA ARNLEIF
SIGURSTEINSDÓTTIR