Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 59, undir Ingólfsfjalli og þar ákvað Kjartan að fá sér smá göngutúr og rölti í rólegheitum upp hlíðina. Það var trúlega ekki alveg hans fyrsta fjallganga og alls ekki sú síðasta. En á eftir honum upp brattann skrönglaðist lítil mjó systir. Gunnsa var komin eina ferðina enn á eftir stóra bróður. Gunnsa taldi nefni- lega að ef Kjartan gæti gert eitt- hvað, hlyti hún að geta og mega líka. En mamma var ekki á sama máli. Hún kallaði á stelpuskottið og sagði henni að koma niður. Hún þorði ekki annað en að hlýða og hljóp af stað en datt svo og rúllaði niður hlíðina. Þetta varð til þess að fjölskyldan sneri við með sjúkling- inn í bæinn aftur. Ekki var um nein alvarleg meiðsl að ræða, svo það helsta sem særðist hjá stuttri stelpu var sært stolt yfír því að komast ekki eins hátt og stóri bróð- ir. Svo leið tíminn, þessi ungi maður fermdur, skrámaður á nefínu eftir byltu, en mér fannst hann samt myndarlegastur af öllum ferming- arbörnunum þó ekki væri hann stærstur. Á unglingsárunum fór Kjartan æ meira að snúa sér að hugðarefni sínu, tónlistinni. Allt frá því að hann var bara smábarn var tónlist alltaf stór þáttur í lífi hans. Heima var til gamalt fótstigið orgel og gamalt píanó og hafði hann af- skaplega gaman af að spila á hljóð- færin þótt hann lærði lítið sem ekk- ert í tónlistarskóla fyrr en á fullorð- insaldri. Eftir að skólagöngu lauk fór Kjartan að vinna fyrir sér og fór meðal annars til sjós á fragtskip. Þegar hann hættir á sjónum fer hann að vinna alls konar störf, mörg mjög erfið. En hann var hörkuduglegur og var sjaldan heima vegna veikinda. Þegar hann kom heim úr vinnu, kannski á kvöldin, eyddi hann oft tíma í garð- inum í Löngubrekkunni ásamt mömmu. Hvers konar garðrækt lék í höndunum á honum og þegar for- eldrar okkar keyptu sér sumarbú- staðarland í Hvalfirði var Kjartan kominn á réttan stað. Hann eyddi löngum tíma í Hvalfirði í alls konar ræktun, plantaði trjám, setti niður kartöflur, reytti arfa, sló tún, gróf skurði, setti upp girðingar ásamt pabba og svo mætti lengi telja. Allt virtist verða grænt í höndum hans. Ekki var nú verið að leggjast niður til að hvíla sig því það var ekki Kjartans að liggja bara og slappa af. Eftir að hann stofnaði sitt eigið heimili kom hann samt oftast á hverjum degi í Löngubrekkuna og þar gat hann setið og spilað lon og don. Ef börn okkar systkinanna voru í heimsókn spilaði hann fyrir þau eins og þau vildu hvort heldur var Bubbi, Spice Girls eða eitthvað annað, það vafðist aldrei fyrir hon- um og afar sjaldan var feilnóta sleg- in. Oft þurfti hann ekki að heyra Iag nema einu sinni og var þá ekkert mál íyrir hann að spila það hvort heldur á píanó eða gítar, eða bara eitthvert annað hljóðfæri. Hann spilaði á flest hljóðfæri og var það hans aukavinna til margi’a ára að spila hér og þar. En það var fleira en tónlistin sem lék í höndunum á honum. Snemma sýndi hann listræna hæfi- leika, tólf ára gaf hann móður okk- ar mynd sem hann málaði. Hún hangir uppi á vegg og liggur við að maður fái tár í augun við það að horfa á hana. Myndin er af skógi og í skógarjaðrinum er lind og við lindina liggur dádýr, helsært, með ör í hjartastað. Sorgin í auga dýrs- ins segir allt sem þarf. í kringum fermingu bjó hann til úr pappa sveitabæ, hann var skreyttur og hefur síðan verið í horninu í stof- unni í Löngubrekkunni. Alls konar dýr hafa bæst í safnið gegnum tíð- ina og finnst börnunum í fjölskyld- unni alveg frábærlega gaman að raða upp dýrunum, jólasveinunum og jafnvel jólakettinum sem fylgir. . Þar sem öll börn í fjölskyldunni báru mikla virðingu fyrir Kjartani og öllu sem hann gerði hefur aldrei neitt verið skemmt sem tilheyrir bænum. Fyrir mörgum árum gaf hann mér málverk sem hann mál- aði af klettum, hömrum og fleiru. Þegar dóttir mín Katrín Birna og Stefán Þór sonur Ingibjargar syst- ur minnar voru fjögurra til fimm ára gömul gátu þau setið tímum saman fyrir framan myndina. Þau fullyrtu að í klettunum í myndinni byggju risar og tröll. Þau tóku þetta svo alvarlega um tíma að þau tóku upp á því að kalla Kjartan risa. Er hann heyrði þetta brosti hann til þeirra og sagðist alveg geta verið risi. Hann væri bara minnsti risi í heimi. Svo kom að því að hann fann ást- ina í lífi sínu. Á gamlárskvöld 1997 lét hann þau orð falla við mömmu að hann hefði kynnst konu. Hún væri frá Akranesi, sjúkraliði að mennt, ætti son á sextánda ári. Þetta var hún Ásdís. Mikið urðum við syst- urnar forvitnar um þessa konu sem náð hafði að fanga hjarta Kjartans svo um munaði. Er hún kynntist okkur í fjölskyldunni urðum við ánægð að sjá hve vel þau pössuðu saman. Ástin skein úr augum þeirra beggja og var yndislegt að fylgjast með þeim. Ásdís og Snorri sonur hennar fluttu svo til hans í Skóg- arásinn vorið 1998. Vorum við öll mjög glöð og ánægð með þennan ráðahag. Ekki minnkaði gleðin er við fengum að heyra að erfingi væri væntanlegur. Það var svo yndislegt að sjá stoltið í augum Kjartans er hann talaði um ófætt barnið. En í september komu svo þessar hræðilegu fréttir, að Kjartan væri fársjúkur. Hann fór í stóra aðgerð sem tókst vel og var útlitið nokkuð bjart að henni lokinni. En annað kom á daginn og var hræðilegt að fylgjast með hvað honum hrakaði ört og er leið á veturinn var ljóst hvert stefndi. En hans heitasta ósk í lífinu var að sjá litla barnið sitt fæð- ast og fá að fylgjast með þvi sem lengst. Hann barðist af æðruleysi og aðdáunarlegt var hve Ásdís studdi hans eins og henni var unnt. Þau gengu í hjónaband 28. desem- ber 1998 og gladdist maður með þeim, þótt ei’fitt væri að horfa fram á við. Það var mjög erfitt fyrir mömmu að horfa á frumburð sinn svona hræðilega veikan og geta lítið gert annað en að styðja hann og styrkja á allan þann hátt sem henni var megnugt. Hún og pabbi voru óþreytandi við að sitja við sjúkrabeð hans hvort heldur var heima eða á sjúkrahúsinu. Þau gerðu allt það sem í þeirra valdi stóð til að honum liði sem best, bæði líkamlega og ekki síður andlega. Ásdís var hjá honum allan þann tíma sem henni var unnt og dáumst við að því hve sterk og dugleg hún hefur verið. Snorri sonur hennar hefur stutt við bak mömmu sinnar og verið henni stoð. Einnig hafa systkini og makar þeirra svo og systkinabörn verið af- skaplega duglega að gera allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að hjálpa á þann hátt sem þurft hefur. En hans heitasta ósk rættist því miður ekki. Hann lést áður en hon- um auðnaðist að sjá litla bamið sitt fæðast og dafna, en hann kemur ör- ugglega til með að fylgjast með því þar sem hann er í dag. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 21. mars síðastliðinn, aðeins þremur vikum fyiir væntanlega fæðingu barnsins. Við sem eftir sitj- um munum reyna eftir fremsta megni að hugga hvert annað og styðja við bakið á mömmu og pabba í þessari erfiðu sorg. Við reynum líka að hugga Ásdísi sem einnig hef- ur misst mikið og vonandi fáum við að fylgjast með henni, væntanlegu bami hennar og Kjartans og Snorra um ókomin ár. Elsku mamma og pabbi, Ásdís, Snorri, systkini, systkinabörn, fjöl- skylda Ásdísar á Akranesi og aðrir þeir sem eiga um sárt að binda. Við huggum okkur við það að nú líður Kjartani vel, erfiðu stríði er lokið. Amma, afí og Gummi frændi og allir hinir sem farnir eru hafa örugglega tekið honum opnum örmum í nýjum heimkynnum. Kjartan á eftir að fylgjast með og vernda barnið sitt á allan þann hátt sem hægt er, hann er í hjörtum okkar og hverfur ekki þaðan. Hún segir allt, ritningar- greinin sem við Katrín lásum saman er við fengum að vita lát hans. „Jafnvel þótt rót þess eldist í jörðinni og stofn þess. deyi í mold- inni, þá brumar það við ilminn af vatninu og á það koma greinar eins og á unga hríslu.“(Jobsbók, 8-9) Elsku Kjartan, far þú í friði. Gunnhildur. Ef engill ég væri með vængi, þá væri ég hjá þér í nótt og segði þér fallegar sögur, svo sætt þig dreymdi og rótt. Ég stryki vængjum, vinur, svo væran um þína kinn að ekkert illt gæti komist inníhugaþinn. (Elín Eiríksdóttir) Vertu sæll, elsku vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt, ég veit að þú fylgist með ljósinu þínu frá öðrum heimi. Og þú, elsku hjartans systir mín. Engin orð fá sefað sorg þína og söknuð en ég bið algóðan guð að vaka yfir þér, Snorra og litla ófædda barninu þínu. Guð blessi minningu góðs drengs. Lára Hagalín. Elsku vinur og frændi. Mig langar að fá að minnast þín í fáeinum orðum og þakka þér fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að fá að kynnast og starfa með þér um hríð. Ekki var það eingöngu skyld- leikinn sem varð til þess að við náð- um kynnum, heldur sameiginlegt áhugamál, tónlistin, sem við áttum eftir að lifa og hrærast í um áraraðir, bæði saman og með öðr- um. Ekki var hægt að hugsa sér betri og þægilegri félaga en þig til að vinna tónlist með, því að þú varst ekki ein- göngu hæfileikaríkur og fjölhæfur tónlistarmaður, heldur einnig því- líkur öðlingur og ljúfmenni, að þó að maður væri stundum illa fyrir kall- aður þá öðlaðist maður strax hug- arró í návist þinni. Engar minning- ar á ég um þig aðrar en góðar, aldrei sá ég þig skipta skapi né ganga á bak orða þinna, alltaf gat maður treyst fullkomlega á þig og stundvísi var þér í blóð borin. Bæði unnum við saman að eigin tónlistarsköpun og spiluðum saman í nokkrum hljómsveitum, en bestu minningarnar á ég þó frá því þegar við vorum bara tveir að semja og taka upp frumsamið efni, þá skipti ekki máli hvor spilaði gítarinn eða bassann. Við létum bara löngunina ráða því. Lengi vel bjóstu einn og ekki var annað að sjá en að það væri í full- kominni sátt við sjálfan þig og ef Guð ætlaði þér það hlutverk að kynnast stóru ástinni, yrði það þeg- ar honum hentaði. Ekki veit ég hvers vegna Hann beið svona lengi með að leyfa ykkur Ásdísi að kynn- ast en Hann ætlaði ykkur svo skamman tíma eins og raunin varð. Og ekki veit ég af hverju Almætt- inu lá svona á að fá þig til sín, að Hann gat ekki leyft þér að halda rænu og heilsu örlítið lengur, svo að þú fengir að sjá ófætt barn þitt fæðast. En vegir Guðs eru órannsakan- legir og okkur er fyriimunað að sjá og skilja tilganginn að minnsta kosti eins og er, ef þá nokkurn tímann. Ekki grunaði mig það, þegar ég einhverra hluta vegna fann mig knúinn til að heimsækja þig á sunnudaginn, að lífi þínu væri að ljúka innan stundar, enda þótt ég gerði mér grein fyrir því að hún nálgaðist óðum. Já, lífið er hverfult og ekkert varir að eilífu, en minn- ingin um ljúfan og góðan dreng lif- ir og hana geymum við í hjarta okkar. Aftur vil ég þakka þér samfylgd- ina og er hreykinn af því að hafa fengið að ganga með þér hluta lífs- leiðarinnar. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja þá í þeirra miklu sorg. Guð blessi þig. Þinn frændi og vinur, Sveinn Björgvinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KJARTAN GUNNAR HELGASON fyrrverandi bóndi, Unaðsdal, til heimilis á Skeljatanga 21, Mosfellsbæ, lést á Landakoti föstudaginn 26. mars. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.30. Salvör Stefanía Ingólfsdóttir, Elín Anna Kjartansdóttir, Hrafnkell B. Þórðarson, Helgi Kjartansson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Einar Magnússon, Ingólfur Kjartansson, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EGILSSON fyrrverandi innkaupastjóri hjá Rafmagnsveitum ríkisins, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. mars. Margrét Thoroddsen, María L. Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Egill Þ. Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir, Þórunn S. Einarsdóttir, Halldór Árnason, Sigurður Th. Einarsson, Auður Vilhjálmsdóttir, Margrét H. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðlr minn, tengdafaðir, bróðir okkar og afi, ÁKI JÓHANNES KARLSSON frá Eyvík, Tjörneshreppi, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík sunnu- daginn 28. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þóranna Jónsdóttir, Ævar Ákason, Elísabet Jónasdóttir, Kristján Karlsson, Svava Björg Karlsdóttir, Hinrik Þórarinsson, Erla Eggertsdóttir, Gunnsteinn Karlsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN M. JÓHANNSSON frá Bálkastöðum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga sunnudaginn 28. mars. Guðrún Magnúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLI KRISTJÁN JÓHANNSSON, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 28. mars. Gunnvör Erna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t GUÐNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Urðarstíg 8a, Reykjavík, lést sunnudaginn 14. mars, útförin hefur farið fram. Þökkum veitta samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Með sorg í hjarta kveðjum við Kjartan frænda í dag. Hann var svo Gunnlaugur Hjartarson, Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.