Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐ JUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lánasjóður landbúnaðarins 11 milljónir kr. í hagnað Lánasjóður landbúnaðarnis Niðurstöður úr ársreikningum 1998 Rekstrarreikningur muómr króna 1998 1997 Breyting Vaxtatekjur 609 611 -0,3% Vaxtagjöld 637 696 -8,5% Vaxtatekjur-vaxtagjöld (28) (85) -67,1% Tekjur af landbúnaðargjöldum 161 352 -54,3% Hreinar vaxtatekjur 133 267 -50,2% Aðrar rekstrartekjur 3 10 -70,0% Önnur rekstrargjöld (58) (72) -19,4% Framlag í afskriftarreikn. útlána (24) (37) -35,1% Eignarskattur (37) (37) 0,0% Óregluleg gjöld (6) (32) -81,3% Hagnaður ársins 11 99 -88,9% 1 Efnahagsreikningur 3i.des. 1998 1997 Breyting I Eíonir: I Milliónir króna Sjóður og kröfur á lánastofnanir 214 857 -75,0% Útlán 10.829 10.011 +8,2% Aðrar eignir 37 56 -33,9% Eignir samtals 11.080 10.924 +1,4% I Skulclir oo eigid fé: I Lántaka 8.494 8.387 +1,3% Aðrar skuldir 68 61 +11,5% Eigið fé 2.518 2.476 +1,7% Skuldir og eigið fé samtals 11.080 10.924 +1.4% HAGNAÐUR Lánasjóðs landbún- aðarins nam 11 milljónum ki-óna árið 1998 samanborið við 99 millj- óna króna hagnað Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Hinn 1. janúar 1998 tók Lánasjóður landbúnaðar- ins við öllum eignum, réttindum, skuldum og skuldbindingum Stofn- lánadeildar landbúnaðarins og féllu þá úr gildi lög nr. 45/1971 um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, með síðari breytingum. Um lánasjóð landbúnaðai'ins gilda lög nr. 68/1997. Hreinar vaxtatekjur 133 milljónir Vaxtagjöld umfram vaxtatekjur námu 28 milljónum króna en árið áður námu þau 85 milljónum króna. Hreinar vaxtatekjur, eftir að tekjum af landbúnaðargjöldum er bætt við, nema 133 milljónum króna samanborið við 267 milljónir króna á árinu 1997. Vextir af útlán- um sjóðsins voru að meðaltali 4,3% á árinu 1998 en vextir af teknum lánum voru að meðaltali um 6%. Til þess að mæta neikvæðum vaxtamun fær sjóðurinn tekjur af búnaðargjaldi sem innheimt er af búvöruframleiðendum í samræmi við lög nr. 84/1997 og eru á árinu 1998 færðar til tekna 161 milljón króna vegna tekna af búnaðar- gjaldi. „Stofnlánadeild landbúnað- arins hlaut áður tekjur af neyt- endagjaldi, lánajöfnunargjaldi og búnaðarmálasjóðsgjaldi. A árinu 1998 voru vextir af útlánum sjóðs- ins hækkaðir þar sem ljóst var að tekjur af búnaðargjaldi yrðu mun lægri en tekjur af fyiTnefndum gjöldum,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Eigið fé sjóðsins í árslok nam 2.518 milljónum króna eða 22,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eig- infjárhlutfall, CAD-hlutfall, nam í árslok 23,1% og lækkaði um 0,3% á árinu 1998. Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Lánasjóði landbúnaðarins 1. apríl nk. er Leifur Kr. Jóhannes- son hættir starfí framkvæmda- stjóra sem hann hefur gegnt í rúm 15 ár. Guðmundur Stefánsson, búnaðarhagfræðingur, tekur við starfi framkvæmdastjóra. Fyrirhugað er að flytja höfuð- stöðvar Lánasjóðsins frá Reykja- vík til Selfoss en tímasetning hefur ekki verið endanlega ákveðin. Opin kerfi hf. Selja hlut sinn í Þróun OPIN kerfi hf. gengu í gær frá sölu á 24,4% eignarhlut í Þróun ehf. Bókfært verð hlut- arins var 3,1 m.kr. í ársreikn- ingi félagsins 31. desember 1998. Söluverð hlutarins var 25 milljónir króna en innleyst- ur söluhagnaður nemur 15 m.kr. nettó. Þá hafa Opin kerfi gengið frá kaupum á 1,5% eignarhlut í Hugviti hf. Að sögn Frosta Bergssonar, stjórnarfoiTnanns Opinna kerfa, fékk félagið mjög gott tilboð í bréfin í Þróun, sem sést á því að þeir ná að inn- leysa söluhagnað upp á 15 milljónir króna. Hann sagðist jafnframt telja kaupin í Hugviti góða fjárfestingu en vildi ekki gi'eina frá kaupvirði. Hann sagði Hugvit leiðandi á sviði Lotus Notes kerfa á Islandi og benti á að fyrirtækin hefðu átt í samstarfi um þó nokkurn tíma sem hlutafjárkaupin komi til með að styrkja. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands fór fram á dögunum Kom fram krafa um hærri arðgreiðslur FBA gefur út alþjóðleg skuldabréf Andvirði bréf- anna 4,4 millj- arðar króna ARÐGREIÐSLUR hlutabréfa úr B-hluta stofnsjóðs hjá Sláturfélagi Suðurlands voru hækkaðar úr 7%, sem stjórnin hafði lagt til, í 11,09% vegna kröfu sem kom fram frá nokkrum stærstu hluthafanna í B- deild á aðalfundi SS á föstudaginn var. Samkvæmt samþykktum Slát- urfélagsins geta aðilar sem eiga meira en 10% í B-deild hlutafjár krafist þess að arður sé hækkaður í 10% ásamt jöfnunarþætti sem fer eftir breytingum á lánskjaravísi- tölu. Vorum að nýta rétt hluthafa HOmar Þór Kristinsson, fulltrúi sjóða í vörslu Kaupþings og Kaupthing Luxembourg S.A., kom fram með þessa kröfu fyrir hönd hluthafa í B-deild stofnsjóðs. „Við settum fram þessa kröfu til að ná meiru út úr okkar fjárfestingu í fé- laginu, og vorum þarna að nýta rétt hluthafa," sagði Hilmar. „ís- lenskur fjármálamarkaður virðist ekki meta mikils eignarþátt sem Skafl hf. fjárfestir FYRIRTÆKIÐ Skafl hf„ sem er að 80% í eigu íslenskra aðalverktaka og 20% í eigu Hamla hf„ dótturfé- lags Landsbanka Islands, hefur keypt meirihluta í Sameinuðum verktökum. Um er að ræða 90% eignarhlut í félaginu og nam sölu- gengi bréfanna 3,50. Heildarhlutafé í Sameinuðum verktökum er um 312 m.kr. að nafnvirði og mark- aðsvirði hlutarins því um 983 millj- ónir. Samkvæmt fréttatilkynningu er kaupunum ætlað að renna frekari stoðum undir fasteignarekstur þann sem dótturfélög Islenskra aðalverk- taka sjá um. Helsta eign Sa- meinaðra verktaka hf. er 75% eign- arhlutur í fasteigninni á Höfða- bakka 9 í Reykjavík. venjulega fylgir hlutabréfum, sem er ráðstöfunarrétturinn og völdin sem eru engin í þessum B-hluta, heldur er þar aðeins ríkari réttur til arðgreiðslna. Eigendur B-hluta- bréfa hafa hins vegar rétt til að taka til máls á aðalfundi." Hilmar segir að bréfin hafi ekki gefið neina ávöxtun á seinasta ári og þeir hefðu lítið fengið út úr bættari afkomu félagsins. Þetta hafi því verið eina leiðin fyrir þá að fá góða arðsemi af hlutabréfaeigninni. Ollum formskilyrðum fullnægt Hilmar flutti hins vegar ekki til- löguna fyrir fundinum, heldur var það Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sem kynnti framkomna kröfu þessara aðila, sem borist hafði skriflega fyrir aðalfundinn, þess efnis að þeir hygðust ganga eftir fyllsta rétti sínum til arðs sam- kvæmt samþykktum félagsins. Steinþór kynnti einnig lögfræði- legt álit sem Sláturfélagið hafði fengið frá lögmanni sínum, þar sem kom fram að öllum formskil- yrðum slíkrar kröfu væri.fullnægt. „I okkar samþykktum er þessi réttur eigenda á hlutabréfum í B- deild stofnsjóðs og þessi aukni réttur er vegna þess að menn hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi. Það er ljóst að þeir hafa lagt hlutafé inn í félagið gegn því að hafa þenn- an rétt, þannig að það er ekkert við því að segja,“ sagði Steinþór Skúlason í samtali við Morgun- blaðið. Steinþór sagði ennfremur að eftir að uppsafnað tap félagsins hefði verið jafnað gætu eigendur 10% hlutar krafist allt að 10% arðs auk verðbóta, en þó þannig að ekki mætti ráðstafa meiru en helmingi af hagnaði félagsins eftir framlag í varasjóð. „Það var vel undir þeim mörkum og við eigum ekki lengur ójafnað tap. Fyrir nokkrum áram áttum við ójafnað tap og þá hefði ekki verið hægt að setja fram þessa kröfu. Það var enginn ágreiningur um þetta og var af- greitt þegjandi og hljóðalaust," sagði Steinþór Skúlason. FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hefur gefið út skulda- bréf á alþjóðlegum markaði að fjár- hæð 60 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar til um 4,4 milljarða króna. Utgáfa þessi markar upp- hafið að skuldabréfaútgáfu bank- ans á alþjóðlegum markaði sam- kvæmt nýjum MTN-rammasamn- ingi bankans. Umsjón með útgáf- unni hefur ABN Amro bankinn í Lundúnum, en auk hans standa að útgáfunni Deutsche Bank, Men-ill Lynch og Salomon Smith Barney. I fréttatilkynningu kemur fram að skuldabréfin eru til fimm ára og greiðast í einu lagi í lok lánstímans. Bréfin bera breytilega vexti sem svara til 25 punkta álags á milli- bankavexti (LIBOR) sem um þess- ar mundir nema um 5%. Þóknun banka er 0,15% af lánsfjárhæðinni og nemur því heildarkostnaður EIMSKIP hefur tekið tilboði Bún- aðarbanka íslands hf„ sem átti lægsta tilboð í 800 milljóna króna skuldabréfasölu fyrir félagið. Sex bönkum var gefinn kostur á að bjóða í skuldabréfasölu fyrir Eimskip að fjárhæð 800 milljónir. Samhliða sölu skuldabréfanna skyldi bjóða í skiptasamning sem breytti kjörum bréfanna úr ís- lenskum krónum yfir í erlendar myntir með álagi á Libor-vexti. Lánstími bréfanna skyldi vera 8 ár, miðað við árlegar endur- greiðslur vaxta og höfuðstóls, en einnig var heimilt að miða við 10 ára lánstíma. FBA af lántökunni millibankavöxt- um að viðbættu 0,28% álagi. Þetta era ívið hagstæðari kjör en aðrar íslenskar fjáimálastofnanir hafa notið á alþjóðlegum skuldabréfa- markaði að undanförnu. „FBA undirritaði fyrr í mánuðin- um fyrst íslenski'a fjármálafyrir- tækja MTN rammasamning um al- þjóðlegar skuldabréfaútgáfur. Að undanfömu hefur FBA kynnt bankann og hinn nýja samning á meðal erlendra fjármálafyrirtækja og fjárfesta víða um Evrópu. I kjöl- far góðra viðbragða frá fjárfestum ákvað FBA að ráðast í fyrrgreinda skuldabréfaútgáfu til fimm ára, sem markar um leið upphaf að þátttöku FBA á alþjóðlegum MTN- markaði. Skuldabréfin era skráð í kauphöllinni í Lundúnum," að því er segir í fréttatilkynningu frá FBA. Tilboð bárust frá 4 aðilum og átti Búnaðarbanki íslands hf. lægsta tilboðið samkvæmt al- mennum útboðsskilmálum. Einnig barst frá Búnaðarbankanum frá- vikstilboð sem ákveðið er að taka þar sem Búnaðarbankinn sölu- tryggir 500 milljónir króna. Sam- kvæmt þessu tilboði greiðir Eim- skip 0,38% álag á Libor-vexti auk söluþóknunar, 0,75%. Þessi kjör eru sambærileg þeim kjörum sem Eimskip hafa áður boðist í sams- konar útboðum og jafnframt áþekk fjármagnskostnaði félags- ins erlendis, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Nýr framkvæmda- stjdri Union Islandia ÁSBJÖRN Bjömsson tekur við starfi framkvæmdastjóra Union Islandia s.a. dótturfyrirtækis SÍF hf. á Spáni en Úlfar Stein- dórsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra mun hætta störfum í lok júlí næstkomandi. Óvíst er hvað tekur við hjá Úlfari. Viðskiptafræðingur frá HÍ Ásbjörn Björnsson gegnir nú stöðu sölu- og markaðsstjóra SIF hf. Ásbjörn er 41 árs að aldri. Hann er viðskiptafræðing- ur frá Háskóla Islands og lauk meistara- prófi í mark- aðsfræðum frá Colorado State University. Hann hefur starfað hjá SÍF síðan 1991 og sem sölu- og markaðsstjóri frá 1994. Áður starfaði hann hjá Vegagerð ríkisins, Útflutnings- ráði Islands og Álafossi hf. Ás- björn er kvæntur Helgu Einars- dóttur og eiga þau þrjú börn. Eimskip semur um 800 milljóna króna skuldabréfasölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.