Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Um rann- sóknir III „Hérlendis hefur ekki aðeins skort á fræði- lega hugsun, heldur hefur þekkingaröflun einnig lengst aflegið í láginni. Islenskt samfélag hefur raunar allt fram til þessa dags þjáðst af einkennilegri hugmynda- og þekkingarfælni. “ VIÐHORF Eftir Þröst Helgason Þýski heimspekingur- inn Max Horkheimer (1895-1973), segir í grein sinni „Hlutverk heimspekinnar“ frá 1940 að heimspekin hafi leikið mun stærra hlutverk í lífí Evr- ópubúa en meðal Ameríku- manna: „Landvinningar, að við- bættum sérstökum sögulegum aðstæðum, hafa haft það í för með sér að ákveðnar deilur og átök, sem hvað eftir annað blossuðu upp vegna ríkjandi samfélagshátta í Evrópu, gerðu minna vart við sig í Ameríku, enda fór mest orka manna þar í að nema land og sinna daglegum verkum. 011 hin helstu félagslegu vanda- mál þar voru framan af leyst á hagnýtan hátt og sú spenna, sem við sérstakar sögulegar aðstæð- ur hefur orðið driffjöður fræði- legrar hugsunar, skipti þar yfír- leitt sáralitlu máli.“ (Skirnir, haust 1992.) Þetta virðist svolítið einfölduð og stereótýpísk mynd af Amer- íku en hún gæti hins vegar átt fyllilega við um ísland. Islend- ingai- hafa ekki mátt vera að því að velta fyrir sér fræðilegum eða heimspekilegum spurningum því að þeir hafa átt fullt í fangi með lífsbaráttuna sjálfa, að byggja landið, glíma við náttúruöflin, draga björg í bú og svo framveg- is. Með fræðilegri hugsun á Horkheimer við hugsun um grundvöll vísindalegrar starf- semi. Ameríkumenn hafa verið duglegir við að viða að sér stað- reyndum um sjálfa sig og nán- asta umhverfi, þróa hugmyndir og hagnýta þær en þeir hafa ekki velt sér upp úr grunnspurn- ingum um ástæður og aðferðir slíkrar starfsemi. Hérlendis hef- ur ekki aðeins skort á fræðilega hugsun, heldur hefur þekk- ingaröflun einnig lengst af legið í láginni. Islenskt samfélag hefur raunar allt fram til þessa dags þjáðst af einkennilegri hug- mynda- og þekkingarfælni. Á síðustu áratugum hefur þessi fælni meðal annars birst í al- mennu skeytingarleysi gagnvart menntun og hvers konar iðkun vísinda. Við sjáum þetta til dæmis í tilviljunarkenndri stjórnun og stefnumörkun í skólamálum í gegnum tíðina, sem er að koma niður á þjóðinni nú þegar samkeppnishæfni sam- félaga byggist meir og meir á þekkingar- og menntunarstigi þeirra. Við sjáum þetta í lágum framlögum ríkisins til æðri menntastofnana og rannsóknar- starfsemi miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Við sjáum þetta í stjórnun Lána- sjóðs íslenskra námsmanna sem lýtur hentistefnu stjómmála- manna og virðist miða að því að fækka námsmönnum og gera þeim nemendum sem harðdræg- astir eru eins erfitt fyrir og mögulegt er. Við sjáum þetta í klúðri á borð við fiskeldisævin- týrið á síðasta áratug þar sem ekkert vantaði nema þekking- una. Og svo framvegis. Eins og fram hefur komið í fyrri greinum virðist viðhorfið til rannsóknastarfsemi hafa verið að breytast smámsaman. Ríkið hefur aukið framlag sitt á und- anfömum fímmtán árum þó að enn sé langt í land. Mikilvægara er sennilega að efnahagslegt umhverfí hér á landi hefur breyst og gert fyi-irtækjum og fjáríestum kleift að taka þátt í fjármögnun á rannsóknum. Að þessu leyti hafa Islendingar ver- ið að skríða út úr moldarkofun- um nú allra síðustu ár. Aftur á móti verður vart bætt fyrir skammsýni undangenginna kynslóða í stýringu menntamála þjóðarinnar með einfóldum að- gerðum. Hin margumrædda TIMSS-könnun sýndi til að mynda að íslensk grunnskóla- börn standa erlendum jafnöldr- um sínum langt að baki í stærð- fræði- og raungreinakunnáttu á sama tíma og vinnumarkaðurinn öskrar á fólk af þeim sviðum. Þegar er farið að bera á mann- eklu í fögum eins og verkfræði, tölvunarfræði og líffræði. Og meðan nemendur koma illa und- irbúnir í raungreinum úr skyldu- náminu er lítil von til þess að þeir sæki í að mennta sig frekar í þeim greinum. Nýleg könnun Verkfræðingafélags Islands sýndi raunar að aðsókn að verk- fræðideild Háskóla íslands stóð nánast í stað á sama tíma og nemendafjöldi við háskólann tvö- faldaðist. Þessi könnun staðfesti niðurstöður TIMSS-könnunar- innar að því leyti að staða raun- greinakennslu á neðri skólastig- um er víða bág. Helsta orsök vandans var talinn skortur á hæfum kennurum í raungreinum sem kemur til af lágum launum kennara ásamt alltof lítilli áherslu á raungreinar við Kenn- araháskóla íslands (KHÍ). Sömuleiðis var bent á að meiri- hluti nemenda við KHÍ kæmi af málabrautum menntaskólanna og að hin mikla áhersla á upp- eldis- og kennslufræði í menntun kennara væri á kostnað þekking- ar þeirra í kennslugreinum. Þegar menntamál þjóðarinnar eru skoðuð blasir þannig við nánast óleysanlegur hnútur og kannski ekki furða að stjórnvöld hafi kinokað sér við að leysa hann. Núverandi menntamála- ráðherra hefur af nokkrum krafti keyrt í gegn nýja aðal- námskrá fyrir grunn- og fram- haldsskólana. Lítið hefur hins vegar verið hreyft við skipulagi kennslu í KHÍ þrátt fyrir að vilji sé fyrir því innan skólans. Svo virðist sem ráðhen-a vilji fremur leggja áherslu á sí- og endur- menntun kennara en það liggur þó í augum uppi að eitt og eitt námskeið bætir ekki fyrir lélega grunnmenntun þeirra. Sömuleið- is má ljóst vera að ef hið opin- bera getur ekki boðið sam- keppnishæf laun á vinnumark- aði, sem er sífellt að eflast og styrkjast, þá fær það ekki gott starfsfólk inn í menntastofnan- imar - og á það jafnt við um grunnskóla, framhaldsskóla sem háskóla eins og komið hefur í ljós. Nýir tímar í raungreinanámi TILEFNI þessarar greinar eru umræður um raungreinanám á undanförnum vikum. Ýmsir hafa lýst áhyggjum af stöðu raungreina í íslensku skólakerfí með hliðsjón af nýrri skólastefnu og nýjum aðalnámskrám grurtn- og framhalds- skóla. Þegar hefur ver- ið brugðist við ýmsum athugasemdum. Nú, þegar vinnu við námskrár beggja skólastiga er að ljúka og ákveðið hefur verið að taki gildi á þessu ári, er mikilvægt að varpa ljósi á hlut þessara greina á grunn- og fram- haldsskólastigi. 40-60% aukning í grunnskóla Með nýrri Aðalnámskrá grunn- skóla, verða meðal annars lagðar nýjar áherslur í kennslu raun- greina. I nýrri skólastefnu mennta- málaráðuneytisins, sem kynnt var í ritinu Enn betri skóli, er lögð áhersla á mikilvægi góðrar náttúru- fræðikennslu í skólum. Þar sem aukin áhersla á tilteknar náms- greinar endurspeglast að vissu leyti í stundafjölda greinanna var, við lokafrágang skólastefnunnar, ákveðið að fjölga tímum í náttúru- fræði í grunnskólum úr 16-18 á viku í 26 tíma á viku samtals í 1,—10. bekk. Þessi fjölgun tíma jafngildir um 40-60% aukningu á lágmarks- kennslustundafjölda í náttúrufræði í grunnskóla. Hlutur stærðfræði eykst að sama skapi um 12%. Við þetta bætist svo að samkvæmt nýrri skólastefnu gefst skólum tækifæri til að ráðstafa sjálfír mun hærra hlutfalli kennslutímans en áður, um 30% heildarstunda í 9. og 10. bekk en um tíunda hluta tímans í 1. til 8. bekk. Við þetta eykst svigrúm skóla og valfrelsi nemenda til muna. Til- gangur hins aukna sveigjanleika er einkum að auðvelda nemendum að haga námi sínu með tilliti til áhuga- sviða og framtíðaráforma. Þannig geta nemendur, sem til að mynda vilja leggja meiri áherslu á náttúru- fræði en skylt er, bætt verulega við skyldunám sitt í raungreinum í 9. og 10. bekk. Af þessu er ljóst að staða raungreinanáms í íslenskum grunnskólum hefur verið stórbætt. Þó er rétt að taka fram að tíma- magnið eitt tryggir ekki góðan námsárangur. Rann- sóknir benda til að nýt- ing þess tíma sem til umráða er, viðhorf kennarans til nemanda, kennsluhættir, viðhorf nemenda til námsins og stuðningur foreldra við börn sín vegi þungt í bættum námsárangri. Valfrelsi og dýpt á bóknámsbrautum Framhaldsskólalögin sem sett voru árið 1996 gera ráð fyrir aukinni sérhæfingu í námi á bóknámsbrautum. Nám á einstökum brautum skal taka mið af loka- markmiðum brautarinnar. Megin- markmiðið með þessari skipan er að auka þekkingu og færni nem- enda á sérsviðum bóknámsbrauta, það er í tungumálum á málabraut, í félagsvísindum á félagsfræðibraut Námskrá Menntamálaráðuneytið, segir Jónmundur Guðmarsson, kýs að treysta nemendum til að taka skynsamlegar ákvarðanir um námið með hliðsjón af áhugasviðum og framtíðaráformum. óg í raungreinum og stærðfræði á náttúrufræðabraut. Krafa um sér- hæfíngu og aukið vægi á einu sviði leiðir augljóslega af sér að draga þarf úr vægi annarra þátta á móti. Námstíminn er takmarkaður en sótt er á um aukinn hlut allra námsgiæina. Hlutverk mennta- málaráðuneytisins er að leiða þess- ar umræður og móta umgjörð framhaldsskólanámsins í ljósi laga en einnig sjónarmiða um hvernig efla megi skólastarf. Mótun nýrrar skólastefnu og kynning hennar síð- asta vetur var mikilvægur hluti þeirrar viðleitni. Tilgangurinn með námskrám er að útfæra skólalöggjöfína. Ný aðal- námskrá framhaldsskóla á því að endurspegla ákvæði og anda lag- anna. Nemendum, sem innritast á náttúrufræðibraut, gefst þannig kostur á að dýpka þekkingu sína á stærðfræði og raungreinum umtals- vert meira en nú er mögulegt. Á mála- og félagsfræðibraut er lögð megináhersla á aðrar greinar. Nem- endur leggja þó jafnframt stund á raungreinar og stærðfræði, ólíkt því sem til að mynda er gert í Dan- mörku þar sem hvorki raungreinar né stærðfræði eru kenndar í skyldu- námi á málabraut. Nemendur mála- og félagsfræðibrauta eru ekki sér- staklega knúnir til að taka fleiri ein- ingar en 9 í raungreinum og 6 ein- ingar í stærðfræði eða sem nemur ástundun í 1-114 ár af fjögurra ára námstíma bóknámsbrauta. Á hinn bóginn er ekkert sem kemur í veg fyrir, en raunar margt sem hvetur til, að nemendur afli sér umtals- verðrar menntunar í þessum grein- um með því að nýta svigrúm á kjör- sviði eða frjálst val. Með vali á stærðfræði á sérsviði hverrar brautar, svokölluðu kjörsviði, sem nemandinn kýs sjálfur og með frjálsu vali nemandans opnast mikl- ir möguleikar á bitastæðu raun- greinanámi á öllum bóknámsbraut- um. Með nýi-ri skólastefnu og námskrá verður það hins vegar í valdi nemandans að ráðstafa vali sínu með þessum hætti og leggja þar með tilteknar áherslur í námi sínu eða skóla, einkum bekkjaskóla, að bjóða nemendum upp á tiltekna námskosti. Til viðbótar má nefna að nám í raungreinum og stærðfræði á mála- og félagsfræðibraut er sér- staklega sniðið að áherslum þeiri-a brauta. I mótun stefnunnar hefur menntamálaráðuneytið kosið að treysta nemendum til að taka skyn- samlegar ákvarðanir um námið með hliðsjón af áhugasviðum og framtíð- aráformum og talið skyldu sína einkum þá að gera kosti nemenda skýra, margbreytilega og afdráttar- lausa. Tel ég víst að þessi skipan muni geta af sér bæði markvissara og árangursríkara nám í framhalds- skólum. Umræður um hlut ein- stakra greina í menntun nemenda verða seint leiddar til lykta. Hið sama á hins vegar við hér og í grunnskólanum. Einingamagnið eitt tryggir ekki bættan árangur, það er hvernig þeim er varið sem skiptir mestu er til kastanna kemur. í þeim efnum reynir ekki síst á skólana, kennara og nemendur. Höfundur er aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Jónmundur Guðniarsson Lánasjóður landbúnaðarins í BLAÐINU Degi 18. mars sl. gat að líta fréttastúf um að verið væri að leita að hús- næði fyrir Lánasjóð landbúnaðarins (LL) vegna flutnings á Sel- foss. Talið er að hús- næði finnist. Það er fagnaðarefni vegna starfsfólks. í tilefni þessarar fréttar vil eg varpa fram nokkrum spurningum til stjórnar LL. 1. Hvernig fór sú ít- arlega úttekt fram á staðsetningu sjóðsins sem getið er um á þing- skjali 1133 - 607. mál á 123. löggjaf- arþingi 1998-1999? 2 Hver framkvæmdi þessa út- tekt? 3. Hvaða atriði voru það sem setti Selfoss fram yfír aðra landshluta, t.d. Akureyri, annað en að vera kjördæmi for- manns LL? 3.1. Var það nægjan- legt til að ákveða þessa staðsetningu? 4. LL var boðið hús- næði hér á Akureyri af að m.k. tveimur aðil- um, t.d. bréf Búnaðar- sambands Eyjafjarðar dags. 24.11. 1998. Hvaða viðræður eða kannanir fóru fram varðandi þessi hús- næðistilboð? 5. Hvenær svaraði stjórn LL þessum hús- næðistilboðum? 5.1. Getur verið að þeim hafí ekki enn verið svarað? 6. Er það ekki hlutverk stjómar LL að reka sjóðinn á sem hag- kvæmastan hátt og þar hlýtur hús- næðiskostnaður að koma inn í? Ævarr Hjartarson Staðarval Mér er kunnugt um að atkvæði féllu í stjórn LL þannig að 4 voru með Selfossi, segir Ævarr Hjartarson, og eitt með Húsavík. 7. Getur verið að hraði snigilsins sé búinn að ná tökum á formanni stjómar LL? 8. Stjómarlaun í LL. Hver eru þau? Svar við spumingu 3 gildir sem 20%, aðrar spurningar vega jafnt. Mér er kunnugt um að atkvæði féllu í stjórn LL þannig að 4 vom með Selfossi og eitt með Húsavík. Þegar slíkur eindreginn vilji kemur fram í stjórn hljóta rökin að vera mjög sterk fyrir staðarvali. Hags- munatengsl á milli formanns land- búnaðarnefndar, formanns stjórnar LL og 2. þingmanns Sunnlendinga em þar léttvæg. Höfundur er ráðunnutur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.