Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 30

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Raul Cubas, forseti Paragvæ, segir af sér embætti Saksóknari fer fram á handtöku Cubas LUIS Gonzales Macchi, nýskipaður forseti Paragvæ, heldur í hönd eiginkonu sinnar, Susönu, skömmu eftir að hafa svarið embættiseið. Ungur maður, sem slasaðist í óeirðum sem brutust út fyrir framan þinghúsið í Asuncion, var borinn inn í þingið svo gera mætti að sárum hans. A.m.k. 88 farast í jarðskjálfta á Indlandi Rudraprayag, Lucknow. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 88 menn létu lífið er jarðskjálfti reið yfír Himala- yafjöllin í Indlandi aðfaranótt mánudags. Sérfræðingar telja lík- legt að fínnast muni mun fleiri fórn- arlömb jarðskjálftans sem fannst víðsvegar um Norður-Indland, Nepal og Suður-Kína þar sem leit- arstai-fi er ekki lokið. Skjálftinn var hvað mestur í Utt- ar Pradesh-héraðinu, þar sem hann mældist 6,8 á Richters-kvarða. Erfítt hefur verið að komast að skjálftasvæðunum þar sem sam- göngur hafa víðsvegar lagst niður, en Geoffrey Dennis, talsmaður AJ- þjóðlega Rauða krossins, sagði ekki ólíklegt að einhver fjöldi fórn- arlamba til viðbótar fyndist undir rústunum. Skjálftinn kom hvað harðast nið- ur á Chamoli, þar sem um 50.000 manns búa, og Rudraprayag-svæð- inu, en báðir staðimir eru skammt frá skjálftamiðjunni. Talið er að um 80 til 90% húsanna á þessu svæði hafí eyðilagst. Þetta er í annað skiptið á átta ár- um sem jarðskjálfti ríður yfír fjalla- héraðið. Árið 1991 létust a.m.k. 1.600 manns er jarðskjálfti sem mældist 6,6 ár Richters-kvarða varð á Uttar Pradesh-svæðinu. Jarðskjálftinn á mánudagsnótt er JARÐSKJALFTINN I INDLANDj Öflugur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Indlands snemma i gærmorgun að staðartíma með þeim afleiðingum að a.m.k. 88 fórust og mikill ótti greip um sig á nærliggjandi svæðum, m.a. í borginni Nýju Dehli. Jarðskjálftinn var sá öflugasti á þessu svæði í 94 ár og olli þvi að næstum 80% húsa í bæjum nálægt upptökum skjálftans eyðilögðust. Því er spáð að tala látinna eigi eftir að hækka mjög mikið. P, sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu í 94 ár, en árið 1905 mæld- ist skjálfti í Pradesh-héraðinu 7,2 á Richters-kvarða. Asuncion. Reuters. SAKSÓKNARINN í Paragvæ fór í gær fram á að Raul Cubas, fyrrver- andi forseti landsins, sem sagði af sér embætti á sunnudag vegna kæru sem þingið lagði á hendur honum fyrir embættisafglöp, yi'ði handtekinn. Sagði saksóknarinn að Cubas bæri óbeina ábyrgð á óeirð- um sem brutust út í landinu í síð- ustu viku í kjölfar morðsins á Luis Maria Argana varaforseta. Sama dag og afsögn Cubas var tilkynnt sór Luis Gonzales Macchi sig í emb- ætti forseta, en skipan hans kemur sjálfkrafa þar sem hann var forseti öldungadeildarinnar. Fjöldi andstæðinga Cubas hafði safnast saman í vikunni fyrir utan þinghúsið í Asuncion þar sem þeir kröfðust afsagnai- forsetans. Er af- sögn Cubas var tilkynnt og lýst yfír stuðningi hersins við skipan Macchis í embætti brutust út mikil fagnaðarlæti meðal andstæðinga Cubas sem hrópuðu lofsyrði um ákvörðun hersins og sögðu að með þessu hefði „lýðræðið borið sigur úr býtum.“ Mikið óvissuástand hafði ríkt í Herinn lýsir yfir stuðningi við ný- skipaðan forseta Paragvæ í síðustu viku þar sem margir óttuðust að herinn myndi fremja valdarán og að nýfengnu lýðræði yrði þar með stefnt í hættu. Sl. föstudag höfðu lögreglusveitir beitt tái-agasi til að binda enda á óeirðir sem brutust út í kjölfar vax- andi átaka milli andstæðinga og stuðningsmanna Cubas þar sem talið er að um sex manns hafí látist og um 200 hafí særst. Atökin í Paragvæ hófust eftir að varaforsetinn, Luis Maria Argana, var myrtur á þriðjudag. Andstæð- ingar Cubas kenndu honum og Lino Oviedo, bandamanni hans og fyrr- verandi yfirmanni hersins, um að hafa fyrirskipað morðið. Morðið á Ai-gana er blóðugasti þáttur valdabaráttunnar innan Colorado-stjórnarflokksins sem stjórnað hefur landinu undanfarin 52 ár. Argana hafði krafíst þess að Oviedo lyki við að afplána 10 ára fangelsisdóm sem hann var dæmd- ur í árið 1997 fyrir að hafa framið valdarán árið 1996. Cubas hafði hins vegar látið Oviedo lausan úr haldi, eftir að hann tók við embætti for- seta í ágúst sl. Þingið hefur sakað Cubas og Oviedo um aðild að morðinu og í vikunni hófust réttarhöld yfir Cu- bas þar sem hann er kærður fyrir að hafa misnotað vald sitt er hann neitaði að senda Oviedo aftur í fang- elsi til að afplána dóminn. Oviedo veitt pólitiskt hæli í Argentínu í kjölfar afsagnar Cubas fiúði Oviedo til Argentínu, en þar var hann handtekinn í gær af argent- ínskum yfirvöldum. Oviedo hefur sóst eftir pólitísku hæli í Argentínu og tilkynntu þarlend stjómvöld í gærkvöld að þau hygðust verða við ósk hans. Yfirvöld í Paragvæ höfðu beðið um að Oviedo yrði framseldur svo að hægt væri að leiða hann fyrir rétt vegna gruns um aðild hans að morðinu á Argana. Sljórnkerfískreppa Evrópusambandsins enn á dagskrá Romano Prodi ekki í embætti fyrr en í haust? Brussel. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) sóuðu engum tíma er þeir tóku ákvörðun í síðustu viku um að útnefna Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, næsta for- seta framkvæmdastjómar ESB. En það gæti verið komið fram á haust áður en hann getur tekið formlega við embættinu. Hin 20 manna framkvæmdastjórn Jacques Santers sagði öil af sér fyrr í mánuðinum í kjölfar þess að hún var harkalega gagnrýnd í skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um spillingu og fjármálamisferli innan þessarar æðstu stjómsýslustofnunar ESB. Santer hefur sjálfur hvatt til þess að eftirmaður sinn og hinir full- trúarnir 19 verði skipaðir eins fljótt og auðið er og að hin fráfarandi framkvæmdastjórn muni ekki taka neinar ákvai'ðanir nema þær sem nauðsynlegar eru til daglegs rekst- urs stjórnsýslunnar. Kosið verður til Evrópuþingsins í júní og telja Evrópuþingmenn að það eigi að verða hlutverk nýkjörins þings að samþykkja þá í embætti, sem ríkisstjómiraar útnefna til setu í framkvæmdastjórninni næstu fímm árin. Þetta veldur því að nær óhjá- kvæmilegt er annað en að fráfarandi framkvæmdastjóm Santers sitji a.m.k. fram í júlí. Talsmaður Santers sagði sl. föstudag að leiðtogar aðild- arríkjanna hefðu farið þess á leit við hann að hann sæti út júlímánuð til að hinu nýkjörna þingi gæfíst svigrúm til að veita umsögn sína um væntan- lega nýja meðlimi næstu fram- kvæmdastjórnar. Embættismenn Evrópuþingsins undrast þetta, þar sem Santer hefur ákveðið að bjóða sig fram til setu á þinginu fyrir kristilega demókrata í heimalandi sínu Lúxemborg. Óvíst er hvort honum sé lagalega heimilt að vera í framboði til EÞ og forseti framkvæmdastjórnar samtímis. Reuters MICHAEL Aris, ásamt sonum þeirra Aung San Suu Kyi, Alexander og Kim, er hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd eigin- konu sinnar í Ósló árið 1991. Suu Kyi ekki við út- fór eiginmamis síns Bangkok. Reuters, Daily Telegraph. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi Lýð- ræðishreyfíngarinai' í Búrma, mun ekki verða viðstödd útför eigin- manns síns, Michael Aris, sem lést úr krabbameini á laugardag. Síðast- hðinn föstudag tilkynntu stjómvöld í Búrma að Suu Kyi væri heimilt að ferðast til Englands að því tilskildu að hún notaði ekld ferðina í pólitísk- um tilgangi. Suu Kyi hafnaði boði herstjómarinnar. Haft er eftir nán- um samstarfsmönnum hennar að hún vilji ekki fara úr landi af ótta við að mega ekki snúa aftur, auk þess sem hún teldi hættu á því að her- stjórnin gripi til aðgerða gegn Lýð- ræðishreyfingunni í fjarveru sinni. Tin Do, varaforseti Lýðræðis- hreyfingarinnar, segir Suu Kyi þeg- ar hafa hafíð helgiathafnir að hætti búddista vegna fráfalls Aris og hún muni á sjöunda degi frá andláti hans halda kveðjuathöfn ásamt 50 búddamunkum á heimili sínu. „Hún er full eftirsjár og depurðar vegna fráfalls eiginmanns síns, en ber sig annars vel,“ sagði Tin Do. Á laugardag minntist Suu Kyi eiginmanns síns í yfirlýsingu er dreift var til stjórnarerindreka í Rangún. „Það er mikil gæfa að hafa átt sldlningsríkan eiginmann, sem ávallt studdi mig með ráðum og dáð. Ekkert fær rænt mig þeirri gæfu,“ sagði í yfiflýsingunni. Að sögn Tin Do liggur minninga- bók um Michael Aris frammi í bú- stað Suu Kyi og í aðalstöðvum Lýð- ræðishreyfingarinnar í höfuðborg Búrma. Michael Aris lést á laugardag úr blöðruhálskrabbameini, 53 ára að aldri. Hann hafði ekki séð konu sína í þrjú ár. Er Aris varð ljóst að hann væri dauðvona reyndi hann árang- urslaust að fá vegabréfsáritun til Búrma til þess að hitta Suu Kyi í hinsta sinn. Suu Kyi og Aris kynnt- ust er þau voru við nám í Englandi á sjöunda áratugnum og gengu í hjónaband árið 1972. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir búa í Bretlandi. Aris var sérfræðingur í málefnum Tíbet og starfaði við Oxford-háskól- ann. Lýðræðishreyfingin, undir for- ystu Aung San Suu Kyi, sigraði í þingkosningum í Búrma árið 1990 en herinn virti úrslitin að vettugi og hefur haldið Suu Kyi í stofufangelsi á heimili sínu. Hún hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1991.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.