Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Raul Cubas, forseti Paragvæ, segir af sér embætti Saksóknari fer fram á handtöku Cubas LUIS Gonzales Macchi, nýskipaður forseti Paragvæ, heldur í hönd eiginkonu sinnar, Susönu, skömmu eftir að hafa svarið embættiseið. Ungur maður, sem slasaðist í óeirðum sem brutust út fyrir framan þinghúsið í Asuncion, var borinn inn í þingið svo gera mætti að sárum hans. A.m.k. 88 farast í jarðskjálfta á Indlandi Rudraprayag, Lucknow. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 88 menn létu lífið er jarðskjálfti reið yfír Himala- yafjöllin í Indlandi aðfaranótt mánudags. Sérfræðingar telja lík- legt að fínnast muni mun fleiri fórn- arlömb jarðskjálftans sem fannst víðsvegar um Norður-Indland, Nepal og Suður-Kína þar sem leit- arstai-fi er ekki lokið. Skjálftinn var hvað mestur í Utt- ar Pradesh-héraðinu, þar sem hann mældist 6,8 á Richters-kvarða. Erfítt hefur verið að komast að skjálftasvæðunum þar sem sam- göngur hafa víðsvegar lagst niður, en Geoffrey Dennis, talsmaður AJ- þjóðlega Rauða krossins, sagði ekki ólíklegt að einhver fjöldi fórn- arlamba til viðbótar fyndist undir rústunum. Skjálftinn kom hvað harðast nið- ur á Chamoli, þar sem um 50.000 manns búa, og Rudraprayag-svæð- inu, en báðir staðimir eru skammt frá skjálftamiðjunni. Talið er að um 80 til 90% húsanna á þessu svæði hafí eyðilagst. Þetta er í annað skiptið á átta ár- um sem jarðskjálfti ríður yfír fjalla- héraðið. Árið 1991 létust a.m.k. 1.600 manns er jarðskjálfti sem mældist 6,6 ár Richters-kvarða varð á Uttar Pradesh-svæðinu. Jarðskjálftinn á mánudagsnótt er JARÐSKJALFTINN I INDLANDj Öflugur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Indlands snemma i gærmorgun að staðartíma með þeim afleiðingum að a.m.k. 88 fórust og mikill ótti greip um sig á nærliggjandi svæðum, m.a. í borginni Nýju Dehli. Jarðskjálftinn var sá öflugasti á þessu svæði í 94 ár og olli þvi að næstum 80% húsa í bæjum nálægt upptökum skjálftans eyðilögðust. Því er spáð að tala látinna eigi eftir að hækka mjög mikið. P, sá öflugasti sem mælst hefur á svæðinu í 94 ár, en árið 1905 mæld- ist skjálfti í Pradesh-héraðinu 7,2 á Richters-kvarða. Asuncion. Reuters. SAKSÓKNARINN í Paragvæ fór í gær fram á að Raul Cubas, fyrrver- andi forseti landsins, sem sagði af sér embætti á sunnudag vegna kæru sem þingið lagði á hendur honum fyrir embættisafglöp, yi'ði handtekinn. Sagði saksóknarinn að Cubas bæri óbeina ábyrgð á óeirð- um sem brutust út í landinu í síð- ustu viku í kjölfar morðsins á Luis Maria Argana varaforseta. Sama dag og afsögn Cubas var tilkynnt sór Luis Gonzales Macchi sig í emb- ætti forseta, en skipan hans kemur sjálfkrafa þar sem hann var forseti öldungadeildarinnar. Fjöldi andstæðinga Cubas hafði safnast saman í vikunni fyrir utan þinghúsið í Asuncion þar sem þeir kröfðust afsagnai- forsetans. Er af- sögn Cubas var tilkynnt og lýst yfír stuðningi hersins við skipan Macchis í embætti brutust út mikil fagnaðarlæti meðal andstæðinga Cubas sem hrópuðu lofsyrði um ákvörðun hersins og sögðu að með þessu hefði „lýðræðið borið sigur úr býtum.“ Mikið óvissuástand hafði ríkt í Herinn lýsir yfir stuðningi við ný- skipaðan forseta Paragvæ í síðustu viku þar sem margir óttuðust að herinn myndi fremja valdarán og að nýfengnu lýðræði yrði þar með stefnt í hættu. Sl. föstudag höfðu lögreglusveitir beitt tái-agasi til að binda enda á óeirðir sem brutust út í kjölfar vax- andi átaka milli andstæðinga og stuðningsmanna Cubas þar sem talið er að um sex manns hafí látist og um 200 hafí særst. Atökin í Paragvæ hófust eftir að varaforsetinn, Luis Maria Argana, var myrtur á þriðjudag. Andstæð- ingar Cubas kenndu honum og Lino Oviedo, bandamanni hans og fyrr- verandi yfirmanni hersins, um að hafa fyrirskipað morðið. Morðið á Ai-gana er blóðugasti þáttur valdabaráttunnar innan Colorado-stjórnarflokksins sem stjórnað hefur landinu undanfarin 52 ár. Argana hafði krafíst þess að Oviedo lyki við að afplána 10 ára fangelsisdóm sem hann var dæmd- ur í árið 1997 fyrir að hafa framið valdarán árið 1996. Cubas hafði hins vegar látið Oviedo lausan úr haldi, eftir að hann tók við embætti for- seta í ágúst sl. Þingið hefur sakað Cubas og Oviedo um aðild að morðinu og í vikunni hófust réttarhöld yfir Cu- bas þar sem hann er kærður fyrir að hafa misnotað vald sitt er hann neitaði að senda Oviedo aftur í fang- elsi til að afplána dóminn. Oviedo veitt pólitiskt hæli í Argentínu í kjölfar afsagnar Cubas fiúði Oviedo til Argentínu, en þar var hann handtekinn í gær af argent- ínskum yfirvöldum. Oviedo hefur sóst eftir pólitísku hæli í Argentínu og tilkynntu þarlend stjómvöld í gærkvöld að þau hygðust verða við ósk hans. Yfirvöld í Paragvæ höfðu beðið um að Oviedo yrði framseldur svo að hægt væri að leiða hann fyrir rétt vegna gruns um aðild hans að morðinu á Argana. Sljórnkerfískreppa Evrópusambandsins enn á dagskrá Romano Prodi ekki í embætti fyrr en í haust? Brussel. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) sóuðu engum tíma er þeir tóku ákvörðun í síðustu viku um að útnefna Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, næsta for- seta framkvæmdastjómar ESB. En það gæti verið komið fram á haust áður en hann getur tekið formlega við embættinu. Hin 20 manna framkvæmdastjórn Jacques Santers sagði öil af sér fyrr í mánuðinum í kjölfar þess að hún var harkalega gagnrýnd í skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar um spillingu og fjármálamisferli innan þessarar æðstu stjómsýslustofnunar ESB. Santer hefur sjálfur hvatt til þess að eftirmaður sinn og hinir full- trúarnir 19 verði skipaðir eins fljótt og auðið er og að hin fráfarandi framkvæmdastjórn muni ekki taka neinar ákvai'ðanir nema þær sem nauðsynlegar eru til daglegs rekst- urs stjórnsýslunnar. Kosið verður til Evrópuþingsins í júní og telja Evrópuþingmenn að það eigi að verða hlutverk nýkjörins þings að samþykkja þá í embætti, sem ríkisstjómiraar útnefna til setu í framkvæmdastjórninni næstu fímm árin. Þetta veldur því að nær óhjá- kvæmilegt er annað en að fráfarandi framkvæmdastjóm Santers sitji a.m.k. fram í júlí. Talsmaður Santers sagði sl. föstudag að leiðtogar aðild- arríkjanna hefðu farið þess á leit við hann að hann sæti út júlímánuð til að hinu nýkjörna þingi gæfíst svigrúm til að veita umsögn sína um væntan- lega nýja meðlimi næstu fram- kvæmdastjórnar. Embættismenn Evrópuþingsins undrast þetta, þar sem Santer hefur ákveðið að bjóða sig fram til setu á þinginu fyrir kristilega demókrata í heimalandi sínu Lúxemborg. Óvíst er hvort honum sé lagalega heimilt að vera í framboði til EÞ og forseti framkvæmdastjórnar samtímis. Reuters MICHAEL Aris, ásamt sonum þeirra Aung San Suu Kyi, Alexander og Kim, er hann tók við friðarverðlaunum Nóbels fyrir hönd eigin- konu sinnar í Ósló árið 1991. Suu Kyi ekki við út- fór eiginmamis síns Bangkok. Reuters, Daily Telegraph. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi Lýð- ræðishreyfíngarinai' í Búrma, mun ekki verða viðstödd útför eigin- manns síns, Michael Aris, sem lést úr krabbameini á laugardag. Síðast- hðinn föstudag tilkynntu stjómvöld í Búrma að Suu Kyi væri heimilt að ferðast til Englands að því tilskildu að hún notaði ekld ferðina í pólitísk- um tilgangi. Suu Kyi hafnaði boði herstjómarinnar. Haft er eftir nán- um samstarfsmönnum hennar að hún vilji ekki fara úr landi af ótta við að mega ekki snúa aftur, auk þess sem hún teldi hættu á því að her- stjórnin gripi til aðgerða gegn Lýð- ræðishreyfingunni í fjarveru sinni. Tin Do, varaforseti Lýðræðis- hreyfingarinnar, segir Suu Kyi þeg- ar hafa hafíð helgiathafnir að hætti búddista vegna fráfalls Aris og hún muni á sjöunda degi frá andláti hans halda kveðjuathöfn ásamt 50 búddamunkum á heimili sínu. „Hún er full eftirsjár og depurðar vegna fráfalls eiginmanns síns, en ber sig annars vel,“ sagði Tin Do. Á laugardag minntist Suu Kyi eiginmanns síns í yfirlýsingu er dreift var til stjórnarerindreka í Rangún. „Það er mikil gæfa að hafa átt sldlningsríkan eiginmann, sem ávallt studdi mig með ráðum og dáð. Ekkert fær rænt mig þeirri gæfu,“ sagði í yfiflýsingunni. Að sögn Tin Do liggur minninga- bók um Michael Aris frammi í bú- stað Suu Kyi og í aðalstöðvum Lýð- ræðishreyfingarinnar í höfuðborg Búrma. Michael Aris lést á laugardag úr blöðruhálskrabbameini, 53 ára að aldri. Hann hafði ekki séð konu sína í þrjú ár. Er Aris varð ljóst að hann væri dauðvona reyndi hann árang- urslaust að fá vegabréfsáritun til Búrma til þess að hitta Suu Kyi í hinsta sinn. Suu Kyi og Aris kynnt- ust er þau voru við nám í Englandi á sjöunda áratugnum og gengu í hjónaband árið 1972. Þau eignuðust tvo syni, sem báðir búa í Bretlandi. Aris var sérfræðingur í málefnum Tíbet og starfaði við Oxford-háskól- ann. Lýðræðishreyfingin, undir for- ystu Aung San Suu Kyi, sigraði í þingkosningum í Búrma árið 1990 en herinn virti úrslitin að vettugi og hefur haldið Suu Kyi í stofufangelsi á heimili sínu. Hún hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1991.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.