Morgunblaðið - 30.03.1999, Síða 80
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITffTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
528 milljóna króna
tap hjá KEA í fyrra
♦ ♦♦
TAP varð af rekstri Kaupfélags Ey-
firðinga og dótturfélaga á síðasta ári
og nam það 528 milljónum króna.
Þetta er mun lakari niðurstaða en á
árinu á undan þegar félagið var gert
upp með 19 m.kr. hagnaði. Að
stærstum hluta er um að ræða tap
dótturfélaga sem einkum skýrist af
erfiðum rekstri sjávarútvegsfyrir-
tækisins Snæfells. Tap móðurfélags-
ins nam 130 milljónum og er það í
samræmi við fyrirliggjandi áætlanir
að sögn stjórnenda félagsins.
Rekstrartekjur samstæðunnar
^námu 10.581 m.kr. og rekstrargjöld
10.757 milljónum króna. Rekstrar-
tekjur móðurfélagsins námu 6.565
milljónum króna þar sem rekstur
Snæfells var inni í tölum móðurfé-
lagsins á síðasta ári. Rekstrargjöld
námu 6.584 m.kr., fjármagnsliðir
voru neikvæðir um 185 milljónir og
tap af reglulegri starfsemi nam 152
milljónum.
Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé-
lagsstjóri segir að rekstur móðurfé-
lagsins sé innan þeirra áætlana sem
gerðar voru og afkoman komi því
J* ekki á óvart. „Við réðumst í mikla
tiltekt sem hafði í for með sér tíma-
bundinn kostnað og kemur niður á
rekstrarreikningi félagsins á árinu,
þótt færa megi rök fyrir því að raun-
verulegt tap vegna viðkomandi
þátta hafi verið komið til áður. Nið-
urstaðan hvað varðar sum dótturfé-
lögin er á hinn bóginn veruleg von-
brigði. Að stærstum hluta er þetta
vegna erfiðleika hjá Snæfelli hf.,
einkum í rækjuvinnslu og veiðum og
vinnslu uppsjávarfiska. Þessir
rekstrarþættir, sem eiga bróður-
partinn af tapinu hafa nú verið seld-
ir frá félaginu en í staðinn gengum
Holtavörðuheiði
Arekstur í
veðurofsa
TVEIR harðir árekstrar urðu á
Holtavörðuheiði í Norðurár-
dalshreppi seint í gær, en þar
voru sjö til átta vindstig, hálka,
blindhríð og mikill skafrenn-
ingur og kóf sem varnaði öku-
mönnum sýn. Ekki urðu alvar-
leg meiðsli á fólki en talsverðar
skemmdir á ökutækjum og eru
þrjú þeirra talin óökufær á eft-
ir.
í fyrra tilvikinu rákust jeppi
og sendibifreið saman en í því
seinna var um að ræða árekst-
ur fólksbíls og flutningabíls.
Flutriingabifreiðin lenti utan
vegar og tók talsverðan tíma að
draga hana upp á veg aftur.
Ekki voru sjáanleg meiðsli á
fólki en ein stúlka var flutt til
rannsóknar á heilsugæslustöð-
ina í Borgarnesi.
Veðurofsinn náði hámarki
um klukkan 17 í gær og stóðu
lögregla og björgunarsveitar-
menn í ströngu í gærdag við að
aðstoða ökumenn í erfiðleikum.
Ruðningstæki frá Vegagerðinni
gi-eiddu fjölda ökumanna leið
en heiðin var auglýst lokuð fyr-
ir umferð fólksbifreiða síðdeg-
is. Skilja þurfti nokkrar bifreið-
ir eftir vegna ófærðar, tvær
voru dregnar út fyrir veg og
dráttarbíll sendur eftir þeiiri
þriðju.
við til samstarfs við Síldarvinnsluna
í Neskaupstað, sem er mjög traust
fyrirtæki í þessum geira sjávarút-
vegs. Staðan í dag er því allt önnur
en um áramót og það sýnir styrk
stjómenda félagsins að taka á vand-
anum með þessum hætti.“
Losa óhagkvæmar einingar
Eiríkm- bendir á að frá því að
hann tók við stjómartaumunum hjá
KEA á síðasta ári hafi verið ráðist í
fjölþættar aðgerðir með það fyrir
augum að snúa rekstrinum við.
Stjómskipulagi félagsins var breytt
og rekstrinum skipt upp í minni ein-
ingar með það að markmiði að losna
við þær einingar sem era óhag-
kvæmar og stækka og efla þær sem
falla betur að rekstrinum, með því
t.d. að leita samrana við önnur félög.
„Af því sem hefur gerst á síðustu
mánuðum get ég nefnt sölu á brauð-
gerðinni og Bifreiðaverkstæði Dal-
víkur, apótekin era orðin hluti af
stærstu lyfsölukeðju landsins og við
eram í formlegum viðræðum við
kaupfélög bæði austan og vestan við
okkur um samvinnu í mjólkur- og
kjötvinnslu," sagði Eiríkur. Þá kem-
ur fram í fréttinni að fleira sé á döf-
inni sem markvisst sé unnið að.
Aðalfundur KEA verður haldinn
laugardaginn 17. apríl nk.
Siggi Sveins
kveður
SIGURÐUR Valur Sveinsson, leik-
maður og þjálfari handknatt-
leiksliðs HK úr Kópavogi, tók þátt
í síðasta kappleik sínum í gær-
kvöldi, því lið hans var slegið út úr
Islandsmótinu af deildar- og bikar-
meisturum Aftureldingar í Mos-
fellsbæ.
Sigurður varð fertugur ekki alls
fyrir löngu, en ferill hans í meist-
araflokki og atvinnumennsku er-
lendis spannar 25 ár.
Fáir eða engir íþróttamenn hafa
náð slíkri hylli sem Sigurður
Sveinsson enda varð einum
íþróttaáhugamanna að orði eftir
leikinn, „það er bara einn Siggi
Sveins.“
■ Afturelding/B3
Vaxandi gagnrýni á álagningu fasteignaskatts á landsbyggðinni
Miðast við
markaðsverð
í Reykjavík
SVEITARFÉLÖGIN á lands-
byggðinni innheimta fasteigna-
skatta af íbúðarhúsnæði og ýmsum
eignum sem notaðar eru til atvinnu-
rekstrar miðað við sérstakan álagn-
ingarstofn sem tekur mið af fast-
eignamati í Reykjavík en ekki fast-
eignamati og þar með markaðsverði
á viðkomandi stað. Munurinn getur
verið margfaldur og vegna þess að
hann hefur verið að aukast hefur
fyrirkomulag innheimtunnar sætt
vaxandi gagnrýni.
„Nú er þetta farið að bíta með
vaxandi þunga því munur á fast-
eignamati fer vaxandi en verðmæti
eignanna er ekkert meira en matið
segir til um. Með því að leggja
skatt á allt annað verð era sveitar-
félögin að grafa undan atvinnu-
rekstri á landsbyggðinni," segir
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bands íslands, en starfsmenn sam-
takanna vinna að athugun á málinu.
Hann rökstyður skoðun sína með
því að segja að landsbyggðin eigi
undir högg að sækja og fýrirtækin
þurfi á að halda allri þeirri sérstöðu
sem landsbyggðin býr yfir, þar á
meðal ódýrari fasteignum fyrir
reksturinn.
Vafí um lögmæti
Ferðaþjónustufyiirtæki í strjál-
býli hafa sérstaklega orðið fyrir
barðinu á fyrirkomulaginu að und-
anfórnu í kjölfar samræmingar inn-
heimtu fasteignaskatts við samein-
ingu sveitarfélaga. Agúst Sigurðs-
son á Geitaskarði, formaður Félags
ferðaþjónustubænda, segir að tilvik
af þessu tagi séu enn fá en þeim fari
fjölgandi. Dæmi séu um að fast-
eignagjöld hafi hækkað tvö- eða
þrefalt milli ára hjá ferðaþjónustu-
fyrirtækjum þótt byggingar hafi
ekld stækkað. Telur Agúst að vafi
leiki á um lögmæti skattlagningar
af þessu tagi, þar sem gjaldstofninn
sé ekki í samræmi við það verð sem
menn geti fengið fyrir eignina.
„Þetta eru bein skilaboð um að fólk
sem býr úti á landi eigi ekki að fjár-
festa á landsbyggðinni," segir
Agúst Sigurðsson.
■ Grafa undan/52-53
Morgunblaðið/Kristinn
Flugvél snúið
til Akureyrar
TWIN Otter flugvél Flugfélags ís-
lands sem var í leiguflugi frá Græn-
landi til Isafjarðar í fyrradag, var
snúið til Akureyrar vegna bilunar í
mælitækjum, en mælar vélarinnar
sýndu ranglega að skíði hennar
væru niðri.
Flugvélin hafði flogið fjórum sinn-
um til Grænlands með menn og bún-
að bresks vísindaleiðangurs þegar
atvikið varð í flugtaki frá Græn-
landi. Sigurður Aðalsteinsson hjá
flugfélaginu segir að aðeins flug-
mennirnir tveii- hafi verið í vélinni
og engin hætta hafi verið á ferðum.
Atlantshafsbandalagið
50 ár frá sam-
þykkt Alþingis
ÞESS er minnst að í dag eru lið-
in 50 ár frá því að Alþingi sam-
þykkti tillögu um að ísland
gengi í Atlantshafsbandalagið,
NATO, og yrði þannig einn af
stofnaðilum þess.
Við völd var samsteypustjóm
Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks undir for-
ystu alþýðuflokksmannsins Stef-
áns Jóhanns Stefánssonar. Hart
var deilt á þingi um málið dögum
saman og svo fór að Alþýðu-
flokkur og Framsóknarflokkur
klofnuðu en aðildin var þó sam-
þykkt með 37 atkvæðum gegn
13, tveir sátu hjá.
Atkvæðagreiðslan í Samein-
uðu þingi fór fram 30. mars og
söfnuðust mörg þúsund manns
saman við Alþingishúsið. Kom
til harðra átaka milli andstæð-
inga aðildarinnar og lögreglu
sem varði þinghúsið og naut
hjálpar varaliðs óbreyttra borg-
ara. Loks var beitt táragasi og
leystist þá hópurinn upp á
skammri stundu.
■ Árásin á Alþingi/40