Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 28

Morgunblaðið - 30.03.1999, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁS NATÓ Á JÚGÓSLAVÍU Reuters Prímakov sakaður um / að þiggja fé af Irökum Moskvu. Reuters. BRESKA leyniþjónustan komst á snoðir uni að Irakar hefðu lagt 800.000 Bandaríkjadali, andvirði 58 milljóna króna, inn á banka- reikning Jevgenís Prímakovs, for- sætisráðherra Riisslands, í nóv- ember 1997 í því skyni að fá liann til að aðstoða Iraka við að afla sér efna í kjarnvopn frá Rússlandi, að sögn bandaríska tímaritsins New Yorker í gær. Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh segir í grein í New Yorker að upplýsingar bresku leyniþjónustunnar hafi valdið miklu uppnámi meðal emb- ættismanna bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA þótt yfirmenn henn- ar hafi lengi grunað að Prímakov hafi þegið fé af Irökum. Að sögn Hersh rakti tölvunjósn- adeild bresku leyniþjónustunnar peningafærsluna til Tariqs Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Iraks. Ekki væri ljóst hvernig leyniþjón- ustan hefði komist að því að féð hefði verið ætlað Prímakov þar sem ólíklegt væri að hann hefði notað bankareikninga á eigin nafni til að þiggja fé af Irökum. Tveir embættismenn CIA sögðu þó að enginn vafi léki á því að upplýsingar bresku leyniþjónust- unnar væru réttar. Frétt New Yorker hefur vakið nýjar spurningar um hlutverk Rússa sem traustustu verndara Iraka og efasemdir um pólitíska framtíð Prímakovs, sem hefur verið talinn hugsanlegur eftir- maður Borís Jeltsíns forseta. Prímakov kynntist Saddam fyrst þegar hann var fréttaritari Prövdu í Miðausturlöndum á sjö- unda áratugnum. Rússneski utanríkisráðherrann Igor Ivanov sagði að frétt New Yorker væri ætlað að beina at- hyglinni frá „villimannslegum" árásum NATO á Júgóslavíu. „Svarið er skýrt,“ sagði Ivanov. „Þegar engin hugsanleg rök finn- ast lengur til að réttlæta þessar árásir ... eru svona bellibrögð talin leyfileg." London. The Daily Telegraph. SLOBODAN Milosevic, forseti Jú- góslavíu, hefur ákveðið að koma á leynilegu hernaðarsamstarfi við Saddam Hussein íraksforseta vegna árása Atlantshafsbandalagsins á Jú- góslavíu, að sögn heimildarmanna breska dagblaðsins The Daily Tel- egraph. Blaðið segir að Milosevic hafi tekið þessa ákvörðun skömmu áður en árásirnar hófust og leiðtog- arnir tveir hafi tekið höndum saman þar sem þeir stefni báðir að því sama: að skjóta niður bandarískar og breskar herfiugvélar. Frá því Bandaríkjamenn og Bretar hófu loftárásii- á írak í desember hef- ur Saddam Hussein lagt mikið kapp á að gera her sínum kleift að skjóta nið- ur herflugvélar þeii-ra og klófesta Milosevic og Saddam sagðir hefja hernaðarsamstarf Skotmörk einræðis- herranna tveggja SADDAM Hussein Iraksforseti og Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, eru nú sagðir hafa efnt til samstarfs, en báðir hafa mátt þola árásir af höndum vesturveldanna. frak- ar eru ekki síst sagðir ásælast loftvarnarflaugar, í líkingu við þær sem Serbar hafa yfir að ráða, til að skjóta niður her- þotur Breta og Bandaríkja- manna. Bresk stjórnvöld til- kynntu í gær að þeir hygðust bæta átta Tornado GR-I sprengjuflugvélum, eins og þær sem sjást á myndinni, í hóp þeirra sem þegar taka þátt í árásum NATO á Júgóslavíu, auk fjögurra Harrier-þotna og olíuáfyllingarvélar. www.velaverk.is s. 568 3536 flugmennina. Efth- að Atlantshafs- bandalagið hóf sprengju- og flug- skeytaárásir sínai- á Júgóslavíu hefm- Saddam fundið nýjan bandamann - Milosevic, sem hefm- heimilað emb- ættismönnum sínum að semja á laun um hernaðarsamstai-f við Iraka. Serbar eru sagðh- hafa samþykkt að aðstoða Saddam við að endurreisa her íraks, einkum loftvamh- landsins. I staðinn eiga Irakar að aðstoða Serba við að verjast loftái-ásum NATO. Irakar ásælast loftvarnaflaugar írökum er mjög umhugað að efla loftvarnh' sínar. Þeir hafa einkum þurft að reiða sig á gamlar sovéskar loftvarnaflaugar af gerðunum SA-2 og SA-3, sem duga engan veginn í bai'áttunni við háþróaðar herflugvél- ar Bandaríkjamanna og Breta. Irakai' vilja að Serbar útvegi þeim loftvarnaflaugar af gerðinni SA-7, sem eru mun þróaðri. Þótt flaugarn- ar hafi í fyrstu verið smíðaðar eftir sovéski'i hönnun hafa Serbar endur- bætt þær og talið er að þær geti reynst bandarísku og bresku her- flugvélunum hættulegar verði þeim beitt í Irak. The Daily Telegraph skýrði frá því í vikunni sem leið að serbneskir tæknimenn hefðu þegar aðstoðað Iraka við að undirbúa loftvarnagildr- ur fyrir flugvélar Bandaríkjamanna og Breta. Irakar hafa einnig reynt að fá Serba til aðstoða við að gera íraskar MiG-orrustuþotur nothæfaj- að nýju. Serbneskir tæknimenn sáu um reglulegt viðhald á þotunum áður en Persaflóastyi'jöldin hófst og fregnir herma að serbneskum sér- fræðingum hafi þegar verið falið að stai'fa með íraska flughernum. Rússar sagðir ætla að útvega Saddam hergögn Saddam hefur einnig hafið samn- ingaumleitanir við Rússa, sem hafa fordæmt árásir NATO á Júgóslavíu. Vangaveltur eru um að rússnesk flutningavél, sem vai' stöðvuð í Aserbaídsjan í vikunni sem leið, hafi verið á leið til Bagdad en ekki Belgrad eins og talið var í fyrstu. Staðfest hefur verið að í flutninga- vélinni voru 23 hreyflar í MiG-þotur og 30 rússneskir tæknimenn. The Daily Telegraph skýrði frá því í síðasta mánuði að stjórn Rúss- lands hefði samþykkt að útvega Irökum hergögn fyrir andvirði 11,7 milljarða króna þrátt fyrir viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna. Rússar sögðu þá að ekkert væri hæft í frétt blaðsins, en að sögn The Daily Tel- egraph er líklegt að þeir verði ekki Reuters SERBNESK kona hrópar víg- orð gegn NATO við mynd af Slobodan Milosevic á mótmæla- fundi í Berlín. jafnvarfærnii' í viðskiptum við Serba og Iraka eftir hai'kalega gagnrýni Borís Jeltsíns forseta á árásir NATO á Júgóslavíu í vikunni sem leið. Rússar eru sagðh- hafa samþykkt að endurbæta MiG-þotur Iraka og efla loftvarnir þein-a, að því er The Daily Telegraph hefur eftir stjómai'- erindrekum í Moskvu. Blaðið segir að Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, hafi samþykkt að- stoðina við Iraka. „Það er með ólíkindum að ríki sem á fasta aðild að öryggisráðinu skuli heimila svo óskammfeilið brot á vopnasölubanni Sameinuðu þjóð- anna,“ sagði embættismaður í breska utanríkisráðuneytinu. „Það bendir til þess að tengsl Rússa við íraka séu orðin miklu nánari eftir að Prímakov varð forsætisráðherra." Serbar gætu fengið olíu The Daily Telegraph sagði á sunnu- dag að líkurnar á því að Milosevic héldi velli myndu aukist með sam- starfinu við Saddam þai’ sem írakai' gætu séð Serbum fyrir olíu og reiðufé. Þar sem Serbar framleiða ekki ol- íu sjálfir getur her þeirra ekki stai'f- að til lengdar án olíu frá Irak. Efna- hagur Serbíu er að hruni kominn og gjaldeyrir frá Irökum, sem fæst með olíusölu í trássi við viðskiptabann Sa- meinuðu þjóðanna, myndi gera Ser- bum kleift að gi'eiða laun hermanna sinna. Ymislegt bendir þegar til þess að Milosevic hafi farið að ráðum Sadd- ams. Serbnesk vopn hafa verið flutt út um alla Serbíu til að koma í veg fyrir að NATO geti eytt þeim, auk þess sem serbnesk yfirvöld hafa Reuters IROSK fjölskylda gengur fram- hjá stórri mynd af Saddam Hussein, forseta fraks, á götu í Bagdad-borg. þaggað niður í stjórnai'andstæðing- um tii að tryggja að landsmenn heyri aðeins áróðm' stjórnvalda. Serbnesk sendinefnd fór til Bagdad Fyrsta skrefið í þá átt að koma á formlegu hernaðarsamstarfi milli Serba og íraka var tekið fyrr í mán- uðinum þegar sendinefnd serbneskra sérfræðinga fór til Bagdad í því skyni að kanna hvernig þjóðirnar gætu stai'fað saman þannig að þær hefðu báðar hag af því. Serbneska sendinefndin var undir stjórn Jovans Djúkovic, undirhers- höfðingja og aðstoðarvarnarmála- ráðhen’a Serbíu. Áður hafði ívan Ivanovich, serbneskur sérfi’æðingur í efna- og sýklavopnum, hafið könn- unarviðræður við embættismenn í Bagdad og skoðað íraskar hergagna- verksmiðjur í nokkra daga. Sendi- nefndin skoðaði síðar íraska verk- smiðju sem vopnaefth'litsmenn Sa- meinuðu þjóðanna segja að notuð hafi verið til að framleiða efnavopn. Að sögn leyniþjónustumanna í Miðausturlöndum heimilaði Milos- evic þessar heimsóknir. Embættismenn í breska utanríkis- ráðuneytinu segjast hafa miklai' áhyggjur af hernaðarsamstaifi Serba og Iraka. „Svo virðist sem þeir hafí sameinast um eitt markmið - að skjóta niður flugvélar banda- manna,“ sagði háttsettur stjórnarer- indreki í vikunni sem leið. „Saddam og Milosevic líta svo á að þjóðir heims hafi útskúfað þeim og þeir verði því að taka höndum saman til að halda velli.“ ORKUVER 350 IVIHZ Intel Pf’nl iiini II Klamth m/512 flýtiminni Vinnslumínni 64mbSDRAM 17“ 3,5" 1/14mb 43 GB ultra DMA 8 MB AGP-3D PO-338-A 3D 60WStereo 32 hraða CD 56.600 baud Dtrulegt verð kr. 3 mánaða Intemetáskrift hiáSkfmu Huabúnaður: Windows 95 qDi w Ms Skiár Disklingaclrif | Harður aiskur Sldáminni Skjákort Hljoðkort Hatalarar DVD drif Mótald 119.900.- RílíMKJílPtRZLUIÍ ISLílhDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 rord97 -MsWorks4.0 Gæðavottun ISO 9001 ISO 9002 - ISO 14001 VARNARBANDALAG I: i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.