Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 74. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS NATO í kapphlaupi við tímann vegna þjóðernishreinsana serbneska hersins í Kosovo Fullyrt að leiðtogar Albana hafí verið teknir af lífí s Ohæfuverk Serba magnast - Gífur- legur flóttamannastraumur til ná- grannalandanna Belgrad, Washington, London. Reuters. SPRENGJUÞOTUR Atlantshafsbandalagsins (NATO) héldu áfram loft- árásum sínum á Júgóslavíu í gær, sjötta daginn í röð, á meðan Kosovo-Al- banar flúðu, tugþúsundum saman, til nágrannaríkja í því sem formælend- ur NATO hafa kallað „verstu mannlegu neyð síðan í síðari heimsstyrjöld- inni“. Talsmenn NATO sögðu í gær að Serbar hefðu tekið fimm leiðtoga Kosovo-Albana af lífi. Hafi Fehmi Agani, leiðtogi fulltrúa Kosovo-Albana í friðarviðræðum tengslahópsins í Rambouillet-höll í Frakklandi, verið myrtur af hersveitum Serba á sunnudag er hann sneri heim frá jarðarför mannréttindalögfræðings sem myrtur var á dögunum. Fjórá- aðrir máls- metandi Aibanar hafi einnig verið teknir af lífi, þeirra á meðai Baton Hax- hiu, ritstjóri albansks dagblaðs í Pristina, héraðshöfuðstað Kosovo. Ibra- him Rugova, leiðtogi Kosovo-Albana, er sagður í felum. Eftir morðin á Agani og Haxhiu sakaði NATO júgóslavnesk stjómvöld um að reyna, með skipulögðum hætti, að uppræta albanska menntamenn í héraðinu. Þúsundir Kosovo-Albana á flótta héldu til Norður-AIbaníU og lýstu þar hryllilegum óhæfuverkum serbneskra her- og öryggislög- reglusveita. Sama staðan var við landamæri Makedóníu og landa- mæri Svartfjallalands. Flóttafólk streymdi að og sagði blaðamönnum og fulltrúum hjálparstofnana frá því hvernig vopnaðar sveitir hettu- klæddra Serba hefðu skipað fólki út úr húsum sínum. Herma fregnir að í borginni Pec, annarri stærstu borg héraðsins, hafi allir Kosovo- Albanir verið flæmdir í burt. Kveikt í albanska borgarhlutanum Haft var eftir íbúum í Pristina í gærkvöldi að norðurhluti borgar- innar stæði í ljósum logum eftir að serbneski herinn og öiyggissveitir hefðu kveikt þar í. Hafi eldur verið lagður að borgarhlutanum þar sem búa nær eingöngu Albanar. Enn- fremur eru þar höfuðstöðvar hjálp- arstofnana, Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og skrifstofur sendiráða Bretlands og Þýskalands í Júgóslavíu. Sögðust íbúarnir ekki komast að svæðinu þar sem her- sveitir Serba hefðu lokað brú sem tengir borgarhlutann við miðborg Pristina. Talsmenn NATO viðurkenndu í gær að þeir væru í kapphlaupi við tímann vegna þjóðernishreinsana Serba í Kosovo. „Við erum að reyna að stöðva þennan harmleik og stöðva drápin,“ sagði Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, í gær. Talsmenn NATO sögðu að ný lota loftárása á Júgóslavíu væri farin að bera árangur. David Wilby, flugliðs- foringi breska hersins, sagði í gær að NATO væru að berast sannanir þess að loftárásimar yllu upplausn í serbneska hemum. Sagði hann að í annai-ri lotu loftárása NATO á Júgóslavíu - sem nú er hafin - myndu skotmörkin verða serbnesk- ar hersveitir. Serbneskir skriðdrek- ar, stórskotalið, þungavopn, liðs- flutningabifreiðar og stjómstöðvar yrðu skotmörk sprengjuþotna NATO í Suður-Júgóslavíu. Greindi AP-fréttastofan frá því síðdegis í gær að bandarískar A-10 orrastuþotur hefðu sést taka á loft frá Aviano-herflugvellinum á Ital- íu, sjötta árásardaginn í röð, en þotur þessar era búnar sérstökum vopnum til að ráðast á skotmörk í lágflugi. Bandarískar og spænskar árásarþyi-lur NATO-hersins tóku sig einnig á loft í gærdag, í fyrsta sinn síðan loftárásirnar hófust. Talsmenn NATO lýstu því yfir í gærkvöldi að árásir bandalagsins hefðu verið magnaðar og að beitt væri þotum sem þekktar era íyrir að granda skriðdrekum. Milosevic ber ábyrgð á hörmungunum á Balkanskaga Tony Blair, forsætisráðhema Bretlands, sagði í gær að ásakanir stjómvalda í Belgrad um að loft- árásir NATO kyntu undir ofbeldi gagnvart Kosovo-Albönum, væra „fáránlegar". Þjóðemishreinsanir Serba hefðu verið ákveðnar íyrir löngu af Slobodan Milosevic Júg- óslavíuforseta. „Jafnvel í þessum töluðum orðum halda óhæfuverk Serba áfram, samkvæmt áætlunum Milosevics. Nú er ljóst að þátttaka Serba í friðarviðræðunum í Frakk- landi var einungis til að breiða yfir stríðsundirbúning þeirra [...] Fyrir sérhvert morð á saklausum borg- uram mun Milosevic verða gert að greiða æ hærra gjald,“ sagði Blair í gær. Jacques Chirac Frakklands- forseti sagði í gær að Slobodan Milosevic bæri ábyrgð á dauða 200.000 manna og flótta milljóna manna á Balkanskaga síðan átök þar hófust fýrir tíu áram. „Þeir sem óhæfuverkin fremja verða dregnir fyrir dóm“ Talið er að allt að hálf milljón Kosovo-Albana eða fjórðungur íbúa Kosovo sé nú landflótta. Hef- ur flóttamannastraumurinn aukist með hverjum degi sem líður. Tugir þúsunda flúðu óhæfuverk Serba í gær til nágrannaríkjanna Mak- edóníu, Svartfjallalands og Alban- íu. í sumum bæjum og þorpum var fólki skipað að hafa sig á brott úr Reuters FLOTTAFOLK á palli vöruflutningabifreiðar á leið frá borginni Pec í Kosovo til bæjarins Rozaje í Svart- fjallalandi. Þúsundir Albana flúðu Kosovo-hérað í gær eftir að hersveitir Serba brenndu þorp og bæi. Reuters Fehmi Agani húsum sínum og smalað út á þjóð- vegina og beint í átt að næstu landamæram. „Serbneskar örygg- issveitir hóta að drepa alla sem neita að yfirgefa heimili sín,“ sagði Kosovo-Albaninn Adem Basha frá borginni Pec í vesturhluta Kosovo. A sunnudag lýsti George Rob- ertson, varnarmálaráðherra Breta, því yfir að NATO væri að safna upplýsingum um þá Serba sem óhæfuverkin fremja og að þeir verði dregnir fyrir dóm. Sagði ráð- herrann: „Þeir sem framkvæma slík voðaverk era sekir um stríðs- glæpi. Ráðamenn geta einnig verið sóttir til saka.“ ■ Sjá umfjöllun á bls. 26-29 Prímakov til við- ræðna við Milo- sevic í Belgrad Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, ákvað í gær, að Jevgení Prímakov, forsætisráð- herra Rússlands, skyldi fara í dag til við- ræðna við Slobodan Milosevic, forseta Jú- óslavíu, í Belgrad um lausn á Kosovo-deil- unni. Hefur því verið fagnað víða og ýmsar NATO-þjóðir, einkum Frakkar, telja Rússa eina færa um að telja Serba á að fallast á frið og hætta ofsóknum gegn albanska meiri- hlutanum í Kosovo. Dmítrí Jakúshkín, talsmaður Jeltsíns, sagði, að með Prímakov færa þeir ígor ívanov utanríkisráð- herra og Igor Sergejev varnarmála- ráðherra auk yfírmanna rússneskra leyniþjónustustofnana. Sagði hann, að tilgangurinn með ferðinni væri að ræða við Milosevic um pólitíska lausn á „átökunum, sem stöfuðu af loftárásum NATO“. Prímakov mun hitta Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, í dag að fundinum í Belgrad loknum og ívanov utanríkisráð- herra hefur beðið um fund með fulltrúum Evrópusambandsins, ESB. Ymis ríki hafa fagnað ferð Rússanna til Belgrad en Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, skoraði á Príma- kov um helgina að reyna að hafa áhrif á Milosevic. Versnandi sambúð Rússneska varnar- málaráðuneytið til- kynnti í gær, að Rúss- ar, sem væru við nám í herskólum NATO-ríkjanna, yrðu kallaðir heim og einnig rússneskir foringjar í höf- uðstöðvum gæsluliðsins í Bosníu. Ivanov sagði í gær, að sambandið við NATO-ríkin myndi óhjákvæmi- lega versna vegna árásanna á Júg- óslavíu en hann bætti þó við, að Rússar myndu reyna að rækta já- kvæðu hliðarnar á sambandinu við vestræn ríki. ESB tilkynnti í gær, að áfram væri unnið að 36 milljarða ísl. kr. matvælaaðstoð við Rúss- land. Jevgem' Prímakov
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.