Morgunblaðið - 09.05.1999, Page 2

Morgunblaðið - 09.05.1999, Page 2
2 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Eiríkur P. Jörundsson HALLDÓR Ásgrírasson, formaður Framsdknarflokksins, og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurðarddttir, komu með leiguflugvél frá Reykjavík á kjörstað á Höfn í Hornafírði skömmu fyrir klukkan ellefu í gær- morgun. Vegna lélegra flugskilyrða voru þau um einn og hálfan tíma á leiðinni en venjulegur flugtími er um ein klukkustund. Hallddr hugð- ist halda áfram til Vopnafjarðar seinna um daginn og vera kominn aft- ur til Reykjavíkur um kvöldið. Morgunblaðið/Kristján STEINGRÍMUR J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kom til Akureyrar í gærmorgun og hafði meðferðis yfir 20 utankjörfundaratkvæði, sem hann fdr með á skrifstofu sýslu- manns. Þar tdk á mdti honum Ingvar Þdroddsson, fulltrúi sýslumanns. Sjálfur hafði Steingrímur kosið utan kjörfundar á Akureyri en kjör- deild hans er í Svalbarðshreppi. Steingrímur fdr að venju í heimsdkn um allt kjördæmi sitt á kjördag. Morgunblaðið/Árni Sæberg SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Gréta L. Krisljánsddttir, eiginkona hans, greiddu atkvæði í Hagaskdla. Morgunblaðið/Árni Sæberg KJARTAN Jdnsson, talsmaður Húmanistaflokks- ins, á kjörstað í Hagaskdla ásamt eiginkonu sinni, Sdlveigu Jdnasddttur. Forsætisráðherra þarf ekki að biðjast lausnar haldi ríkissljórnin meirihluta sínum Gæti ráðist af yfir- lýsingum flokkanna Þing þarf að kalla saman inn- an tíu vikna UMBOÐ þess þings sem setið hefur frá síðustu kosningum rennur út þegar nýtt þing hef- ur verið kjörið og skal kalla það saman innan tíu vikna frá kjördegi, að sögn Ólafs G. Ein- arssonar, fráfarandi forseta Alþingis. Hægt er að kalla þingið saman hvenær sem er eftir að það hefur verið kjörið, en sam- kvæmt lagabreytingu sem gerð var árið 1991 má það ekki vera seinna en tíu vikum eftir kjördag. Ólafur sagði að kjördæma- breytinguna þurfi að taka fyrir á fyrsta þingi eftir kosningar, en hún öðlast ekki gildi fyrr en hún hefur verið samþykkt af tveimur þingum. Um 8.200 utankjör- fundar- atkvæði SAMTALS höfðu rúmlega 8.200 manns greitt atkvæði í utankj örfundaratkvæða- greiðslu um klukkan 11 í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Þuríði Arnadóttur, kjörstjóra utankjörfundar, höfðu þar af um 6.200 komið og kosið í Hafnarbúðum, þar sem er kjörstaður utankjörfundar, um 1250 atkvæði höfðu borist utan af landi eða frá útlöndum, 21 hafði kosið í heimahúsi og 744 atkvæði höfðu borist frá sjúkrahúsum og stofnunum. Að sögn Þuríðar er fjöldi utan- kjörfundaatkvæða nokkru minni en í sveitarstjórnarkosn- ingunum í fyrra. Sigur í Noregi SandeQord, Morgunbladid. ÍSLENSKA karlalandsliðið í hand- knattleik lagði Norðmenn að velli á opna Norðurlandamótinu, sem hófst í Noregi í gær, 23:22. Sigurinn var öruggur, staðan 12:8 í hálfleik. Mörk liðsins skoruðu Ólafur Stefánsson 5, Valdimar Grímsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson 3, Aron Kristjáns- son 2, Dagur Sigurðsson, Konráð Olavson, Rúnar Sigtryggsson og Magnús Már Þórðarson eitt hver. ísland leikur til úrslita í dag gegn Dönum eða Svíum. SIGURÐUR Líndal lagaprófessor segir að haldi ríkisstjórn meirihluta sínum og forystumenn flokkanna, sem að henni standa, lýsi því yfir að þeir vilji halda áfram stjórnarsam- starfi sé engin ástæða fyrir forsætis- ráðherra að biðjast lausnar. I kosn- ingunum 1963, 1967 og 1995 héldu ríkisstjórnarflokkarnir meirihluta og kom þá ekki til þess að stjórnimar bæðust lausnar. Sigurður sagði að stjórnarmynd- un réðist af úrslitum kosninga, en ekki væri sjáanleg nein ástæða fyrir forsætisráðherra að biðjast lausnar ef ríkisstjórn héldi meirihluta sínum og forystumenn stjórnarflokkanna lýstu sig tilbúna að halda áfram stjórnarsamstarfi. Ef hins vegar stjórnarflokkarnir kæmu sér saman um að nýr maður yrði forsætisráð- herra yrði ríkisstjórnin að biðjast lausnar. Sigurður sagði að ef forustumaður annars stjórnarflokksins lýsti því yf- ir strax eftir kosningar að hann styddi ekki áframhaldandi stjórnar- samstarf, t.d. vegna útkomu flokks- ins í kosningum, hlyti forsætisráð- herra að verða að biðjast lausnar. í grein sem Páll Þórhallsson lög- fræðingur skrifaði í Morgunblaðið strax eftir kosningarnar 1995 segir að stjórnskipunarreglur um stöðu ríkisstjórnar og myndun stjórnar séu fáar og almennar. Forseti skipi ráðherra samkvæmt 15. gr. stjórnar- skrárinnar, en hann sé bundinn af þingræðisreglunni um að stjórn skuli ekki sitja í óþökk meirihluta Alþing- is. Sú regla að forseti skipar ráð- herra í stað þess að þeir séu t.d. kosnir af Alþingi valdi því að umboð þeirra renni ekki út þótt kosið sé til Alþingis. Skipunarbréfið sé því í reynd ótímabundið. Davíð baðst ekki lausnar 1995 I síðustu alþingiskosningum hélt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Ai- þýðuflokks meirihluta sínum. Fyrir kosningarnar var meirihlutinn 35 þingmenn eftir að Jóhanna Sigurðar- dóttir hafði lýst yfir andstöðu við rík- isstjórnina, en minnkaði í kosningun- um niður í 32 þingmenn. Mánudegin- um eftir kosningai’ komu þingflokk- ar stjórnarinnar saman. Formanni Sjálfstæðisflokksins var á fundi sjálfstæðismanna veitt víðtækt um- boð til stjómarmyndunar, en þing- flokkurinn varð sammála um að eðli- legast væri að ræða fyrst við Alþýðu- flokkinn. Einhugur var innan þing- flokks Alþýðuflokksins um að láta reyna á áframhaldandi stjórnarsam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Viðræður fóru fram milli flokk- anna, en fljótlega hófust einnig við- ræður milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stjómar- myndun. Viðræðurnar skiluðu ár- angri um páskahelgina og 18. apríl lýsti Davíð Oddsson forsætisráð- hema því yfír á ríkisstjómarfundi að hann myndi biðjast lausnar. 23. apríl tók ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völdum. í kosningunum 1963 og 1967 hélt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks meirihluta sínum. í bæði skiptin hélt stjórnin áfram störfum án þess að biðjast lausnar. ► l-64 Hár styrkur i nýja krabbameins- rannsókn ►Vísindamenn hjá Krabbameins- félagi Islands hafa nú fengið í ann- að sinn bandarískan styrk til að rannsaka brjóstakrabbamein. /10 Rannsóknir eins og þær gerast bestar ► Gróska er í visindarannsóknum hérlendis. Til marks um það er samningur rannsóknarhóps Þ'or- steins Loftssonar, prófessors í lyfjafræði, við erlent lyfjafyrir- tæki. /22 Níræður fram- sýnismaður ► Níræður hugsar dr. Friðrik Einarsson, fyrsti yfirlæknir skurðdeildar Borgarspítalans, af meiri framsýni en margir eftir- komenda hafa gert. /26 Heimurinn er eitt fjarskiptakerfi ►Viðskiptaviðtalið er við Þórólf Árnason, forstjóra Tals hf. /30 ► l-24 Jómfrú fórnað á altari Trier ►Tökur á kvikmyndinni Dansari í myrki’i undir stjórn Lars von Tri- er eru að hefjast og þar er Björk Guðmundsdóttir í aðalhlutverki. /1&12-14 Nú er að bíða eftir sáttinni ► Ellert B. Schram hugsar upp- hátt að loknum kosningum. /2 Chicagoför Matthíasar Jochumssonar ► Chicagoför Matthíasar Jochumssonai-1893, var fyrsta þátttaka okkar í heimssýningu. /6 ^&FERÐALÖG ► l-4 Stillwater ►Þar sem tíminn stendur í stað. /2 Áhugaverð vinna er mikil gæfa á Spáni ►Þáttaskil urðu í íslenskri ferða- þjónustu þegar Birgir Þorgilsson lét af störfum um áramót eftir ríf- lega hálfrar aldar starf. /4 D W/0BILAR ► l-8 Reynsluakstur ► Stærri og meiri Yaris en sýnist. /4 Stærsta sportbíla- sýningin til þessa ►Avital-bílasýningin verður í Laugardalshöllinni frá 13. til 16. maí næstkomandi. /5 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-28 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak ídag Leiðari 32 Brids Helgispjall 32 Stjörnuspá Reykjavíkurbréf 32 Skák Skoðun 34 Fólk í fréttum Viðhorf 38 Utv/sjónv. Minningar 38 Dagbók/veður Myndasögur 48 Mannl.str. Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 o o o o n; (N co w in io w ub o o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.