Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 2/5 - 8/5
II lutafj ár au kning'
Islandssíma
► ÁSKRIFENDUM símafyr-
irtækisins Tals fjölgaöi um
6-700 á miðvikudaginn en í
tilefni eins árs afmælis þess
voru símar seldir á eina
krónu. Áskrifendur Tals
voru fyrir um 16 þúsund, en
farsímanotendur í GSM- og
NMT-kerfi Landssi'mas eru
nú um eitt hundrað þúsund.
► FULLTRÚARÁÐ sjó-
mannadagsins hefur sent
Reykjavíkurborg erindi þar
sem falast er eftir lóð SVR
við Kirkjusand til að byggja
hjúkrunarheimili og íbúðir
fyrir aldraða. Formaður
ráðsins telur að Reykjavík-
urborg eigi að afhenda sam-
tökunum lóðina án endur-
gjalds í þakklætisskyni fyrir
störf þess í þágu aldraða
Reykvíkinga.
► REKSTRI Flugleiða hefur
verið skipt upp í sex afkomu-
einingar og verður hver og
ein með sjálfstætt uppgjör
og rekstur innan móðurfé-
lagsins. Stærsta einingin er
millilandaflugið með um 18
milljarða króna velt.u og fer
Sigurður Helgason forsijóri
með daglegan rekstur henn-
ar.
► ORKUVEITA Reykjavík-
ur hefur farið þess á leit við
iðnaðarráðherra að hann
gefi út leyfi til stækkunar
raforkuversins að Nesjavöll-
um úr 60 megavöttum í 76.
Einnig er farið fram ú að
ráðherrann heiji undirbún-
ing að lagafrumvarpi sem
heimili stækkun í 10 MW þar
sem taldar eru líkur á því að
svæðið geti staðið undir
þeirri viðbót. Talsverður
hluti varmaorkunnar nýtist
ekki í núverandi 60 MW
orkukerfi.
EIGNARHALDSFÉLÖGIN Burðarás
og Hof eru stærstu aðilarnir í hópi
nýrra hluthafa í Islandssíma eftir hluta-
fjáraukningu. Fyrirtækið vai- stofnað á
síðastliðnu ári af tölvufyrirtækinu Oz og
einstaklingum í viðskiptalífinu. Aðrir í
hópi nýiTa hluthafa era Eignarhaldsfé-
lag Valfells fjölskyldunnar, Tölvubank-
inn og Radíómiðun. Unnið er að því að
ráða starfsfólk og er gert ráð fyrir að
fyrirtækið hefji sölu á þjónustu sinni
síððar á þessu ári.
Svik vegna
bílainnflutnings
EMBÆTTI ríkislögreglustjóra hefur
undanfarna mánuði sent rannsóknar-
lögreglumenn efnhagsbrotadeildar til
Evrópu og Norður-Ameríku til að rann-
saka svik í tengslum við innflutning bif-
reiða. Umrædddar rannsóknir beinast
að innflutningi á vel á annað hundrað
bifreiðum og hafa sakamál þegai’
sprottið upp erlendis vegna þessara
rannsókna.
Banaslys við
Reykjanesbraut
BANASLYS varð við gatnamót Öldu-
götu og Reykjanesbrautar í Hafnarfirði
á þriðjudaginn og er það hið þriðja sem
verður á sama stað frá árinu 1977.
Stefnt er að þvi að setja upp umferðar-
ljós á gatnamótunum í sumar og að
færa Reykjanesbrautina innan 3-6 ára.
Umræður
táknmálstúlkaðar
STJÓRNMÁLAUMRÆÐUR í sjón-
varpssal daginn fyrir kjördag voru í
fyrsta sinn táknmálstúlkaðar beint í út-
sendingu Sjónvarpsins í kjölfar dóms
Hæstaréttar. Stöð 2 sendi einnig út með
táknmálstúlkun. Héraðsdómur hafði 17.
mars sl. sýknað Ríkisútvarpið af kröfu
Félags heyrnarlausra þessa efnis.
Fyrstu skref
friðaráætlunar
Á FUNDI utanríkisráðherra vestur-
veldanna og Rússlands á fimmtudag
var komist að samkomulagi um fyrstu
skref sem miða að því að leysa deiluna
um Kosovo og gera þúsundum flótta-
manna kleift að snúa aftur til héraðs-
ins. Viktor Tsjernómýrdin, sérlegur
sendifulltrúi Rússa í Kosovo-deilunni,
fundaði með Slobodan Milosevic Jú-
góslavíuforseta á mánudag. Þá komu
utanríkisráðherrar átta helstu iðni’íkja
heims saman í Bonn í Þýskalandi og
var fundurinn hinn íyrsti síðan loft-
árásir NATO á Júgóslavíu hófust. Á
fundinum var komist að samkomulagi
um að hersveitir Milosevics Júgóslavíu-
forseta færu frá Kosovo og að alþjóð-
iegt friðargæslulið yrði sent tíl héraðs-
ins.
Loftárásir NATO héldu áfram alla
vikuna og fóru þær harðnandi sem á
leið. Á fóstudagskvöld var hermt að
sprengja hefði lent við kínverska sendi-
ráðið í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu.
Þá hefur árásum verið haldið uppi í
borgunum Nis og Pristina, auk annarra
hemaðarlega mikilvægra skotmarka.
Harðar loftárásir hafa einnig verið
gerðar gegn hersveitum Serba á jörðu
niðri og er talið að þær getu sig lítið
hreyft.
► DONALD Dewar, leiðtogi
Verkamannaflokksins í
Skotlandi, er talinn munu
verða fyrsti forsætísráðherra
skoskrar heimastjómar í
samsteypusljórn Verka-
mannaflokksins og fijáls-
lyndra demókrata í
Skotlandi. Verkamannaflokk-
urinn kom best út í kosning-
unum í Skotlandi í vikunni.
Þá hlaut Skoski þjóðarflokk-
urinn (SNP) mun minna fylgi
en gert hafði verið ráð fyrir
að hann fengi.
► SÖGULEG sátt um hugsan-
legt sjálfstæði Austur-Tímor
var undirrituð f höfuðstöðvum
Sameinuðu þjóðanna í New
York á miðvikudag. Snýst
samningurinn um áform að
efna til atkvæðagreiðslu með-
al íbúa Austur-Tímor í ágúst
nk. þar sem kosið verður um
hvort hin fyrrverandi portú-
galska nýlenda eigi að fá víð-
tæka sjálfsljóm innan
Indónesíu. Hefur Kofi Annan,
framkvæmdastjóri SÞ, fagnað
þróun mála en jafnframt bent
á nauðsyn þess að halda frið-
samlega á málum.
Tugir farast
í náttúruhamförum
ÖFLUGIR skýstrókar sem gengu yfir
ríkin Oklahoma og Kansas í Bandaríkj-
unum á þriðjudag urðu a.m.k. 43
manns að bana og olli eyðileggingu sem
metin var á andvirði 73 milljarða króna.
Heilu hverfin jöfnuðust við jörðu og
gátu björgunarsveitarmenn þess sér til
að um tvö þúsund heimili hefðu beðið
bana I óveðrinu. Fólk sem missti heim-
ili sín í hamföranum hefur safnast sam-
an í neyðarskýlum Rauða krossins og
hafa gjafir streymt tíl þeirra sem verst
urðu úti.
►JACQUES Chirac, forseti
Frakklands, skoraði á
vinstristjórn Lionels Jospins
forsætisráðherra á miðviku-
dag að koma á lögum og
reglum á eyjunni Korsíku og
komast að því sem fyrst hver
beri ábyrgð á að franska rík-
isvaldið á eyjunni er virt að
vettugi. Hefur stjórnin skorið
upp herör gegn glæpum á
Korsíku en varð fyrir miklu
áfalli í vikunni er sex lög-
reglumenn játuðu á sig
íkveikju sem yfirmaður
þeirra hafði fyrirskipað.
FRÉTTIR
SH endurvekur beint flug með fískafurðir til Belgíu
Flogið með 16 tonn
af ferskum fiski
DÓTTURFÉLAG Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna hf. í Belgíu,
Icelandic Benelux NV, hefur endur-
vakið vikulegt fraktflug með fersk-
an fisk tíl Oostende í Belgíu.
Icelandic Benelux NV hefur leigt
Boeing 737-300-þotu frá Flugleiðum
sem mun flytja fisk til Oostende á
hverjum laugardegi og koma til
baka með almenna frakt frá
Oostende tíl Keflavíkur.
Fyrsta flugið milli Kefiavíkur og
Oostende var í gærmorgun, þegar
flogið verður með u.þ.b. 16 tonn af
ferskum fiski frá Keflavíkurflug-
velli. Fiskinum er síðan dreift til
Belgíu, Frakklands, Englands og
Holiamls. Sæmark, dótturfyrirtæki
SH á íslandi, sér um skipulagshlið
mála hér á landi.
Tíu ár eru síðan reglulegt frakt-
flug hófst fyrst frá Keflavík til
Oostende. Fluginu var hins vegar
hætt um mitt ár 1997 þegar Flug-
leiðir hófu flug á nýja áfangastaði,
fyrst tíl Brussel og síðan til Kölnar,
og þar með var orðið flóknara en
fyrr að flytja ferskan fisk inn til
Belgíu.
Icelandic Benelux NV hefur
Morgunblaðið/Björn Blöndal
FLUGLEIÐIR fóru fyrstu ferðina með ferskan fisk frá Keflavíkur-
flugvelli í gærmorgun.
einnig leigt flugvélar til að flytja
ferskan Nílarkarfa frá Afríku til
Oostende og liefui: því öðlast
reynslu ákveðna reynslu í „fiski-
flugi“. Fyiirtækið hét áður Super-
ior Salmon Express og var stofnað
til að flytja inn ferskan fisk frá Is-
landi. Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hf. tók fyrirtækið yfir árið
1989 og var nafni þess breytt í
Icelandic Benelux NV. Fyrirtækið
hefur flutt inn ferskan fisk frá Is-
landi síðan og selur afurðirnar til
Belgíu, Hollands og Frakklands.
Olíuslysið í Seyðisfjarðarhöfn
Ekkert borið á fugladauða
EKKERT hefur borið á fugla-
dauða enn sem komið er vegna ol-
íuslyssins í Seyðisfjarðarhöfn á
fimmtudag þegar um 500 lítrar af
hráolíu fóru í sjóinn þegar verið
var að dæla olíu milli tanka á
kolmunnaveiðiskipinu Bjarna
Ólafssyni AK 70.
Þó eru ekki öll kurl komin til
grafar þar sem áhrifa olíumengun-
arinnai’ fer ekki að gæta fyrr en
þegar lengra líður frá, að sögn lög-
reglunnar á Seyðisfirði.
Hreinsunarstarfi var hætt á
föstudag um klukkan 17, en þá
hafði bindiefnum verið dælt ofan á
olíuna í þeirri von að hún botnfélli
og að sögn Óskars Friðrikssonar
hafnarvarðar virtist mikið af olí-
unni sökkva.
„Mér sýndist þetta bera tölu-
verðan árangur," sagði Óskar, en
örþunn olíubrák var eftir sem áður
á sjónum, sem að sögn Óskars
brotnar niður og gufar upp með
tímanum. „Eg fór út í morgun
[laugardagsmorgun] og sá smá-
bletti og tauma en það var erfitt að
sjá brákina þar sem komin var
gára á sjóinn og rigning. I gær
[fóstudag] var logn og þá sást þetta
vel.“
Aðallega þurrmjöl frá SR-mjöli
Um svipað leyti og olían lak í sjó-
inn fór grútur í sjóinn frá verk-
smiðju SR-mjöls, en í ljós hefur
komið að þar var aðallega um að
ræða þurrmjöl, sem góðu heilli var
ekki fitumikið. Nokkuð hefur náðst
upp af mjölinu en ekki hefur verið
mælt hversu mikið magn þar um
ræðir. Að sögn Óskars á eftir að
hleypa sjó undan mjölinu til að
unnt sé að átta sig á hversu mikið
hefur raunverulega náðst upp.
„Það er ekki mikið magn sem hefur
náðst, en það er samt til bóta að
það sé sem mest,“ sagði hann.
Breyting á deiliskipulagi Hafnarfjarðar kynnt
Nýtt hús rís við Fjarðargötu
TILLAGA um breytingu á deiliskipulagi Hafnarfjarðar er í kynn-
ingu, en lagt er til að á lóðinni við Fjarðargötu 19 muni rísa þriggja
hæða 600 fermetra bygging.
SKIPULAGS- og umhverfis-
deild Hafnarljarðarbæjar hefur
undanfarið kynnt tillögu um
breytingu á deiliskipulagi mið-
bæjar Hafnarfjarðar, en fyrir-
hugað er að reisa þriggja hæða
byggingu á Fjarðargötu 19.
Byggingin myndi rísa á lóð í
eigu Þorgils Óttars Matthiesen,
en í byggingunni er gert ráð
fyrir verslun og þjónusturými á
jarðhæðinni, en átta íbúðum á
hinum tveimur hæðunum.
Helstu breytingarnar felast í
því að grunnflötur byggingar-
innar stækkar úr 420 fm í 600
fm og húshæð er breytt úr
tveimur hæðum og risi í 3 hæð-
ir. Þá er einnig gert ráð fyrir
skábraut fyrir hugsanlegan
bfikjallara, ef sá möguleiki er
nýttur og bakgarð á að útfæra
sem hluta af torgmynd. Einnig
eru felld niður áform um að
Hamarskotslækur liðist í gegn-
um svæðið og út í sjó. Breyting-
artillagan var samþykkt af bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar 23. mars
síðastliðinn.
Hafdís Hafliðadóttir, skipu-
lagsstjóri Hafnarfjarðarbæjar,
sagði að þó byggingin, sem nú
væri verið að kynna, væri
hærri en sú sem upphaflega
átti að byggja, þá tæki hún
meira tillit til byggðar-
mynstursins á svæðinu. Hún
sagði byggingnuna ekki skapa
skugga umfram það sem hin
byggingin hefði gert og
skyggði ekki meira á útsýni.
Hafdís sagði að almennur
borgarafundur um málið yrði
lialdinn næstkomandi mánudag,
en að athugasemdum bæri að
skila skriflega eigi síðar en 21.
maí næstkomandi. Hún sagði að
ef allt gengi eftir mætti gera
ráð fyrir að nýtt deiliskipulag
öðlaðist gildi í júlí nk.