Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STÓR STYRKUR í NÝJA KRABBAMEIN SRANNSÓKN Vísindamenn hjá --------------------- Krabbameinsfélagi Is- lands hafa nú fengið í annað sinn bandarískan styrk að upphæð 40 milljónir króna til þess að rannsaka brjósta- krabbamein. Þær Jór- unn Erla Eyfjörð erfðafræðingur og Laufey Tryggvadóttir sérfræðingur í faralds- fræði sögðu Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá markmiðum rannsókn- arinnar, en þær sóttu um styrkinn ásamt Helgu M. Ögmunds- dóttur. Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til rannsókna á brjósta- krabbameini og sjald- gæft er að þeir séu veittir til aðila utan Bandaríkjanna. #ji§j§8jgj|i : HÓPURINN sem stendur að hinni nýju krabbameinsrannsókn sem fengist hefur 40 milljón króna styrkur til að vinna. F.v. sitjandi Helga Ögmunds- dóttir, Jórunn Erla Eyíjörð og Laufey Tryggvadóttir. F.v. standandi Guðrún Sigurjónsdóttir, Helgi Sigurðsson og Kristbjörg Þórhallsdóttir. ETTA rannsóknarverkefni beinist að því að komast nær því ef mögulegt er hver eru áhrif erfða og umhverfis á brjóstakrabbamein,“ sagði Jórunn Eyfjörð í upphafi samtals sem blaða- maður Morgunblaðsins átti við hana og Laufeyju Tryggvadóttur í höfuð- stöðvum Krabbameinsfélags Islands að Skógarhlíð 8. „Það má rekja áhuga okkar á þessu efni til þess að við höfum verið að rannsaka arf- genga þætti varðandi brjóstakrabba- mein og það hefur greinilega komið fram í okkar rannsóknum að mjög mismunandi er hvort konur fá brjóstakrabbamein, þótt þær hafi stökkbreytingu í BRCA geni, sem í sumum tilvikum veldur brjóstakrabbameini. Miklar rann- sóknir hafa farið fram í útlöndum á áhrifum þessara stökkbreytinga og verið hald manna að þær yllu oftar krabbameini en okkar rannsóknir sýna. Það er einnig breytilegt hvaða önnur krabbamein fylgja stökk- breytingu í þessu geni, svo sem blöðruhálskrabbamein í körlum, briskrabbamein í báðum kynjum og fleira,“ sagði Jórunn ennfremur. Olík reynsla og aðbúnaður UM miðbik marsmánaðar fóru þær Jórunn Erla Eyfjörð erfða- fræðingur og Guðrún Sigurjóns- dóttir hjúkrunarfræðingur á heimsráðstefnu ráðgjafa um brjóstakrabbamein sem haldin var í Brussel. Yfirskrift ráðstefn- unnar var Second World Confer- ence On Breast Cancer Ad- vocacy - Influencing Change. Þetta var önnur heimsráðstefna þessara samtaka, hin fyrri var haldin fyrir tveimur árum. „Mér fannst þetta hrein upplifun," sagði Guðrún Siguijónsdóttir sem starfar með Samhjálp kvenna á fslandi. Á ráðstefnunni sem þær Jór- unn og Guðrún sóttu var kynning á National Breast Cancer Coa- lition - a grassroots advocacy ef- forts, sem útleggst í lauslegri þýðingu: Bandalag baráttuhópa gegn brjóstakrabbameini - átak grasrótarinnar. Innan þeirra samtaka starfa nú nokkrar millj- ónir manna og kvenna í 450 fé- lögum. í samtökunum eru ráð- gjafahópar, upplýsinga- og þjón- ustuhópar, bæði þeir sem þiggja þjónustuna og veita hana. Á þess- um sjö árum hefur þessurn sam- tökum tekist að vekja athygli á aukinni tíðni brjóstakrabbameins í Bandaríkjunum og víðar. „Það er eftirminnilegt að hafa verið með þessum 250 baráttu- konum sem þingið sóttu, þær voru svo sterkar. Þær sögðu frá gífurlega misjafnri reynslu, allt frá Afríkukonunum, sem búa í umhverfi þar sem þessi sjúkdóm- ur er ekki viðurkenndur og til ís- lands, sem mér sýnist að sé ein- staklega vel sett hvað snertir greiningu og meðferð á bijóstakrabbameini, þótt enn megi gera betur, t.d. í sálfélags- legri þjónustu. Þar á ég við að við þurfum að bíða nyög stutt eftir myndatöku og einnig eftir meðferð. Ég veit að í Danmörku er verið að reyna að selja tíma- takmörk sem eru miklu lengri en þau sem við búum við, sem dæmi. Bandarísku konumar höfðu íslenska rannsóknin sem styrkur- inn er veittur til mun beinast að samspili umhverfis og erfða. I sam- vinnu við Samhjálp kvenna verður leitað til allra íslenskra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þær beðnar að taka þátt í rann- sókninni með því að svara spurn- ingalistum og gefa blóðsýni. „Við munum einnig leita til ættinga þeirra kvenna sem hafa fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein," sagði Laufey. Ein af ástæðunum fyrir því að þessi styrkur fæst er sú að niðurstöður rannsóknahóps Krabbameinsfélags- ins hafa þegar vakið mikla athygli erlendis. Þar má m.a. nefna grein sem birtist á síðasta ári í læknatíma- ritinu Lancet. Þar sýndi hópurinn fram á áhrif þess að það að hafa meðfædda stökkbreytingu í brjóstakrabbameinsgeni er ekki eins alvarlegt og talið hefur verið fram að þessu. Einnig kemur fram í greininni að þessi áhrif eru mjög breytileg milli einstalinga. Styrkur þessi er hér um ræðir er tilkominn vegna ötullar baráttu bandarískra kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Fyrr á þessum áratug hófu þær að berjast fyrir auknum fjárveitingum til rann- sókna á brjóstakrabbameini og beittu bandaríska þingmenn miklum þrýstingi í þessu skyni. Tilraunir þehra báru þann árangur að miklu fé er nú veitt í þennan málaflokk en það er rannsóknadeild bandaríska hersins sem veitir styrkina og til þeirra sendu þær Jórunn, Laufey og Helga umsókn sína, sem studd var miklum og margvíslegum gögnum. Þess má geta að nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist mikið síðustu áratugi á Islandi, sem EIN AF áströlsku baráttukonunum krýpur meðal bleiku styttnanna sem konurnar stungu niður til þess að minna á fjölda þeirra kvenna sem greinist árlega með bijóstakrabbamein í Ástralíu. sérstöðu á þinginu, þær eru svo kraftmiklar og duglegar að safna fé að enginn kemst í samjöfnuð við þær. Við á íslandi erum í stuðningssamtökum sem eru al- þjóðsamtök Reach To Recovery og einnig í Norðurlandasamstarfi við sambærilega hópa, þ.e. stuðn- ingshópa. Krabbameinsfélagið bauð einum starfmanni að fara á þingið sem var Jórunn og styrkti síðan Samhjálp kvenna til þess að senda fulltrúa og ég fór á veg- um þeirra samtaka. Samhjálp kvenna er tuttugu ára gamall félagsskapur. Við höfum starfað mest í Reykjavík en erum komnar með gott net hringinn í kringum landið á síð- ustu árum. Við höfum á okkar snærum konur sem sjálfar hafa fengið krabbamein. Við heim- sækjum þær sem greinast og styðjum þær í kjölfar aðgerðar. Auk heimsókna höfum við síma- samband og bjóðum upp á að konur sem hafa nýlega farið í að- gerð vegna brjóstakrabbameins komi til okkar eða hafi samband við okkur. Síðan eru fastir við- talstímar einu sinni í viku, við er- um með opið hús einu sinni í mánuði yfir veturinn. Á okkar snærum er líka leikfimi fyrir þessar konur, hún er tvisvar í viku. Konur notfæra sér vel þessa þjónustu okkar, afar fjölmennt er t.d. á opna húsinu og flestar þiggja þakksamlega heimsóknar- þjónustuna. Við sýnum konum hvað í boði er á sviði hjálpar- tækja, svo sem gervibijóst og sérsaumuð brjóstahöld. Við bendum einnig á leiðir varðandi uppbyggingu brjósta. Við förum aldrei í heimsóknir nema að kon- ur óski eftir að fá slíka heim-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.