Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Morðingi eða heigull“ Stöðugt berast fregnir af ungum Serbum er reyna að koma sér undan því að gegna herskyldu. Hrund Gunnsteinsdóttir segir hlutskipti þeirra Serba, sem ekki vilja gegna herþjónustu af samviskuástæðum, mjög erfítt. Reuters MEÐAL júgóslavneskra hermanna eru þeir sem ekki vilja beijast í stríði af samvisku- ástæðum. Réttur þeirra til slíks hefur verið virtur að vettugi af serbneskum stjórnvöldum og berast nú fregnir af auknu liðhlaupi úr júgóslavneska hernum. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði fyrir skömmu að „nokkur hundruð hermenn gerðust nú liðhlaupar í viku hverri“ úr herj- um Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu. Hann sagði herinn og lögreglusveitir vera að ráða sérstakan hóp manna til að þvinga karl- menn til að berjast í hernum. Cook, ásamt fleiri fulltrúum Atlantshafsbandalagsins, seg- ir að af þessu sé ljóst að stríðsandinn meðal serbneskra hermanna sé nú farinn að slakna verulega sem hafí töluverð áhrif á hemaðar- getu Milosevic. Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins í Evrópu, sagði sem dæmi að um 45.000 manns hefðu flúið frá Júgóslavíu til Bosníu sl. misseri og „meðal þeirra væru óvenju margir á herskyldualdri." Þeir karlmenn sem ekki vilja berjast með júgóslavneska hernum eru ýmist á flótta í eig- in landi, erlendis, gegna nauðugir herskyldu, eru í fangelsi eða hafa verið líflátnir. Réttur þeirra til að neita að gegna herþjónustu af samviskuástæðum heyrir til grundvallar- mannréttinda sem skráð eru í alþjóðlegum sáttmálum sem Júgóslavía hefur samþykkt. Sá réttur reynist hins vegar yfirleitt lítið meira en orð á blaði í Júgóslavíu er til kast- anna kemur. I augum serbneskra stjórnvalda á Serbía ekki í stríði, hvorki nú né í Júgóslavíustríðinu frá 1991-1995. Öllu heldur er verið að ráðast á serbnesku þjóðina, stolt hennar og sögulegan rétt til annarra landa og því er hún aðeins að verja það sem er hennar. Af þessum sökum hefur herkvaðning ekki átt sér stað formlega í Serbíu frá því að Júgóslavíustríðið hófst. Hins vegar er „opinberlega" verið að efla Jú- góslavneska herinn (VJ) og Alþýðuher Jú- góslavíu (JNA), til að sporna gegn þeirri „hættu“ sem steðjar að þjóðinni. Þessi efling hefur átt sér stað með ýmsum hætti. Herkvaðning fór til að mynda fram í Jú- góslavíustríðinu þannig að ráðist var inná heimili karlmanna á herskyldualdri um miðj- ar nætur eða inná kaffíhús þar sem þeir voru staddir og þeir nauðugir látnir berjast í stríð- inu í Króatíu og Bosníu. Einnig voru dæmi þess að boðað var á „heræfingar“ sem svo reyndust vera bardagar sem hermennirnir höfðu jafnvel ekki fyrri vitneskju um að verið væri að heyja. Þriðja leiðin sem serbnesk yfirvöld fóru til að fjölga í hernum og „efla“ hann, sem vert er að nefna, er löggjöf sem tók giidi í nóvember 1995. Sú löggjöf kveður á um að sá sem yfir- gefur land sitt til að forðast herkvaðningu missir allan rétt til að snúa aftur. Með þessum aðgerðum stjóm- valda vom þeir sem neituðu að beijast í stríðinu eftirlýstir í land- inu, úthrópaðir af þjóðernissinnum og áttu margir hverjir í ekkert hús að venda. Serbnesk yfirvöld viðurkenndu ekki þann fjölda sem gerðist liðhlaupar í Júgóslavíu- stríðinu, „enda átti landið ekki í stríði." Þar fyrir utan töldu þau að slíkt myndi draga úr baráttuvilja Serba til að verja land sitt, sem skýtur þó skökku við, þar sem aldrei var barist í Serbíu sjálfri. Helstu áhugamál að syngja þjóðlög og möndla vopn Til að efla stríðsanda meðal íbúa Serbíu skömmu áður en loftárásir Atiantshafsbanda- lagsins hófust, skipulögðu stjórnarflokkarnir mótmælagöngur þar sem eftirfarandi setn- ingar vora í sífellu endurteknar. „Við erum einungis að verja okkur, við munum ekki gefa Kosovo eftir, hvað sem það kostar.“ Tveimur dögum áður en loftárásirnar hófust 24. mars sl. barst bréf á Netinu frá Stösu Zajovic, sem er einn af stofnendum mannréttindahópsins Women in Black í Ser- bíu. Women in Black samanstendur af konum og körlum sem frá árinu 1991 hafa haft í frammi friðsamlegt andóf gegn stríðinu í Jú- góslavíu og nú í Kosovo, Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu og ríldsstjórn hans, þjóð- ernisáróðri og réttindum þeirra sem ekki vilja berjast með hernum. Ástandinu lýsti hún svona: „Ef marka má myndefni ríkisrekinna sjón- varpsstöðva í Serbíu mætti ætla að helstu áhugamál og umhugsunarefni ungs fólks, sér- staklega karlmanna, væri að syngja þjóðlög og fara með vopn. í yfirtaks fóðurlandsáróðri eru ungir karlmenn látnir líta út eins og þeir séu hamingjusamastir er þeir eru að undirbúa allsherjarstríð." Stasa sagði hlutverk ríkisrekinna fjölmiðla í þjóðemis- og stríðsáróðri ráðamanna hafa verið gífurlega áberandi, þar sem áréttuð hefði verið „virðing Serba og heilagra landa þeirra." Stasa segir íbúa Belgrad ekki hafa gert sér nægilega grein fyrir því hvað væri i uppsigl- ingu í byrjun mars og var herkvaðning því sjaldan nefnd á nafn. „Hins vegar fór aukinn ótti að hreiðra um sig í febrúar meðal fólks sem býr í suðurhluta Serbíu, skammt frá Kospvo, í bæjum eins og Leskovac og Prokuplje. Ótti þess var á rökum reistur þvi herkvaðning í júgóslavneska her- inn (VJ) var þá þegar hafin og í lok febrúar biðu sömu örlög íbúa Cacak og Kraljevo,“ sagði Stasa. Ungir drengir numdir á brott Eins og svo oft áður kemur herkvaðningin harðast niður á íbúum í dreifbýli í Júgóslavíu. Strax í febrúar voru margir drengir úti á landsbyggðinni famir í felur. Tveir ungir Serbar frá suðurhluta landsins, sem ekki vildu láta nafns síns getið, sögðu að- gerðir stjómvalda hafa farið harðnandi í byrj- un mars; „Núna er lögreglan meira að segja farin að stöðva drengi eins og okkur; þeir eru stöðvaðir á bílum sínum, beðnir um skilríki og svo keyrðir á brott.“ Einmitt vegna þess að yfirvöld í Serbíu segja landið ekki eiga í stríði, era engar opin- berar tölur birtar um liðhlaupa eða þá sem neita að berjast með hernum. Hins vegar hafa tölur um fjölda hermanna í herjum verið nefndar af ráðamönnum í Serbíu og efast margir um sannleiksgildi þeirra og segja þær of háar. Af þeim litla fréttaflutningi sem eftir er frá óháðum fjölmiðlum bárast þó fregnir skömmu áður en loftárásirnar hófust, af herkvaðningunni á landsbyggðinni. Smábændur sem búa í nágrenni Leskovac sögðu í samtali við serbneska dagblaðið Danas í mars: „Við eigum í stríði á ökrum okk- ar, ég er að bugast undan vinnu og þeir era að kalla í herinn!“ „Þú elur upp barn og sérð íyrir því í tutt- ugu ár og svo er ætlast til þess að þú sendir það á vígvöllinn til þess eins að það deyi eins og skepna." Svo virðist sem viðbrögð við herkvaðningu hafi ekki verið í samræmi við væntingar yfir- valda, a.m.k. ef ummæli ráðamanna eru skoð- uð. Nebojsa Pavkovic, herforingi í „þriðja hernum", eða hersveitum í Pristina, héraðs- höfuðborg Kosovo, sagði í byrjun mars sl.; „Við verðum að eiga við svikara í okkar röðum sem hafa haldið því fram að við getum ekki boðið heiminum byrginn, þrátt fyrir að eining meðal Serba hafi náðst. Baráttan fyrir Kosovo á sér engin takmörk, þetta er okkar stærsta verkefni og við munum ljúka því þótt það kosti okkur lífið.“ Látið ráðamenn berjast en ekki okkur Misræmis gætir í heimildum um andspyrnu við herkvaðningu, annars vegar í vitnisburði Serba og hins vegar í ýmsum skoðanakönnun- um sem gerðar voru um miðjan mars. I einni könnuninni kom í ljós að 70% aðspurðra svör- uðu því játandi að þeir eða einhver í fjöl- skyldu þeirra væra tilbúnir að berjast í Kosovo. Hins vegar gefa ummæli foreldra þeirra sem kallaðir vora í herinn á svipuðum tíma annað til kynna. Þeir sögðu fáa hafa hlýtt herkvaðningunni sem gerði að verkum að VJ skorti hermenn. Sú staðreynd að frestur var gefinn til að skrá sig í herinn fram í lok mars, virðist renna stoðum undir þessar staðhæf- ingar. I útvarpsþætti óháðu útvarpsstöðvarinnar B92 í Belgrad í mars sögðu hlustendur frá því að „hermenn væra að taka karlmenn nauðuga á brott, þeir ná í þá um miðjar nætur vegna þess að það er engin svörun við herkvaðning- unni.“ Og annar hlustandi sagði: „Ungt fólk kærir sig ekki um að fara í stríð. Hvað með syni Milosevic og Milutinovic (forseta Serbíu)? Sonur Milutinovics er í Lundúnum. Synir þeirra ættu líka að gegna her- skyldu. Hvers vegna láta ráðamenn ekki þá sem mæta í kröfugöngur, sem þeir skipuleggja sjálfir, fara í stríð og láta okkur hin í friði?“ I Leskovac gætti álíka viðhorfa en þar mót- mæltu um 100 liðsmenn herkvaðningunni 17. mars sl. „Látið þá sem vilja senda okkur í stríð fara sjálfa, við munum ekki berjast.“ Ég elska Milosevic A vegum stjórnvalda í Belgrad hafa mót- mæli verið skipulögð á götum úti, frá því að stríðið hófst í Júgóslavíu, til stuðnings mál- stað ráðamanna. Undir „málstað ráðamanna" fellur aukin feðraveldishyggja sem felur m.a. í sér að hlutverk kvenna í stríði sé að hvetja alla karlkyns meðlimi í fjölskyldum til að berjast. Hópur kvenna sem kalla sig Bandalag kvenna í Júgóslavíu, hefur unnið ötullega að því að styðja málstað ráðamanna. I því sam- bandi hafa þær hvatt til þess að þeir, sem ekki vilja berjast í hernum, hljóti þunga refs- ingu fyrir. Þessar konur era oft kallaðar „pelsklæddu konurnar", en það nafn bera þær með rentu þar sem þær eru ætíð klæddar pelsum er þær halda út á götur Belgrad og leggja málstað ráðamanna, ekki síst Milosevic, lið. Hópurinn kom fyrst saman er Júgóslavíu- stríðið hófst árið 1991 og eftir nokkurra ára hvíld sameinuðust konurnar á ný þann 17. mars sl. í sömu erindagjörðum og áður; að efla stríðsanda meðal serbneskra karlmanna þar sem hann virtist skorta. Eins og fyrr hófu þær Milosevic á stall og viðhöfðu ummæli á borð við: „Slobodan Milos- evic er mér sem sonur, hann er mér allt ... Látum hann vera forseta svo lengi sem hann lifir. Ég elska hann, jafnvel þótt ég fái lág eftirlaun.“ Ennfremur sögðust þær reiðubúnar að „verja Kosovo með sonum sínum, eiginmönn- um og bræðrum." Hins vegar þykir gagn- rýnendum þeirra líklegt að er til kastanna kemur fylki þær sér und- ir sama hatt og margir aðrir og feli eiginmenn sína og syni fyrir yfir- völdum sem krefjast þjónustu þeirra í Kosovo. Viðhorf sem þessi gera þeim karlmönnum sem ekki vilja berjast erfitt um vik. Þrátt fyr- ir að réttur þeirra til að neita að berjast í stríði standi skýram stöfum í alþjóðlegum sáttmálum verður sá réttur lítils virði er slík viðhorf ríkja meðal ráðamanna og stórs hluta almennings. Sagan af Miroslav Milenkovic endurspeglar þessa erfiðu stöðu. Milenkovic var serbneskur liðsmaður, gift- ur, tveggja barna faðir sem framdi sjálfsmorð árið 1991 þar sem hann stóð á milli tveggja hópa liðsmanna. Annar hópurinn neitaði að berjast og lagði niður vopn sín en hinn vildi berjast. Miroslav átti ættingja og vini í báðum hópum og eftir að hafa gengið á milli hópanna nokkrum sinnum reyndist valið honum of þungbært. Dauði Milenkovic er táknrænn fyrir þá erf- iðu stöðu sem margir karlmenn eru í er til stríðs kemur; að velja á milli þess að vera „morðingi eða heigull." Ef þeir berjast þrátt fyrir að það stríði gegn samvisku þeirra sjá þeir sjálfa sig sem morðingja, en ef ekki, líta yfirvöld og fjöldi fólks á þá sem heigla. Heimildir: B.a.b.e., Women in Black, Glas, Monitor, NIN, B92, Danas, The Daily Telegraph. „Karlar teknir nauðugir á brott“ „Látið þá sem vilja stríð fara sjálfa“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.