Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Níræður hugsar dr. Friðrik
Einarsson, fyrsti yfírlæknir
skurðdeildar Borgarspítal-
ans, af meiri framsýni um
uppbyggingu spítalanna en
margir eftirkomenda hafa
gert. Það heyrði Elín
Pálmadóttir á ummælum
hans um að vandi mundi
ekki steðja að uppbyggingu
spítalanna nú, ef skammsýni
og frávik frá langtímaáætl-
unum hefðu ekki sett þá í
spennitreyju.
Morgunblaðið/Asdís
FRIÐRIK og Ingeborg í stofunni sinni við Hæð-
argarð með víðu útsýni til allra átta.
DR. Friðrik Einarsson og Inge-
borg byrja á að afsaka tómar
hillur í stofunni sinni í Hæðar-
garði. Grænlensku munimir
þeirra eru á sýningu niðri í fé-
lagsmiðstöðinni, þar sem
Friðrik ætlar daginn eftir að segja
áheyrendum frá kynnum sínum af
Grænlandi, þegar hann fór marga
flugferðina þangað eftir sjúklingum
og leysti lækna af í sumarleyfinu í
nokkur ár. Og Ingeborg hefur samið
greinargerð um gi-ænlenska list.
Er við horfum út um gluggann í átt
til Borgarspítalans skammt frá er
Friðriki efst í huga hvemig gengið
hefur verið á spítalalóðirnar í
Reykjavík eins og gert var ráð fyrir
þeim, bæði Landspítala og Borgar-
spítala, og veldur nú ómældum
vandræðum. En til að skýra ákafa
hans á sínum tíma í að hrinda af
stað byggingu borgarspítala í
Reykjavík víkjum við talinu að
ástandinu þegar hann eftir stríð
haustið 1945 kom heim frá Dan-
mörku eftir 9 ára útivist, þrautþjálf-
aður skurðlæknir, og var ráðinn að-
stoðarlæknir á Landspítala.
„Pað var ómögulegt annað en að
blanda sér í þetta og leggjast á ár-
ar, sjúkrahúsavandræðin vora svo
mikil,“ segir Friðrik einfaldlega.
Yandræðum sjúklinga kynntist
hann vel, því auk starfa á Landspít-
alanum á ýmsum deildum varð hann
sem heimilislæknir að hafa sjúk-
linga úti í bæ til að sjá fyrir fjöl-
skyldunni. Þau hjónin komu heim
með tvö af fímm börnum sínum.
„Þá varð ég var við sjúkrahús-
skortinn og fór að láta í mér heyra.
Ég hafði til dæmis verið kallaður á
lögreglustöðina um nótt og heyrði
þá í öðram klefa skelfíleg hljóð. Sá
þar sjón sem ég gleymi ekki. Vit-
skert stúlka stóð þar nakin í klefa,
en þar sem var helgi hafði ekki ver-
ið hægt að koma henni á sjúkrahús.
En úti fyrir stóð móðir hennar í ör-
væntingu. Ég lét Vilhjálm S. Vil-
hjálmsson hafa þetta eftir mér í við-
tali. Fleiri höfðu talað um að byggja
þyrfti spítala fyrir borgina og ég
tók kröftuglega undir það í blaða-
greinum. „
A þessum árum var gífurlegt álag
á þessum fáu skurðlæknum á Land-
spítalanum. Sagt var að Friðrik
hefði einhvern tíma þurft að standa
vaktina í 72 tíma.
„Eftir að ég fékk fasta stöðu 1951
á Landspítalanum, þegar Guð-
mundur Thoroddsen hætti, voram
við skurðlæknarnir tveir til að byrja
með. Það er rétt að við stóðum
stundum næstum dag og nótt, ef á
þurfti að halda. Þessa 72ja tíma
törn stóð maður auðvitað ekki allan
tímann, gat sest og fengið sér kaffí
milli aðgerða. En í þá daga hafði
maður líka fullt vinnuþrek. Ég var í
góðri þjálfun frá Danmörku, þar
sem ég þótti fljótvirkur. Var þar í
skurðlækningum í 9 ár og þar stóð
maður oft lengi. Ég hafði einhvern
tíma skorið upp 3 kviðslit meðan yf-
irlæknirinn brá sér frá, honum til
mikillar undrunar. Enda réð hann
mig strax í fasta stöðu hjá sér. Ég
hafði orðið að fara aftur í lækna-
deildina í Höfn til að taka danskt
próf áður en ég gat fengið fasta
stöðu á sjúkrahúsum. Við hjónin
lögðum það á okkur til að ég yrði
fullgildur í Danmörku."
Borgarspítali ræstur
Þegar Friðrik kom heim var
ástandið svona skelfilegt og hann
kveðst hafa verið nokkuð harðorður
í blaðagreinum sínum. Var dálítið
slæmur með það. En honum þótti
gaman að skrifa, gaman að skera og
gaman að kenna, eins og hann orðar
það.
Reykjavíkurborg ákvað að
byggja Borgarspítalann. En það
dróst úr hömlu, gekk hvorki né rak,
enda dró stjórnarnefnd Ríkisspítal-
anna lappirnar, þeim Jóni Sigurðs-
syni borgarlækni til mikillar furðu.
Síðan tók byggingin sjálf alltof
langan tíma eftir að loks var ákveð-
ið að byggja spítalann. Hún stóð
lengi uppsteypt fyrir tugi milljóna.
Það vora þá alltof fáir sem hertu á,
segir Friðrik.
Undirrituð minnist harðrar deilu
í blöðum um breidd ganganna í spít-
alanum, sem væri mesta bruðl.
Friðrik kannast við það, hitti ein-
hvem tíma greinarhöfund, sem
hafði skriðið inn um glugga á læst-
um spítalanum með ljósmyndara til
að mynda þessa hneykslanlega
breiðu ganga. Friðrik hélt fast við
að tvö rúm yrðu að geta mæst á
göngum og segir: „Blessaður mað-
urinn ætti að sjá gangana núna þeg-
ar liggur þar röð af sjúklingum og
hjúkrunarkonurnar þurfa að mjaka
rúmunum sitt á hvað og komast
varla. Þar era menn að tala um það
sem þeir hafa ekkert vit á.“
Loks komst spítalinn upp og
Friðrik var ráðinn yfirlæknir skurð-
lækningadeildar 1963. En fyrsta
uppskurðinn gat hann ekki gert
fyrr en 24. september 1968, fímm
áram eftir að hann var ráðinn.
Sjúkrahúsið var ekki tilbúið, vant-
aði allt. Hann þurfti til útlanda til að
kaupa inn það besta, segir hann.
Þarna virðist hafa verið hugsað
stórt. En ekki nógu stórt, grípur
Friðrik ákafur fram í.
Byggt til framtíðar
„í Fossvoginum átti að vera hægt
að byggja við til langrar framtíðar.
Það er löng saga. Við skulum byrja
á Landspítalanum, sem kom í gagn-
ið fyrir 1930. Þótt menn hefðu bara
skjólur til þess að hífa upp steypuna
með handafli var hann byggður á
mettíma. Þegar Landspítala var
valinn staður man ég að almenning-
ur sagði: Hvað era menn að hugsa
að byggja spítala langt úti í sveit?
En samt hafa stjórnvöld látið
þrengja að honum með byggingum.
Ef nokkur skynsemi hefði verið
hefði aldrei átt að byggja frá Sund-
höll Reykjavíkur og að Hringbraut-
inni. Þetta áttu menn að sjá. En það
var síður en svo. Aumingja Land-
spítalinn hefur enga lóð og bygging-
unum hrúgað þar saman, hverri of-
an í aðra.
Sömu vitleysuna gera menn svo 30
áram síðar við Borgarspítalann. I
bygginganefndinni gerðum við ráð
fyrir að Borgarspítalinn hefði lóð al-
veg niður að Skógræktinni í dalnum
og upp að Grensásvegi í stefhu þar
sem nú er Perlan og fylgja svo Hafn-
arfjarðarveginum niður á móts við
skógræktina. Allt átti að nýtast und-
ir þarfir Borgarspítalans í framtíð-
inni. Auðvitað átti ekkert að byggja
milli Grensásdeildar og Borgarspít-
ala. Nú er ekki aðeins komin byggð
þar heldur var líka farið að byggja
með Sléttuveginum undir starfsemi
sem ekkert kemur spítalanum til
góða. Þetta er skammsýni og van-
hugsað. Nú era þeir búnir að eyði-
leggja fyrirhugaða spítalalóð. Ef það
hefði ekki verið gert þá væri núna
hægt að byggja viðbótarbyggingar
Landspítalans þar. Til dæmis Bama-
spítalann. Ég vorkenni Landspítal-
anum, það er hneyksli hvernig búið
er að fara með hann. Það er ómak-
legt. Þetta er góður spítali. Mér er
vel við Landspítalann, ég vann þar í
17 ár. Nú er hann kominn í þvílíka
klemmu. Sporin hefðu átt að
hræða.Við hefðum nú átt að eiga nóg
pláss við Borgarspítalann fyrir full-
komið framtíðarsjúkrahús. I ágætri
grein í Morgunblaðinu hefur Auðólf-
ur Gunnarsson nýlega skrifað að
ætti að taka rými við Vífilsstaði fyrir
Landspítalann. Þetta er rétt hjá hon-
um, en hann gáir ekki að því að
stjómvöld mundu strax leyfa bygg-