Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 33
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SKOTAR FLYTA
SÉR HÆGT
SKOTAR virðast vilja flýta
sér hægt varðandi sjálfstæði
og aðskilnað frá Englandi. Það
virðist vera ein helsta niður-
staða fyrstu kosninganna til nýs
þings Skotlands, er haldnar
voru á fimmtudag. Hafa Skotar
nú eignast eigið þing í fyrsta
skipti frá árinu 1707. Verka-
mannaflokkurinn kom sterkur
út úr kosningunum en SNP,
flokkur skoskra þjóðernissinna,
varð að láta sér nægja um
fimmtung þingsæta á hinni nýju
samkundu. Þetta er töluvert
áfall fyrir SNP og hinn litskrúð-
uga leiðtoga þess Alex Salmond.
Skoðanakannanir sýndu lengi
vel mun meiri stuðning við
flokkinn og á tímabili virtist
jafnvel sem hugsanlegt væri að
SNP myndi ná meirihluta á hinu
nýja þingi.
Margvísleg rök hafa verið
færð gegn aðskilnaði Skota frá
Englandi og þá ekki síst efna-
hagsleg rök. Hafa margir látið í
ljós efasemdir um að Skotar
gætu spjarað sig jafnvel og nú,
stæðu þeir á eigin fótum og bent
hefur verið á að Skotar fá mun
meira til baka af almannafé en
þeir láta af hendi rakna í ríkis-
sjóðinn breska.
Salmond hefur hins vegar
hafnað röksemdum af þessu tagi
og í samtali við Morgunblaðið
vísaði hann til þess að smæðin
virtist ekki há IsÍendingum: „Is-
land er auðvitað eitt af ríkustu
löndum heims og okkur í SNP
finnst ótrúlegt að til séu þeir í
þessari kosningabaráttUj sem
halda því fram, að ólíkt Islandi
geti Skotland ekki með neinu
móti orðið velmegandi sjálf-
stætt ríki.“
Sú skoðun heyrist víða innan
Evrópusambandsins, að það
ríkjasamband geti auðveldað
bæði Skotum og öðrum smá-
þjóðum, sem nú eru hluti af
stærri ríkjaeiningum að öðlast
sjálfstæði innan þess ramma,
sem ESB setur aðildarríkjum
sínum. Frá sjónarhóli okkar Is-
lendinga eru viðhorf þeirra, sem
vilja sjálfstætt skozkt ríki mjög
skiljanleg. Rökin fyrir því eru
sterk. Og því fer fjarri, að mál-
flutningur sjálfstæðissinna sé
öfgakenndur. Það er ekki ólík-
legt að töluverðar breytingar
eigi eftir að verða á Bret-
landseyjum á næstu árum og
áratugum. Að því hlýtur t.d. að
koma að skipting Irlands heyri
sögunni til.
Fullvíst má telja að baráttu
SNP sé ekki lokið og niðurstaða
kosninganna er sú að flokkurinn
er orðinn að hinni opinberu
stjórnarandstöðu Skotlands.
Þótt kosningarnar séu ekki vís-
bending um að meirihluti Skota
sé hlynntur sjálfstæði verður
stofnun hins nýja þings vafalítið
til að efla sjálfsmynd Skotlands
og auka vægi þess í sambandinu
við England.
Niðurstaða kosninganna í
Skotlandi og að sama skapi í
Wales er hins vegar einnig til
marks um breytta tíma í bresk-
um stjórnmálum að öðru leyti. I
fyrsta skipti var nú kosið sam-
kvæmt blönduðu kerfi þar sem
hluti þingmanna var kjörinn
hlutfallskosningu. Eru afleið-
ingar þess að Verkamanna-
flokkurinn nær ekki hreinum
meirihluta í Skotlandi og Wales
og verður því að taka upp sam-
starf við annan flokk, að öllum
líkindum frjálslynda demó-
krata, til að stjórna. Kosninga-
kerfi er byggist á einmennings-
kjördæmum hefur verið eitt
helsta einkenni breskra stjórn-
mála og hafa jafnan sprottið
upp harðar deilur er til tals hef-
ur komið að gera breytingu þar
á. Verður vafalítið fylgst grannt
með því hvernig til tekst í
Skotlandi og Wales og gæti það
haft áhrif á þróunina í Bret-
landi sem heild.
Kosningarnar eru jafnframt
til marks um sterka stöðu
Verkamannaflokksins undir for-
ystu Tonys Blairs. Það er nán-
ast lögmál í breskum kosning-
um að stjórnarflokki hvers tíma
vegni illa í kosningum á miðju
kjörtímabili. Þrátt fyrir að
Verkamannaflokkurinn hafi tap-
að sætum í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í Englandi, er haldnar
voru samhliða kosningunum í
Skotlandi og Wales, er staða
hans mun sterkari en menn eiga
að venjast við þessar aðstæður.
Þá virðist sem William Hague,
hinum gæfulausa formanni
Ihaldsflokksins, hafi tekist að
ná nægilega góðum árangri til
þess að hann geti sefað óá-
nægjuraddir innan eigin flokks
um skeið.
Hermann
•Pálsson hefur
vaðið fyrir neðan sig
og segir að rangt sé
„að telja Hrafnkels
sögu dulbúna skáld-
sögu um atburði sam-
tímans, þótt reynsla Brands ábóta
hafi orðið honum tilefni til ýmissa
þátta sögunnar“.
Þessi fyrirvari er í hróplegri and-
stöðu við allan málflutning Her-
manns, svo langt sem hann gengur í
því að finna samræmi milli Svínfell-
inga og persóna Hrafnkötlu.
Samanburðarfræðin lenda ekki
sízt í ógöngum þegar Oddur Þórar-
insson á bæði að vera fyrirmynd
Einars smala og Þorkels lepps, hin's
vestfirzka höfðingja sem hefur for-
ystu um hefndir eftir Sám, en Þórð-
ur kakali á einnig að vera fyrirmynd
hans. Og þótt allt kapp hafi verið
lagt á, að sýna fram á, að Ögmund-
ur í Kirkjubæ sé fyrirmynd Hrafn-
kels Freysgoða, skýtur sú hugsun
allt í einu upp kollinum að „Hrafn-
kell er auðsæilega að sumu leyti
tákn fyrir þá Hrafn Oddsson og
Eyjólf ofsa (Þorsteinsson), enda er
það engin tilviljun, hve nöfnum
þeirra Hrafns og Hrafnkels svipar
sarnan", einsog Hermann Pálsson
kemst að orði í Hrafnkels sögu og
Freysgyðlinga.
Ailt er þetta, einsog sjá má, hin
versta bóndabeygja og leiðir til
skrautlegra skýringa. Reynt er að
finna þeim stað með því m.a. að
bera saman lýsingar Sturlu Þórð-
arsonar á Oddi Þórarinssyni og
Hrafnkötlu á Þorkatli lepp, en ekk-
ert verður eftir af þeim saman-
burði annað en þessi ósköp venju-
lega setning: „Ljósjarpr á hár“. En
þannig á Þorkell ekki einungis að
vera Þórður kakali, heldur einnig
eitthvert brot af Oddi. En þá er
Svínfellingamynstur
Hrafnkötlu hrunið til
grunna. Hitt er svo
annað mál að lýsing
Sturlu Þórðarsonar -
og þá ekki sízt mann-
lýsingar hans - eru
meðvitað og af ásettu ráði skrifað-
ar inní íslendinga sögur. Þannig
ekki sízt hafa þær fengið meiri
raunveruleikablæ en ella og gengið
í augun á samtímamönnum höfund-
anna, rétt einsog persónurnar í
Innansveitarkroniku og Aðventu
Gunnars Gunnarssonar.
Brandi Jónssyni hefði verið
•í lófa lagið sem höfundi
Hrafnkels sögu að minna á, svo að
ekki væri um að villast, að lykillinn
að henni væri saga Svínfellinga sem
mörgum var kunn uppúr miðri 13.
öld. Lýsingar á Ögmundi Helgasyni
í Kirkjubæ og þeim Ormssonum,
frændum hans, eru harla eftir-
minnilegar í Sturlungu og mörgum
kunnar. Ef það hefði verið ætlun
byskups að auglýsa Hrafnkels sögu
sem lykilróman, en ekki gamal-
kunna fornsögu hefði hann með
einni setningu getað vitnað í Svín-
fellinga sögu, beint eða undir rós.
En það er að sjálfsögðu ekki gert,
enda ekki tilgangurinn að endurrita
Svínfellinga sögu í dulargervi
Hrafnkötlu.
Ögmundur á að vera Hrafnkell
goði samkvæmt kenningum Her-
manns Pálssonar og hvemig er
þeim þá lýst í sögum sínum.
Ögmundi er svo lýst í Svínfellinga
sögu að hann hafi verið kvæntur
Steinunni Jónsdóttur og áttu þau
átta böm. „Hann var manna mestur
og sterkastur, vel á sig kominn,
rauðhár, þykkur í andliti, digumefj-
aður og bjúgt nokkuð svo nefið, fá-
maeltur hversdagslega.“
í Hrafnkötlu er Hrafnkeli lýst
svo að hann „var þá 15 vetra gamall,
mannvænn og gervilegur.“
Ormssonum er lýst svo í Svínfell-
inga sögu: Sæmundur „var í hálflit-
um kyrtli, rauðum og grænum, og
hafði kastað yfir sig söluvoð, og
voru saman saumaðir jaðrarnir, því
að þoka var myrk ákaflega og hraut
úr af vætu, og stálhúfa á höfði og
gyrður sverði, þukklara á söðul-
boga. Hann var meðalmaður vexti
og manna kurteisastur, ljóshærður
og fölleitur, eygður vel og nokkuð
munnljótur og þó vel farinn í andliti,
manna bezt knár jafnmikill."
Guðmundur bróðir hans „var í
bláum kyrtli og hafði yfirhöfn
stríprenda. Hann reið við alvæpni.
Hann var lágur maður og sívalvax-
inn, herðimikill og miðmjór og rauð-
gulur á hár og hærður mjög, þykk-
leitur og fríður maður sýnum, blíð-
ur í viðræðu".
I Hrafnkötlu er Sámi lýst svo að
hann „var uppivöðslumaður mikill og
lögkænn“. Um þá bræður Sám og
Eyvind Bjamasyni segir að þeir hafi
verið „vænir menn og efnilegir“.
Um Einar Þorbjörnsson sem
Hrafnkell ræður til sín til smala-
ferðar segir að hann hafi verið
„mikill og vel mannaður", en þeir
feðgar bjuggu við efnaleysi og fá-
tækt.
Þá er Þorkatli Þjóstarssyni lítil-
lega lýst og er hann nefndur til sög-
unnar með þeim orðum að hann hafi
verið í „laufgrænum kyrtli og hafði
búið sverð í hendi, réttleitur maður
og rauðlitaður og vel í yfirbragði,
ljósjarpur á hár og mjög hærður. Sá
maður var auðkennilegur, því að
hann hafði ljósan lepp í hári sínu in-
um vinstra megin“.
Aðrar mannlýsingar í Hrafnkötlu
er óþarfi að tíunda.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 8. maí
ÞEGAR þetta Reykjavík-
urbréf er skrifað er verið
að opna kjörstaði í þing-
kosningum, sem að öllum
líkindum verða hinar síð-
ustu á þessari öld. Ekki
eru nema rúmlega 95 ár
fi’á því að við fengum
heimastjórn og Hannes Hafstein tók við
stjórnartaumunum. Þegar horft er til baka
er það sérstakt fagnaðarefni hversu far-
sælir við Islendingar höfum verið í að
byggja upp lýðræðislega stjórnarhætti í
landi okkar og hversu öflugar helztu stofn-
anir lýðveldisins eru orðnar. Það er líka at-
hyglisvert, að á milli þeirra er að skapast
það jafnvægi, sem er ein helzta undirstaða
lýðræðisins og lýðveldisins. Um skeið hafði
framkvæmdavaldið forystu á flestum svið-
um en það er að breytast. Staða Alþingis er
að styrkjast og verkaskiptingin á milli þess
og framkvæmdavaldsins að verða skýrari.
Staða forseta Alþingis er smátt og smátt
að fá á sig þá ímynd, að hún sé jafn mikil
virðingarstaða og ráðherrastöður. Þess
verður ekki langt að bíða, að litið verður
svo á, að forseti Alþingis og forsætisráð-
hen-a séu jafnsettir að virðingu og áhrif-
um. Tveir þingforsetar á síðustu áratugum
eiga ekki sízt þátt í þeirri þróun. Það eru
þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson og
Ólafur G. Einarsson en hinn síðamefndi
lætur nú af þingmennsku og forsetastörf-
Þessi nýja staða Alþingis er afar mikil-
væg. Hún er lykilþáttur í framtíðarþróun
lýðveldis okkar. Smátt og smátt verður
þingið sjálft meiri uppspretta nýrrar lög-
gjafar en það hefur verið um leið og undir-
stofnanir þingsins, svo sem umboðsmaður
Alþingis og ríkisendurskoðun auðvelda
þinginu eftirlit og aðhald með fram-
kvæmdavaldinu. Mikilvægur þáttur í að
efla stöðu Alþingis að þessu leyti er að
bæta verulega starfsaðstöðu þingsins og
einstakra þingmanna. Það er mikið starf að
vera alþingismaður og til þeirra, sem því
gegna, eru gerðar miklar kröfur. Þingið
hefur fram á síðustu ár ekki hugsað mikið
um sjálft sig að þessu leyti en nú er tími til
kominn, að á því verði breyting. Þingmenn
geta ekki innt af hendi hið mikilvæga lög-
gjafarstarf nema þeir hafi viðunandi að-
stöðu til þess og þá starfsmenn, sem til
þarf.
Annar þýðingannikill þáttur í þróun lýð-
veldisins er sú sjálfstæða staða dómstól-
anna, sem nú blasir við. Kannski má segja
að kvótadómur Hæstaréttar hafi undir-
strikað og innsiglað þessa þróun dómstól-
anna með afgerandi hætti. Upplifun al-
mennings var sú, með réttu eða röngu, að
einstaklingur gæti ekki unnið mál gegn
ríkinu. Sú tilfinning er ekki lengur til stað-
ar heldur þvert á móti. í samræmi við það
munu stöður dómara öðlast nýja þýðingu,
njóta meiri virðingar og verða eftirsóttari.
MálatObúnaður gagnvart dómstólum verð-
ur vandaðri og nýjar og auknar kröfur
gerðar til lögmannastéttarinnar.
Öll þessi þróun, sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni í tengslum við þingkosning-
arnar, sem fram fara í dag, laugardag, mið-
ar að því að efla mjög undirstöður íslenzka
lýðveldisins. Ekkert er mikilvægara fyrir
komandi kynslóðir en einmitt það. Þær
munu líta til þeirra, sem byggðu lýðveldið
upp á fyrstu fimmtíu áram þess með þakk-
læti alveg eins og við hugsum nú tO þeirra,
sem leiddu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar
á síðustu öld og á fyrri hluta þessarar ald-
ar.
A síðari hluta þessarar aldar og alveg
sérstaklega á síðustu árum hefur orðið
mikilvæg breyting, sem á ríkan þátt í að
efla lýðræðislega stjórnarhætti okkar.
Þjóðin er upplýstari en hún var. Þar kem-
ur tvennt tO: betri og betri menntun en þó
ekki síður mun auðveldara aðgengi að
upplýsingum. Hinn almenni borgari hefur
nú nánast sama aðgang að upplýsingum
um málefni og þeir sem kjörnir eru á lög-
gjafarþingið eða í sveitarstjórnir. Aðgengi
að upplýsingum hefur tekið stökkbreyt-
ingum með Netinu. Tölvur eru að verða
heimilistæki á nánast hverju heimili á ís-
landi og þar með hefur opnast greiður að-
gangur að upplýsingum, hverju nafni sem
nefnast.
Það hefur komið mjög skýrt í ljós í kosn-
ingabaráttunni, að þeir sem ekki eru vel
upplýstir um þau málefni, sem era til um-
ræðu, eiga lítið erindi í framboð til Aiþing-
is. Kosningabaráttan er orðin gagnsæ að
því leyti, að það sést nánast strax, hvort
frambjóðendur eru vel upplýstir eða ekki.
Þeir sem láta standa sig að þekkingarleysi
um mikilvæg mál eru dæmdir úr leik.
Þessi krafa snýr hins vegar ekki bara að
frambjóðendum. Hún beinist einnig að
þeim fréttamönnum ljósvakamiðla og
blaðamönnum á dagblöðunum, sem fjalla
um kosningarnar. Stjórnmálamennirnir
þykjast verða þess varir, þegar þeir koma
fram í viðtölum við fréttamenn, að viðmæl-
endur þeirra hafi takmarkaða eða yfir-
borðslega þekkingu á þeim málefnum, sem
til umræðu eru. Þeir sem fylgjast með slík-
um umræðum heima í stofu hjá sér verða
þess einnig varir. Fréttamenn og blaða-
menn standa því frammi fyrir nýjum og
auknum kröfum ekki síður en frambjóð-
endur. Þeir gegna mikilvægu hlutverki í
því að koma mismunandi sjónarmiðum til
skila.
Þessar auknu kröfur tO fréttamanna og
blaðamanna leggja ákveðna ábyrgð á fjöl-
miðlafyrirtækin. Þau verða að gera starfs-
mönnum sínum kleift að afla þessarar
þekkingar og viðhalda henni. TO þess þarf
bæði tíma og menntun. Þótt fjölmiðlafyrir-
tækin hafi eflzt eiga þau þó fullt í fangi
með að standa undir væntingum um upp-
lýsingamiðlun og margvíslega þjónustu.
En undan kröfunni um vel upplýsta starfs-
menn verður ekki vikizt.
ÞAÐ MÁTTI
Kosningabar- heyra á máli sumra
áttan foiystumanna flokk-
anna í sjónvarpsum-
ræðunum í gærkvöld,
föstudagskvöld, að þeim þótti kosningabar-
áttan óvægnari en áður. Þegar á heOdina er
litið skal það dregið í efa. En það er alltaf
svo, að kosningabaráttan verður óvægin
gagnvart sumum og upplifun þeirra verður
þá sú, að ástandið hafi versnað en ekki batn-
að frá fyrri kosningum. Þegar litið er til
kosninga á síðustu áratugum skal fullyrt, að
kosningabaráttan er orðin málefnalegri og
siðlegri en áður tíðkaðist. Hins vegar er
ljóst, að spjótin í þessari kosningabaráttu
beindust að Framsóknarmönnum og Sam-
fylkingunni á ólíkum forsendum þó.
Yfirleitt er það svo, að vopnin snúast í
höndum þeirra, sem beita ógeðfelldum bar-
áttuaðferðum. Hver svo sem niðurstaða
kosninganna verður fer ekki á milli mála,
að Framsóknarflokkurinn hefur háð vel
undirbúna og skipulagða kosningabaráttu
á málefnalegum forsendum. Halldór As-
grímsson, formaður flokksins, hefur borið
þá kosningabaráttu uppi og staðið vel und-
ir því hlutverki eins og við mátti búast
enda vandaður og málefnalegur stjórn-
málamaður.
Samfylkingin komst í þá sérkennilegu
stöðu að í stað þess að sækja fram sem
stærsta stjórnmálaaflið í stjórnarandstöðu
gegn ríkisstjórnarflokkunum lentu fram-
bjóðendur hennar í stöðugri vörn vegna
eigin stefnuskrár. Þetta hefur gerzt áður.
Haustið 1979 mældist Sjálfstæðisflokk-
urinn með um og yfir 50% atkvæða í skoð-
anakönnunum, sem þá voru að vísu ekki
jafn þróaðar og nú. I kosningabaráttunni
lagði flokkurinn fram ítarlega stefnuskrá,
sem nefndist Leiftursókn gegn verðbólgu.
Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera kjósend-
um ítarlega grein fyrir því fyrir kosning-
ar, hvað hann hygðist gera eftir kosning-
ar. I stað þess að sundurlaus og verklaus
vinstri stjórn, sem hrökklazt hafði frá um
haustið yrði helzta umræðuefni kosninga-
baráttunnar lentu frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins í þeirri stöðu, að þurfa
fyrst og fremst að verja stefnuskrá
flokksins í stað þess að sækja fram gegn
vinstri flokkunum, sem höfðu gefizt upp
Morgunblaðið/Ómar
við að stjórna landinu. Þetta varð mörgum
Sjálfstæðismönnum lærdómsrík lífs-
reynsla.
Ekki verður annað séð en að Samfylk-
ingin hafi lent í sömu stöðu nú. Talsmenn
hennar hafa verið í stöðugri vöm alla kosn-
ingabaráttuna vegna stefnuski'ár hennar.
Þetta kom m.a. skýrt í ljós í sjónvarpsum-
ræðunum í gærkvöld, föstudagskvöld, þeg-
ar Margrét Frímannsdóttir átti í vök að
verjast vegna ábendinga Davíðs Oddsson:
ar um koldíóxíðskatt Samfylkingarinnar. I
stað þess að vera í sóknarstöðu í kosninga-
baráttunni var Samfylkingin í stöðugri
vörn. Það var pólitískt afrek að ná Sam-
fylkingunni saman en það var afrek af öðra
tagi að halda þannig á málum í kosninga-
baráttunni, að helzta andstöðuaflið gegn
ríkisstjórnarflokkunum væri í stanzlausri
varnarstöðu.
Það er auðvitað umhugsunarefni, hvort
það á að vera gagnrýnisefni á stjórnmála-
flokka að gera ítarlega grein fyrir því fyrir
kosningar hvað þeir hyggjast fyrfr eftir
kosningar. Kannski átti framsetningin á
stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í desem-
berkosningunum 1979 og Samfylkingar-
innar nú drjúgan þátt í að úr góðum ásetn-
ingi að sýna kjósendum hreinskiptni skap-
ist varnarstaða. Andstæðingar Sjálfstæðis-
flokksins 1979 sneru slagorði flokksins um-
svifalaust við og kölluðu það Leiftursókn
gegn lífskjörum. Talsmenn Samfylkingar-
innar flæktust strax í illskiljanlega stefnu-
mörkun í sjávarútvegsmálum, ásakanir um
skattahækkanir og áform um stórfellt
bruðl með almannafé. Þess vegna er
kannski varasamt að dæma þá aðferð úr
leik að sýna kjósendum hreinskilni en líta
fremur svo á, að um óheppilega framsetn-
ingu sé að ræða.
Það orð hefur lengi legið á, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði úr mestum fjármunum
að spila í kosningum. Hins vegar hefur það
vakið athygli, að ítrekuðum ábendingum
formanns Sjálfstæðisflokksins um það, að
Samfylkingin a.m.k. hafi varið mun meira
fjármagni í auglýsingar en Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefur aldrei verið svarað.
Raunar verður fróðlegt að sjá þennan sam-
anburð nú að kosningum loknum. Fram-
sóknarflokkurinn hlýtur að vera töluvert
stór þátttakandi í þeim leik. En það er auð-
vitað alveg ný staða í kosningum ef í ljós
kemur, að langstærsti stjórnmálaflokkur-
inn hafi varið mun minni fjármunum í aug-
lýsingar en aðrir.
wmmmmmmmm í ljósi þess
Þróun lýð- hve okkur Islend-
- ingum hefur tekizt
rSBOlS a vel til um uppbygg-
nýrri öld ingu lýðveldisins og
stofnana þess er
tímabært að við hugleiðum, hvemig við
getum haldið áfram að þróa lýðræðislega
stjórnarhætti okkar á nýrri öld. Morgun-
blaðið hefur síðustu misserin ítrekað vakið
athygli á merkilegri umfjöllun brezka
tímaritsins Economist um þetta efni, þar
sem hvatt hefur verið til þess, að frekari
tilraunir verði gerðar með eins konar beint
lýðræði, þannig að kjósendur taki sjálfir
ákvarðanir um ákveðin málefni.
Dæmi má nefna um aðkallandi vanda-
mál, sem nú blasa við sveitarstjórnum víða
um land. Öflugu skólakerfi verður ekki
haldið uppi nema með vel menntuðum og
hæfum kennurum. Óánægja kennara er
orðin svo mikil með launakjör, að þrátt fyr-
ir umtalsverðar breytingar á þeim í síðustu
Igarasamningum stefnir nú í uppsagnir
margra þeirra. Sveitarstjórnir vita ekki
hvemig þær eiga að bregðast við. Sam-
þykki þær veralegar launahækkanir til
kennara fylgja aðrir starfshópar á eftfr.
Neiti þær öllum breytingum, sem máli
skipta, hverfa kennarar til annarra starfa
og eiga auðvelt með að finna þau í því góð-
æri, sem nú ríkir.
Morgunblaðið hefur áður hvatt til þess,
að sveitarfélögin semji hvert um sig við
kennara en ekki öll sameiginlega og talið
að það mundi skapa heilbrigða samkeppni
um beztu og hæfustu kennarana, sem
mundi draga að hæft fólk til kennarastarfa.
En jafnframt er spurning, hvort ekki er
tímabært að sundurgi'eina útsvarsgreiðsl-
ur á þann veg, að sérstök skattprósenta
gangi til skólastarfsins. Og þá jafnframt,
að íbúar viðkomandi sveitarfélags taki
ákvörðun um það í almennri atkvæða-
greiðslu, hvort þeir eru tilbúnir að borga
hæm skólaskatt bæði til að hækka laun
kennara og til þess að búa skólana betur að
tækjum og listmunum en menningarlegt
umhverfi í skólum getur haft djúpstæð og
jákvæð áhrif á þá nemendur, sem þar
staldra við á lífsleiðinni.
Með því að fela íbúum sveitarfélaganna
sjálfum að taka þessa ákvörðun komast
sveitarstjómir hjá því að aðrir starfshópar
geti gert sömu kröfur en jafnframt er sú
ábyrgð lögð á skattgreiðendur, foreldra
bamanna, afa og ömmur að svara þeirri
spurningu, hvort þeir séu tilbúnir að greiða
meira peninga til þess að bæta menntun
barna sinna og bamabarna.
Þótt kennaradeilan sé nefnd af þessu til-
efni er ljóst, að hægt er að gera tilraunir
með þessa stjórnarhætti í mörgum öðrum
málum á vettvangi sveitarfélaganna. Það
er tímabært að gera slíka tilraun.
„Það hefur komið
mjög skýrt í ljós í
kosningabarátt-
unni, að þeir sem
ekki eru vel upp-
lýstir um þau mál-
efni, sem eru til
umræðu eiga lítið
erindi í framboð
til Alþingis. Kosn-
ingabaráttan er
orðin gagnsæ að
því leyti, að það
sést nánast strax,
hvort frambjóð-
endur eru vel upp-
lýstir eða ekki.
Þeir sem láta
standa sig að
þekkingarleysi
um mikilvæg mál
eru dæmdir úr
leik.“