Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 38

Morgunblaðið - 09.05.1999, Side 38
"38 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Allir sem einn, eða þannig Skyldi sá dagur einhvem tíma renna upp að öll dýrin í skóginum verði vinir? Að friður ríki um veröld alla? Jafnvel fegurðin ein, einsog Laxness orðaði það í Heimsljósi? Það kemur stundum fyrir að hópur fólks er afgreiddur sem einn maður. Kannast ekki einhver við að hafa einhvern tíma sagt, þó ekki væri nema við sjálfan sig, eitthvað á þá leið að þetta væru nú meiri bölvaðir hálfvitarnir þessir - og svo afgreitt heila stétt manna, eftir að hafa átt í útistöðum við einhvern einn. Svona er þetta líka stundum með heilar þjóðir, en þá gleymist að málið er auð- vitað ekki svona einfalt. Fólk er fólk, ekki fjöldaframleiddar vélar eða einræktaðir einstaklingar. Að minnsta kosti ekki enn. Starfsmaður einna hjálparsam- takanna sem starfa nú að málum albönsku flóttamannanna frá Kosovo í Makedóníu, sagði mér litla sögu í vikunni niðri í Skopje. Hún segir auðvitað meira en mörg orð og er svohljóðandi: Belgískur VIÐHORF læknir og --------- nokkrir aðrir Eftir Skapta starfsmenn, Hallgrímsson á meða] hjúkrunarkona frá Belgrad í Serbíu, eru á vinnu- stað sínum þegar læknirinn skell- ir fram eftirfarandi fullyrðingu, og það í fúlustu alvöru: ,Alhr Serbar eru fæddir morðingjar!“ Serbneska konan hrekkur við og henni líður greinilega ekki vel. Ein konan í hópnum skynjar það og kemur henni til hjálpar á nokkuð sérstakan máta. Bregst ekki við með hefðbundnum hætti heldur þannig að læknirinn er sjálfur settur í álíka stöðu. „Þetta er alveg hárrétt hjá þér, doktor,“ segir konan. „Þetta er einmitt svipað og við segjum stundum í heimalandi mínu: allir Belgar eru fæddir bamaníðingar!“ Allir muna líklega eftir fréttum af við- bjóðslegum tilvikum af þeim toga í Belgíu - og þarna var konan bú-' in að slá lækninn út af laginu með einni stuttri setningu, sem auð- vitað var jafn heimskuleg og sú sem hann lét út úr sér. En hitti beint í mark og hafði tilætluð áhrif. Bæði þau að læknirinn skynjaði hvað hann hafði gert og þessi viðbrögð konunnar hnuðu þjáningar serbnesku konunnar. Astandið í flóttamannabúðun- um í nágrenni Skopje, höfuðborg- ar Makedóníu, þar sem höfundur þessa pistils hefur verið síðustu viku, er ákaflega sérstakt. Tugir þúsunda albanskra flóttamanna frá Kosovo hafast þar við í tjöld- um og vita lítið hvað framtíðin ber í skauti sér. Reyndar er þeg- ar farið að flytja fólk til Vestur- landa, m.a. til Bandaríkjanna, en þangað fara 20 þúsund manns, og í gærkvöldi var væntanlegur 50 manna hópur til íslands sem kemur til með að búa á Dalvík og Reyðarfiröi. Fólk er í aðra rönd- ina ósátt við að hafa verið rekið úr landi, skiljanlega, en hins veg- ar mjög fegið að hafa sloppið af hættusvæðinu eins og það kallar Kosovo um þessar mundir. Fjöldi fólks hefur reyndar ekki verið svo heppinn því margir hafa verið drepnir af her og lögreglu Serba. Og fólk talar hér eins og ekkert sé eðlilegra en Serbar og Ma- kedóníumenn hati Albana. Það sé einfaldlega hluti mannkynssög- unnar. Margir hérna niður frá tala heldur illa hverjir um aðra. Það er að segja Serbar og Makedón- íumenn um Albana og þeir síðar- nefndu tala ekki beinlínis hlýlega um hina. Vestrænir ljósmyndarar sögðu mér sögur af því hve Albanar væra þjófóttir; hefðu rænt miklu af fjölmiðlamönnum þar í landi; BBC hefði t.d. misst tæki og tól að andvirði 250 þúsunda punda - sem er andvirði hátt í 30 milljóna! Albanarnir hefðu meira að segja rænt græjum af sjónvarpsfólkinu meðan það var að taka upp efni. Er, þrátt fyrir þessa sögu, hægt að fullyrða að allir Albanar séu ræningjar? Svona nokkuð gæti gerst hvar sem er í heimin- um. Hvað þá að Serbar séu allir vondir menn. Misjafn sauður er í mörgu fé eins og margoft hefur sannast. Ekki er hægt að fullyrða að allir lögreglumenn séu vitleys- ingar þó einhver einn hagi sér ekki eins og hann á að gera; allir leigubílstjórar svindlarar þó ein- hver einn reyni að snuða farþega einhvers staðar í útlöndum. Ekki frekar en að allar íslenskar konur séu ljóshærðar og lauslátar. Var því ekki haldið fram einhvers staðar í útlöndum? Eða að allir stjómmálamenn heimsins séu ómögulegir, þó menn kunni ekki - við það sem einhverjir þeirra gera. Að sama skapi er ekki hægt að halda því fram að allir Serbar séu morðingjar þó svo her og lög- regla landsins hafi unnið ófyrir- gefanleg voðaverk. Starfsmaður hjálparsamtaka nefndi mér gott dæmi í vikunni: Serbar í Pristina, höfuðborg Kosovo, hafa sumir hverjir komið Albönum til hjálp- ar. Eins og fólk talar hér hljómar þetta ótrúlega - en hann sagði engan vafa á því að upplýsingam- ar væm réttar því umræddir Al- banar í Pristina hefðu sjálfir hringt í landa sína í Makedóníu og greint þeim frá þessu. Því væri ekki hægt að rengja frá- sagnirnar. Hann sagði að þegar serbneskir lögreglu- eða her- menn hafi knúið dyra hafi Ser- bamir komið fram með pappíra sína og fullyrt að einungis þeir væm í húsinu. Þannig hefðu þeir haldið hlífiskildi yfir einhverjum Albönum. Fólk er fólk og óþarfi að skipta því endalaust niður í einhveija flokka. Þó Þingeyingar séu stundum stoltir af því að vera það, Akureyringar sömuleiðis, Húnvetningar, Skagfirðingar, Reykvíkingar og svo framvegis, emm við öll Islendingar. Skyldi sá dagur einhvern tíma renna upp að öll dýrin í skógin- um verði vinir? Að friður ríki um veröld alla? Jafnvel fegurðin ein, einsog Laxness orðaði það í Heimsljósi? Astandið í heiminum í dag bendir í sjálfu sér ekki til þess, en mikið væri það nú gam- an. Ég hitti bandaríska konu í einum flóttamannabúðunum í vikunni sem var óhress með stjórnmálamenn heimsins; að ástand mála væri þeim að kenna vegna óstjórnar og óþarfa af- skiptasemi hvar sem er og hvenær sem er. Og valdagræðgi. „Þeir ættu að hugsa um að stjórna landi sínu, hver og einn, almennilega og átta sig á því hversu heimurinn sem heild hef- ur breyst. Það er alltaf verið að tala um einhver landamæri; því- líkt rugl - við lifum í heimi án landamæra. Stjórnmálamenn eiga að láta fólk í friði, þá yrði ástandið miklu betra.“ Athyglis- vert viðhorf, en ég er því miður of seinn að benda íslensku stjórnmálamönnunum á þetta fyrir kosningarnar í gær. Eg vona bara að allir hafi kosið rétt, og Islendingar haldi áfram að vera vinir. JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON + Jóhann Þórir Jónsson fæddist 21. október 1941. Hann lést 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Bjarnfinnur Ólafs- son og Aðalheiður Sigríður Guð- mundsdóttir. Kjör- foreldrar Jóhanns Þóris voru Guðrún Jóhannsdóttir, kennari, og Jón Ólafsson, starfs- maður Hitaveitu Reykjavíkur. Systk- ini Jóhanns Þóris eru: 1) Guðm. G. Þórarinsson. 2) Guðfinna Ir- is. Hálfsystkini samfeðra eru: 1) Kristján Bjarnar. 2) Kristlaug Dagmar. 3) Símomía Ellen. 4) Ingveldur Guðfinna. 5) Helgi Þór. 6) Sigurður Reynir. 7) Kol- brún. 8) Ragnheiður. 9) Þórunn Guðjóna. 10) Einar Matthías. 11) Jakob Sigurjón. 12) Ólafur. 13) Kristín. Hálfsystkini sam- mæðra eru 1) Ingibjörg Krist- jánsdóttir. 2) Ólav Omar Krist- jánsson. 3) Jósteinn Kristjáns- son. Eiginkona Jóhanns Þóris er Sigríður Vilhjálmsdóttir, kenn- ari, f. 13. september 1941. For- eldrar Sigríðar: Vilhjálmur Þorsteinsson, verkamaður, lát- inn, og Kristín María Gísladótt- ir, húsmóðir í Reykjavík. Börn Jóhanns og Sigríðar: 1) Kristin María Kjartansdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. 21.1. 1961, dóttir Sigríðar og fósturdóttir Jó- hanns Þóris, maki Ingólfur Hauksson. Börn: a) Sigríður Jóna, f. 1982. b) Hlynur, f. 1984. c) Haukur, f. 1990. d) Vilhjálm- Mannlýsingar eru erfið grein. Sjaldnast tekst að lýsa manni þannig að helstu eðlis- og skap- gerðareinkenni hans komi glöggt fram. Þegar Brad Darrak ritaði bók sína Bobby Fischer versus the rest of the world lýsti hann Jó- hanni Þóri á einum stað sem „The lazy guy with the brilliant ideas“. Þórir hló hjartanlega að þessari lýsingu. Við hinir sögðum að það væri ekki slæmt hjá erlendum manni ókunnugum aðstæðum að hafa 50% rétt í lýsingu á manni sem hann þekkti ekkert. Þórir var ekki latur. Það vita allir sem til þekkja. Starfsþrek hans var mikið og óbilandi vilji var með ólíkindum. En hinn erlendi rithöfundur hafði ekki talað lengi við Þóri þegar hann áttaði sig á hinu leiftrandi hugarflugi hans. Oft er talað um menn sem kastast milli mikilla fyr- irætlana og engra framkvæmda. Sjaldgæfara er að saman fari í ein- um manni frjótt ímyndunarafl, hugsmíðaafl til að velta upp ótrú- legustu leiðum og úrræðum jafn- hliða sterkum vilja og þreki til að framkvæma. Viðræður við Þóri opnuðu oft óvæntar lausnir þegar allar dyr virtust lokaðar. Þá var eins og maður hefði tengst and- legri aflstöð, ný orka, ný útsýn og bjartsýnin vaknaði. Stundum fannst mér sem þessi bróðir minn væri einhvers konar hugar- flugsverkfræðingur sem byggi yfir kynngi galdramannanna fornu til að byggja biýr yfir ófærur af engu efni. Ahugi hans á málefnum skák- hreyfingarinnar og starf að út- breiðslu skáklistarinnar var með slíkum hætti að langt verður að leita til samjöfnuðar. Islendingar telja jafnan prófessor Daniel Will- ard Fiske einn hejsta velgerðar- mann skákmála á Islandi. Jóhann Þórir Jónsson var nýr Fiske. Ut- gáfa skáktímarits á Islandi í 35 ár er mikið þrekvirki. Við það bættist útgáfa skákbóka í meira mæli en Islendingar höfðu áður dæmi um. Mörgum er minnisstætt hvernig hann fléttaði saman skák og bók- ur Ingi, f. 1994. 2) Hannes, hagfræð- ingur, f. 5.6. 1964, maki Beth Marie Moore. Börn: a) Brynja Marie, f. 1991. b) Hanna Kristín, f. 1995. Áð- ur átti Hannes Önnu Kolbrúnu, f. 1990. 3) Steinar, rit- höfundur, f. 6.2. 1967. Jóhann Þórir er kunnur sem eigandi og forstjóri Skák- prents. Afskipti hans af málefnum skákhreyf- ingarinnar voru víðtæk. Hann gaf út og ritstýrði tímaritinu Skák í nærfellt 35 ár, frá 1962 til 1997. Á þeim tíma gaf hann út fjölmargar aukaútgáfur af Skák vegna einstakra skák- móta. Kunnastar þeirra eru ein- vígisútgáfan 1972, gefin út á þrem tungumálum, og ólympíu- útgáfan í Luzem 1982. Hann gaf út nær 30 bækur um skák auk tímarita um önnur málefni og íjölda Ijóðabóka og bóka um ýmis málefni. Jóhann Þórir stóð fyrir og skipulagði fjölda skák- móta um hinar dreifðu byggðir landsins, 49 helgarskákmót og auk þess 10 alþjóðleg skákmót á landsbyggðinni. Hann var for- maður Taflfélags Reykjavíkur 1961-1964 og einn af fmm- kvöðlum alþjóðlegu Reykjavík- urskákmótanna og hvatamaður þess að heimsmeistaraeinvigið í skák var haldið hér 1972. Utför Jóhanns Þóris fer fram frá Langholtskirkju á morgun, mánudaginn 10. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. menntir í einvígisútgáfunni 1972 á þrem tungumálum, og gerði hana þannig að menningarviðburði. Þetta endm'tók hann þegar hann var fenginn til að sjá um ólympíu- útgáfuna á ólympíumótinu í Luz- ern í Sviss 1982. Okkur sem starfa að málefnum skáklistarinnar vex oft í augum að skipuleggja og halda skákmót. Kostnaður getur verið mikill og vinna nær endalaus. Þá vorum við þó að fást við skák- mót á þéttbýlissvæðunum. Þegar Þórir lagði af stað að halda skák- mót úti um hinar dreifðu byggðir þótti mörgum sem við ofurefli væri að fást. Ég nefni staði eins og Tré- kyllisvík, Mjóafjörð og Jökuldal og marga marga fleiri. En Þórir hafði haldið 49 slík mót þegar starfsþrek hans brast. Og ekki bara það. Uti á landi stóð hann fyrir 10 alþjóðleg- um mótum með þátttöku erlendra meistara á sama tíma og við hinir þóttumst hafa fullar hendur að glíma við slík verkefni í Reykjavík. Við þessi tækifæri kom hugarfar Þóris vel í ljós. Hann bauð eldri meisturum þátttöku, sá um að koma þeim á staðinn og sjá þeim fyrir viðurgjörningi. Þannig lífgaði hann upp á mótin og bætti gleði- stundum inn í líf gömlu mannanna. Ég nefni vini hans Benóný Bene- diktsson, Sturlu Pétursson og marga fleiri. Jóhann Þórir var óvenju vinmargur. Hann var líka vinum sínum vinur. Ofá dagsverk fóru í að rétta vini í vanda hjálpar- hönd. Þá þótti okkur hinum stund- um lítið til sparað, hvorki tími, erf- iði né fé, til þess að rétta hlut þeirra sem til hans leituðu. Líklegt þýkir mér að þáttur Þór- is í skáklífi Islendinga verði skráð- ur á bækur þótt síðar verði og ég held að ekki sé ofmælt að segja að nafn hans verði varðveitt á spjöld- um skáklistarsögunnar á íslandi svo lengi sem menn hirða um að varðveita tengsl við fortíðina. Jafn- hliða rak hann sitt fyrirtæki þar sem allt byggðist á honum sjálfum, þreki hans og úrræðum. Það gefur augaleið að tíminn til skákmála var oftast tekinn frá fyrirtækinu. Mér fannst honum þá farið eins og aðal- söguhetjunni í franskri ástarsögu, það tókust á um hann ástin og dyggðin, ástin á skákinni og skyld- umar við fyrirtækið og reksturinn. Ég hef áður vitnað til þess að ljóð Þorsteins Erlingssonar er eins og ort um Þóri þegar hann segir: Þú reyndir hvert hugur og harðfylgi ná þótt hendumar tvískiptar vinni. Að brjóta með annarri braut sinni þrá en berjast við lífið með hinni. Auðvitað kostaði ást hans á skáklistinni fórn. Hann sigldi þó bátnum framhjá skerjunum, stund- um utan í þau en hélt skipinu alltaf sjófæm. Þurfti þá oft talsvert til. Orustumar vora margar og mér fannst stundum sem eini sigurinn í augsýn væri kostur á að halda vöminni áfram. Á þeim tíma átti prentiðnaður mjög undir högg að sækja og hygg ég að margir hefðu lagt árar í bát. En Jóhann Þórir átti bjartsýni og baráttuvilja ofar öllu sem ég get valdið, eiginleikann að gefast aldrei upp. Hugur hans var alltaf bundinn við framtíðina, þau viðfangsefni sem hægt var að leysa og þurfti að leysa. Mér fannst honum á stundum svipa til bóndans sem lét mála málverk af bænum sínum. Hann lét ekki mála bæinn eins og hann var, heldur eins og hann átti að verða í framtíðinni. Þannig var Jóhann Þórir, framtíðin var í augsýn, margt var á prjónun- um, unnið var að ráðagerðum og áformum. Þórir var gæfumaður í einkalífi. Hann átti gott og fallegt heimili. Þar var afar gestkvæmt enda áttu þau hjón marga góða vini. Það var gott að koma til þeirra hjóna. Sigríður er traust, einlæg og hlý. Bróðir minn hafði ómældan styrk af konu sinni. Hún er fljót að átta sig á aðalatriðum og segir skoðanir sínar einarðlega og fólskvalaust. Eðlilega lá lífshlaup okkar Þóris saman þótt við kynnt- umst ekld fyrr en við voram famir að stálpast. Stundum fannst mér Sigga styrkasta jarðtenging þessa hugumstóra bróður míns. Kemur mér þá í hug orðtæki Frakka þeg- ar rætt er um mann sem náð hefur langt: Cherchez la femme. Þórir hélt mikið upp á börn sín og Krist- ínu reyndist hann besti faðir. Hann var barngóður og oft var gaman að sjá hvemig hann gleymdi stað og stund í leik sínum við bamabömin, fann til leikfóng, sýndi þeim galdra og ýmsar brellur eða greip til spil- anna. Hann var gleðimaður, söng- maður og kátur á góðri stund. Þau voru stundum ánægjuleg þorra- blótin og þorramatur var hans upp- áhald. Við munum sakna stund- anna við veiðiána, stundanna við sextíu og fjögurra reita borðið og fjölmargra ánægjustunda. Hann hafði yndi af ljóðum og var góður hagyrðingur, sendi vinum sínum iðulega vísur við ýmis tækifæri. Minnisstætt er mér ljóð sem hann orti um Einar Benediktsson í Her- dísarvík og birtist í Lesbók Morg- unblaðsins. Með dugnaði og elju- semi bætti hann stöðu sína og hag- ur hans hafði verulega vænkast þegar hann fékk hjartaáfall fyrir rúmlega einu og hálfu ári. Jóhann Þórir dvaldist á endurhæfingar- deildinni við Grensás eftir hjartaá- fallið. Hann var í hjólastól og átti erfitt með mál. En alltaf var glampinn í augunum, gleði í andlit- inu. Orfáum dögum áður en hann lést sátum við saman við glugga þarna á deildinni. Sólin skein í heiði og Þórir leit glaðlega til mín og sagði: „Það er gaman að lifa.“ Það þótti mér karlmannlega mælt við þær aðstæður. Engar vonir vora um bata né framfarir. Við slíkar aðstæður er eini sigurinn sem unnt er að vinna sá að láta ekki hugfallast. Og Jóhann Þórir brást ekki í þeirri baráttu fremur en þeim fyrri. Séra Gunnar sagði mér að starfsfólkið á deildinni mundi minnast hans fyrir gleði- glampann í augunum og glaðvært yfirbragð. Nú er þessi bróðir minn horfinn yfir móðuna miklu. Margar spurningar verða áleitnar á landa-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.