Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 39 MINNINGAR mænira lífs og dauða. Ráðþrota glími ég við spyrjandi óvissuna í huga mér. Eg sé hann fyrir mér sveifla veiðistönginni, leysa erfiða stöðu á skákborðinu með fallegri fléttu eða syngja hljómmikilli röddu í sumarbústaðnum á kyrr- látu sumarkvöldi: „Kvöldið er fag- urt, sól er sest...“ Eldri synir mínir sögðu við mig þegar þeir fréttu lát Þóris að þeir hugsuðu til þess með þakklæti að hafa fengið að kynnast honum á bökkum Straumfjarðarár og í veiðihúsinu, þar sem var stund milli stríða. Það er ómetanlegt að eiga í huga sér „um ófarið, örstutt æviskeið“ minninguna um Jóhann Þóri, bjartsýni hans og baráttu- vilja. „Og seinna þar sem enginn telm- ár“ eigum við ef til vill eftir að ganga saman þar sem áin liðast með hraunröndinni og laxinn leyn- ist í hylnum, og láta hugann reika um framtíðarlendur þegar svipti- vindar samtímans leika um okkur, raða upp í skák og taka lagið þegar sólin roðar vesturhimininn. Siggu, Kristínu, Hannesi og Steinari og barnabörnunum, ætt- ingjum og vinum, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur G. Þórarinsson. Látinn er vinur og mágur, fjöl- skyldufaðir og barnavinur. Þannig þekktum við hann. Aðrir þekktu hann sem eldhuga sem gaf sig á vald óbilandi áhuga á skákíþrótt- inni sem er líka list. Hann stuðlaði að eflingu hennar í landinu flestum öðrum fremur. Enn aðrir þekktu hann af samskiptum í rekstri fyrir- tækis. Allir þekktu hann að hýr- legu viðmóti, gamansemi, bjart- sýni, örlæti og hugmyndaflugi. Kr- ingum hann var aldrei lognmolla, heldur líf og fjör. Oft var eins og um hann sveimaði heilt ský af hug- myndum, ekki síst um leiðir til að hjálpa náunganum. Hann var manneskja. Ég man óglöggt eftir fýrstu ár- unum í sambandi Sigríðar systur minnar og Jóhanns Þóris, því að ég OSWAJLDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐAI.STRÆTI 4B • 101 REÝKJAVÍK Davíö Inger Ölafur Útfiirarstj. - Umsjón Utfamrstj.. LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONÁR Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til ki. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. var þá erlendis við nám. Hitt man ég að fljótlega sköpuðust góð tengsl milli Þóris og foreldra minna. Faðir minn og hann áttu þetta mikla sameiginlega áhuga- mál, skákina. Þó að Þórir væri sterkari skákmaður en pabbi skyldu þeir alltaf setjast við þegar færi gafst. Stundum fengust þeir þó til að taka í bridds þegar menn til þess voru á staðnum, og víst var það líka gaman. Hæfilegt og tamið kapp Þóris í bland við létta lund gerði þessar íþróttir alltaf skemmtilegar í návist hans. Málshættimir segja að „mörgum bregst mága stoðin“ og „köld er mága ástin“, og hefur orðið „mág- ur“ þá víðari merldngu en í nútfma máli. Þessir málshættir virðast ekki eiga sér þekktar andstæður eins og margir aðrir. En við höfum oft hugsað til þess hvílík öfugmæli þetta eru í fjölskyldu okkar, ekki síst þegar Jóhann Þórir átti í hlut. Sú „mága stoð“ brást sannarlega aldrei, heldur var hann ævinlega boðinn og búinn að hjálpa og styðja, bæði með ráðum og dáð. Minningarnar hrannast upp frá samferðinni um áratugina. Þó að systir mín sé árinu yngri var hún nokkrum ámm fyrri til að stofna heimili og þar var gott að koma. Þegar þau fluttu á Meistaravellina fannst okkur hinum það eins og höll. Og á borðum var stundum matur sem þótti þá nýstárlegur eins og kjúklingar eða svínakjöt. En ég man líka þegar við Sigrún vomm að koma okkur fyrir á Báru- götunni og Þórir kom að hjálpa mér að brjóta fyrir dyraopi gegn- um þykkan steinsteyptan vegg með loftbor og tilheyrandi. Þá kom kappið í góðar þai-fir sem oftar. Um nokkurt skeið héldum við mág- arnir einnig uppi þeim sið að stór- fjölskyldan blótaði þorra á veit- ingastað, og víst held ég við höfum glatt karl fóður minn með því með- an hann lifði. Báðum þótti okkur gott að geta glatt hann. Um leið ræktuðust ýmsir strengir milli okkar þó að við væram að öðm leyti ólíkir. Síðar áttum við hjónin líka því láni að fagna að geta boðið Þóri ásamt fjölskyldunni til okkar á slóðir Éinars Benediktssonar í Herdísarvík. Einar var Þóri svo hugleikinn að hrein unun var að sjá hvernig hann naut þess að koma á þennan stað og finna návist skálds- ins. Meðal annars lét hann það í ljós með frumsömdum skáldskap. Þetta vora dýrðarstundir. Jóhann Þórir var sérlega barn- góður maður sem hændi að sér börn hvar sem hann fór. 011 systk- inaböm Siggu sakna nú vinar í stað þegar hann er allur. En dreng- skapur hans og heilindi komu ekki síst fram í því hvernig hann reynd- ist Kristínu Maríu, fósturdóttur sinni. Hann var henni í öllu sem faðir og systkinin þrjú mynduðu eina systkinaröð þar sem hvergi hattaði fyrir. Hann sýndi líka næman skilning sinn á tengslum fólks og innri högum með því lrvemig hann ræktaði á sama hátt samband við böm mín af fyrra hjónabandi og við Sigrúnu og syni okkar. Nú á dögum skilnaða og tíðra stjúptengsla gætu margir lært af fordæmum sem þessum. Jóhann Þórir var alla tíð ham- hleypa til verka og unni sér sjaldn- ast hvíldar marga daga í senn. Sú hugsun er áleitin að leiðarlokum að hann hafi kannski ekki ætlað sér af. Svo mikið er víst að reiðarslagið var þungbært þegar það féll, löngu fyrir aldur fram. Hann varð fyrir skyndilegri hjartastöðvun í sept- ember 1997 og náði sér aldrei síð- an, hvorki til líkama né sálar. En augnaráðið og viðmótið var enn hýi-t sem fyrr og handtakið hlýlegt og þétt. Éngu að síður var það þyngra en táram taki að sjá þenn- an virka og áhrifamikla mann þurfa að sæta þessum örlögum. Hann hafði áður alltaf getað mætt andstreymi lífsins með seiglu og bjartsýni. Hann réð áfram yfir þessum vopnum en nú dugðu þau heldur skammt. Það er líka undar- SJÁ NÆSTU SÍÐU Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, ÁSA PÁLSDÓTTIR, Einihlíð 12, Hafnarfirði, er lést af slysförum þriðjudaginn 4. maí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 12. maí kl. 15.00. Anna Margrét Pétursdóttir, Páll S. Kristjánsson, Kristján Pálsson, Ása Helgadóttir, Fjóla Gunnarsdóttir, Pétur Valdimarsson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam- úð, hlýhug og vináttu við andlát og útför KRISTJÁNS RÖGNVALDSSONAR skipstjóra og hafnarvarðar, Hávegi 58, Siglufirði. Lilja Jóelsdóttir. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, CAMILLA BJARNASON, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt föstudagsins 7. maí. Útför hennar verður auglýst síðar. Garðar Sverrisson, Hrönn Garðarsdóttir, Bryndís Garðarsdóttir, Hörður Garðarsson, Bryndís Bjarnason, Hrönn Rasmussen og systkini hinnar látnu + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GESTUR OTTÓ JÓNSSON, Ljósheimum 22, sem lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudagsins 2. maí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 12. mai kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknar- félög. Jónína Sigurðardóttir, Þröstur Gestsson, Svala Gestsdóttir, Hreiðar Örn Gestsson, Halldór Gestsson, Elísabet Gestsdóttir, Jón Gestsson, Guðbjörg Jónsdóttir, Bragi Gunnarsson, Fríða Ólöf Ólafsdóttir, Halla Halldórsdóttir, Birgir Kristjánsson, Ásta Pálmadóttir, Sæunn Sigríður Gestsdóttir, Baldur Vagnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona' mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, RÓSA JÓNA KRISTMUNDSDÓTTIR, Álfheimum 68, Reykjavík, sem lést laugardaginn 1. maí, verður jarð- sungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 11. maíkl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins og Líknardeild Ríkisspítalanna, sími 560 1300. Jón Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Bryndís Jónsdóttir, Elín Jónsdóttir, Páll Kjartansson, Áslaug Jónsdóttir, Hildur, Kjartan og Signý. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁRNAJÓNSSONAR, Skipholti 47, Reykjavík, verður gerð frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 10. maí kl. 13.30. Jón Emil Árnason, María Jónsdóttir, Hjörtur B. Árnason, Unnur Halldórsdóttir, Páll Ingi Árnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir, Helgi Árnason, Mábil G. Másdóttir, Hilmar Árnason, Guðni Árnason, Lilja Loftsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTR frá Hjaltabakka, síðar húsmóðir á Ytra-Ósi, Steingrímsfirði, verður jarðsungin frá Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn 12. maí kl. 13.30. + Elskuleg fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA BENEDIKTSDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 12. maí kl. 15.00. Þóra Magnúsdóttir, Ríkarður Jónatansson, Marta Magnúsdóttir, Svavar Jónatansson, Nanna Magnúsdóttir, Hrólfur Guðmundsson, Þórarinn Magnússon, Sigríður Austmann, barnabörn og barnabarnabörn. Hilmar Viggósson, Auður Guðmundsdóttir, Gísli Viggósson, Kristín Guðmundsdóttir, Björn Viggósson, Hallveig Björnsdóttir, Sigrún V. Viggósdóttir, Ingi K. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.