Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 45

Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 45 VILHJALMUR HANS VILHJÁLMSSON + Vilhjálniur Hans Vilhjálmsson stórkaupmaður fæddist a Sæbóli í Aðalvík 12. júlí 1914. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Fossvogskirkju Fóstu- daginn 7. maí. Ég heyrði það í út- varpinu á fóstudag að hann Villi í Hólmi væri dáinn og þó að það kæmi ekki á óvart þá hrekkur maður alltaf við. Vilhjálmur sem alla jafna var kenndur við fyrirtæki sitt Heiid- verslunina Hólm var búinn að búa hér á Seltjamarnesi frá 1955 og við höfum alltaf haft gott samband og unnið saman í pólitíkinni alla tíð. Þegar við sem þá vorum ungir ákváð- um að bjóða hér fram pólitískan lista 1962 þá var Villi að sjálfsögðu á þeim lista og í kjallaranum hjá Aðalheiði og Villa í Hólmi vom kosningaskrif- stofurnar fyrstu árin. Margt var brallað í kjallaranum að Skólabraut 17, á þessum árum þegar við vorum að undii'búa kosningar og mjög var gestkvæmt en þau hjónin lánuðu okkur alltaf allan kjallarann. Vil- hjálmur var mikill Aðaivífcingur og fór á hverju sumri til dvalar á æsku- stöðvunum og þá oft ásamt börnum sínum sem kunnu líka vel að meta Aðalvíldna. Fyrir um 10 árum keypti Vilhjálmur íbúð í elliíbúðum við Skólabraut og dvaldi þar þar til hann fór á DAS en þar var hann heimilis- fastur 2-3 síðustu árin. Ég vil með þessum línum þakka Vilhjálmi, frá konu minni og mér, góða samfyigd og sendi ennfremur kveðjur frá Sjálf- stæðisfélagi Seltirninga sem kveður góðan stuðningsmann. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesi. Við Ieiðarlok Iangar mig að kveðja Vilhjálm H. Vilhjálmsson, sem svo sannarlega gaf lífi þeirra lit er kynnt- ust honum. Aðrir munu sjá um að rekja æviferil Vilhjálms, en mín minningabrot eru mörg. Skal þökkuð sú hugulsemi er ungum dreng voru færðar gjafir við heimkomu frá út- löndum, það gleymist ekki. Skemmst er að minnast ferðar okkar hjónanna í Aðalvík sumarið 1997 á heimaslóð- imar, þar sem við Vilhjálmur röltum saman um hvönnina á milli húsanna eins og gömul hjón öðrum til mikillar skemmtunar. Heiisan var þá farin að bila en kjarkurinn og viljinn óbugaður, en eins og margir vita er ferðalag til Að- alvíkur nokkuð strembið. Hann fræddi mig um helstu kennileiti á siglingunni til Aðalvíkur og einnig var fróðlegt að hlusta á frásagnir hans frá æskuárunum. Helst hefði hann viljað dvelja áfram í Aðalvík- inni. Minnisstætt er mér kvöld eitt er ættingjum úr nálægu húsi var boðið í heimsókn til að taka lagið eins og Að- alvíldngum einum er lagið. Þá hóf Vilhjálmur upp raust sína og söng margar vísur sem borgarbamið ég hafði aldrei heyrt og jafnvel ekki heldur gestir mér eldri og reyndari. Kynni mín af Vilhjálmi voru skemmtiieg og fróðleg og er ég og fjölskylda mín þakklát fyrir þau. Börnum Vilhjálms og öðrum að- standendum sendi ég mínar hlýjustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Viihjálms H. Vilhjálmssonar. Guðrún ína. Elsku afi minn. Þótt ég eigi erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að þú sért far- inn, þá reyni ég að hugga mig við það að nú situr þú í himnaríki með ömmu. Ég veit að þér iíður vel og þú fylgist með og passar uppá okkur, sem eftir lifum. Þú spurðir mig oft hvað mig hafði dreymt um nóttina, en ég gat ekki alltaf svarað þér. Nú langar mig að segja þér draum sem mig dreymdi nóttina sem þú kvaddir. Mig dreymdi að ég hefði verið að tala við þig í sím- ann og að ég hefði sagt þér að mér þínum og þætti vænt um þig. Svo um morguninn þegar ég vaknaði við þá hræði- legu frétt að ég fengi aldrei að sjá afa Villa aftur, uppgötvaði ég að þetta var ekki draumur. Þú komst til mín til þess að kveðja. Ég á þér svo margt að þakka, elsku afi minn, og hef svo óend- anlegar margar minn- ingar að velja úr. T.d. gleymi ég aldrei þegar þú komst heim úr einni af Taílandsferðunum gafst mér og Möggu prinsessunáttkjóla eins og ég kallaði þá. Þeir vöktu mikla lukku og í leið- inni öfund hjá vinkonum mínum. Endalaust varstu á flakkinu bæði ut- anlands og innan og svipinn sem kom upp á andlit þitt þegar ég bjó um rúmin okkar eftir að við tvö höfðum gist á Hótel Örk, mun ég geyma svo lengi sem ég lifi. í ótalmörg skipti minntistu á þennan atburð og sagðir að við yrðum að endurtaka þetta ein- hvem daginn. Ekki hef ég tölu á öllum Aðalvíkur- ferðunum okkar og þá allrar fjölskyld- unnar og ávallt yngdist þú um mörg ár þar sem þú naust þín vel í hvönn- inni og dundaðir þér við hina ýmsu hluti. Svo sem setja upp hengirúm á pallinum, syngja því þú kunnir heilan helling af lögum eða spila við okkur krakkana og alltaf gastu kennt okkur ný og ný spil. Aldrei fengum við nóg af að rifja upp söguna þegar mamma pg pabbi fóru í fjallgöngu í Aðalvík og þú áttir að passa. Þú fórst með okkur út í bát og Guðbjörg sofnaði í bátnum. Alltaf hlógum við jafn mikið. Ég man eitt skipti þegar ég átti að hjálpa þér við að þrffa íbúðina þína og mér brá heldur betur þegar þú sýndir mér hvar þú geymdir skúr- ingaáhöldin, því ég hafði aldrei skúrað áður. Þá tókst þú þig til og kenndir mér að skúra. Svo sagðirðu alltaf eftir að ég hjálpaði þér, „svo þegar þú ert orðin gömul kona get- urðu sagt bamabömunum þínum að þú hafir alltaf hjálpað afa gamla.“ I einni af þessum heimsóknum mínum til þín þegar þú bjóst á Nes- inu, spilaði ég á biokkfiautu fyrir þig. Þú varst svo glaður og ánægður að þér fannst að allir ættu að heyra í mér, sVo þú sagðir mér að fara út á verönd og spila þar. Þrátt að mikið hafi verið hlegið að mér þegar ég mætti svo í tónlistarskólann, þá var mér alveg sama. Ég gerði þetta fyrir þig- Elsku afi! Á laugardaginn þegar ég fór til þín í heimsókn og keyrði þig út í gai'ð í hjólastólnum, datt mér ekki tii hugar að þetta yrði okkar seinasta samverustund. Ekki datt mér í hug að þetta væri í seinasta skipti sem þú færir út og þegar ég kyssti þig biess vissi ég ekki að þetta væri seinasta kveðjustundin. Ég ætlaði að fara að heimsækja þig aftur á fóstudaginn, en þá var það orðið of seint. Afi minn, þú varst mikill maður og ég lærði margt af þér. Nú mun minn- ingin um þig, sem lífsreyndan, örlát- an og yndislegan mann, lifa áfram, en samt sem áður verður tómlegt án þín og þá sérstaklega í Aðalvíkinni. Sofðu rótt, afi minn, og við hitt- umst aftur næst þegar ég kem í heimsókn. Þín Arna Dröfn. Elsku afi minn. Ég trúi því varla enn að þú sért dá- inn. Kannski er það vegna þess að ég á svo ótal margar og góðar minning- ar um þig að þú ert enn ljóslifandi í huga mér. Þú varst svo ofboðslega góður við mig og varst alltaf að segja að ég væri alveg jafn dugleg og hún amma Aðalheiður nafna mín. Og þegar ég sagði þér hvernig mér gekk í prófun- um spurðir þú alltaf, „og varstu ekki hæst?“ Oft þegar ég kom í heimsókn til þín tókst þú myndina af okkur þar sem þú hélst mér undir skírn og spurðir hvort ég myndi ekki hvað presturinn héti. Svo sagðir þú mér að ég ætti sko að vera stolt af þessu virðulega nafni sem ég bæri. Fyrstu minningarnar sem ég á um okkur tvö eru þegar ég var hjá þér á Heilsuhælinu í Hveragerði. Ég hef örugglega ekki verið miklu eldri en 5 ára og þú sast með mér og kenndir mér lagið „Ó Jesú bróðir besti“. Við sungum það saman aftur og aftur og tókum það meira að segja upp á seg- ulband og spiluðum það. Eitt skipti fór ég með þér til Þórs- merkur og ég man hvað mér þótti gaman því ég mátti gera næstum allt. Skemmtilegast þótti mér þó að renna mér niður brekkumar, en mamma var nú ekkert alltof glöð þegar við komum heim því að nýja, hvíta ullarpeysan, sem hún var nýbúin að prjóna var ónothæf því hún var öll í mosa. Fasteignaþj ónustan Skúlagötu 30, 3. h., 101 Reykjavík sími: 552 6600 - fax: 552 6666 Asparfell: Tveggja herbergja vel skipulögð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Nýtt parket. Áhv. 3,3 millj. langtímalán. Verð 5,3 millj. Suðurhlíð: Nýleg 2ja herbergja 53 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) I fjölbýli. Geymsla innan íbúðar. Áhv. tæpl, 4.0 millj. húsbréf. Verð 5,5 millj. Vesturbær: 2ja herbergja snyrtileg íbúð á 3. hæð í steinsteyptu fjölbýlishúsi. Suðvestursvalir, endurnýjað gler og gluggar, nýtt rafmagn. Verð 5,2 millj. Flétturimi: Góð 3ja herbergja íbúð á jarðhasð í nýrri blokk ásamt stæði í bíl- geymslu. Selst tilbúin undir tréverk ásamt uppsettum fataskápum, eldhús- og bað- innréttingum (tæki vantar). Bárugata - Vesturbær! 150 fm sérhæð á þessum vinsæla stað í gamla miðbænum. Nýstandsett! Ásett verð 16,9 millj. írabakki: Góð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í nýlega viðgerðri blokk. Aukaher- bergi í kjallara með geymslu inn af. Áhvilandi húsbréfalán 3,8 millj. E tvinnuhúsnæði: Sunnuflöt Garðabæ. Tveggja íbúða hús: Faiiegt 256 fm einbýlishús á þessum frábæra stað. Tvöfaldur bllskúr, stór lóð. Ásett verð 23 millj., áhvílandi 8,7 millj. Hraunteigur: Góð 4ra herb. 81 fm kjallaraíbúð I tvíbýlishúsi. Sérinngangur. Húsið er í góðu ástandi og nýlega klætt að utan. Áhvíl. ca 2,5 millj. húsbréfÁsett verð 7,2 millj. Lokastígur laus! 2ja herb. huggu- leg íbúð á 2. hæð í góðu steinhúsi. Ásett verð 5,9 millj. Áhvilandi 3 millj. húsbréf. Faxafen Framtíðin, 670 fm: Til sölu stórglæsilegt verslunarhúsnæði á jarðhæð í Skeifunni við Faxafen. Einn sal- ur og miklir gluggar. Hægt að skipta upp í fleiri einingar. Til afhendingar strax. Ármúli, til sölu verkstæðis- pláss 700 fm: 700 fermetra verk- stæðispláss til sölu, mikil lofthæð, skrif- stofa og kaffistofa m.m. Frábær stað- setning. Skemmuvegur: 320 fm. iðnað- arpláss til sölu, góð staðsetning. Verð: 22,6 millj. Innkeyrsludyr, hitalögn I plani. Kársnesbraut: 88 fm lager- og iðnaðarpláss til sölu. Verð 6 millj. Þegar ég var svona 7 ára fórum þú, ég, Finnur og Raggi saman til Aðal- víkur. Við fórum að hausti, með síð- ustu ferð Fagranessins og vorum ein í víkinni. Á kvöldin varð ég alveg rosalega hrædd og fékk heimþrá, en þú, afi minn, varst fljótur að kippa því í lag og lést mig sofa hjá þér í eins manns beddanum þínum, þó að það væri ekkert pláss þar fyrir okkur bæði. Hjá þér var ég örugg en ég held að þér hafí ekki þótt þetta verra en mér, allavega varst þú farinn að hrjóta áður en um langt var liðið. Þegar ég var yngri fórum við oft saman í húsið þitt í Höfnunum. Þar varst þú búinn að útbúa heitan pott úr risastóru keri og rólur fyrir okkur krakkana. Sérstaklega þótti mér þó gaman að fara niður í fjöru. Þar sáum við borð og stóla úr steinunum og fylgdumst með sjóræningjaskipunum, því að við vorum viss um að möstrin hinum megin væru segl á sjóræn- ingjaskipum. Þú tókst alveg fullan þátt í þessum leikjum og þótti þér al- veg jafn gaman og okkur börnunum. Eitt skipti þegar við vorum á leið- inni úr Höfnunum þá varð mér svo mál að pissa að þú stoppaðir og lést mig pissa á lítinn hól hjá veginum. Þegar ég var búin sagðir þú: „Jæja, Magga, nú skírum við þennan hól Möggu Heiðu-hól.“ Þú varst alltaf á ferðalögum og vildir helst ekki vera lengi á sama staðnum. Þú áttir alltaf útlenskt nammi og þegar þú bjóst hjá okkur á Eiðistorginu þótti vinkonum mínum þú alveg svakalega góður því þú gafst þeim alltaf nammi í „sárabót" þegar ég var ekki heima. Þegar ég var 17 ára fórst þú, ég og mamma saman til Glasgow með eldri borgurum. Þá keyrðum við mamma þig um alla borgina í hjólastól og við þrjú skemmtum okkur alveg konung- lega. Við fórum meira að segja í spila^j* víti sem þú hafðir verið meðlimur Y fyrir mörgum árum og þar flettu þeir þér upp í gömlum bókum svo að við fengjum inngöngu. Næstu páska fór- um við svo með allri fjölskyldunni til Kanarí, en það var síðasta af mörgum ferðalögum sem ég fór í með þér. Síðustu ár höfum við bara farið saman í styttri ferðalög. Eftir að ég fékk bílpróf kom ég oft til þín og við keyrðum saman og stoppuðum svo á Kaffivagninum og fengum okkur kaffi og pönnsur. Þú varst alltaf jafn óhress með það að það væri ekki hægt að fá pönnsu með púðursykri þar. Á þessum dögum spjölluðum viír saman og það var hreint ótrúlegt hvað þú mundir mikið af alls konar sögum og vísum. Alltaf var jafngam- an að tala við þig og fá sögur um liðna tíð. Fyrir rúmlega viku, eða síðasta skóladag, kom ég til þín. Ég sagði þér frá því að nú væri erfiður tími framundan því að ég væri að fara að byrja í stúdentsprófum. Svo sagði ég við þig: „Og svo kemur þú auðvitað í stúdentsveisluna mína í vor,“ og þú sagðir: „Þú verður fyrst að bjóða mér því ég kem ekki nema að mér sé boð- ið.“ Þá sagði ég við þig: „Auðvitað er þér boðið og ég býð þér hér með.“ Elsku afi minn, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og^. kennt mér og eitt veit ég fyrir víst og það er að þú mætir í stúdentsveisl- una mína í vor, því að ég var búin að bjóða þér. Þín Margrét Aðalheiður. Söluturn Á söluskrá er mjög öflugur og þekktur söluturn með meiru í aust- urbæ Rvík. Fyrirtækið er með mikla íssölu, gott grill sem slegið hefur í gegn ásamt myndbandaleigu þar sem nýtt og eldra efni er í öndvegi. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæðið. Lottó og spilakass- ar eru á staðnum. Verð 15,0 m. Skipholti 50b Sfmi 55 194 00 Fax 55 100 22 «U tT 533 4800 ©MIÐBORG Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Opíð virka daga frá kl. 9-18, sunnudaga frá kl. 12-15 Laugavegur - verslunarhúsn. Erum komnir meö í sölu nýbyggingu viö Laugaveg. Eignin er um 400 fm á þremur hæðum, góö staðsetning. Nánari upplýsingar veita Karl og Þröstur á skrifstofu. 2295 Líkamsræktarstöð. Vorum að fá I sölu eina vinsælustu líkamsræktarstöö landslns. Upplýsingar aöeins á skrifstofu. 2296 Vesturbær - einbýli. Höfum fengið í sölu glæsil. einb. á góöum stað í vesturbænum. Nánari uppl. aðeins veittar á skrifstofu. 2290 Kleifarás. Vandaö og gott einbýli með möguleika á tveimur íbúöum á frábærum útsýnisstað. Á efri hæö er u.þ.b. 188 fm íbúð m. glæsil. stofum og 4 svefnherb. Neðri hæðin er í dag tengd efri hæöinni, en þar er m.a. mögul. á að útbúa 100 fm aukaíb. Góður u.þ.b. 40 fm bílskúr. V. 23,0 2271 Sævargarðar - Seltj. Gullfallegt u.þ.b. 230 fm einbýlishús á einni hæð með innb. bílskúr. Tvö til þrjú svefnherbergi. Góðar stofur með arni. Glæsileg vinnustofa/skrifstofa með frábæru útsýni. Stór sólverönd með heitum potti. Verðlaunalóð. V. 23,0 2229 Fossvogur - útsýni. Höfum fengið f einkasölu góöa 90 fm íbúð á fystu hæð við Kelduland. 3 svefnherbergi með skápum. Rúmgóð og björt stofa með útgangi á suður- svalir. Lögn fyrir þvottavél í íbúð. V. 8,7 m. 2292 Hrfsrimi - falleg. Glæsileg 105 fm íb. á 3. hæð í góðu húsi ásamt 31 fm stæði í bílag. Merbau-parket, mahóní-innihurðir og vandaðar innréttingar. Suðursvalir. Sérþvottahús f ib. Áhv. 5,5 millj. V. 9,8 m. 2235 Rangársel - falleg. Glæsileg 137,9 fm íb. sem er hæð og ris ásamt nýjum 26 fm bílskúr. Sérinngangur og sérgarður með fallegri sól- verönd. Á neðri hæð er forst., snyrting, stórar stofur og stórt eldhús. Á efri hæð eru 3 góð svefnherb., hol og baðherb. Suðursvalir. Glæsil. útsýni. Áhv. 5,3 m. byggsj. V. 13,5 m. 2279 Kleppsvegur - fjallasýn Snyrtileg og fal- leg 100 fm íbúð (góðu fjölbýli. Björt og rúm- góð stofa. Gott eldhús. Þrjú svefnherb. Suður- k svalir. Áhv. 3,9 m. V. 7,9 m. 2232 Hraunteigur. Vorum að fá í sölu fallega 3ja- 4ra herb. nýuppgerða u.þ.b. 100 fm kjíb. á þessum eftirsótta stað. Nýtt eldhús og bað. Sérinng. og fallegur garður. V. 8,9 m. 2294 Reykjavík - miðbær. Mjög gott 1200 fm skrifstofu- og iðnaðarhús í traustri útleigu á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Byggingar- möguleiki á lóð. Allar nánari upplýsingar veita Karl G. og Pétur Örn á skrifstofu Miöborgar. V. 75,0 m. 2043 iiMliii«»iiainiil.lii»niiiiiiitiiii.»»———rnmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.