Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 50
*50 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Fimm brauð og tveir fiskar 90 milljónir manna bætast á ári hverju við matborð heimsins. Stefán Frið- bjarnarson veltir því fyrir sér, hvort vaxandi menntun og þekking nægi til að brauðfæða þennan manngrúa. STEFANO M. Paci setur fram athyglisverða og löngu tímabæra spurningu í grein sem birtist fyrir fáum misser- um í Merki krossins, riti kaþ- ólsku kirkjunnar á Islandi (1. hefti 1997): „Fyrst jörðin getur ekki framfleytt þeim sex milljörðum manna sem á henni búa nú, hvernig lítur þá dæmið út eftir 30 ár, þegar íbúatala jarðarinn- ar verður komin upp í níu millj- arða?“ Höfundur segir að þegar grein hans sé skrifuð (árið 1997) svelti enn rúmar 840 milljónir manna í heiminum, þar af meira en tvö hundruð milljónir barna. Og hann bætir við: „Samkvæmt niðurstöðum Sameinuðu þjóðanna verður að fjölga sætum við matborð jarðarinnar um 90 milljón- ir á hverju ári til ársins 2030, en þá er talið að jafnvægi verði komið á fólksfjölgun- ina.“ Hungur er ekki óþekkt fyrirbæri í ís- lands sögu. Þannig ríktu mikil veður- farsleg harð- indi í landinu um og eftir miðja 18. öld- ina. Þá barst og gosaska frá Skatftáreldum víða um land ár- ið 1783, eyddi gróðri svo hey- fengur brást og búpeningur féll. Talið er að um 9000 manns, eða fimmtungur þjóðar- innar á þeirri tíð, hafi fallið á árunum 1783 til 1785. Á síðustu áratugum 19. aldar, þegar ís- lendingar vóru innan við 80 þúsund talsins, fluttust 10 til 15 þúsund þeirra til Ameríku, vegna harðæris heimafyrir. Það var ekki fyrr en með menntun og þekkingu 20. aldar að íslendingar fóru að rétta úr kútnum. Já öldin sú, sem nú er að syngja sitt síðasta, færði okkur og mannkyninu í heild stórkostlegri og örari alhliða framfarir en nokkur önnur. Framfarirnar og lífskjarabat- inn, sem þeim fylgdi, færði mörgum þjóðum gull og græna skóga. En hvergi nærri öllum. Enn býr langleiðina í milljarð- ur manna við hungurmörk. Tvennt einkennir þær þjóðir, öðrum fremur, sem sitja við nægtaborðið í lok 20. aldar. í fyrsta lagi fjölbreytt menntun og þekking. Þær vörðu miklum fjármunum í menntun, rann- sóknir og vísindi, sem skilað hafa sér margfalt til baka í betri aðbúð og lífskjörum. I annan stað búa þær við þjóðfé- lagsgerð og hagkerfi, sem skil- að hafa vaxandi verðmætum til að standa kostnaðarlega undir þokkalegum almennum lífs- kjörum og velferðarkerfinu, svokallaða. Þær þjóðir, sem á hinn bóg- inn „súpa hel“ á öld tækni og vísinda, skortir flestar þá menntun og þá þekkingu, sem virðast forsendur hagsældar og velferðar í samtíð og framtíð. Það er brýnasta verkefni vel- ferðarríkja á nýrri öld, sem er í hlaðvarpa, að hjálpa ver settum þjóðum til sjálfshjálpar, fyrst og fremst með skjótri og rausnarlegri hjálp við að byggja upp menntakerfi þeirri. Reynslan sýnir hvarvetna að í kjölfar almennrar og sérhæfðr- ar menntunar og bættra starfs- skilyrða at- vinnulífsins kemur „betri tíð með blóm í haga.“ Meðal annars reynsla ým- issa Asíuríkja. Stefano M. Paci segir í grein sinni: „Hungur- kortið hefur líka breytzt síðustu ára- tugina. Fyrir 25 árum liðu 41% af íbúum Austur-Asíu hungur. Árið 1992 var þetta hlutfall komið niður í 6%. enda þótt íbúatala þess- ara landa hafi hækkað um meira en hálfan milljarð. Á sama tíma lækkaði hlutfallstala vannærðra í Suð- ur-Ameríku úr 18% niður í 14% og úr 25% niður í 10% í Austur- löndum nær.“ Menntun og þekking komu mjög við sögu þessara breytinga. Ein af sjö bænum „Faðir vors“ hljóðar svo: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“ Og í Mattheusarguðsjalli (14.13-18) segir frá því er Jesús mettaði mannfjölda, hafandi aðeins fímm brauð og tvo fiska í hendi. Sú dæmisaga hefur ver- ið lögð út með ýmsum hætti. Hér verður ekki bætt um betur í þeim efnum. En trúlega eru stóraukin menntun og þekking, sem ríkar þjóðir geta fært fá- tækum, þau brauð og fiskar sem bezt metta hungraðan heim á nýrri öld. Islendingar, sem svo lengi þurftu að rífa þunnan fisk úr roði fyrr á tíð, en búa nú að hagsæld mennt- unar og þekkingar, ættu að vera öðrum fúsari til þátttöku í því verkefni. Og enn skal minnt á Caritas, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauða krossinn. Höfundur er fyrrverandi blaða• maður við Morgunblaðið. VELVAKAJVPl Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sagan af hunangs- flugunni góðu ÞAÐ var á árunum þegar ég fór að bera út póst að hunangsflugan varð inn- lyksa hjá mér. O, hvílík hljóð. Æ, gefðu mér líf. Og vitaskuld brá maður sér í brækur dýralæknis, náði henni með matarsigti heimilisins og þarna flaug hún frjáls líkt og Bjartur í Sumarhúsum. Nú hef ég enga reynslu af farsímakerfl dýranna, svo ég veit ekki hvort það var sama hunangsflugan eða afkomandi hennar sem fylgdi mér við póstburðinn sumarið eftir, suðandi eitt- hvað á þessa leið: Þú gafst mér líf - veit ég ekki. Nú, nú, sumar eftir sum- ar slæðist inn hunangs- fluga, skyggnist um húsið, og trúir á guð og lukkuna að komast út aftur, með aðstoð matarsigtis heimil- isins. Og þarna flýgur hún brott, máske ekki eins frjáls og Bjartur í Sumar- húsum, eða hans ektak- vinna, sem aldrei fékk blessaða kúna, og er eins og hvert annað núll og nix í Sjálfstæðu fólki, en kann þá list umfram margan manninn að þakka fyrir sig. Eða eins og Bismarck sagði á sínum tíma: Þvi meiri reynslu sem ég hef af manninum, því vænna þykir mér um hundinn minn. Guðrún Jacobsen. fslenskukennari Á VINNUSTAÐ mínum var nýlega kona sem beið eftir að komast í viðtal við annan starfsmann á vinnu- stað mínum. Konan tók upp farsíma og komst ég ekki hjá að heyra að hún var að hringja heim til að fylgjast með börnum sín- um. „Hæ, Bjössi," sagði hún og leiðbeindi honum svo um hvaða matur væri til í húsinu. Hún leiðbeindi honum líka um hvernig ætti að nota tölvuna og tal- aði um að „dílíta“, „seiva“ og notaði ýmis önnur er- lend tölvuorð'með íslensk- um endingum. Hún sleit símtalinu með orðunum: „Okei, Bjössi minn. Bæ, bæ.“ Fyrir tilviljun komst ég að því að kona þessi er kennari og kennir þar að auki íslensku í vel metnum skóla hér í borginni. Hvernig er hægt að búast við að íslenskt æskufólk tali í framtíðinni þegar for- eldri sem þar að auki er ís- lenskukennari talar svona við barnið sitt? Hvernig talar þessi kennari við nemendur sína í skólan- um? Ein af gamla skólanum. Óþrifnaður við skóla ÉG hef lengi ætlað að vekja athygli á sóðaskap við Hamrahlíðarskóla, en ég bý í nágrenni skólans. Það er hryllilega sóðalega gengið um lóðina og hef ég aldrei séð svona í kringum nokkum skóla. Sælgætis- bréf, rusl og sígarettu- stubbar eru þarna um allt. Ég á oft leið þama um og fæ velgju af að horfa á þetta. Þarna era flát fyrir rasl en nemendur virðast ekki nota þá. Tel ég að ekki sé vanþörf á þvi að laga umgengnina um lóð- ina. Nábúi. Tek undir með forsætisráðherra ÉG tek undir með forssæt- isráðherra sem sagði í Mbl. að hann telji að birta eigi skattframtöl þing- manna og frambjóðenda. Fólk á ekki að vera í fram- boði ef það hefur eitthvað að fela. Sigrún. Tapað/fundið Silfurhálsmen í óskilum á Akureyri FALLEGT silfurhálsmen (keðja) með perlum fannst við Möðruvallastræti á Akureyri. Upplýsingar í síma 462 2529. SKÁK llmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti um Leonardo di Bono í Cutro á Italíu í vor. Oleg Romanishin (2.570), Úkrainu, hafði hvítt og átti leik gegn Krum Georgiev (2.490), Búlgaríu. 24. Re6! - Da7 (Jafngildir uppgjöf, en eftir 24. - fxe6 25. Dxe6+ - Hf7 26. Hxd7 - Db8 27. Hd8+! er hvíta sóknin óstöðvandi) 25. Rxa5 (25. Rxf8 var auðvitað einnig mögulegt) 25. - Dxa5 26. Hxd7 - Bxd7 27. Hxd7 og svartur gafst upp. Að loknum sjö umferðum á mótinu var Krasenkov, Póllandi, efstur með 5Mi vinning, 2. Djuric, Jú- góslavíu, 5 v., 3. Episín, Rússlandi 4!/2 v. COSPER ÉG er viss um að gólfið hefur ekki þolað alla reikningana sem hafa borist inn um lúguna meðan við vorum í fríi. Víkverii skrifar... NÚ HEFUR verið stofnað nýtt og stórt stéttarfélag í Reykja- vík, sem hlotið hefur nafnið Efling. Þetta félag verður til úr samein- ingu Verkamannafélagsins Dags- brúnar, Verkakvennafélagsins Framsóknar, Starfsmannafélags- ins Sóknar og Félags starfsfólks í veitingahúsum. Það má segja að með þessari sameiningu hafi félagsmenn þess- ara félaga haft að leiðarljósi orða- tiltækið „sameinaðir stöndum vér sundraðir fóllum vér“ og vissulega hlýtur þetta nýja félag að hafa meiri og betri kraft, er öll gömlu félögin koma saman í einu nýju. En eitt finnst Víkverja til vansa. Hann sér afskaplega mikið eftir fé- lagsheitinu Dagsbrún. Yfir því nafni er mikil birta og nafnið er ákaflega fallegt. Hefði nú ekki ver- ið skemmtilegra að menn hefðu getað sameinazt um þetta gamla og virðulega félagsnafn, sem sett hefur svip á félagslífið í og verka- lýðsbaráttuna Reykjavík allt frá árinu 1906, er félagið var stofnað. xxx FYRIR nokkram áram voru sameinuð þrjú stéttarfélög í prentiðn, þ.e.a.s. Hið íslenzka prentarafélag, Grafiska sveinafé- lagið og Bókbindarafélag íslands. HIP, eins og Hið íslenzka prent- arafélag var jafnan kallað hefði verið elzta stéttarfélag landsins, hefði það fengið að lifa, var stofnað á síðasta áratug 19. aldar. Það átti sér merka sögu, sjálfsagt eins og raunar bókbindarafélagið og félag grafískra sveina, sem var þó sýnu yngst. En áreiðanlega hefðu flestir félagsmenn Félags bókagerðar- manna í dag kosið að halda í nafn Hins íslenzka prentarafélags, en einmitt þegar sameiningin átti sér stað var það mikill spenna milli fé- laganna að að samkomulagi varð, raunar eftir atkvæðagreiðslu að finna upp alveg nýtt nafn. Fyrir bragðið eru félagar í prentiðnaðar- félögum í einu yngsta stéttarfélagi landsins í stað hins elzta. Menn eiga að hafa í heiðri góð og gömul gildi. Það á ekki alltaf að kasta þeim fyrir róða. Það á við um HIP rétt eins og Dagsbrán. XXX RAUNAR er nafnið Dagsbrán þekkt ekki bara á Islandi, heldur er það einnig til meðal frænda vorra í Færeyjum, því að þar ber helzta dagblað eyjanna þetta nafn, sem á færeysku heitir því fallega nafni „Dimmalætting". Það er einnig það blað, sem líkleg- ast er útbreiddasta blað veraldar miðað við höfðatölu eða markað. Það er sem sagt Moggi þeirra frænda vorra í Færeyjum. xxx AR sem Víkverji er farinn að ræða mál er lúta að verkalýðs- hreyfingunni, og allt er að verða vitlaust innan Alþýðusambands ís- lands út af skipulagsmálum. Rifr- ildið er, hvar í félögum menn eigi að vera og hvort félagar mega vera í þessu eða hinum félaginu. Er þetta ekki rifrildi um keisarans skegg eins og stundum er kallað. Er ekki félagafrelsi tryggt með lögum á íslandi og má bara ekki hver félagsmaður kjósa sér félag til að vera í. Hvernig væri að for- ystumennimir inna ASÍ leyfðu nú bara gi-asrótinni að ráða því hvar í félagi hún vill vera. Þá þurfa menn ekki að rífast um félagana. Það er jú lýðræðislegasta athöfn í heimi, að lofa félaganum sjálfum að velja hvar í félagi hann er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.