Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 09.05.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999 5 f í DAG BRIDS Umsjón IIiiiliniiiiiliir I'áll Arnarsun „VIÐ eigum 600,“ sagði einn sveitai-félaginn með nokkru stolti þegar þetta spil kom til samanburðar að leik loknum: Norður gefur; allir á hættu. Norður * K84 VÁG2 ♦ G1095 * Á86 Vestur Austui' AD72 * 10653 V 954 V 10873 ♦ Á6 ♦ K42 *K9753 * G4 Suður * ÁG9 V KD6 ♦ D873 *D102 Vestur Norður Auslur Suður ltígull Pass 3grönd Pass Pass Pass Útspil: Lauffimma. „Fellur,“ sagði annar fé- laginn af hinu borðinu. „Þú hefur þá ekki fundið þá vörn að hoppa upp með tígulkóng?" „Hvað meinarðu - skiptir það máli?“ Sagnhafi var ánægður með frammistöðu sína í þessu spili og gerði sér von- ir um að vinna góða sveiflu. Hann lét lítið lauf úr borð- inu og drap gosa austurs með drottningu. Síðan fór hann inn á blindan á hjarta og spilaði tígulgosa þaðan. Austur lét lítinn tígul og þar með var björninn unninn. Innkoma vesturs á tígulás fór fyrir lítið og vörnin náði aldrei að gera sér mat úr laufinu. Ef austur finnur þá góðu vörn að stinga upp tíg- ulkóng og spila laufi fer spil- ið augljóslega niður, því lit- urinn er þá frir og vestur á enn innkomu á tígulás. En suður á hinu borðinu hafði spilað enn betur - hann gaf laufgosann! Austur spilaði aftur laufi, en nú var innkoma hans á tígulkóng gagnslaus til að fríspila lauf- litinn. Eftir nokkrar útskýring- ar um gang mála á hinu borðinu varð söguhetjan að viðurkenna að „það skipti víst engu máli“. Ast er... ...aðkoma honum á óvart. TM R«g. U.S. P»t. Ofl. — «11 rights reserved (c) 1999 Los Angeles Tmes Symjicate Árnað heilla QpfÁRA afmæli. í dag, *J O sunnudaginn .9. maí, verður níutíu og fimm ára Hólmfríður Rögnvaldsdótt- ir, fyrrum húsfreyja á Bræðraá, Sléttuhlíð, Skagafirði, nú til heimilis hjá dóttur sinni og tengda- syni að Esjugrund 33, Kjal- arnesi. 80 ÁRA aftnæli. í dag, sunnudaginn 9. maí, verður áttræður Þórir Guð- mundsson, Bræðraborgar- stíg 19, fyrrverandi inn- kaupastjóri lijá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hann og eiginkona hans Arnfríður Snorradóttir dvelja á Kanaríeyjum um þessar mundir. Q /AÁRA afmæli. í dag, *Jsunnudaginn 9. maí, verðm- niræðw Friðrik Ein- arsson, fyrrv. yfirlæknir á Borgarspítalanum. Eigin- kona hans er Ingeborg Ein- arsson. Þau eru að heiman í dag. PERLUBRÚÐKAUP. í dag, sunnudaginn 9. maí, eiga 30 ára brúðkaupsafrnæli Erla og Macky Ross, Miaini, Flórída. Síminn hjá þeim er 001 305 893 0077. HÖGNI HREKKVÍSI ORÐABÓKIN Kveða - kveðja Ruglingw eða misskiln- ingw virðist vera í málvit- und einhverra um beyg- ingu ofangreindra sagn- orða. Fyrra sagnorðið (so) fer eftir svonefndri sterkri beygingu (sb) og hefw fjórar kennimyndir (km): kveða (nh) - kvað (l.p.etþt.) - kváðum (l.p.ft.þt.) - kveðið (lh.þt.). Síðara so. beygist veikt, þ.e. hefw þrjár km: kveðja (nh) - kvaddi (l.p.etþt.) - kvatt (lh.þt.). Flestir munu enn gera hér skýran mun á beygingum þessara so. - og þó. Tilefni mitt að þessu sinni er eftirfarandi, sem lesa má í Lögmanna- blaðinu samkv. ummælum hjá Víkverja í Mbl. 30. apríl sl. „að skrýðast skikkju á meðan dómar eru kvaddir upp“. Segir hann það orðrétt tekið upp úr blaðinu. En lítum nánar á málið. Framar í skrifum Víkverja segir aftur á móti svo orðrétt: „Um nokk- urra ára skeið hafa dómar verið kveðnir upp í Hæsta- rétti síðdegis á fimmtu- dögum". Talað er um að kveða upp dóm, en ekki kveðja upp dóm. Hann kvað upp dóminn, þeir kváðu upp dóminn og dómw var kveðinn upp og dómar voru kveðnir upp, en alls ekki kvaddir upp, svo sem mun standa í Lög- mannablaðinu. Hér er um so. að kveða að ræða, þ.e. í sb., og merkingin er sú að fella dómsúrskwð. Hins vegar eru menn kvaddir til starfa, dómarar kvaddir til setu í dómi. Þá er það so. að kveðja í vb. - J.A.J. STJÖRMJSPA eflir Franees llrake NAUT Afmælisbam dagsins: Þú ert smekkmaður á öll- um sviðum og leggur mikið kapp á að líta vel út. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þér lætw vel að leiða aðra í starfi. Gættu þess bara að of- metnast ekld þegar vel geng- ur því dramb er falli næst. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugar- angri. Leggðu allt kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir sofið rólegw. Tvíburar ^ (21. maf - 20. júní) OÁ Láttu ekki dragast lengur að taka á þeim vanda sem við blasir. Þú verður hissa hversu auðvelt málið er þegar það er brotið til mergjar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það er farsælla að segja hug sinn en að byrgja hlutina inni. Mundu þó að ekki er sama hvernig þeir eru sagð- ir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) W Einbeittu þér að þeim verk- efnum sem fyrir liggja áðw en þú tekw að þér önnur og ný. Leitaðu aðstoðar ef eitt> hvað vefst fyrir þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) (ÐiL Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Varastu samt að ganga of langt svo ekki komi til eftirmála. Vog m (23. sept. - 22. október) ð « Nú er komið að því að vinur þinn verðw að endwgjalda þér greiða. Sýndu honum samt fyllstu kurteisi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að hafa betri skipan á því hvar þú lætur hlutina því það getur valdið erfið- leikum að þurfa aftur og aft- ur að leita að því sama. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. desember) Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áðw en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Góðw undir- búningur tryggir farsæla framkvæmd. Steingeit (22. des. -19. janúar) P Þér er nauðsynlegt að brydda upp á einhverju nýju til þess að gefa lífinu lit. Leitaðu samt ekki langt yfir skammt því tækifærin eru við hendina. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúai') Þú þarft að leggja ráðagerðir þínar undir dóm annarra því það skiptir öllu í samstarfi að ná samkomulagi um það sem máli skiptir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Nú er úr vöndu að ráða og því skaltu fara þér hægt þeg- ar þú veltir fyrir þér mögu- leikunum til lausnar vandan- Stjörnuspánu á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Laugavegi 36 MORGUNHANI fær 20% afslátt af viðskiptum milli kl. 9 og 11 handbrúður - vfsindadót - þrautir - hnettir - skrímslapúsl - œ Qý *<> cn 0) d Q. C/> . r-f O: O c feykirófa Skólavördus+íg 1 a 3 c jef|e>|S - jE|Eq - jn6uo|S- Jþieuq- Buo^jeiejj - jn6up|S - jn|n>)ndES ‘ DRAGTIR NÝ SENDING Jakkar, kjólar, pils, buxur st. 36-50. Frá ARIELLA síðkjólar, Ijósir litir Stúdentadragtir 20% afsláttur i^í&kuhú^ Laugavegi 87 Hverfi^götu 52, Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, I dag, sunnudag, frá kl. 13-19 Afgangar: 3 stk. gömul persnesk Tabriz, 2x3 m 1 stk. persnesk Hamadan, ca 1x1,8 r 4 stk. Indian Gabbeh. ca 0,7x1,4 m 19 rt</ HÓTEL REYKJAVIK Nú stgr. Áður 105.000 61.500 40.100 28.900 9.900 7.400 10% staðgreiðslu- afsláttur RAÐEREIÐSLUR^ Námskeið um þjónustu Bætt þjónusta - betri líðan í starfi! Námskeið íyrir starfsmenn og stjómendur iyrirtækja. • Hvers virði er góð þjónusta fyrir fyrirtæki og viðskiptavini þeirra? • Hvað get ég gert til að gera þjónustuna betri og fá um leiö meira út úr vinnunni? • Bætt þjónusta skilar auknum áraugri! Námskeiðið tekur tvö kvöld (alls 6 klst.) og hefst þriðjudaginn 11. maí, kl. 19 30 í Náms- flokkum Hafnaríjarðar Strandgötu 31, 2.hæð. Seinna kvöldið ákveðið í samráði við þátt- takendur. Leiðbeinandi er Jóna Guðmundsdóttir ráðgjaíi. Skráning og upplýsingar hjá Námsflokkum IkifnarljíU'ðar, sími 5651322, 8629575 eða í Upplýsingamiðstöð Hafiiarfjarðar, Vestmgötu 8, sími 565066l,netfang: ferdamal@hafnarfj.is NÁMSFLOKKAR Hk HAFNARFJARÐAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.