Morgunblaðið - 09.05.1999, Qupperneq 56
*56 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Róandi stuð!
Snoðaða söngkonan
gerir kraftaverk
ERLENDAR
vesturbæinn er tilfinning mín sú að
þetta sé sexý og dáleiðandi stuð-
popptónlist sem rói mann niður!
Þetta hljómar fremur mótsagna-
kennt, en þetta er samt rétt, ef við
lítum á myndina sem kom nokkuð
oft upp í huga mér:
Þetta er svona tónlist til að spila í
partíi í New York, á 20. hæð í há-
hýsi, en það eru fáir í partíinu,
og drekka bara pínulítið
kampavín, og eru mikið úti
á svölum að horfa yfir
borgina, og konumar eru í
drögtum og mennimir í
jakkafótum!!
Það má með sanni segja að
partíin sem ég fari í þessa
dagana samræmist ekki alveg
þessari lýsingu, en ég á heldur
ekki dragt og vinahópurinn vill
frekar drekka mikinn bjór en
lítið af kampavíni. Það er því
eins og ég hafi, við hlustun
þessa disks, álpast inn í ókunn-
ugt partí með fólki sem ég þekki
ekkert, setið úti í homi og virt
fyrir mér stemmninguna í dágóða
stund, líkað mjög vel og jafnvel
eignast nýja vini; en þakkað svo fyr-
ir mig og kíkt aftur til rokkaranna í
partíinu mínu sem „headbanga" við
The Stooges!
Ragnheiður Eiríksdóttir.
ÞEGAR ég kom heim til mín um
daginn, beið mín geisladiskur í póst-
kassanum. Það er alltaf gaman að fá
eitthvað jafn skemmtilegt og nýjan
geisladisk í pósti og það var því með
töluverðri eftirvæntingu sem ég
skellti gripnum í silfurlitaða ferða-
spilarann minn. Eg hef aldrei
hlustað á neitt með hljómsveitinni
Texas áður og því var fyrsta
hlustun eins og að hitta ókunnuga
manneskju á kaffihúsi og hlæja
að sumu sem hún segir, kinka
kolli af áhuga út af öðm, en geta
ekki verið sammála öllu.
Til að geta einbeitt mér bet-
ur að lögunum ákvað ég að
fara út að hjóla, með jákvætt
hugarfar, silfurspilarann
góða, og stuð í hjarta í
farteskinu. Það þarf ekki að
hlusta lengi til að heyra að
Sharleen Spiteri, söngkona
hljómsveitarinnar, hefur
eitthvað hlustað á kyntröllið dverg-
vaxna, „listamanninn sem áður var
þekktur undir nafninu Prince", og
það notfærir hún sér óspart í
raddútsetningum plötunnar, með
stórfínum árangri. Algengt er að
heyra hátt í aðalröddinni sem er
fremur djúp miðað við kvenmanns-
rödd, en svo bakrödd, áttund ofar,
fylgja sönglínunni eftir í bakgrann-
inum, og þetta þrælvirkar. Djúpa
röddin er mjög sexí og hefur fremur
mildandi áhrif á hlustandann, og hin
skærari á bakvið er dáleiðandi og
virkar stuðhvetjandi í alla staði.
Aðrar útsetningar era líka ofsa fín-
ar, lögin auðvitað misgóð, en mörg
hver svolítið dul-
mögnuJ. "“'■"‘"-Te**.
eins og mitt uppáhaldslag
á plötunni, titillagið „The Hush“.
Einnig er Donnusummerlegi diskó-
smellurinn „Summerson“ grípandi
og góður, mikil sól og sandur í
gangi.
Sem sagt, eftir nokkrar hlustanir
og hjólreiðar þvers og krass um
Sinéad O’Connor, sem
reif mynd af Jóhannesi
Páli páfa II í beinni út-
sendingu í sjónvarpinu,
er orðin prestur.
Sinéad hefúr mikið verið í fréttum á
Irlandi vegna baráttu sinnar til að
halda forræðinu yfir þriggja ára dótt-
ur sinni Roisin, sem hún á með írska
blaðamanninum John Waters. Hún
hefur tvívegis þurft að fara á sjúkra-
hús vegna þessa. Fyrst var hún að
niðurlotum komin andlega og líkam-
lega, hafði lést um 14 kíló og var að-
eins 52 kíló að þyngd. I seinna
skiptið skolaði hún niður 20
valíumtöflum með þremur
glösum af vodka til að sýna
Waters hversu nærri sér
hún tæki málið, en hann
kærði hana m.a. til bama-
vemdamefiidar fyrir van-
rækslu á baminu.
ing við guð þess efhis að ef hann kæmi
henni heilu og höldnu út úr misþyrm-
ingum bamæskunnar, myndi hún
þegar hún yrði stór gera allt sem í
hennar valdi stæði til að snúa fólkinu
til hans. Irar era hins vegar frekar á
því að hún sé bara klár kona sem
kunni að notfæra sér fjölmiðla.
Þegar Móðir Bemadette Mary var
innt eftir því að hafa rifið mynd af páf-
anum sagðist hún hafa verið að tjá
þann sársauka sem hún hefur þurft að
þola í lífínu, en það hafi bitnað á röng-
um aðila. „Eg biðst afsökunar á þessu
og ég veit að það hljómar klikkað, en
þetta átti alls ekki að vera niðrandi
fyrir kaþólikka og páfann. Ég hef
aldrei hitt hann, hann er öragglega
yndislegur maður. Ég var frekar að
tjá vonbrigði og gremju í garð kirkj-
unnar sem margir Irar fundu fyrir á
þeim tíma.“
„MEÐ minni hjálp hefur kaþólska
kirkjan risið upp frá dauðum, ég hef
bjargað lífi hennar og vona að stofn-
unin sé nógu sterk til að skilja það,“
segir hinn nývígði prestur, Sinéad
O’Connor, sem hvorki þurfti að undir-
búa sig sálarlega né vitsmunalega fyr-
ir vígsluna. Sinéad, sem er 33 ára,
heitir nú Móðir Bemadette Mary.
Hún hefur keypt sér hús í krafta-
verkabænum Lourdes í
Frakklandi og segist
aldrei ætla að koma aftur
hvorki til Englands né Ir-
lands til að búa þar.
Vildi drepa
poppstjörnuna
„Þegar ég fer að messa
mun fólk verða mun áhuga-
samara um að koma til kirkju
en það hefúr verið hingað til.
Jafnvel þótt fólk komi bara __ nl,
fyrir forvitni sakir, þá kemur ,t mea prestakraga
það að minnsta kosti og heyrir u
þá kannski eitt orð sem getur
haft áhrif á það. Sæmilega gáfað fólk
hlýtur að gera sér grein fyrir hversu
frábært þetta er fyrir kaþólsku kirkj-
una, sem árum saman hefur reynt öll
ráð til að fá fólk til messu,“ segir söng-
konan sem áleit kirkjuna í dauðaslifr-
unum áður en hún tók í taumana. „Ég
er góð og elskuleg manneskja að taka
á mig þá krossfestingu sem þetta mun
reynast mér, bara til að fá fólk aftur
til kirkju."
Sinéad hefur lýst prestvígslurmi
sem „dauða og endurfæðingu“. „Ég
vildi drepa þetta poppstjömuíyrir-
bæri sem nýttist mér ekki í þörf minni
fyrir tilgangi og kölluninni til að
hjálpa fólki. Ég mun starfa við prest-
þjónustu sem söngvari og verð alltaf
fýrst og fremst listamaður sem nú öðl-
ast tilgang sem hann hafði ekki áður.“
Hún segist fimm ára hafa gert samn-
með
mömmu sinni.
Waters hefúr nú fengið
forræðið yfir Roisin og segir
Sinéad að Biblían hafi hjálpað
henni að láta undan í því máli.
„Það er saga í Biblíunni sem
segir frá þegar tvær konur
komu með bam til Salómons
konungs sem þær sögðust báðar eiga.
„Rífið bamið í tvennt,“ sagði Salómon
þá. Önnur þeirra var tilbúin að sneiða
krakkann en hin lét frekar undan.
Þannig leið mér, ég gat ekki haldið
þessu áfram.“ Roisin flutti því til fóður
síns í Dyflinni, og Sinéad, sem einnig
á 11 ára soninn Jake af fyrra sam-
bandi, sagðist ætla að kaupa hús þar í
borg til að geta verið með dótturinni
hveija helgi.
Fyrir tveimur vikum fékk móðirin
svo Roisin að láni og stakk strax af
upp í flugvél til London, og er nú með
hana í felum nálægt kraftaverkabæn-
um. Þar hefur hún ráðið til sín vakt-
menn allan sólarhringinn svo að faðir-
inn geti ekki endurheimt hana. „Hún
gaf honum aldrei forræðið skriflega,"
segir vinur kvenprestsins, „og hefur
því ekki brotið nein lög með því að
taka Roisin aftur til sín.“
Ragnheiður Eiríksdóttir
Söngkona
fjallar um geisladisk hljóm-
sveitarinnar Texas „The Hush“
sem kemur út 10. maí
næstkomandi hjá
Mercury útgáfunni.
GUERLAIN
dagar í Andorru
Mánudag 10. maí kl. 12-18
Þriðjudag 11. maí kl. 12-18
Miðvikudag 12. maí kl. 12-18
Gréta Boða, Helga og Rósa kynna og
farða, pantið tíma í síma 555 2615.
Glæsileg
kynningartilboð og
gjafir
mmíid
snyrtivöruversíun
STRANDGÖTU 32,
HAFNARFIRÐI,
SÍMI 555 2615
Augnlæknastöðin ehf.,
Kringlunni 8-12, sími 570 0950.
Höfum flutt augnlæknastofur okkar í Augnlæknastöðina í
suðurhluta Kringlunnar á annarri verslunarhæð.
Elínborg Guðmundsdóttir, augnlæknir, sími 568 0717
Brynhildur Ingvarsdóttir, augnlæknir, sími 568 0737
Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir, sími 568 0757
Kristján Þórðarson, augnlæknir, sími 568 0797
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 1999
Á þessu ári veitir Norðurlandaráð
Umhverfisverðlaun sfn f flmmta
sinn. Verðlaunin eru 350 þús.
danskar krðnur og eru veitt
fyrirtæki, einstaklingi eða hópi
manna f efnkageiranum eða hjá
hinu opinbera sem hefur tátið
sérstaklega að sér kveða
á sviði umhverflsmála.
Viðfangsefnið á árinu 1999 er
„Staðbundið starf I anda
Staðardagskrár 21.“
Umhverfisverðlaunin koma í hlut
þess sveitarfélags eða byggðar sem
kynnir besta starfið á sviði
umhverfisverndar. Öllum er heimilt
að gera tillögu að verðlaunahafa og
skal tillagan vera vel rökstudd.
Starfsemin skal einkennast af
faglegum gæðum og skipta máli fyrir breiðan hóp einstaklinga.
Gera skal grein fyrir tillögunní á tveimur A-4 blaðsíðum hið mesta.
Dómnefnd sem skipuð er fulltrúum Norðurlandanna fimm ásamt
fulttrúum Færeyja, Grænlands ogÁlandseyja ákveður hver
verðlaunin hlýtur.
Tillögum skal skila til skrifstofu Norðurlandaráðs á sérstökum
eyðublöðum, í síðasta lagi föstudaginn 28. ma? 1999.
Utanáskriftin er:
Nordisk Rád,
Den Danske Delegation,
Christiansborg,
DK-1240 Kobenhavn K.
Umsóknareyðublöð og
frekari upplýsingar fást hjá
umhverfisráðuneytinu,
Vonarstræti 4,101
Reykjavfk.