Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 2
2 Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson Reykingar valda dauða 3000 íslendinga á hverjum áratug Útgefandi: Tóbaksvamanefnd, Skógarhlíð 8, pósthólf 5420, 125 Reykjavik. Sími 561 -2555, fax 561 -2563 heimasíða: reyklaus.is netfang: reyklaus@reyklaus.is Ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Greinaskrif: Þorgrímur Þráinsson, Guðjón Bergmann, Þórlindur Kjartansson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Eggert Aðalsteinsson, Helgi Guðbergsson, Þorsteinn Njálsson Ljósmyndir: Erling Ó. Aðalsteinsson o.fl. Hönnun og umbrot: Auk, auglýsingastofa í umhverfi okkar er urmull vfsbend- inga um að skynsemin sé áreiðanlegur vegvísir, að rökhyggjan sé vænlegra veganesti en hleypidómar eða hags- munabundin vanaskoðun. Vísindin efla alla dáð er kjörorð há- skólastarfsins og oft á ári fögnum við framförum i rannsóknum og tækni sem stuðla að betri heilsu, lækningu sjúkdóma, lífsbjörg fyrir fjólda ein- staklinga um heim allan, þúsundir, jafnvel milljónir manna. Hvernig stendur þá á því að í þessum gróðursæla ræktunargarði skynsemi, vísinda og rökhyggju skuli reykingar, afleiðingar tóbaksnotkunar á unga og aldraða, áhrif þeirra á böm í móður- kviði, aukna eiturlyfjaneyslu unglinga og útbreiðslu krabbameins og hjarta- sjúkdóma vera nánast vernduð fyrir herskárri gagnryni og fordæmingu? Hvernig stendur á þvi að þessi út- breidda dauðaorsök og mikli sjúk- dómavaldur fær slíkan frið til að iðka sfn skemmdarverk? Hver yrðu viðbrögð fjölmiðla, stjóm- valda, almennings, ef fullskipuð Flug- leiðaþota á leið til Kaupmannahafnar færist í febrúar og sfðan önnur full- skipuð þota í lok nóvember; tvær þot- ur á tæpu ári fæmst á leiðinni Reykja- vík - Kaupmannahöfn? Við vitum öll að viðbrögðin yrðu stór- fréttir f öllum fjölmiðlum heims, ítar- iegar rannsóknir fæmstu sérfræðinga, skýrslur og jafnvel málaferli og dóms- úrskurðir ef um vfsvitandi skemmdar- verk væri að ræða. Og hvað yrði sagt og gert, aðhafst og ákveðið ef síðan í febrúar á næsta ári færist nú þriðja þotan og sfðan hin fjórða f júní, þá sú fimmta og sjötta árið 2001. Alls hefðu um sex fullskip- aðar Flugleiðaþotur farist á leiðinni Reykjavík - Kaupmannahöfn á þrem- ur ámm og um 1000 fslendingar týnt lífinu á slíku ferðalagi. Það væri fróð- legur hugarleikur fyrir okkur öll að lýsa viðbrögðum sérfræðinga, fjöl- miðla, stjórnvalda, viðskiptalffs og annarra við slíkri atburðarás. Sjálfsagt mætti segja í léttum dúr að ömgglega myndu nú ýmsir hætta við að fljúga til Kaupmannahafnar og kjósa frekar að halda til Glasgow eða Osló; og líklega finnst einhverjum að forsetinn eigi nú ekki að vera að leika sér með svona hryllingssögur - en réttlæting mín er sú viðleitni að vekja til umhugsunar um fómardauða reyk- inganna í okkar litla samfélagi. f>að er mikill fjöldi dauðsfallanna - rúmlega 3000 manns á áratug - og síðan áfram ár af ári, áratug eftir áratug, sem hér- lendis má rekja beint til reykinga og eru þá ótaldir ýmsir sjúkdómar og veikindi sem með ýmsum hætti eiga rætur í reykingunum. Vissulega eru margar ástæður sem valda þvf að hin hættulega tó- baksneysla býr við skjól í almennri umfjöllun, að vamaðarorðin dmkkna í fjölmiðlafárinu og lífsstílstískunni sem jafnvel á stundum hefur gert reykingar að lofsverðum stæl. Samfélag okkar heldur áfram að storka niðurstöðum vfsindanna, ala á óhollustu, veita sjúkdómum brautar- gengi, bjóða heim hættunni á að margir veikist viljandi af krabbameini eða hjartasjúkdómum; tefli sjálfu líf- inu í tvfsýnu. Reykingar eru sannarlega meðal helstu sjúkdómsvalda samtímans. A undanfömum áratugum hafa milljónir manna um heim allan látist af þeirra völdum og við íslendingar eigum okkar hlut í þvf mikla mannfalli. f>að er því mikil þörf á vfðtækri um- ræðu og fræðslu um hætturnar sem fylgja reykingum. Ekki aðeins þeim sjálfum heldur einnig hvernig reyk- ingar unglinga stórauka líkumar á því að þeir verði fljótlega fórnarlömb fíkniefna og hættulegra eiturlyfja. Við Guðrún Katrín fylgdumst með því í Seattle á liðnu sumri hve öflug um- ræðan um tóbaksvarnir er í Banda- rfkjunum; hvernig baráttan er háð f þjóðþingum, í borgum, bæjum og byggðarlögum, í skólum og fjölmiðl- um, á vísindaráðstefnum og málþing- um. Við ræddum oft um að vonandi yrði hliðstæð vakning á íslandi. Guðrún Katrin var reyndar mikil bar- áttukona gegn reykingum og það var hennar ákvörðun að gera Bessastaði reyklausa - í fyrsta sinn í árhundraða- sögu þess höfuðbóls. Margir töldu í upphafi að slfk friðun Bessastaða væri óframkvæmanleg; slík væri tenging reykinga og veitinga í hugum fólks og siðvenju. En reynslan hefur sýnt að framkvæmdin hefur gengið með ágætum og nær allir tekið þessari ákvörðun vel. Við Guðrún Katrfn vorum sannfærð um það f samræðum okkar á liðnu sumri að læknar gætu gegnt lykilhlut- verki í baráttunni gegn reykingum, að slfkt fofvamarstarf væri í raun í sam- ræmi við helgar skyldur lækna: að forða heilbrigðum frá sjúkdómum og hvetja til öflugrar atlögu gegn ban- vænum faraldri. fslendingar sýndu fyrr á öldinni hvaða árangri var hægt að ná f baráttunni gegn berklum sem áður fyrr orsökuðu dauða þúsunda landsmanna. Sam- vinna lækna og áhugafólks hefur ein- nig á síðari ámm skilað verulegum ár- angri í glímunni við hjartasjúkdóma. Rar hefur fræðsla og stöðug umfjöllun með lækna og heilbrigðisstéttir í farar- broddi breytt lifsstíl fjölda fólks, auk- íð lífslfkur og reyndar að auki dregið vemlega úr kostnaði heilbrigðiskerfis- ins. Sams konar vakning þarf að verða gagnvart reykingum, helsta sjúk- dómavaldi samtfmans, sem árlega leggur að velli hundruð íslendinga og milljónir manna um heim allan. Úr ræðuforseta Islands 22. janúar 1999 Velgengni og reykingar í fljótu bragði virðist ekkert samhengi vera á milli velgengni og þess að hætta að reykja. Hér kemur hins vegar ágætisuppskrift að velgengni. Velgengni jafngildir: tíma, peningum, orku. • Ef þú hefur tfma og peninga, en enga orku (hvorki líkamlega getu né andlega heilsu) til að njóta þeirra, nýtur þú ekki velgengni. • Ef þú hefur peninga og orku, en engan tíma til að njóta þeirra, nýtur þú ekki velgengni. • Ef þú hefur tfma og orku, en enga peninga til að nýta hvorutveggja, nýtur þú ekki velgengni. • Aðeins þegar þú hefur peninga, tima og orku getur þú notið vel- gengni. í>eir sem reykja eiga erfitt með að njóta velgengni. Þeir eyða tfma, pen- ingum og orku í reykingar sínar. Jafn- vel þótt þeir eigi nóg af tíma og peningum, þá kemur orkan (þá sérstaklega sú líkamlega) ekki aftur fyrr en þeir hætta að reykja. Með því að hætta að reykja öðlast þú allt þrennt. • t>ú sparar peninga sem annars færu í tóbakskaup. • t>ú sparar tfma sem annars færi í tóbaksrey kingar. • t>ú öðlast orku þegar lfkaminn losar sig við eiturefnin sem fylgdu reyk- ingunum. Veldu velgengni, veldu reyklaust lífl „Karlmenn sem reykja eru ekki kyssilegur kostur!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.