Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 4
„Viðhorf til unglingadrykkju hafa einkennst af umburðarlyndi“ Rœtt við Þorgerði Ragnarsdóttur, fratnkvcetndastjóra Áfengis- og vímuvarnaráðs. VÍMUVARNARÁÐ Þann 1. janúar siðastliðinn tók ÁJengis- og vímuvarnaráð til starfa en tilgangurinn með stofnun þess er að efla og styrkja áfengis- og vímu- varnir, sérstaklega meðal barna og unglinga og spoma við afleiðing- um neyslu áfengis- og vímuefna. Þorgerður Ragnarsdóttir er fram- kvæmdastjóri ráðsins en hún er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur að mennt. í Áfengis- og vímuvamaráði eiga sæti átta fulltrúar frá sjö ráðuneytum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. „Frá því ráðið tók til starfa hefur það verið að móta sér stefnu fyrir starfið," segir Þorgerður. „Byrjað var á að senda út fyrirspum til meira en 50 stofnana, fé- lagasamtaka og einkaaðila, sem koma á einhvern hátt að vimuvömum, um það hvað mikilvægast væri að leggja áherslu á í vímuvörnum i náinni framtíð. Algengasta svarið var vímu- laus grunnskóli. Fað hefur Áfengis- og vímuvarnaráð gert að sinu forgangs- markmiði. Við trúum að því fylgi ótvíræður ávinningur fyrir þjóðfélagið allt ef tekst að seinka þvi að unglingar byrji að neyta áfengis. Annað algengt svar var að uppræta þyrfti áfengis- neyslu í tengslum við tómstundaiðju bama og unglinga, t.d. í tengslum við íþróttakappleiki. f þriðja lagi var það skoðun margra að ef árangur ætti að nást þyrfti að huga að forvörnum mun fyrr á lífsferli barna en nú er gert. f>að er of seint að byrja á því þegar böm em komin á unglingsald- ur. Loks kom fram í svörunum við fyrirspuminni, að nauðsynlegt væri að auka sérhæfð meðferðarúrræði fyrir börn í vanda. Sem stendur er u.þ.b. ársbið eftir meðferð í þessum aldurs- hópi. Áfengis- og vímuvamaráð vill byggja starf sitt á niðurstöðum rannsókna og athugana á sviði vimuvama og stöð- ugu mati á árangri vímuvamaaðgerða. Til að meta árangur verkefna verður stuðst við kannanir á neyslu þjóðar- innar á áfengi og vímuefnum og tiðni ýmissa vandamála þar sem vímuefna- neysla kemur við sögu, t.d. við inn- lagnir á sjúkrahús, afbrot og ölvun- arakstur. Loks verður stuðst við sam- anburð innanlands og á milli landa. Áfengis- og vímuvarnaráð stefnir að því að verða miðstöð vfmuvarna í landinu, að vinna með og verða bak- hjarl allra þeirra sem starfa að vímu- vömum. Undirbúningur að aðgengi- legum upplýsinga- og gagnabanka um vimuvarnir á netinu er hafinn og verður hann vonandi lilbúinn á árinu. Pað er verkefni sem mér finnst mjög spennandi." Hvert er mikilvægi forvama „versus“ aðgerðir stjómvalda til að ná tökum á fíkniefnavandamálum? „Engin ríkisstjórn hefur lagt eins mikla áherslu á vímuvamir og sú sem nú er að ljúka starfstíma sínum. t>að skipti miklu máli að rikisstjómin tók þessi mál til meðferðar og markaði stefnu til framtíðar. Þá var lagður gmnnur að Forvamasjóði og meira fé varið til vímuvarna en áður en þó hvergi nærri nógu. Það er hins vegar nauðsynlegt að hugur fylgi máli og aðgerðir stjórnvalda endurspegli það. Sú stefna, sem beitt hefur verið í for- varnaskyni, að takmarka aðgengi fólks, sérstaklega unglinga, að áfengi á mjög í vök að verjast nú á tímum. Hvers konar takmarkanir á frelsi ein- staklinga eiga hreinlega ekki upp á pallborðið. Rannsóknir á árangri vímuvamastarfs hafa hins vegar sýnt að til þess að fræðsla skili árangri þarf hún að haldast í hendur við takmark- anir á aðgengi að áfengi. Hugmyndir um aukið frelsi, t.d. um að selja áfengi í matvörubúðum, valda mér því áhyggjum. Það þarf enga spekinga til að sjá að við það mun áfengisneysla „Sterkasta fólkið er náttúrlega það sem segir NEI við reykingum." Evrópusamkeppni um reyklausa bekki Samhliða nýju náms- og fræðsluefni um tóbak í grunnskólum landsins gefst reyklausum bekkjum kostur á viðurkenningarskjali til staðfestingar á þvi að allir nemendumir eru reyklaus- ir. Að auki geta nemendur í 8.-10. bekk sent inn staðfestingu á eigin reykleysi og þannig átt möguleika á úri frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og Tóbaksvamanefnd í viðurkenning- arskyni. Árlega fá rúmlega 400 reyklausir nemendur úr að gjöf. 1 lok þessa árs hefst samkeppni meðal reyklausra 7. og 8. bekkja á íslandi undir heitinu: Vertu frjáls - reyklaus. Um alþjóðlega samkeppni er að ræða (Smokefree Class Competition) og á einn bekkur, í hverju landi fyrir sig, möguleika á að hljóta í aðalverðlaun ferð fyrir bekkinn til einhvers af hin- um löndunum sem taka þátt. Vegleg landsverðlaun verða fyrir einn bekk á íslandi en að auki geta nokkrir bekkir unnið til verðlauna og sömuleiðis nokkrir heppnir nemendur. Enn er óvíst hvaða verðlaun verða i boði en aukast, sérstaklega meðal unglinga. Til að árangurs megi vænla verðum við að vera sammála um nokkur grundvallaratriði. Áfengislaust þjóðfé- lag er t.d. ekki raunhæft markmið. Hins vegar ættum við að geta fylgt betur lögum um áfengisneyslu en við höfum gert. Við höfum 20 ára aldurs- takmark til að kaupa og neyta áfengis en flestir eru byrjaðir að fikta við það 14-15 ára. Kannanir sýna að því yngri sem unglingar eru þegar þeir byrja að neyta áfengis því erfiðari verða vandamálin sem þeir glíma við vegna neyslu vímuefna seinna á ævinni. Viðhorf til unglingadrykkju hér á landi hafa einkennst af umburð- arlyndi og það er ekki að vænta mik- ils árangurs í vímuvörnum á meðan þorri þjóðarinnar er ekki tilbúinn að líta i eigin barm og endurskoða eigin neysluvenjur og uppeldisaðferðir." Er ástæða fíkniefnavandamála ekki fyrst og fremst foreldravandamá! þarf ekki að verða ákveðin hugar- farsbreyting í uppeldis- og skólamál- um til að stöðva þessa þróun? „Þetta er í mínum huga fyrst og fremst þjóðfélagsvandamál. Foreldrar eru bara einn hlekkur í flókinni keðju. Foreldramir ólust upp i sama þjóðfé- lagi og bömin en við aðrar aðstæður. Seint á kvöldin fyrir 15-20 árum söfnuðust foreldrar nútímaunglinga satnan á Hallærisplaninu í Reykjavík sem þá var ljótt og illa malbikað. Síð- ar var Hallærisplaninu breytt í Ing- ólfstorg, steinlagt og hannað af lands- lagsarkitektum. Þar safnast ungling- arnir saman núna. Möguleikar til dægradvalar nú em svimandi miklir í samanburði við það sem var. Að sama skapi hefur framboð á áfengi og ýms- um hætlulegum vímuefnum aukist mjög. Foreldrarnir geta ekki borið æskuár sin saman við það sem er að gerast nú. Umhverfið er orðið bæði flóknara og hættulegra. Auk þess er hægt að fullyrða að þó að foreldramir hafi komist klakklaust í gegnum sín unglingsár hefðu þeir ekki haft verra af að bíða með að taka fyrsta áfengis- sopann. Það gildir ekki síður um nú- tímaböm. Skólinn hefur gert ráð fyrir einsleitri hjörð og þeir sem ekki falla í fjöldann hafa átt þar erfitt uppdráttar. Sam- kvæmt nýrri námskrá á nú að fara að kenna lifsleikni i grunnskólanum og vonandi á það eftir að skila árangri í framtíðinni með fjölbreyttara náms- vali við hæfi hvers og eins.’’ Til hvaða aðgerða vildir þú gripa ef þú ættir þess kosl og hefðir til þess völd? „Mig dreymir um að finna leið til að sinna bömum í áhættuhópum betur en gert hefur verið. Það er í vissum tilfellum hægt að þekkja þau úr mjög snemma en hingað til hafa möguleik- amir til að styðja þau ekki verið fjöl- breyttir. Ég er sannfærð um að með jákvæðu viðmóti og með því að styrkja þau frá byrjun í leikskóla, skóla og tómstundastarfi er hægt að fleyta þeim yfir ýmsa erfiðleika sem þau kljást við, auðvelda þeim lifið og lýsa upp framtíð þeirra. Ég myndi vilja koma tilraunaverkefni í þessu skyni inn í leikskólann og fylgja því eftir upp úr grunnskólanum.” Þ.Þ. Auglýsing um styrki úr Forvamasjóði birtist á hvítasunnu- dag, 23. maí sL, í Morgunblaðinu. Umsóknarfrestur er til 15.júní. Upplýsingar fást i sima 551 9944, netfang: vimuvamir@hr.is, og á heimasíðu Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur: www.hr.is þau verða ekki af verri endanum. Allir nemendur fá viðurkenning- arskjal fyrir þátttökuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.