Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 8

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 8
8 Rannsóknir Þorsteins Blöndals hafa vakið heimsathygli. Nikótínlyf gefa góða raun „Því miður er lungnakrahbi enn ill- lœknanlegur og af 100 einstaklingum sem fá sjúkdóminn eru aðeins 7-8 lifandi fimm árum síðar." Þetta segir Þorsteinn Blðndal, yfirlœhnir á lungna- og berklavarnadeild Reykja- víkur en nokkrar af rannsóknum hans á áhrifamœtti nikótínlyfja gegn reykingum hafa birst i virtustu læknatímaritum heims. „Áhugi minn á því að hjálpa fólki að hætta að reykja kviknaði þegar ég starfaði í Uppsölum í Svíþjóð og með- höndlaði fólk með lungnakrabba- mein. Meðferðin var oftast unnin fyrir gýg og mér fannst brýnna að reyna að koma i veg fyrir að fólk fengi lungna- krabbamein. Reykingar eru sam- félagsvandamál sem er ekki hægt að meðhöndla á einn ákveðinn hátt þótt löngun margra okkar felist oft i því að leysa vandamál út frá einum punkti. Þegar ég fór að tala við fólk um reyk- ingar undir fjögur augu var litið um meðferðarúrræði. Læknar vissu hrein- lega ekki hvemig þeir áttu að taka á vandamálinu. Það var þó þekkt að ef heróínneytendum var gefið metadon í munn gat það hjálpað þeim frá því að sprauta sig heróíni í æð. Áþekkum aðferðum var beitt við reykingamenn. f stað þess að þeir væru að fylla lung- un af reyk dag eftir dag til að viðhalda nikótínþörftnni var farið að gefa þeim nikótín í gegnum húðina. Meðferðin veitti þeim nikótin en kom í veg fyrir að nikótínið færi inn í líkamann á sama hátt og þegar reykt var. Lyfja- prófanir með nikótíntyggjó, nefúða, plástur og nikótínpenna, í samvinnu við lyfjafyrirtæki, hafa gefið mjög góða raun. Árið 1985 reyktu yfir 40% íslendinga á aldrinum 18-69 ára en árið 1998 reyktu tæplega 28% f sama aldurs- flokki. Þetta er samdráttur um 12 prósentustig eða 0,8% á ári. Ef heim- ilislæknir hvetur sjúklinga sína til að hætta að reykja án þess að mæla með nikótínlyfi er árangurinn um 5-8%. Ef hann hvetur skjólstæðinga stna hins vegar til að hætta með hjálp nikótínlyfja myndi árangurinn tvö- faldast. Ef trúverðugur heilbrigðis- starfsmaður gefur reykingamanni góð ráð til að hætta að reykja getur það þannig tífaldað áhrifin sem samfélagið eitt og sér hefur á hann. Heilbrigðis- starfsmenn eru því i lykilaðstöðu til að hvetja skjólstæðinga sína til að hætta að reykja. Trúverðug einstak- lingssamtöl og nikótínlyf geta gert gæfumuninn. Lað skýtur skökku við að á sama tima og verið er að niður- greiða lyf við of háum blóðþrýstingi og mikilli blóðfitu, og sú meðferð þannig gerð aðgengileg, er þvi miður vel þekkt að fólk telji sig ekki hafa ráð á nikótínlyfjum. Rannsóknir Þorsteins og samstarfs- fólks hans á áhrifamætti nikótinlyfja hafa vakið heimsathygli. „Ein rann- sókna okkar sem stóð yfir í sex ár sýndi að 11% fólks, sem var eingöngu gefinn nikótínplástur í fimm mánuði var reyklaust eftir eitt ár. Hins vegar voru 27% enn reyklaus eftir eitt ár þegar þau tóku nikótínnefúða að auki. f báðum tilfellum hætti öll plástursmeðferð eftir fimm mánuði en nefúðameðferð eftir eitt ár. Pessar niðurstöður vöktu töluverða athygli enda höfðu engar sambærilegar til- raunir verið gerðar annars staðar í heiminum. Tölumar um þá sem falla á reykbindindi segja okkur hvílíkur ógnarkraftur er i soginu eftir nikótfni. Þess vegna má flokka nikótfn með sterkustu ávanabindandi efnum eins og herófni. Og það er löngu orðið tfmabært að meðhöndla sfgarettur sem hrein eiturefni.“ Aðspurður um hversu langan tfma það sé æskilegtað nota nikótínlyf segir Þorsteinn að enn hafi engir sjúkdóm- ar greinst af völdum nikótínlyfja. „f upphafi var óttast að nikótín eitt sér myndi valda skemmdum í hjarta- og æðakerftnu og því var farið varlega af stað. Nikótfntyggjó hefur verið á markaði f rúm 20 ár og sumir hafa notað nikótínlyf í 10-20 ár án þess að nokkrir sjúkdómar hafi komið í ljós. Á þessu stigi væri þó bamaskapur að fullyrða að nikótínlyf væra fullkom- lega skaðlaus en ekkert bendir þó enn til þess að þau hafi sjúkdómsfram- kallandi áhrif. En það er alveg ljóst að nikótínlyf tvö- eða þrefalda líkur á því að fólk standist reykbindindi. Sumir vilja meina að fráhvarfs- einkenni þegar hætt er að reykja vari í 3-5 vikur. Sagan er þó ekki öll sögð þótt fyrstu 3-5 vikumar séu að baki. Skyndileg föngun að reykja hellist yfir þegar minnst varir og jafnvel árum eftir upphaf reykbindindis. Lengi hefur þetta þótt dularfullt og jafnvel haft í flimtingum, sbr. „nú er einhver að drekka í gegnum mig“ þegar gamall alki dettur f það. Nú bendir ýmislegt hins vegar til að þama séu vefrænar orsakir að baki. í löngu- narköstunum sést á myndum að það er eins og heilinn standi f björtu báli þegar einstaklingurinn fær mikla löngun til að reykja. Ég hef ráðlagt þeim sem hætta að reykja að skilja ekki eftir vin reyking- anna inni í sér. Það er mjög einstak- lingsbundið hvaða ráðlegginga fólk þarfnast í reykbindindi en ég aðhyllist langvarandi meðferð með aðstoð nikótínlyfja. Sá sem notar nikótfnlyf á að hugsa um sjálfan sig sem reyklaus- an aðila. Viðkomandi á að bíða eftir að geta sagt eftirfarandi setningu af einlægni: „Ég veit ekki hvað ég geri þegar ég hætti að nota nikótfnlyf en eitt er víst; ég byrja aldrei aftur að reykja." Þegar þessi setning hljómar innra með viðkomandi er hann tilbúinn til að hætta. Ef ekki er væn- legast að nota lyfin áfram.“ Þ.Þ. sólarhringinn 7 daga vikunnar HAALEITIS Við erum reyklaus Kosturinn við plástrana er sá helstur að nikótfnmagnið f blóðinu helst jafnt allan daginn svo þörfin á auka- skammti ætti aldrei að vera til staðar. Rétt eins og með tyggjóið þá er mælt með þvf að fólk minnki nikótfn- skammtinn smám saman og þurfi á endanum ekki á neinni stoð að halda. Innsogslyfin, sem Nicorette framleið- ir, henta vel þeim sem erfitt eiga með að losna undan þeim vana að hafa eitthvað f höndunum. Við innsog tek- ur slímhúðin nikótfnið upp f blóðrás- ina en ekki lungnaplpurnar og - píplurnar. Þannig hafa innsogslyfin ekki nándar nærri því eins skaðleg áhrif á lungun og sígarettur. nikótfntyggjói. Önnur er án bragðefna og hin með myntubragði. Hvora um sig er hægt að fá með mismunandi styrkleika. Einnig býður Nicorette upp á nikótínplástra og innsogslyf. Nicotinell Thorarensen Lyf selja Nicotinell- tyggjó eða plástra. Tyggjóið er til með ávaxtabragði og piparmyntubragði og í tveimur mismunandi styrkleikum. Einnig býður Nicotinell upp á plástra og era þeir til með þremur mismun- andi skömmtum af nikótfni. No Smoking Eins og áður hefur verið minnst á er No Smoking hið eina þessara lyfja sem ekki inniheldur nikólín. Hér er um að ræða tyggjó sem inniheldur lystarstillandi lyf. Það er IogD (Innflutningur og Dreifing) sem sér um sölu No Smok- ing-varanna hér á íslandi en ekki er langt síðan markaðssetning hérlendis. þeim efnum hófst 3; FJÖLSKYLDU- OC HOSDÝRACARPURINN Nikótínlyf Ffknin lýsir sér þannig að frá- hvarfseinkenni koma í ljós þegar magn nikótíns f blóðinu lækkar. Nikótfn er hins vegar ekki krabba- meinsvaldur og þvf mun skaðminna eitt og sér heldur en í samblandi við öll þau fjölmörgu eiturefni önnur sem f sígarettum og sígarettureyk finnast. Nikótínlyf viðhalda nikótínmagni f blóðinu og koma þannig í veg fyrir fráhvarfseinkennin. Þannig á fólk auð- veldara með að sleppa sígarettunum og losnar þvf við öll þau efni sem í sf- garettureyknum eru. Nikótínmeðferð Meðferðin sem valin er miðast við nikótínþörf hvers einstaklings. Þeim sem reykja lftið nægir venjulega að notast við nikótíntyggjó. Tyggjóið inniheldur nikótín sem síast inn í blóðið við tuggu. Nokkrar mínútur tekur fyrir nikótínið að komast í blóð- rásina en nikótínskammtur hverrar plötu þverr á um hálfri klukkustund. Hægt er að fá tyggjó með mismiklum nikótínskammti og er fólki ráðlagt að minnka smám saman nikótfnskammt- inn þar til fíknin er sigruð. Plástrarnir virka á svipaðan hátt og tyggjóið. Nikótínið síast inn í blóðrás- ina í gegnum húðina. Rétt eins og með tyggjóið þá er hægt að fá plástra með mismunandi magni nikótíns. Ni corette Pharmacia sér um sölu og dreifingu á Nicorette-vörunum hérlendis. Sögu Nicorette má rekja til sjöunda áratug- arins þegar sænski sjóherinn sneri sér til sænskra vísindamanna til að ráða bót á þeim vanda sem skapaðist í kafbátum við að s j ó m e n n - ÍUH I 'iúi irnir gátu \ ekki reykt. ^ Fráhvarfs- einkennin vora óþolandi og höfðu slæm áhrif á starfsandann f kafbátunum. Nú býður Nicorette upp á tvær bragðtegundir af í öllum apótekum og víðar er hægt að nálgast nánari upplýsingar um þessi lyf og önnur úrræði sem bjóðast þeim sem óska eftir aðstoð við að hætta að reykja. Yfirgnæfandi meirihluti reykingafólks vill hætta þeim ósið að reykja. Það getur þó reynst mjög erfitt enda er nikótín afar ávanabindandi efni. Þar sem nikótínfíknin er það sem gerir fólki erfitt að hætta sígarettureyking- um getur nikótfn f öðra formi komið fólki að gagni. Þannig losnar fólk undan subbuskapnum og lyktinni sem reykingum fylgja. Þetta er mikill sigur fyrir flesta og auk þess reynist fólki auðveldara að draga smám sam- an úr neyslu nikótíns þegar þess er neytt á annan hátt en með reykingum. Á undanförnum árum hafa ýmis lyf sem innihalda nikótín ratt sér til rúms hérlendis sem erlendis. Flestir notast við nikótfntyggjó en einnig fást nikótfnplástrar, innsogslyf og fleira. Þekktustu merkin á fslenska mark- aðnum era Nicorette og Nicotinell en þær vörar innihalda nikótfn. Nýlegra á markaðnum er No Smoking sem ekki inniheldur nikótín en hefur m.a. lystarstillandi efni en margir óttast það að hætta að reykja sökum þyngd- araukningar sem gjaman fylgir því. Hvemig virka nikótínlyf Eins og áður segir þá er það nikótínið f sígarettum sem er ávanabindandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.