Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 16
Körfuknattleiks-
dómarar eru með
skýr skilaboð
á treyjum sínum.
Iþróttafélög, þjálfarar og „hetjurnar((
þurfa að standa sig betur íforvörnum!
Hvemigjyrirmynd er hann?
íþrótlafélög, sem vilja láta taka sig
alvarlega út frá uppeldis- og for-
vamasjónarmiðum, verða að banna
reykingar og alla tóbaksnotkun á
iþróttasvœðunum. Opinberir styrkir
cettu ekki að fást nema markviss
stefna i fíknivömum Iiggi fyrir - og
að henni séframfylgt.
Nonni litli hafði aldrei fengist til að
borða hafragraut og gaf litið fyrir allar
tilraunir foreldra sinna til að koma
grautnum ofan 1 hann. Það var ekki
fyrr en Nonni byrjaði að stunda
íþróttir að hann fór að borða hafra-
graut. Móðir hans skyldi ekkert í
sinnaskiptum sonarins og spurði
hvort hann hefði fengið hugljómun.
„Þjálfarinn sagði að ég yrði betri
íþróttamaður ef ég borðaði hafragraut
og hollan mat,“ sagði Nonni og fannst
grauturinn góður á bragðið.
Svona dæmi segja okkur, sem hefur
reyndar ætíð verið deginum ljósara,
að ábyrgð þjálfara er mikil og það sem
þeir segja er yfirleitt „lög“ sem krakk-
arnir fara eftir. Þjálfari á ekki ein-
göngu að hafa það markmið að „búa“
til góða íþróttamenn heldur fyrst og
fremst sjálfstæða einstaklinga sem
standa allir vegir færir - innan vallar
sem utan. Af þeim sökum á hann
stöðugt að hamra á mikilvægi þess að
lifa heilbrigðu lífi til þess að betri ár-
angur náist - á öllum sviðum. Þjálfar-
inn þarf að tala reglulega um skað-
semi reykinga og tóbaksnotkunar al-
mennt og benda iðkendunum á að
láta allt áfengi lönd og leið. I hópí-
þróttum er það liðsheildin sem skiptir
máli. Ef einn fer út af brautinni og
byrjar að reykja, eiga félagar hans og
þjálfarinn að gripa í taumana.
Samkvæmt lögum eru reykingar
bannaðar í öllum húsakynnum sem
eru fyrst og fremst ætluð til dagvistar-,
félags-, fþrótta- og tómstundastarfa
barna og unglinga. Nær bannið til
húss og lóðar. Þetta er reyndar svo
sjálfsagt mál að óþarfi ætti að vera að
minnast á það. íþróttafélögin verða að
fara að taka sig saman í andlitinu
hvað þetta varðar því munn- og neftó-
baksnotkun „fyrirmyndanna" (leik-
manna meistaraflokks) hafa aukist
verulega slðustu árin. Sömuleiðis er
ekki óalgengt að sjá forkólfa fþróttafé-
laganna reykja á svæðunum - jafnvel f
návist bama og unglinga. Það fþrótta-
félag sem vill láta taka sig alvarlega
setur fyrir þennan ófögnuð. Og það er
undarlegt ef foreldrar láta bjóða sér
upp á þetta.
Ýmsar veggmyndir eru fyrirliggj-
andi hjá Tóbaksvarnanefnd ef
þjálfarar vilja dreifa til iðkenda og
sómuleiðis ef félögin hafa áhuga á
að hengja þau upp í húsakynnum
sínum.
Þ.Þ.
Við emm reyklaus
SP-FJÁRMÖGNUN HF
ísland í
góðum málum?
Samkvæmt niðurstöðum sem birtust í
tímaritinu Heilbrigðismál í fyrra
reykja hlutfallslega færri fslenskir
karlmenn en kynbræður þeirra annars
staðar á Norðurlöndum, nema f Sví-
þjóð. Þar bætist reyndar við að fimmti
hver sænskur karlmaður notar munn-
og neftóbak. Á fslandi reykja 24%
karlmanna 15 ára og eldri daglega og
er það mun betra ástand en meðal
danskra karlmanna, að ekki sé minnst
á þá grænlensku. íslenskar konur
standa sig ekki eins vel og karlmenn-
irnir. Þær reykja meira en konur í
Finnlandi og Svfþjóð en minna en
aðrar norrænar konur. Ekki fengust
upplýsingar frá Færeyjum
Skondnar
setningar
„Ef hinir fátæku reykja eins og hinir
riku - munu þeir deyja eins og hinir
ríku.“
„Indjánar reyktu friðarpípu og öðluð-
ust frið - langt fyrir aldur fram.“
Sumir segja að það sé allt í lagi að
reykja því reykingar drepi bara annan
hvem mann. Hvenær myndi hermað-
ur, sem kemur heim úr striðinu þar
sem helmingur félaga hans dó, halda
því fram að byssukúlur væru hættu-
lausar af því hann sjálfur lifði af?
Hvort er betra að vera latur og með
nokkur aukakíló en grannur í gröf-
inni?
„Maður drepst hvort sem er einhvem
tfmann og úr einhverju verður maður
að drepast," segja margir reykinga-
menn sem eru orðnir þreyttir á áróðri
gegn reykingum. Valgeir Skagfjörð,
leikari og fyrrum reykingamaður, hitti
naglann á höfuðið: „Lffið snýst ekki
um það hvemig maður drepst, heldur
hvemig maður lifir.“
Við emm reyklaus
REYKJANESBÆR
skrifstofur
Börn eiga skilyrðislausan rétt
á reyklausu umhverfi!
Ef ein sígaretta er reykt f návist bams er hægt að mæla niður-
brotsefni nikótfns í þvagi bamsins þremur dögum síðar.
Reykingar foreldra tvöfalda líkumar á þvf að bamið þeirra
byrji að reykja og reyki systkini þrefaldast líkumar. Ábyrgð
foreldra er mikil en margir eiga erfitt með að horfast í augu
við það að vera áhrifamesta fyrirmyndin.
„Mér finnst fáranlegt þegar talað er um
að reykja eftir kynlíf, algjört „tum off“.“