Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 6
Reykingar eru ánauð! Bónus er besti vinur barnanna því fyrirtcekið selur ekki sígarettur og Jóhannes í Bónus er hcettur að reykja. Hann telur að leyftsskylda á smásölu tóbaks sé afhinu góða. „Ástæða þess að við höfum aldrei selt tóbak í Bónus er sú að okkur þykir það dýrt og þykir tóbak óþverri. Við fengum ákúrur fyrir þetta frá sumum en ég hef alla tíð verið stoltur af þvi að selja ekki sígarettur og Bónus hefur getað slegið sér upp á því.“ Jóhannes byrjaði sjálfur að reykja 32 ára gamall en hætti fyrir nokkrum mánuðum. Sumum þótti undarlegt að maður sem reykti skyldi ekki hafa áhuga á að selja sígarettur. „Sonur minn, sem hefur verið með mér I Bónus frá upphafi, hefur aldrei reykt og alla tið verið á móti tóbaki og dótt- ir mín reykir ekki heldur. Allir í kringum mig hafa verið á móti tóbaki. Það er ekkert launungarmál að við vorum að reka ódýra verslun og þar sem sígarettur er dýr „munaðarvara", ef svo má að orði komast, fannst okk- ur ekki réttlætanlegt að hún yrði seld í Bónus. Vissulega höfum við tapað tugum milljóna króna á því að selja ekki tóbak því álagningin á því er ágæt en við sjáum ekki eftir því.“ Hvað kom til að þú hœttir að reykja? „Það að hætta að reykja hefur verið lengi í undirmeðvitundinni. Einn morguninn fannst mér nóg komið. Mér fannst allt ógeðslegt i kringum mig útaf reykingunum og þar sem ég var staddur við sjávarsiðu henti ég síðustu 10 sígarettunum i sjóinn. Þetta var 25. janúar síðastliðinn. Ég var mest hissa á því hve sá tími var skammur að mér leið illa af þvi að vera hættur og hversu stutt var í þann tima að mér fór að líða vel. Ég notaði engin hjálparmeðöl og hef komist yfir það að langa í sígarettu." Var orðið erfitt að vera reykinga- maður? ,Já, ég verð að segja það. Reykingar eru ekkert annað en ánauð. Það eru mörg ár síðan ég hætti að reykja í bílnum og ef ég hef verið á stöðum þar sem er reykt er megn tóbaksfnyk- ur af fötunum. Ég skil það fólk vel sem er á móti reykingum. En reyking- ar eru enn í þjóðarsálinni og það er alltaf spurning hversu langt á að Jóhannes tekur við viðurkenningufrá krökkum i Grafarvogi, fyrir það að selja ekki sígarettur. ganga í þvi að reyna að breyta háttemi fólks eða neysluvenjum.“ Jóhannes telur að helsta ástæða þess, að margir sölustaðir tóbaks brjóti lög og selji krökkum yngri en 18 ára sí- garettur, sé sú að í flestum tilfellum séu krakkar að afgreiða sem eru að selja jafnöldrum sínum. „Pað segir sig sjálft að einhver refsing þarf að koma til ef menn brjóta lög. Með því að leyfisskylda smásölu tóbaks myndu færri taka þá áhættu að brjóta lögin þvi þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa leyfið. Víða í Bandarikjunum er fólk spurt um skilríki þegar það kaupir sér bjór - jafnvel þótt við- skiptavinurinn sé um þrítugt. Menn taka enga áhættu því þeir missa sölu- leyfið ef þeir selja yngri en 20 ára áfengi.“ Jóhannes er reyndar þeirrar skoðunar að það sé alltaf heillavænlegast að setja enn meira fjármagn f forvarnir og fræðslu. „Krakkar sem em vel upp- lýstir um skaðsemi tóbaks eru mestu áhrifavaldarnir í því hvort foreldrar þeirra haldi áfram að reykja eða ekki. Maður tekur fyrst og fremst tillit til bama sinna. Maður kemst ekkert af stað í bil án þess að nota bílbelti ef börn eru í bílnum sem eru fullkom- lega meðvituð um að það EIGI að nota bílbelti. Fjögurra ára bamabarn mitt bað mig í fyrra að reykja ekki því ég myndi deyja. Þetta hefur áhrif á mann. Þess vegna á að leggja mestu áhersluna á forvarnir, að upplýsa bömin um skaðsemina.“ Þ.Þ. Nönnukot — hús með sál Fyrsta reyklausa kaffthúsið á Islandi. Félagið „Fagurfiskur i sjó“ rekur Nönnukot en eigenáumir eru Hjördís, Nanna og Kristján. Þann 28. maí 1993 opnaði Nanna Hálfdánardóttir fyrsta reyklausa kaffi- húsið á íslandi, Nönnukot í Hafnar- firði. Það vakti töluverða athygli og töldu sumir að ekki væri grundvöllur fyrir rekstri reyklauss kaffihúss. „Reynslan af því að hafa Nönnukot reyklaust hefur alla tíð verið góð,“ segir Nanna. ,,I upphafi kom fólk langt að þvi það þótti svo sérstakt að til væri reyklaust kaffihús. Enskur „lord“ hefur kikt í kaffi fyrir forvitni sakir og fjölmennt fréttalið frá BBC hefur notið veitinga hjá okkur. Ann- ars em gestimir af ýmsum toga. Marg- ir hafa á orði hversu notalegt það sé að geta tyllt sér í reyklausu umhverfi." Nýlega vom gerðar töluverðar breyt- ingar á Nönnukoti og hjónin Hjördís Frímannsdóttir og Kristján Helgason em orðnir meðeigendur. Kaffihúsið er alla jafna opið frá 15.00 til 22.00 og em yfirleitt einhverjar uppákomur á föstudögum. „Við opnum að sjálf- sögðu fyrr á tyllidögum, t.d. 17. júní og 1. maí og ef fólk óskar eftir því að halda afmælisveislur eða vera með aðrar uppákomur í Nönnukoti. Eftir breyt- ingamar getum við tekið á móti hóp- um sem vilja vera út af fyrir sig þan- nig að það em töluverð nýmæli.“ Nönnukot er eina reyklausa kaffihús- ið í Hafnarfirði og notalegheitin eru einstök í þessu gamla og vinalega húsi sem hefur augljósa sál. Reykingar eyða C-vítamíni úr líkamanum Lindfl Bjórg Ámadóttir fatahönmður Á undan sinni samtíð? „En það er sekt við næstu kynslóð ef reykingafólk heldur þvl fram við ung- lingana að þeim sé hættulaust að reykja. Það getur að minnsta kosti ját- að þrældóm sinn og þrekleysi til að losa sig úr ánauð eitursins og margir játa fúslega að þeir vildu að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja. Hingað til hafa reykingamenn haft allan rétt gagnvart þeim sem ekki reykja. Svæla hvar sem þeir koma án þess að spyrja nokkum mann um leyfi hvort honum líki betur eða verr. Sóða út hfbýli sín, sem þeir hafa leyfi til, en einnig ann- arra, sem er vafasamara, og menga andrúmsloftið svo að öðmm súmar í augum. Ekkert er eins erfitt eins og að breyta rótgrónum venjum. En slíkir siðir verða að breytast. Reyk- ingamaðurinn verður að finna það, að hann hefur ekki rétt til að eitra and- rúmsloftið fyrir öðmm og sóða út hf- býli manna. Menn verða að læra það, að það er jafn qsæmilegt að óhreinka andrúmsloftið hjá öðmm eins og gólf, húsgögn og veggi, og að enginn hefur heimild til að baka öðram heilsutjón." Úrgrein eftirNiels Dungal úrfréttabréfi um heilbrigðismál árið 1954. Gilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu 6, Akureyri Við erum reyklaus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.