Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 15
Foreldrar eru sterkasta fyrirmyndin
Allir eiga rétt á reyklausu umhverfi,
hvar sem er og hvenær sem er. Og
umfram allt á sinu eigin heimili. Það
er brot á lögum um vernd barna að
reykja i návist þeirra. Þrátt fyrir mikla
tillitssemi flestra reykingamanna i ná-
vist annarra reykja enn margir ofan í
börnin sín. Tóbaksreykur skaðar
börn. Öndunarvegir, einkum hjá ung-
börnum, eru hlutfallslega mjög
þröngir og það veldur því að þau eru
sérstaklega viðkvæm fyrir tóbaksreyk.
Óbeinar reykingar valda því að þau
verða oftar lasin en ella og eru í meiri
hættu að fá lungnabólgu, eymabólgu
og astmakennda berkjabólgu. Þar að
auki valda óbeinar reykingar óþæg-
indum, svo sem augnsviða og höfuð-
verk.
Það er skilyrðislaus réttur barna að
banna reykingar í sinni eigin ferming-
arveislu og þegar þau halda upp á af-
mælið sitt. Tillitssemi er allt sem þarf.
Sumir eiga erfitt með að horfast i
augu við það að vera fyrirmyndir en
komast engu að síður ekki hjá því.
Þótt börnin okkar dýrki stundum
íþróttahetjur eða poppstjömur breytir
EKKERT þeirri staðreynd að FOR-
ELDRAR em helsta fyrirmynd þeirra.
Háttalag þeirra og ósiðir em bömun-
um oft til eftirbreytni. Böm sem búa
við óbeinar reykingar eru miklu lík-
legri til að reykja en önnur böm. Þar
með er búið að auka líkur á því að
börnin leiðist út í neyslu á sterkari
fíkniefnum. Það að reyna að uppræta
vímuefnavandann á íslandi, án þess
að taka á reykingum og drykkju bama
og unglinga, er jafnómögulegt og að
færa Þingvallavatn norður í land.
Unglingar, sem hvorki reykja né
drekka, leiðast nánast ALDREI út í
vimuefnaneyslu. Þetta eru blákaldar
staðreyndir sem foreldrar ættu að hafa
í huga áður en þeir taka á óreglu
barna sinna í silkihönskum. Ekki
horfa þegjandi og hljóðalaust upp á
þau taka fyrsta skrefið til óheppilegrar
framtíðar.
„Ég víl segja við stelpur - að það er ekki
grennandi að reykja og ekki „cool“ að
reykja."
Við erum reyklaus
Við erum reyklaus
HEKLA
-í forystu á nýrri öltl!
www.hekla.is
15
Reykingar
stjórna ehki
líkamsþyngd
Sú hugdetta að reykingar hjálpi þér til
að halda þér grennri er goðsögn, segja
vísindamenn frá Memphis sem fylgd-
ust með 4.000 manns í rúmlega sjö
ár. Vísindamennirnir komust að þvi
að reykingamenn þyngdust alveg jafn-
mikið og þeir sem ekki reyktu. Fólk-
inu var skipt í sex ólíka hópa með til-
liti til hvort þeir reyktu, byrjuðu að
reykja á tímabilinu, hættu því og svo
framvegis. Rannsóknin staðfesti gmn
vísindamannanna um að þeir sem
reyktu öll þessi ár, eða byrjuðu að
reykja á meðan rannsóknin stóð yfir,
léttust EKKI. Hins vegar kom i ljós að
þeir sem hættu að reykja, og gættu
hvorki að mataræðinu né hreyfðu sig,
þyngdust að meðaltali um 5,4 kíló.
Önnur áþekk rannsókn, sem tók fyrir
hóp fólks sem hætti að reykja, sýndi
að sá hópur sem hóf að stunda iík-
amsrækt og borða holla fæðu léttist
við það að hætta að reykja en sá hóp-
ur sem hætti að reykja en breytti lífs-
stíl sínum ekki neitt, bætti við sig
nokkmm kílóum að meðaltali. Margar
ungar stúlkur byrja að reykja vegna
þess að þær halda að þær muni léttast
við það eða haldast grannar. Það er á
misskilningi byggt. Enn ein rann-
sóknin á líkamsþyngd kvenna al-
mennt sýndi að konur sem reykja em
yfirleitt þyngri en þær sem ekki
reykja.
glöggt vitni um ágæti þeirra. Öflugur vél- ng hughúnaður þeirra
skilar sér í skemmtilegri vinnslu sem er bæði hröð eg auðveld.
Þessir einstöku eiginleikar og frábært verb gera Aptiva-
tölvurnar mjög hentugar til heimilisnota.
Fjölmargir notendur IBM Aptiva á íslandi gera
sér grein fyrir þessu. - Hvað um þig? V.. fe
QBÍOptiva
IBM Aptiva turntölva / margmiðlunartölva
AMD K6 II 4QDMHz 3DNow öpgjðrvl.
512KB skyndiminni,
64MB 5DRAM vinnsluminni (mest 256MB)
8,0GB EIDE harður dlskur,
ATI Rage Pro 3D 2X AGP BMB SGRAM skjákort
Innbyggt 56K mótald (v.9Q)
32 hraða geisladrif,
Víðóma SRS 3D hljóðkort,
40W Infinity hátalarar með góðum hljómburði
IBM lyklaborð með flýtihnöppum og IBM Scrollpoint flýtimús
IBM 17" Aptiva lággeisla litaskjár
Hugbúnaður
Windows 98
Dmfigaafe (tekur öryggisafrtt af stýrikerfí)
Nartan Antivirus vfrusvarnarfarrit
IBM Worldhook aliræðforðabók
Internethugbúnaður
Hjálparhugbúnaöur ofl. nfl.
Skaftahltð 24 Simi 5B9 7700
www.nyherji.is