Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 13
13
Fyrstu einkenni
lungnakrabbameins
Slæmur hósti getur verið fyrstu ein-
kenni krabbameins í lungum og staf-
að af því að æxlið hindrar eðlilegt
loftflæði. Verkur fyrir brjósti er annað
einkenni en hann þarf ekki að tengj-
ast hóstanum. Stuttur andardráttur
getur verið visbending um lungna-
krabbamein, sömuleiðis stöðug
lungnabólga eða bronkítis og líka
þegar hóstað er upp blóði. Hinnig
hæsi og bólgur í hálsi eða andliti.
Sum einkenni er tæplega hægt að
tengja lungnakrabbameini en þá hefur
krabbinn dreifst um líkamann án of-
angreindra einkenna. Þá velta ein-
kennin á því hvaða líffæri er sýkt.
Ein-
kennin
geta verið höfuðverk-
ur, slappleiki, verkir, bein-
brol og blóðnasir. Stundum eru ein-
kenni krabbameins þau að saltmagn
likamans minnkar verulega en slíkt
getur valdið „coma“ eða andlegri bil-
pn. Eins og annað krabbamein getur
lungnakrabbamein valdið þreytu,
lystarleysi og því að viðkomandi létt-
ist töluvert.
Dregur úr reykingum!
Árið 1985 reyktú 40% landsmanna á
aldrinum 18-69 ára daglega en á síð-
asta ári var talan komin niður i 28% í
sama aldursflokki. Daglegar reykingar
40%
12-16 ára grunnskólanema hafa auk-
ist um 0,6 prósenlustig samkvæmt
könnun héraðslækna og Krabba-
meinsfélagsins. Árið 1994 reyktu
7,2% grunnskólanemenda, 12-16 ára
en árið 1998 reyktu 7,8% nemenda.
Mest dró úr reykingum á Vestfjörð-
um.
Spunúng: Reykir þú eða
hefur þú reykt?
'91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98
Er stúlkum
annt um útlitið?
Stúlkur sem reykja fá frekar appel-
sínuhúð (cellulite) en þær sem ekki
reykja.
Rannsóknir sýna að stúlkur/konur
sem reykja eru að jafnaði þyngri en
þær sem ekki reykja.
Rannsókn á um 3000 stúlkum í Bret-
landi og Kanada sýndi að kynþroska-
aldurinn getur verið stúlkunum erfið-
ur og voru margar óánægðar með út-
litið. Margar stúlknanna byrjuðu að
reykja þvi þær héldu að þannig gætu
þær haldið aukakílóunum í skefjum.
Þegar þær reyktu misstu þær matar-
lystina og borðuðu síður. Staðreyndin
er sú að reykingar halda stúlkum ekki
grönnum heldur hollt mataræði og
likamsæfingar. Pegar stúlkur fitna við
það að hætta að reykja er það EIN-
GÖNGU vegna þess að þær byrja að
borða meira. Með því að gæta að
mataræðinu og hreyfa sig reglulega er
lítil hætta á að fitna - þótt hætt sé að
reykja.
„Féllu“
fyrir tóbaki!
Eftirtaldar kvikmyndastjörnur féllu
fyrir tóbaki og dóu - langt fyrir aldur
fram:
Nat „King“ Cole - 45 ára
Steve McQueen - 49 ára
Michael Landon - 54 ára
Lee Remick - 55 ára
Humphrey Bogart - 57 ára
Gary Cooper - 60 ára
Sammy Davis Jr. - 64 ára
Walt Disney - 64 ára
Yul Brinner - 65 ára
Buster Keaton - 70 dra
John Wayne - 72 ára
Leonard Bemstein - 72 dra
Duke Ellington - 72 ára
Lucille Ball - 77 dra
Margar þessara kvikmyndastjarna
komu fram i tóbaksauglýsingum og
sum fórnarlambanna voru sjúk í
meira en áratug áður en þau létust.