Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 24
Tóbaksvamir em einn liður i því heil- brigðisuppeldi sem grunnskólum er ætlað að sinna samkvæmt aðal- námskrá grunnskóla. í kjölfar auk- inna fjárframlaga heilbrigðisráðuneyt- isins í þágu tóbaksvarna var ráðist í námsefnisgerð fyrir nemendur gmnn- og framhaldsskóla. Tilgangur náms- efnisins er að upplýsa nemendur á margvíslegan hátt um skaðsemi tó- baks og mikilvægi þess að segja nei við tóbaki. Síðastliðin ár hafa starfs- menn Krabbameinsfélags Reykjavík- ur, í samvinnu við Tóbaksvamanefnd, unnið að þýðingu, staðfæringu og út- gáfu þessa námsefnis. Útgáfan er hluti af átakinu Sköpum reyklausa kynslóð sem áðumefndir aðilar standa fyrir. Yfirlit yfir útkomið efni: • Tóbakið og þú, námsefni 6. bekkj- ar. Fjallað er um uppruna tóbaksins, ffam- leiðslu og skaðsemi fyrir reykingamenn og þá sem verða fyrir óbeinum reykingum. • Reyklaus - að sjálfsögðu, náms- efni 7. bekkjar. Námsefnið byggist á hópastarfi og aðferðum jafningja- fræðslu. Fjallað er um skaðsemi reyk- inga og réttindi þeirra sem eru reyklausir. • VERTU FRJÁLS - reyklaus, náms- efni 8. bekkjar. Athyglinni er beint að einstaklingnum sjálfum og er m.a. lögð áhersla á félags- og sálfræðilega þætti sem tengjast tóbaksneyslu. • VERTU FRJÁLS - reyklaus á þinn hátt, námsefni 9. bekkjar. Farið er yfir útbreiðslu reykinga og ávana- myndun rædd. Nemendur eru upp- lýstir um langvarandi áhrif tó- baksneyslu, fjallað er um freistinguna og markaðssetningu tóbaks. • Allt annar raunveruleiki, ítarefni fyrir 9. og 10. bekk. Námsefnið bygg- ist á myndbandi þar sem sýnd eru viðtöl sem norskur læknir tók við dauðvona sjúklinga sem allir eru með sjúkdóma sem tengjast reykingum. • Dreptu i, handbók fyrir leiðbein- endur í hópastarfi með unglingum sem vilja hætta að reykja. Um leið og unglingar eru hvattir til reykleysis er mikilvægt að geta rétt þeim hjálpar- hönd sem þegar eru háðir nikótini. • Skerpingur, handbók í tóbaks- vömum fyrir félagsmiðstöðvar. Bók- in er gefin út í samvinnu við SAM- FÉS (samtök félagsmiðstöðva). • Tóbak - heimildasafn um tóbak, ætlað grunn- og framhaldsskólum. Tilgangur heftisins er að veita skóla- fólki og almenningi nokkuð tæmandi upplýsingar um tóbak og skaðleg áhrif þess. Allt námsefnið hefur verið sent til grunnskóla landsins, þeim að kostn- aðarlausu. Vœntanlegt efni: • VERTU FRJÁLS - reyklaus, sendu skýr skilaboð, námsefni 10. bekkjar. í 10. bekk skipuleggja nemendur og framkvæma verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja aðra til reykleysis. • Auglýsingar sem drepa, ítarefni fyrir efri bekki grunn- og framhalds- skóla. Fjallað er um markaðssetningu tóbaks. Tilgangur heftisins er að gera unglinga meðvitaða um þá markaðs- setningu sem fram fer á vegum tó- baksframleiðenda. • Foreldrabæklingar Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tó- baksvarnanefnd senda árlega öllum foreldrum bama í 8. til 10. bekk upp- lýsingar um tóbaksvamir. Með efninu fylgir samningur um tóbaksleysi sem foreldrar og böm geta gert sín á milli. Ef staðfesting samningsins er send til Krabbameinsfélagsins er bamið með í útdrætti um vegleg armbandsúr. Það er markmið Tóbaksvamanefndar og Krabbameinsfélags Reykjavikur að með samstilltu átaki skóla, foreldra og annarra sem láta sig heill og hamingju æskunnar varða að það takist á næstu árum að skapa reyklausa kynslóð - kynslóð sem á frelsi til framtíðar. Þ.M.M. > ■A Vissir þú þetta? ^ Finnska ríkisstjómin hefur flokkað tóbaksreyk sem hættuleg efni (flokkur Bl), en það er hættuleg- asti flokkur krabbameirtsvaldandi efna og ákvað að vemda þyrfti fólk fyrir óbeinum reykingum. Þetta var ákveðið á finnska þinginu þann 17. febrúar síðastliðinn og var afgreitt sem viðbót við finnsku tóbaksvamalögin. y Tímaritið New England Joumal of Medicine staðfestir að 80% fleiri fósturlát séu meðal reykinga- kvenna en þeirra sem ekki reykja. ^ Um 120.000 manns deyja árlega á Bretlandseyjum af völdum reyk- inga - langt fyrir aldur fram. ^ Reykingamaður tapar að meðaltali rúmlega einum degi af ævi sinni á hverri viku. ^ Um það bil 300 dauðsföll af alls 40.000 dauðsföllum karlmanna af völdum lungnakrabbameins á Bretlandi má rekja til óbeinna reykinga. ^ Rannsóknir sýna að ef fram heldur sem horfir með reykingar í Kina munu 2/3 hlutar allra karlmanna 1 Kína deyja eftir nokkra áratugi af völdum sjúkdóma tengdum reyk- ingum. ^ Að í Kína deyja um 2.000 manns á dag af völdum reykinga. Árið 2050 er reiknað með að reykingar muni valda ótímabærum dauða 8.000 Kínverja á dag. ^ 85% Breta vilja að reykingar séu alfarið bannaðar á vinnustöðum, veitingahúsum og á opinberum stöðum. ^ Að engar rannsóknir sýna að það sé hættuminna að reykja léttar eða „slim“ sigarettur en aðrar. ^ Pierce Brosnan - öðru nafni James Bond neitaði að reykja í nýjustu Bond-myndinni sem er væntanleg á markað. Framtak hans er öðrum leikurum til eftirbreytni. Við erum reyklaus Við erum reyklaus FJÁRVANGUR 1066111 VERBBIífAFTRIRTÆKI Reyklausir staðir grœða meira Ótti eigenda veitingahúsa um minni sölu í kjölfar reykbanns er ástceðulaus. í janúar 1995 tóku ný lðg gildi í New York-fylki þar sem veitingahúsum sem buðu upp á færri en 35 borð, var gert skylt að banna reykingar alfarið. Margir veitingahúsaeigendur risu upp á afturlappimar og sögðu að þessi lög myndu ganga af rekstrinum dauðum. Reykingar vom leyfðar á bömm stað- anna svo fremi sem þeir væru skildir frá veitingasalnum. Ótti þeirra var ástæðulaus því könnun á afkomu staðanna, eftir að bannað tók gildi, sýndi að velta þeirra jókst um rúm- lega 2%. Könnunin náði yfir 22.000 staði. Á þeim stöðum sem bannið gilti ekki minnkaði veltan um rúm 4%. Niðurstöðumar vom birtar í tímarit- inu The Joumal of Public Health Við erum reyklaus FLUGFÉLAG ÍSLANDS Air lceland Management and Practice.„Sumir reykingamenn sögðust fara sjaldnar út að borða eftir að bannið tók gildi,“ sagði einn af þeim sem stóðu að rann- sókninni. „Hins vegar fóm þeir oftar út að borða sem ekki reyktu,“ bætti hann við. Michael O’Neal, eigandi O’Neal’s Restaurant nærri Lincoln Center, sagði að margir af kollegum hans væru heilaþvegnir af tóbaks- framleiðendum og teldu að viðskiptin myndu dragast saman. „Ég var orðinn þreyttur á því að láta tóbaksframleið- endur misnota mig,“ sagði O’Neal. „Ef 75% viðskiptavina reykja ekki hlýtur algjört bann við reykingum að auka viðskiptin. Það þarf ekki mikinn stærðfræðing til að komast að því.“ Við erum reyklaus HITAVEITA SUÐURNESJA skrifstofur Við erum reyklaus Heimilistæki Við erum reyklaus Samvinnuferðir Landsýn Gunnar Hiltnarsson verslunarmaður „Tíska og reykingar eiga ekkert sameig- inlegt. Sigarettur „basicly“ drepa - það er ekkijlott." ViÖ erum réyklcius! Miðlun hf. Dalvíkurbyggð Bcejarskrifstofur Gerðahreppur Skrifstofa Dalabyggð Bæjarskrifstofur Bæjarveitur Vestmannaeyja Mj ólkursamsalan Þórshafnarhreppur Skrifstofa Stubbar 3,5 milljónir stubba á götunni Hver kannast ekki við það að sjá sí- garettu koma fjúgandi út um glugga á bílum. Flestir ökumenn hafa séð þetta og margir líklega tekið þátt i þessum sóðaskap. Ef við gefum okkur það að aðeins 1% allra reykingamanna kasti sigarettustubbum út úr bílnum þá fljúga um 3,5 milljónir stubba út í náttúruna á hvetjum degi. Ætli menn hafi ekki áttað sig á því að það eru enn öskubakkar í bílum? Eða eru menn svo meðvitaðir um eiturefnin i sígarettum að þeir vilja síður hafa þau í öskubakkanum? Skyldu ökumenn sem reykja vita að filter af sígarettu eyðist úti í náttúrunni á liðlega 50 árum. Tökum okkur tak og hættum að menga nátt- úruna með þessum hætti. Það hefur komið fyrir að böm hafi gleypt sígar- ettustubba með alvarlegum afleiðing- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.