Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 12
„ Verið frjáls
- reyklaus“
Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður
frá Sauðárkróki, leggur tóbaksvörnum lið.
Jón Arnar Magnússon er einn af
helstu afreksmönnum þjóðarinnar og
mikil fyrirmynd íslensks æskufólks.
Hann hefur á undanfömum missemm
skipað sér á bekk með beslu tug-
þrautarmönnum heims og tvisvar
hlotið nafnbótina Iþróttamaður ársins
(1996 og 1997).
Jón Amar hefur lagt mikið af mörkum
i baráttunni gegn reykingum ungs
fólks. Okkur lék forvitni á að vita
hvers vegna hann hafi ákveðið að
veita Tóbaksvarnanefnd krafta sína.
„Mér finnst þetta góður málstaður.
Það vita auðvitað allir hvað reykingar
em óhollar. kannig að það var engin
spuming um að leggja þessu málefni
lið.“
Heldurðu að góðir íþróttamenn geri
sér grein fyrir því hversu miklar
fyrirmyndir þeir eru þannig að þeir
geti forðað ungmennum frá því að
hefja reykingar?
„Ég held að flestallir iþróttamenn geri
sér vel grein fyrir þvi hvaða áhrif þeir
hafa á börn og unglinga. En því miður
eru „uppreisnarseggir" í kringum mig,
sem átta sig ekki á hversu áhrifamiklir
þeir eru, og skemma því út frá sér.
Maður gerir sér vel grein fyrir því
hvaða áhrif maður getur haft.
Ég minni alla á:
„Veriðfrjáls, reyklaus."
E.A.
Landssíminn er einn helsti styrktaraðili Jóns Amars.
Addi í Skítamóral
tónlistarmaður
„Mérfinnst reykingamenn upp til hópa í
raun mjög ótillitssamir."
Við erum reyklaus
Samvinnusjóður íslands hf.
Fjárfestingarbanki
Við erum reyklaus
DOMINO'S
PIZZA
„Reykti ofan í dóttur
mína í átta ár“
Freygerður Kristjánsdóttir i Kómnd,
betur þekkt sem Freyja, reykti sextfu
sígarettur á dag. Hún hafði samband
við Tóbaksvamanefnd fyrir skömmu,
til að kvarta yfir reykingum á veit-
ingastöðum og kaffihúsum. Henni
finnst að hún eigi að eiga greiðan að-
gang að hreinu lofti hvar sem hún
kemur og hún telur að litið eftirlit sé
haft með því að lögum um tó-
baksvarnir sé framfylgt. Við ræddum
við hana um tóbaksmálin en Frey-
gerður talar af reynslu á því sviði.
Byrjaði tólf ára að
reykja
„Ég byrjaði svona eins og flestir ung-
lingar, að fikta, stela sígarettum frá
ömmu og pabba og prófa. Okkur
krðkkunum fannst flott að reykja. Ég
var tólf ára þegar ég byrjaði og varð
strax „hooked“ - eða ánetjuð. Fjórtán
ára var ég farin að reykja reglulega i
felum fyrir mömmu og pabba, en ég
reykti í hverjum frímínútum í skólan-
um. Sextán ára var ég komin í pakka
á dag, sautján ára í einn og hálfan til
tvo og átján ára var ég komin í þrjá
pakka á dag. Ég reykti sextíu sígarett-
ur á dag þangað til ég var þrjátíu og
sex ára gömul. Þetta er rosalegt magn
af sígarettum. Nánast allir krakkarnir
sem ég var að fikta með í byrjun urðu
stórreykingamenn eins og ég og
þurftu virkilega að taka á til að hætta
að reykja. í dag eru sjö ár síðan ég
hætti alveg að reykja. Ég var nokkrum
sinnum búin að reyna allar leiðir til að
hætta. Ég sprakk alltaf áður en ég
hætti vegna þess að ég hafði í raun-
inni enga löngun til að hætta."
Astmaveikt barn
„Ég á dóttur sem er með astma og átti
náttúrlega ekki að reykja í hennar ná-
vist. En þar sem ég sleppti í raun
aldrei sígarettunni allan daginn var
ekki um það að ræða. Þegar ég hætti
svo að reykja gat hún minnkað astma-
lyfin um helming og henni leið auð-
vitað miklu betur. Ég varð að horfast i
augu við það að ég var búin að reykja
ofan í dóttur mína í átta ár.“
Kransœðakast
„Einn daginn var ég með starfsmanna-
fund og fékk kransæðakast, þá þrjátíu
og eins árs gömul. Ég rankaði við mér
uppi á hjartadeild. í>á bara datt ég út á
fundinum. Ég var annar stórreykinga-
maðurinn sem kom inn þá vikuna á
þessum aldri. Hinn var þrjátíu og
tveggja ára karlmaður. Ég linnti ekki
látunum fyrr en ég var aftengd úr
hjartalinuritanum svo ég gæti farið
fram á klósett að reykja. Ég var algjör-
lega blind fyrir þessu. Ég vildi ekki sjá
nein tengsl þama á milli. Samt hætti
ég í sjö mánuði eftir að ég kom út af
spítalanum. Eftir að ég sprakk fór ég á
reykbindindisnámskeið. Aftur sprakk
ég. Ég var einn af þessum virkilega
hörðu og andstyggilegu reykinga-
mönnum, reyklausa svæðið í fyrirtæk-
inu var mottan frammi við útidymar.
Þeir sem ekki þoldu að vera í reykjar-
kófinu urðu bara að hætta. í dag er
Kórund hins vegar reyklaust fyrir-
tæki.“
Lœknirinn henti
mér út
„Á fyrsta reykbindindisnámskeiðinu
sem ég fór á var leiðbeinandinn kona
sem var frekar feitlagin. Hún sagði
mér að það eina sem þyrfti til að
hætta að reykja væri viljinn. Ég sagði
við hana: „Heyrðu vinan, fyrst þú en
svona ofsalega feit og það eina sem
þarf er viljinn af hverju hættir þú þá
ekki bara að borða?“
Ég var eitur fyrir hin á námskeiðinu.
Ég skemmdi út frá mér. Ég hætti líka
á þessu námskeiði. Síðan kom það
upp að hjartalæknirinn minn henti
mér út. Ég var með dæmigerðar æða-
þrengingar sem orsakast af reyking-
um. Ég var með verk sem leiddi út í
handlegg í mörg ár. Ég fékk tvisvar
kransæðakast og ég var farin að reyna
að blekkja lækninn, telja honum trú
um að ég væri hætt að reykja. Ég
mætti í skoðun eftir sex mánuði sem
áttu að hafa verið reyklausir, en voru
það auðvitað ekki. Baðaði mig, setti á
mig ilmvatn, fór i ný föt og gerði allt
til að fela reykingalyktina. Hluti af
læknisskoðuninni var að hjóla á þrek-
hjóli. Eftir að ég fór á þrekhjólið varð
hann öskureiður, sá strax að ég hafði
ekkert gert i þessa sex mánuði. Hann
sagði: „Þú hefur ekkert héma að gera.
Það er fjöldi fólks sem vill láta lækna
sig og þú skalt ekki koma aftur fyrr en
þú ert tilbúin." Svo benti hann mér
dyrnar. „Þarna rann upp fyrir mér
ljós. Ég varð að hætta eða drepast ella.
Fyrir mig dugði ekki eitt námskeið
enn. Um leið og ég syndi einhvern
vilja var Þorsteinn Blöndal lungnasér-
fræðingur tilbúinn að hjálpa mér. Ég
hætti aftur og notaði nikótíntyggjó og
plástra. Ég gat hringt í Þorstein og tal-
að við hann þegar ég þurfti þess með.
í eitt skiptið hringdi ég og sagði: „Ég
ætla að reykja núna. Ég er með tvo
plástra og tyggjó en verð samt að
reykja.“ Hann sagði: „Skelltu á þig
einum plástri til viðbótar og reyndu
að þrauka í tuttugu og fjóra tíma.“
Sfðan þá hef ég ekki reykt. Ég var
hins vegar svo brjáluð í skapinu að
fjölskyldan mín hefur lýst því yfir að
ef ég byrji aftur að reykja megi ég svo
sem gera það úti á svölum. En ef ég
ætli svo aftur að hætta að reykja skuli
ég fara á hótel meðan það gangi yfir.
Eftir að ég hætti er það lyktin sem fer
mest í mig. Ef einhver hefði sagt mér
hvað það er ógeðsleg lykt af reykinga-
fólki hefði ég ef til vill hætt miklu
fyrr. Ég heyri stundum á krökkum,
sem eru að byrja að reykja núna að
þau séu bara að fikta, og ætli ekkert
að halda þessu áfram. En ég þekki af
reynslunni hversu auðvelt er að verða
háður tóbaki. Og hvað það er djöful-
legt að hætta.“
C.B.