Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 26
* 26
Halldór og Helgi segja að lceknar geri aldrei of mikið afþvi að tala um skaðsemi
reykinga.
Aflimanir
Halldór Jóhannsson og Helgi H. Sigurðsson,
sérfrceðingar i ceðaskurðlcekningum, rceða um
áhcettuþcetti sem valda aflimunum en reykingar
koma þar mikið við sögu.
eru sterkur áhættuþáttur og þær gera
ástandið alltaf verra en það þarf að
vera. Öllum ber saman um að þegar
gerð er aðgerð til að koma í veg fyrir
blóðþurrð verður árangurinn verri ef
viðkomandi heldur áfram að reykja.
Pað heyrir til undantekninga að yngra
fólk fái æðasjúkdóma án þess að hafa
nokkru sinni reykt. Versta ástand
æðakölkunar er i tilfelli fólks sem
reykir og er erfðafræðilega viðkvæmt
fyrir því. Stórreykingamaður með
sykursýki, háþrýsting og háa blóðfitu
er í mjög mikilli hættu á að eyðileggja
æðarnar. En reykingar án annarra
áhættuþátta flýta fyrir æðakölkun og
gera árangur meðferðar verri en ella.
Þrátt fyrir bættan árangur meðferðar í
dag er aflimun oft óhjákvæmileg.
Á siðustu árum hefur þurft að aflima
10 til 15 manns vegna æðasjúkdóma.
Þetta er mikil aukning miðað við árin
1955-1965 en þá voru um tvö tilfellli
á ári hér á landi. Þrátt fyrir þessa
aukningu eru aflimanir mun færri hér
á landi en í nágrannalöndunum. Þetta
skýrist fyrst og fremst af aldursdreif-
ingu þjóðarinnar, þ.e.a.s. meðalaldur
íslensku þjóðarinnar er lægri. Einnig
er tíðni sykursýki lægri hér, en sykur-
sýki er sömuleiðis stór áhættuþáttur
æðasjúkdóma og aflimana."
Meginviðfangsefni Halldórs og Helga
er að fást við sjúkdóma í útæðakerfi
líkamans. Algengasti sjúkdómur í
útæðakerfi er þrenging og lokun á
æðum vegna æðakölkunar. Þessar
þrengingar og lokanir valda stundum
blóðþurrð og drepi í ganglimum.
Reykingar eru einn af höfuðáhættu-
þáttunum þótt áhættuþættirnir séu
fleiri. „Það er alveg ljóst að reykingar
Enn sem komið er verður erfitt að
koma í veg fyrir erfðafræðilegan þátt
æðakölkunar og annarra sjúkdóma
sem hafa áhrif. Reykingar hins vegar
eru eini áhættuþátturinn þar sem
sjúklingurinn einn getur haft áhrif á
þróun sjúkdómsins og i raun hægt á
honum. „Reykingar hafa mestu áhrifin
á þróun og framgang sjúkdómsins,"
segir Helgi, „en það er ekki auðveld-
lega á valdi sjúklingsins að stjórna
sykursýki, háþrýstingi og/eða hárri
blóðfitu. Við leggjum mikla áherslu á
að þeir sem eru komnir með æðasjúk-
dóm hætti að reykja en við getum
aldrei skipað þeim að hætta.“
Halldór segist upplifa reykingar hjá
sumum sem ákveðna ástriðu. „Það er
með reykingar eins og aðra fíkn að
það getur verið erfitt að leggja hana til
hliðar. Sjúklingar hlýða okkur þvi
miður ekki alltaf. Af þeim sökum höf-
um við tekið inn í meðferðina sér-
hæfða hjálp til að aðstoða fólk við að
hætta að reykja og er það nú í hönd-
um Þorsteins Blöndals, sérfræðings í
lungnasjúkdómum.“
Helgi segir að margur hugsi sig tvisvar
um varðandi reykingar eftir að hafa
farið í stórar aðgerðir en sumir, þrátt
fyrir að hafa misst hluta af útlim, láta
samt ekki segjast.
„Við gerum fólki fullkomlega grein
fyrir þvi að það geti hægt á framgangi
sjúkdómsins hætti það að reykja.
Reykingar valda ákveðnum stíflum á
hjáveitulögnum sem gera illt verra. Til
dæmis hafa rannsóknir á árangri hjá-
veituaðgerða (bypass graft) á ganglim-
um vegna blóðþurrðar leitt í ljós að
séu notaðir bláæðagraftar og sjúkling-
ur hættir að reykja eru níu af hverjum
tíu gröftum opnir og í lagi við skoðun
tveimur árum síðar. Hins vegar hjá
þeim sem halda áfram að reykja eftir
aðgerð eru aðeins sex af tíu í lagi. Það
er því nánast á valdi sjúklinganna
hvort þeir vilja viðhalda kraftinum og
þá ganglimnum.“
Helgi og Halldór eru sammála um að
læknar geri aldrei of mikið af því að
tala um skaðsemi reykinga við skjól-
stæðinga sína þótt það hafi aukist síð-
ustu árin.
Þ.Þ.
♦
Reykingar valda Alzheimer
Hvert
stefnum við?
Þeim, sem vinna með unglingum sem
reykja, ber saman um að unglingamir
búi við verulegl tilgangsleysi. Flestir
þeirra hafa engin markmið, finnst lifið
tilgangslítið, eiga sér engin áhugamál
og eru yfir höfuð áhugalausir. Fá ung-
menni em tilbúin til að axla ábyrgð á
sjálfum sér eða hafa íhugað svar við
spumingunni hvað það sé sem er þess
virði að lifa fyrir. Veist þú hvað er
þess virði að lifa fyrir? Getur þú kennt
þér yngri eða óreyndari aðilum eitt-
hvað um lífsgæði, markmið og áhuga-
mál svo eitthvað sé nefnt? Eitthvað
sem fær þá til að heilsa deginum með
brosi? Ef svo er, skaltu gera eitthvað i
málinu. Reykingar em aðeins hluti af
stærra samfélagsvandamáli. Við ber-
um öll ábyrgð. Hver og einn er annars
fyrirmynd hvort sem okkur líkar það
betur eða verr. Siðblinda er ástand
sem verður til þegar mikið ósamræmi
er í milli orða og gjörða hjá fyrir-
myndum og uppalendum. Stefnum
hátt og vemm góðar fyrirmyndir.
C.B.
Tvöfalt meiri llkur em á því að sá sem
reykir fái heilahrömunarsjúkdóminn
Alzheimer en sá sem ekki reykir. Þetta
sagði vísindakonan Monique Breteler
við Erasmus læknaskólann í Rotter-
dam. Breteler og félagar hennar gerðu
umfangsmikla rannsókn á sambandi
reykinga og heilabilunar. Alls var
fylgst með 6.870 manns - 55
ára og eldri í rúm-
lega tvö ár. Þeg-
ar rannsóknin
hófst hafði
enginn þátt-
takenda heilabil-
un en tveimur ámm síðar vom
146 manns með heilabilun og
þar af 105 með Alzheimer. Þá
kom í ljós að reykingamenn vom 2,3
sinnum líklegri til að fá sjúkdóminn
en þeir sem ekki reyktu.
Vísindamennirnir komust einnig að
því að það skipti ekki máli hvort fólk
reykti ef sjúkdómurinn var „genetísk-
ur“. Fram að þessari rannsókn hafði
því verið haldið fram að
reykingar hindmðu fram-
gang Alzheimers. Hins
vegar hefur komið í ljós að
þar sem reykingamenn
lifa yfirleitt mun
skemur en aðrir var
síður hægt að geta
sér til um hvort þeir
hefðu hugsanlega
fengið Alzheimer.
Fjölnir Þorgeirsson
íþróttamflður
„Það er engin spuming að flottasta liðið
i bænum er reyklaust.“
Við erum reyklaus
AKUREYRI
bœjarskrifitofur
Við erum reyklaus
Vatnsveita
Reykjavíkur
Skammtímaáhrif reykinga:
Grárri, óhreinni húð.
þ> Gular tennur og tannlos.
Þurrt og líflaust hár.
Andfýla og vond lykt af húð
og fötum.
J> Hósti og lungnakvef.
|> Óhreinindi í lungum sem geta leitt
til skemmda.
^ Minna þol og úthald, m.a. vegna
breytinga á blóði.
jj> Meiri líkur á bólum.
j;, Peningasóun.
Óþægindi af völdum óbeinna
reykinga fyrir vini.
Reykingar á meðgöngu orsaka
minni heila í börnum
Rannsókn Dr. Thomas Slotkin, pró-
fessors við Duke University Hospital,
hefur sýnt fram á að reykingar móður
á meðgöngu hafa áhrif á gáfnafar
barnsins. Niðurstöður sýndu sömu-
leiðis fram á að börnin ættu við at-
hyglisvandamál að striða, ofvirkni og
heili þeirra var marktækt minni en hjá
börnum sem áttu mæður sem ekki
reyktu á meðgöngu. Skipti þá ekki
máli hvort móðirin reykti mikið eða
lítið. Rannsóknin tengdi þennan
skaða nikótíni en tók ekki tillit til
annarra efna sem finnast 1 tóbaki. Dr.
Thomas vildi einnig benda mæðrum á
ef þær reyktu þyrftu þær oftar að vaka
yfir bömum sínum veikum, fara oftar
með þau til læknis og þau ættu frekar
á hættu að fá kvef, eyrnabólgu og
lungnabólgu en önnur böm.