Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 11

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 11
Vflldts Gunnarsdóttir dagskrdrgerðarmflður „Pað er „out“ að reykja. “ Reglur fyrir reykingafólk 1. Byrjið daginn á tveimur sigarettum - eftir það er auðveldara að fara úr rúminu. 2. Kveikið í næstu sígarettu með þeirri síðustu - eldfærin eru dýr. 3. Gleymdu því ekki að þú greiðir verulegan hluta tóbaksverðsins i skatt til ríkisins - þess vegna ertu í raun rétthærri en þeir sem ekki reykja. 4. Þeir sem eru á móti reykingum eru öfgamenn upp til hópa. Forðastu að tala við þá. Öfgamenn á einu sviði eru öfgamenn á öllum svið- um. 5. Taktu aldrei leigubíl þar sem bíl- stjórinn bannar reykingar. Hann kann örugglega ekki að keyra heldur. 6. Slepptu því að lofta út - ánægjan af reykingunum verður tvöföld. 11 •þú ættir að gera það líka! HIYEA )0|f www.jsh.is Ti! að halda húðinni mjúkri og failegri skaltu nota Nivea Soft - nýja rakakremið frá Nivea sem sérstaklega er ætlað fyrir ungtfólk. Nivea Soft hentar bæði fyrir andlit og iíkama og það gefur húðinni alla þá umönnun, vernd og raka serii hún þarfnast. Samband milli reykinga á meðgöngu °g hegðunarvanda drengja Sveinböm kvenna, sem reykja á með- göngu, eiga skapofsa á hættu og jafnvel glæpsamlega hegðun langt fram á full- orðinsár, hugsanlega vegna skemmda á miðtaugakerfi, að þvl er vísindamenn við Emory-háskólann f Atlanta í Banda- rikjunum hafa leitt f ljós. Niðurstaðan er f samræmi við fyrri rannsóknir sem leiddu í ljós samhengi milli reykinga mæðra og afbrota bama þeirra á ung- lingsaldri. 1 athugun vísindamanna við Emory- skólann var kannaður afbrotaferill 4.169 danskra karlmanna sem fæddust á ámnum 1958-61 allt til þess er þeir vom 34 ára gamlir. Niðurstaðan var sú að þegar tekið hafði verið tillit til þátta á borð við efnahag og félagslega stöðu, sálræn vandamál foreldra og aldur og afbrotasögu föður var enn greinilegt samband milli afbrota viðkomandi karla og reykinga mæðra þeirra á síðustu þremur mánuðum meðgöngu. Vörðu áhrifin mun lengur en áður var talið eða vel fram á fullorðinsár. Er það niðurstaða vísindamannanna, að hegð- unarvandinn og afbrotahneigð drengja fram á fullorðinsár verði líklegast rakin til skemmda f miðtaugakerfi viðkom- andi einstaklinga á fósturskeiði. í ljós kom að hegðunarvandinn verður engan veginn skýrður út frá efnalegri stöðu fjöiskyldunnar. Teíknimyndir sem áróðurstœki? Frá ámnum 1937 til 1997 vom fram- leiddar 50 teiknimyndir í Hollywood. Niðurstöður rannsóknar The Journal of American Medical Association sýndu að í 65% myndanna komu reykingar og áfengisneysla við sögu. 76 persónur myndanna reyktu og 63 persónur notuðu áfenga drykki. Enginn munur var á þvf hvort „góðar" eða „slæmar" per- sónur reyktu eða dmkku og þvf vom skilaboðin til barnanna þau, að mati fagmanna, að reykingar og áfengis- neysla væm ásættanleg. Engin mynd- anna sýndi sérstaklega neikvæð- ar afleiðingar þess að reykja eða drekka. „Þetta er alvarlegt mál,“ sögðu þeir sem létu sig málið varða. „Böm horfa margoft á sömu teiknimyndimar og fá þar með skýr skilaboð, bæði meðvitað og ómeðvitað. Reyk- ingar og áfengisneysla ættu aldrei að tíðkast f teiknimyndum fyrir börn.“ Nokkrir af framleiðendum myndanna tóku undir þetta og sögðu að hand- ritshöfundar þyrftu að taka þetta til sfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.