Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 29
4 „Hœttum að reykja“ Krabhameinsfélag Reykjavíkur - simi 562-1414 Námskeiðið samanstendur af sex fundum á fimm vikum. Fyrstu tveir fundimir kallast undirbúningsfundir en þá er fólk hvatt til að mynda reyk- laus svæði. Það dregur úr reykingum að fækka þeim svæðum þar sem má reykja. Jafnframt er fólk að taka ákvörðun um að hætta að reykja og sætta sig við þá ákvörðun. Það hjálpar fólki að hafa reyklaus svæði tilbúin á heimilinu sem nokkurs konar athvarf þegar reykingum er hætt. Þriðji fund- urinn er H-dagur „ég er hætt/ur að reykja“ - fyrsti reyklausi dagurinn. Fólk hefur undirbúið sig í tvær vikur fyrir þennan dag en samt sem áður fylgir honum mikil spenna. Þess vegna er fjórði dagurinn haldinn i sömu viku svo fólk hittist tvisvar sinnum með stuttu millibili fyrstu reyklausu dagana. Þannig fær það styrk og stuðning til að halda áfram í reykbindindi. Síðustu tveir fundirnir eru stuðningsfundir til þess að styðja fólk í gegnum fráhvarfseinkennin og styrkja það í ákvörðuninni að hætta að reykja. Ábending til þátttakenda Fyrir flesta er það heilmikið mál að hætta að reykja og marklaust að gera slíkt með hálfum huga. Þeir sem inn- rita sig á námskeið Krabbameinsfé- lagsins i reykbindindi verða að hafa þetta í huga: • Ætlast er til þess að komið sá á alla fundi. Gerðu ráðstafanir vegna þess. • Reynslan hefur sýnt að því betur sem menn sækja fundina þeim mun meiri líkur er á því að þeir hætti að reykja. • Ætlast er til að menn kappkosti að fylgja í einu og öllu leiðbeiningum um undirbúning. • Á meðan námskeið stendur og að því loknu geta þátttakendur fengið einkaviðtöl við leiðbeinanda ef þess gerist þörf. Námskeið Guðjóns Bergmann Síðastliðin tvö ár hefur ungur maður að nafni Guðjón Bergmann haldið námskeið með ágætisárangri fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Guðjón reykti sjálfur í 12 ár og þekkir hinar ýmsu hættur, blekkingar og fordóma sem reykingamenn lifa við. Nám- skeiðið byggir ekki á efnastaðgenglum (t.d. nikótínlyfjum) eða öðru utanað- komandi. Líkt og með aðra fíkn bygg- ist tóbaksfíknin upp í huganum og þar er tekið á málinu með ákveðnum og jákvæðum hætti. Miðað er að því að byggja reykingamanninn upp and- lega með nýjum upplýsingum um áhrif reykinga, nikótíns og síðast en ekki síst hugarorku einstaklingsins áður en „drepið er í til frambúðar". Fetta er einföld og áhrifarík leið, en eins og alltaf miðast árangurinn við notkun aðferðanna sem kenndar eru á námskeiðinu. Námskeiðið er ekki haldið með reglu- legu millibili heldur safnar Guðjón á biðlista eða heldur námskeið fyrir hópa. Guðjón hefur líka haldið nám- skeið úti á landi, oft i samstarfi við sveitarfélög eða fyrirtæki. Auk þess er hægt að nálgast námskeiðin í kassettuformi hjá Guðjóni. Óskir eftir einkatímum eru einnig teknar til greina (þótt kostnaðurinn sé örlítið meiri). Þess má geta að Guðjón hyggur á út- gáfu bókar, sem inniheldur efni nám- skeiðsins, í haust undir nafninu „Reyklausa leiðin“. Upplýsingar: Guðjón Bergmann Sími 544-8070 E-mail: leidar@centrum.is Reyklaus að eilifu - sími 544-8070 (leidar@centrum.is) 29 Hættum að reykja - barnanna vegna! Námskeið Heilsustofnunar NLFÍ gegn reykingum - sími 483-0317 Meginmarkmið námskeiðanna er að þátttakendum takist alfarið að hætta að reykja. Allir sem vilja aðstoð við að hætta að reykja geta sótt námskeið í HNLFÍ gegn reykingum. Fátttakendur á hverju námskeiði eru oftast tíu til fimmtán og hafa þeir verið á aldrinum 23 til 70 ára. Um er að ræða vikudvöl í Heilsustofnun og eftirfylgd í eitt ár. Námskeiðið stendur yfir í sex daga, frá mánudegi til sunnudags. Hver þátttakandi greiðir 17.500 eða 22.400 krónur fyrir þátttökuna en verðmun- urinn felst i gistiaðstöðunni. Gerð er sú krafa að þátttakendur hætti að reykja strax við upphaf nám- skeiðs en reykingar eru ekki leyfðar meðan á því stendur. Þremur vikum áður en námskeiðið hefst er væntan- legum þátttakendum sent bréf þar sem þeir eru hvattir til að búa sig undir það að hætta að reykja með þvi að draga úr reykingum og undirbúa heimkomu eftir að námskeiðinu lýk- ur. Boðið er upp á eftirfylgd t eitt ár að námskeiði loknu. Eftirfylgdin byggist á simhringingum og endur- komum. Þar fyrir utan er þátttakend- um velkomið að hringja í meðferðar- aðila Heilsustofnunar hvenær sem er. Mikilvægt er að um leið og tekist er á við reykleysið er verið að finna nýjar leiðir sem auðvelda einstaklingum að takast á við reykingalöngun. Er mikil áhersla lögð á það að hvetja þátttak- endur til að breyta lífsstíl sínum. Dag- skráin miðast að andlegri, líkamlegri og félagslegri uppbyggingu. Morg- unninn byrjar með vatnsleikfimi. Að loknum morgunverði er stund til íhugunar og síðan rekur hvað annað. Ýmist er um að ræða þjálfun, fræðslu, stund í umræðuhópi, slökun eða hvíld. Dagskrá hvers dags lýkur síðan með sameiginlegri stund strax eftir kvöldverð. Þá er farið yfir atburði dagsins, skipst á skoðunum og næsti dagur undirbúinn. Árangur námskeiðsins: Rannsókn sem gerð var vorið 1998 sýnir að um 36% þátttakenda eru enn reyklausir eftir eitt ár en þar sem aðeins er um tveggja ára reynsla af námskeiðunum þarf lengri tima til að meta varanlegan árangur. Meðferð gegn reykingum Dagmar Jónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Heilsuvemdarstöðinni Námskeið í einn mánuð, sem saman- stendur af hópmeðferð, fræðslu, hóp- efli, stuðningi og „niðurtröppun“ á nikótíni. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að hætta reykingum - konur og karla á öllum aldri sem koma af fúsum og fijálsum vilja. Markmiðið er að „verða algjörlega reyklaus, meðvituð um fiknina og fallgildrur og sátt við reyklaust líf.“ Kostnaðurinn er 8.000 kr. Næsta námskeið hefst í október ‘99 og þegar er farið að taka við skráningum í síma 552-2400, frá kl. 9.00-16.00, alla virka daga. i i |j| Allir reykingamenn vilja hœtta! • Hættu bara - það er enginn Vandi! • Losaðu þig úr þrældómnum! • Þúfitnar ekki! • Þú þarft lítinn sem engan viljastyrk! j • Þú lendir ekki í slæmufráhvarft - engri kvðl, þú losnar strax og auðveldlega! • Þú saknar alls ekki reykinganna! • Þú missir ekki af neinu - þú fómar nákvæmlega engu! Aðferð Allen Carr er náttúruleg, engar nálar, ekkert sem á að koma í staðinn, engin önnur eiturlyf eða efni. Rétta leiðin til að hætta að reykja? Það er bara spumingin um að nota réttu að- j ferðina. Allen Carr reykti í 33 ár, frá 60 upp í 100 sígarettur á dag. Hann reyndi ótal sinnum að hætta, með ýmsum aðferð- um, en mistókst alltaf. 1983 tókst honum loksins að hætta og upp- götvaði þá aðferð sem dugði. Það var hlægilega auðvelt fyrir hann, og fyllti hann gleði og stolti frá upphafi. Að- 1 ferð Allen Carr er nú notuð um allan heim, á meira en 20 tungumálum, og hefur nú þegar frelsað milljónir manna frá reykingum, auðveldlega og átakalaust. Enginn hræðsluáróður, ekki dáleiðsla eða nálarslunga. Engin hjálparmeðul, eins og nikótíntyggjó eða -plástra, sogstauta eða nefúða. Við tyggjum það ekki í þig að reykingar séu skað- legar heilsu þinni og kosti þig offjár, það er þér nú þegar fyllilega ljóst. Leiðbeinendurnir voru sjálfir harðir reykingamenn og hættu með aðferð Allen Carr. Einungis þeir sem hafa sjálfir reykt geta skilið hvernig þér liður. Á námskeiðinu öðlast þú nýja þekk- ingu á reykingum. Aðferð Allen Carr færir þér leiðarvísinn út úr þessu flókna völundarhúsi, opinberar þér hvers vegna þú reykir, hvers vegna það hefur hingað til verið svona erfitt að hætta og hvemig þú getur nú auð- veldlega hætt að reykja, varanlega. Þú reykir á meðan þú ert að hætta! Hvers vegna? Vegna þess að það er best að hætta þegar maður er rétt undirbúinn - og við gefum þér þann undirbúning á námskeiðinu. Það hljómar ótrúlega, en flestum næg- ir þetta eina námskeið til þess að verða hamingjusamir reykleysingjar. En mennimir eru ekki allir eins. Við náum ekki rúmlega 90% árangri bara þannig, heldur fylgjum við þér áfram eftir námskeiðið. Ef þú þarft, geturðu komið á tvö viðbótarnámskeið, sem færa þér aðferðina nánar, án auka- greiðslu. Auk þess veitum við þér stuðning í síma ef þarf. Endurgreiðslutrygging! Ef þú ert ekki hætt(ur) að reykja innan þriggja mán- aða, færðu allt þátttökugjaldið endur- greitt. Þú hefur engu að tapa, en allt að vinna! Valgeir Skagfjörð, símar 564 2303, 898 6034. Pétur Einarsson, simar 553 9590, 899 4094, fax 588 7060. Nikótín er öjlugt fíkniefni og mjög vanabindandi • Það getur dregið úr virkni heilans. • Það eykur andrenalínflæði til blóðs- ins og veldur þannig hraðari hjart- slætti og hækkuðum blóðþrýstingi. • Það dregur saman slagæðamar. Við erum reyklaus Hreeeviður Jónsson, jbrstjóri Islenska útvarps/élagsms „Mérfinnst reykingar frekar sóðalegar ogfara illa meðfólk." * Við erum reyklaus Skagafjörður - Sveitarfélag skrifstofur x . *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.