Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 10
10
Eiga konur erfitt
með að hœtta að reykja?
Þróun reyhinga kvenna í sögulegu Ijósi.
1 gegnum söguna hafa reykingar
tengst sjálfstæðisbaráttu kvenna.
Kvenréttindakonur, sem flestar voru
vel menntaðar og af efnuðu fólki,
byrjuðu að reykja um aldamótin.
Nokkrum árum síðar voru ungar yfir-
stéttarkonur famar að reykja í veislum
og þótti það mjög glæsilegt. Fljótlega
upp úr 1950 fóru tóbaksframleiðend-
ur að beina auglýsingum sínum mark-
visst að konum en þær voru hinn
óplægði akur. Hér á landi er líklegt að
reykingar karla hafi náð hámarki á ár-
unum 1960-70 en reykingar kvenna
á árunum 1970-80.
í kjölfar aukinnar þekkingar hafa
reykingar minnkað hjá menntuðum
konum en aukist hjá þeim sem hafa
minni menntun og erfiðari félagslegar
aðstæður. Samkvæmt WHO (World
Health Organisation) hefur komið
fram að þær konur, sem telja sig geta
haft áhrif á eigið líf og heilsu, reykja
síður en konur sem finnst þær hafa
litla stjóm á lífi sínu.
Eftir þvi sem þátttaka kvenna í at-
vinnulífinu hefur aukist hafa þær
jafnframt aukið reykingar. Launuð
vinna hefur bæst við hin hefðbundnu
ólaunuðu störf og sífellt aukast kröf-
umar sem gerðar eru til kvenna. Hlut-
verkum nútímakonunnar fer sífellt
fjölgandi sem óhjákvæmilega hefur í
för með sér aukna streitu. Hún er
móðir, eiginkona, fyrirvinna, dóttir og
svo mætti lengi telja. Þessi nútima-
kona leggur metnað sinn i að standa
sig á öllum sviðum.
1 dag beinist áróður tóbaksframleið-
enda að ungu fólki og er einkum
höfðað til þeirrar ímyndar að konan
eigi að vera há, grönn, frjáls, vinsæl,
eftirsóknarverður félagi, sjálfstæð og
fullorðin. Daglegar reykingar kvenna
(18-69 ára) á íslandi hafa minnkað
úr 37% árið 1985 í 28% árið 1997.
En á sama tíma hafa daglegar reyking-
ar karla (18-69 ára) minnkað úr 43%
í 27%. Af þessu má sjá að meira hefur
dregið úr reykingum karla en kvenna.
IJffrœðileg áhrif
reykinga á konur
Almenn, þekkt áhrif reykinga eru
aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdóm-
um, aukin tíðni krabbameins, lungna-
sjúkdóma og ýmissa annarra sjúk-
dóma. Líkamleg áhrif reykinga koma
yfirleitt ekki fram fyrr en 20-40 árum
eftir að þær hófust. Auk þess hafa
reykingar víðtæk og óæskileg áhrif á
allan kvenlíkamann.
Frjósemi minnkar, fylgikvillum á
meðgöngu fjölgar og auknar líkur eru
á sjúkdómum hjá ófæddum og ny-
fæddum börnum. Nikótín fer auð-
veldlega um fylgju til fósturs. Styrk-
leiki nikótíns í blóði fósturs verður
meiri en í blóði móður og það er leng-
ur að skiljast út hjá fóstri. Það má því
segja að eftir þvl sem fleiri konur á
barneignaraldri bytja að reykja, hlýtur
heilsa ófæddra bama að vera í aukinni
hættu. Þessi börn sem kynnast
nikótíni f móðurlífi verða fyrr
háð því ef þau byrja að fikta
við reykingar síðar. Tíðahvörf
verða 2-3 árum fyrr en hjá
reyklausum konum. Aukin
hætta er á beinþynningu þar
sem reykingar hafa letjandi
áhrif á myndun öestrogens
(sem er mikilvægasta hormón-
ið til að hindra beinþynn-
ingu). Einnig eykst tíðni
leghálskrabbameins. Hjá
konum sem reykja og nota
P-pilluna eykst hættan á
blóðtappa 23-falt miðað við
konur sem ekki reykja. Einnig er
vitað að reykingar geta minnkað
áhrif ýmissa lyfja hjá konum.
Við sígarettureykingar lækkar súr-
efnismettun blóðrauðans um
3-7%, sem leiðir til aukinnar
seigju blóðsins og hættu á blóð-
tappamyndun. Sígarettureyk-
ingar auka hættu á lungna-
krabbameini meira meðal
kvenna en karla. Áhættan eykst
eftir því sem meira er reykt.
Þannig eru konur sem reykja
25 eða fleiri sígarettur á dag í
44-faldri áhættu, en karlar í 29-faldri
áhættu miðað við þá sem aldrei hafa
reykt.
Dánartíðni hjá konum af völdum
reykinga hefur stóraukist. Þriðjung af
öllum dauðsföllum hjá konum vegna
krabbameins má rekja beint til reyk-
inga og í dag deyja fleiri konur úr
iungnakrabbameini en úr nokkrum
öðrum sjúkdómi. Að minnsta kosti
ein af hverjum fjórum konum sem
reykja munu deyja fyrr en ella vegna
fíknar sinnar.
Stúlkur eru að jafnaði með minni
lungu og þrengri berkjur en strákar.
Þess vegna verða áhrif reykinga meiri
á lungnavef stúlkna.
Hvers vegna hyrja
konur að reykja?
Sífellt fleiri konur um allan heim
byrja að reykja og hafa afleiðingar
þess í för með sér víðtækan heilsufars-
vanda fyrir allt mannkynið. Ástæður
þess að ungar konur í hinum vest-
ræna heimi byrja að reykja 1 dag eru
fyrst og fremst tengdar útliti,
ímynd og áhrif-
um frá um-
hverfinu.
Tóbaksframleið-
endur hafa opinber-
lega viðurkennt að
ungar konur eru aðalmarkhópur
þeirra. Þeir markaðssetja vörur sem
eru sérstaklega hannaðar fyrir konur
og eiga að höfða frekar til þeirra.
Einnig auglýsa þeir sérstaklega I
kvennatímaritum og styrkja þau gegn
því að ekki komi fram í þeim upplýs-
ingar um skaðsemi reykinga.
Unglingsstúlkur eru oft með lítið
sjálfstraust og óraunhæfa sjálfsmynd
og það er staðreynd að stór hluti
þeirra er í stöðugri megrun til að vera
ánægðari með sjálfsmyndina.
í auglýsingum eru konur sýndar sem
kynþokkafullar, glæsilegar, vel á sig
komnar líkamlega, afslappaðar, sjálf-
stæðar, uppreisnargjamar og grannar.
Konum er talin trú um að reykingar
séu leiðin að þessari tilbúnu kven-
ímynd. Þessi ímynd kemur fram
meira og minna í fjölmiðlum.
Samkvæmt könnun Hagvangs (1998)
hefur áróður tóbaksframleiðenda haft
áhrif á íslenskar konur á aldrinum
40-49 ára. 32% þeirra reykja sigarett-
ur og virðist ekki fara fækkandi,
meðan 26% karla á sama aldri eru að
stórminnka reykingar. Ungar stúlkur
eiga erfiðara en strákar með að standa
á móti félagslegum þrýstingi jafningja.
íslensk rannsókn hefur sýnt að
menntun foreldra og félagsleg staða
hefur áhrif á reykingar unglinga.
Auknar líkur eru á að unglingar hefji
frekar reykingar ef foreldrar þeirra
reykja, og eru áhrif móður heldur
meiri en föður. Einnig skiptir afstaða
foreldra til reykinga máli, þ.e. ef for-
eldrar eru afskiptalausir, þá fara ung-
lingamir frekar að reykja. Oft er fyrsta
sígarettan reykt í vinahópi. Auknar
líkur eru á að unglingar byrji að
reykja ef þá skortir heilbrigð áhuga-
mál og hafa lítið fyrir stafni annað en
sjoppuhangs.
Hvers vegna
halda konur
áfram að
reykja?
Komið hefur í ljós að konur
reykja af öðrum ástæðum en
karlar. Meðal annars má þar
nefna flókna stöðu
þeirra í þjóðfélaginu. Þær
gera oft of miklar kröfur til
sjálfra sín og upplifa að
standa ekki undir þeim kröf-
um sem til þeirra em gerðar.
Konur nota reykingar til að
deyfa tilfinningar sfnar, losa
um streitu og draga úr fé-
lagslegum þrýstingi frá um-
hverfinu. Einnig nota þær
reykingar til að ná betri stjóm á
óþægilegum tilfinningum sín-
um sem þær óttast að um-
hverfið samþykki ekki, eins og
reiði, pirringi, vonleysi og
þeirri tilfinningu að hafa ekki
stjórn á eigin lífi. Þess vegna
sækja konur í róandi eða
sljóvgandi áhrif nikótíns. Konur em
líklegri en karlar til að hafa þörf fyrir
að auka félagslegt sjálfsöryggi sitt. Að
bjóða sígarettu getur virkað eins og ís-
brjótur og athöfnin að reykja gefur
konunni eitthvað að gera með hönd-
unum.
Konur leiða oft hjá sér heilsuspillandi
áhrif reykinga. Þær trúa gjarnan að
léttari sígarettur séu „betri" en annað
hefur komið í ljós. Viðkomandi dreg-
ur reykinn dýpra niður í lungnapfp-
Við erum reyklaus
ORKUBU
VESTFJARÐA
Ef ég vœri rikur...
Margir hafa velt því fyrir sér hversu
miklum fjármunum þeir eru að
brenna upp til agna með þvf að
reykja, fyrir utan það stórfenglega
heilsutjón sem þeir valda sjálfum sér
- og hugsanlega öðmm.
• Það kostar reykingamann um
135.000 krónur á ári að reykja
pakka á dag. Hann þarf að þéna
yfir 200.000 krónur til að hafa efni
á þvr að veija þessum fjármunum f
sígarettur.
Sá sem hefur lagt andvirði sígar-
ettupakka fyrir f banka á hverjum
degi í 20 ár - fær að jafnaði um
430.000 krónur á ári í vexti af upp-
hæðinni undir það sfðasta. Með
„sígarettupeningunum” og vöxtun-
um (utan verðbóta) á hann þvf
rúmlega 6 milljónir í banka.
Sá sem tekur þá ákvörðun að
reykja ekki 14 ára gamall og
ávaxtar „sígarettupeninga“ í banka
(miðað við pakka á dag) - mun
eiga um 23 milljónir króna þegar
hann verður 64 ára gamall. Það
myndi teljast þokkalegur ellillf-
eyrir. Eða hvað?
urnar og heldur reyknum lengur niðri
og veldur jafnvel meiri skaða. Að
hafa mörg hlutverk veldur oft kvíða
og spennu. Margar nota reykingar til
að draga úr vinnuálagi heima og á
vinnustað, t.d. er yfirleitt samþykkt af
umhverfinu „að skreppa í reykinga-
pásu“.
Geta konur ekki
hœtt að reykja?
Sannfæring margra kvenna að þær
séu háðar sígarettunni veldur því að
þær reyna ekki að hætta að reykja.
Feimni og geðsveiflur eru algengar hjá
ungu fólki. Um svipað leyti og þátt-
taka þess f atvinnulífinu er að hefjast
eru mörg þeirra einnig að byrja að
reykja. Ef ungar konur læra á þeim
tíma að sígarettan dugar vel á geð-
sveiflur og félagslegt ósjálfstæði þá eru
meiri líkur á að þær haldi reykingum
áfram. Komið hefur í ljós að almenn-
ur áróður gegn reykingum höfðar síð-
ur til kvenna en karla. Flest reykbind-
indisnámskeið eru samin með það
fyrir augum að henta báðum kynjum,
samt er stigsmunur á körlum og kon-
um. Konum er hættara við að falla
þegar þær lenda í erfiðum aðstæðum
eins og álagi, deilum, streitu eða sorg.
Körlum er aftur á móti hættara við að
falla á reykbindindi við jákvæðar að-
stæður, t.d. f góðum félagsskap eða
samkvæmum.
Samkvæmt reynslu okkar á Reykja-
lundi hafa reykbindindisnámskeið
frekar stuðst við að þátttakendur lifðu
reglubundnu lífi, fengju fræðslu og
hræðsluáróður og það þurfi ákveðni
og viljastyrk til að hætta. Þessi aðferð
hentar ekki konum til að halda reyk-
bindindið. Þær þurfa góðan stuðning
frá umhverfinu, t.d. vinum og fjöl-
skyldu, sveigjanleika vegna barna,
heimilis og atvinnu. Þær hugsa frem-
ur um heilsu annarra en sína eigin.
Þær nota ákveðnina og viljastyrkinn í
að hugsa um heimilið og uppfylla
kröfumar sem til þeirra eru gerðar.
Konur þurfa stuðning og skilning til
að takast á við fráhvarfseinkenni og
brjóta upp reykingamynstrið. Þær
þurfa að gefa sér tíma til að byggja sig
upp andlega og líkamlega. Einnig
þurfa þær að sjá sig sem mikilvæga
fyrirmynd í sínu nánasta umhverfi.
Það er nauðsynlegt fyrir konur að
byggja upp sjálfsöryggi sitt og ákveðni
með sluðningi frá öðrum konum til
að stuðla að árangursríku og viðvar-
andi reykbindindi.
Höfundar greinarinnar eru:
Elfa Dröfn Ingólfsdóttir,
Guðbjörg Pétursdóttir,
Rósa Friðriksdóttir,
og Rósa María Guðmundsdóttir.
Pær eru hjúkrunarfrœðingar við
Reykjalund endurhcefingarmiðstöð.