Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 19

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 19
{ „Það þykir ekki lengurflott að reykja - segir Ásta Kristjánsdóttir hjá Eskimo-fyrirsœtum. u „Aðalstarfsemi okkar felst í því að leita að stelpum og strákum, byggja þau upp, aðstoða þau við að koma sér upp góðri möppu með myndum og senda þau út til að vinna þegar þau eru tilbúin. t>á bjóðum við einnig upp á fyrirsætunámskeið og sjáum alfarið um Ford-fyrirsætukeppnina. Svo má ekki gleyma skrifstofu okkar í Síberiu,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda Eskimo, en alls eru um 900 manns, frá nýburum til niræðs, á skrá hjá fyrirtækinu. Ásta segir að stúlkur sýni fyrirsætu- störfum aukinn áhuga frá ári til árs. áhugann á þessu starfi að við fáum í kringum 200 heimsóknir á dag á heimasíðuna okkar. t>ar eru myndir af öllum sem eru á skrá hjá okkur og fyrirtæki eða auglýsingastofur geta nú orðið bókað fyrirsætur í tökur á heimasiðunni. í þessu felst mikil hag- ræðing." Hvers vegna ákváðuð þið að stúlkur sem ekki reyktu gætu eingöngu tekið þátt í Ford-keppninni? „Það gefur augaleið að reykingar og fyrirsætustarfið eiga ekki samleið. Peir sem hafa áhuga á fyrirsætustörfum eru að vissu leyti að fjárfesta i útlitinu „Þekktustu fyrirsætur heims eru sterk- ar fyrirmyndir og stúlkur tengja þær beint og óbeint við þau föt sem þær klæðast - og eru oft að leita að ein- hverri ímynd. Það segir töluvert um og það er ekki gáfulegt að eyðileggja eigin söluvöru. Þeir sem reykja fá fyrr hrukkur, gular tennur og fingur og húðin verður fljótl grá þannig að við viljum stuðla að þvi að okkar fyrirsæt- ur séu til fyrirmyndar i þessum efn- um. Ef þær reykja ekki eiga þær mun meiri möguleika í framtíðinni. Svo er það hreinlega hallærislegt að reykja. Við leggjum mikið upp úr því að þeir sem eru hjá okkur hugi vel að matar- æðinu, stundi heilbrigt líf og séu til fyrirmyndar i alla staði.“ Hver voru viðbrögðin við þessu skil- yrði? „Þau voru mjög góð. Aðeins tvær stúlkur, sem sóttust eftir að taka þátt i keppninni, reyktu en þær hættu um leið. Það var ekkert mál fyrir þær.“ Ásta telur að hópþrýstingur sé helsta ástæða þess að ungar stúlkur byrji að reykja. „Sumir í hópi byija að fikta og þá fylgja kannski fleiri í fótspor þeirra. Oft reykja allir i ákveðnum hópum eða enginn. Ég held að marg- ar byrji lika af forvitni og halda að það sé síðan ekkert mál að hætta. Reyndin verður síðan önnur. Það er ekki lengur töff að reykja eins og það þótti áður þannig að ég held að það muni draga úr reykingum ungra stúlkna í nánustu framtíð." Hvers konar skilaboð virka best á ungar stúlkur svo þær byrji ekki að reykja? „Pað þarf að gera þeim grein fyrir þvi hvaða afleiðingar reykingar hafa á þær. Reykingar er ekki grennandi, það er ekki flott að reykja, stelpur sem reykja fá frekar appelsinuhúð (cellulite) en aðrar stelpur og svo hafa rannsóknir sýnt að stelpur eða konur sem reykja eru að jafnaði þyngri en stelpur sem ekki reykja. Um daginn greindi Sjónvarpið frá niðurstöðum rannsókna á afleiðingum reykinga á Ásta Kristjánsdóttir. krakka sem byrja snemma að reykja. Þeir þroskast seinna en aðrir og geta orðið fyrir varanlegum heilaskemmd- um. Ef krakkar heyra um svona stað- reyndir hlýtur að vera erfitt að byrja að reykja eða halda því áfram." Þ.Þ 19 Bjami Armannsson, framkvcemdastjóri FB „Ég trúi því ekki almennt að fólk sem reykir hafi lagt það saman hve miklum peningum það eyðir í reykingar...." Við erum reyktaus stspk JL Sparisic Sparisjóður Kópavogs Við erum reyklaus 3 Reykj avílauifoi’g wnm>.reykjavik.is Árið 1995 urðu Flugleiðir íyrsta flugfélagið í Evrópu til að bjóða farþegum sínum upp á reyklaust flug á öflum leiðum félagsins. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.