Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 14

Morgunblaðið - 30.05.1999, Page 14
Erfitt að sjá á eftir fœtinum Rafn K. Kristjánsson hefur reykt í hálfa öld og það hefur tekið sinn toll. Hann byrjaði að reykja 22 ára og hejur reykt í 50 ár eða hálfa öld. Rafn Kristjánsson var sjómaður í aldarfjórðung en starfaði síðan hjá Sindrastáli. Hann er að verða 72 ára. „Ætli það sé ekki mest aumingja- skapur að hafa ekki hætt að reykja. Lengst tókst mér að reykja ekkert í sjö mánuði. Ég hef stundum reiknað það út hversu miklum peningum ég hef eytt i tóbak en ég reyni að leiða þær tölur hjá mér. Reykingamar hafa haft mjög slæm áhrif á heilsu mína. Að upplagi er ég með frekar grannar æðar og þar sem það er sannað að reykingar valda æðakölkun hefði ég alls ekki átt að reykja. Ég hef mjög lit- ið þol og lungun eru ekki góð. Þá fékk ég krabbamein í raddböndin um áramótin '89-‘90 en með lyfjameðferð og geislum var hægt að vinna bug á þvi. Árið ‘86 voru æðarnar í hægri fætinum blásnar en þremur mánuð-- um síðar gátu þeir sett æð úr mér í þann fót. Blóðflæðið er samt litið. Ári síðar var blásið í æðar vinstri fótar en það dugði skammt. Ég fékk plastæð í staðinn sem búið er að skipta út fimm sinnum. Skðmmu eftir að ég fékk sár á sköflunginn sem greri ekki fékk ég drep f það. í kjölfar þess var tekið af fætinum fyrir neðan hné. Þetta var árið ‘94. Áður en þetta átti sér stað hafði læknirinn sagt mér að ef ég hætti ekki að reykja hefði hann ekki tima fyrir mig. Ég hótaði þá að leita annað en gerði ekkert i því. Ég hefði betur farið að ráðum hans. Ég fékk áfall þegar mér var sagt að ég væri með illkynja æxli í raddböndun- um. Kannski þess vegna tók ég það ekki eins nærri mér þegar við ákváð- um að það væri mér fyrir bestu að láta taka af fætinum. Þegar maður hefur verið á tveimur jafnfljótum i yfir 60 ár er erfitt að sætta sig við það að vera skyndilega einfættur. Ég fékk vissu- lega gervilim og er núna kominn nokkuð upp á lag með að nota hann. Já, ég sé mikið eftir þeim tíma sem ég hef varið í reykingar. Áður hafði mað- ur ekki hugmynd um skaðsemina. Núna glymur þetta í eyrum manns alla daga og í hvert sinn sem ég kveiki mér í sígarettu hugsa ég um hversu óhollt það er að reykja. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir i dag um skaðsemi reykinga finnst mér með ólíkindum að fólk skuli bytja á þess- um fjanda. Ég hefði betur verið svona vel upplýstur fyrir 50 árum. Það er al- veg ljóst að min veikindi eru að mestu afleiðingar reykinga og ég hvet alla til að gera eitthvað skynsamlegra og heil- brigðara við tímann en að stunda þessa sjálfsblekkingu. Ungt fólk ætti aldrei að byrja að reykja.“ P.P. Flugleiðir í fararbroddi „Erum stolt af því að hafa verið fyrsta reyklausa flugfélagið í Evrópu,“ segir Margrét Hauksdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar Flugleiða. b Reykur veldur veikindum hjá börnum • Eitt af hverjum fjórum bömum undir 18 mánaða aldri, sem verða fyrir óbeinum reykingum, fær af því astmakennda berkjubólgu. • Eitt af hverjum þremur bömum, sem fá astmakennda berkjubólgu, fær síðar astma. • Böm með astma fá tíðari köst þegar þau eru með reykingamönnum. • Böm fá oftar eymabólgu ef reykt er heima hjá þeim. Þriðjungur af öllum eymabólgutilfellum er senni- lega af völdum tóbaksreyks. • Böm reykingamanna fá oftar maga- kveisu en böm þeirra sem reykja ekki. • Auknar líkur er á því að fjarlægja þurfi hálskirtla og sepa hjá bömum ef foreldrar þeirra reykja. • Böm foreldra sem reykja eru oftar lögð inn á sjúkrahús. • Böm sem verða fyrir óbeinum reykingum eru í meiri hættu á að fá ofnæmi. Við erum reyklaus Kópavogsbær skrifitofur Þann 26. mars árið 1995 buðu Flug- leiðir í fyrsta skipti upp á reyklaust flug til Bandaríkjanna og varð þar með fyrsta reyklausa flugfélagið í Evr- ópu. Tveimur árum áður var farið að bjóða upp á reyklaust flug til Evrópu en sama ár gerðu Flugleiðir alla vinnustaði sína á íslandi að reyklaus- um vinnustöðum. Það var hins vegar árið 1984 sem allt innanlandsflug Flugleiða varð reyklaust. „Ein helsta ástæða þess að Flugleiðir ákváðu að bjóða upp á reyklaust flug var þrýst- ingur frá viðskiptavinum en sam- kvæmt könnunum sem ítrekað voru gerðar meðal farþega, áður en ákvörð- un var tekin, kom fram að yfir 90% farþega vildu fljúga í reyklausu flugi,“ segir Margrét Hauksdóttir, deildar- stjóri upplýsingadeildar Flugleiða. .Jafnvel þeir sem reyktu vildu oft á Við erum reyklaus Hafnarfj arðarbær skrifstofur tiðum sjálfir sitja í reyklausum sætum þótt sumir vildu eiga þess kost að færa sig aftar í vélina annað slagið til að reykja. Undir það síðasta voru að- eins leyfðar reykingar í tveimur til þremur öftustu sætaröðunum því eftirspumin var ekki meiri.“ Margrét segir að reynslan af því að bjóða eingöngu upp á reyklaust flug hafi verið góð. „Ef eitthvað er höfum við fengið meiri viðskipti út á þetta frekar en hitt. í dag eru langflest flug- félög með hluta eða allar sínar leiðir reyklausar. Fólk er orðið mun upp- lýstara en áður um skaðsemi reykinga og óbeinna reykinga þannig að það kýs að geta ferðast án þess að verða fyrir óþægindum af völdum tóbaks- reyks. Það er ekki hægt að líkja því saman hve loftið er betra um borð í SvavarÖmSvavarsson „Pað sem er verst við reykíngar er þessi netti sóðaskapur sem fylgir þeim.“ flugvélunum okkar eftir að reykingar voru bannaðar. Sömuleiðis er mun auðveldara að halda vélunum hrein- um og fínum. Áður var sífellt verið að skrúbba tjöru af innréttingum og skipta um sætaáklæði vegna bruna- bletta." Flugleiðir urðu fyrst fyrirtækja til að hljóta heilsuverðlaun heilbrigðisráðu- neytisins en verðlaunin voru veitt Flugleiðum vegna einarðrar stefnu fyrirtækisins í reykingamálum og framlags til forvamastarfs. Hjá Flugleiðum á fslandi starfa um tvö þúsund manns á mörgum stöðum en um þessar mundir eru liðlega sex ár frá þvi fyrirækið varð reyklaust. „Viðbrögðin voru auðvitað misjöfn en Flugleiðir buðu starfsmönnum upp á námskeið til að hætta að reykja og nýttu margir sér það. 1 dag þykir meira en sjálfsagt að vinnustaðir fyrir- tækja séu reyklausir enda hljóta þau fyrirtæki sem enn leyfa reykingar að vera f miklum minnihluta.“ P.P. Mannréttindi? Sumir reykingamenn segja að það séu grundvallarmannréttindi að fá að reykja án aðfinnslu annarra. Um leið og við sýnum rétti einstaklingsins virðingu viljum við benda á eftirfar- andi: Samkvæmt skilgreiningu eiga grundvallarmannréttindi að gera okkur kleift að gera það sem við vilj- um, án þess þó að það skaði aðra. Óbeinar reykingar eru stór skaðvaldur í nútímaþjóðfélagi. Á íslandi einu og sér látast um 50 manns á ári af völd- um óbeinna reykinga, svo við teljum nú ekki upp áhrif eins og lykt úr föt- um og hári eftir ferð á kaffihús eða skemmtistað. Ein grundvallarmann- réttindi þeirra sem reykja ekki eru að eiga aðgang að hreinu lofti. Þeir sem tala um mannréttindi og nota þau til að verja eigin reykingar hafa kannski ekki alveg skilið skilgreiningu mann- réttinda. Hvemig getum við ætlast til þess að okkar réttur sé virtur ef við virðum ekki rétt annarra? Réttur barna er lfka skýlaus. Mannréttindi em ætluð öllum, ekki bara þeim sem kjósa að túlka þau í sinn hag. Verum ábyrg fyrir eigin gjörðum og leyfum öðrum að njóta mannréttinda sinna í friði. G.B.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.