Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 22
«* 4 Elíza María Ceirsdóttir, 23 ára, er söngkona í Bellatrix (áður Kolrassa krókríðandi) og hefur nýlókið ndmi í Söngskólanum í Reykjavík. „Framtíðin í hœttu“ - segir Elíza María Geirsdóttir, söngkona í Bellatrix. „Hg byrjaði að fikta við reykingar þeg- ar ég var sextán ára. Ég var aðallega að reyna vera töff, öðruvisi, en í raun var ég mjög ósjálfstæð. Lét undan þrýstingi þess hóps sem ég umgekkst. Þetta var ekki sérlega vel heppnað. Ég held að hópþrýstingur sé ein aðalá- stæðan fyrir þvi að mjög margir byrja að reykja, þótt fólk fatti það ekki fyrr en eftir á. Svo þróaðist þetta. Ég hef nú aldrei fílað það mjög vel að reykja og reykti aðallega þegar ég fór út að skemmta mér eða á kaffihús. Ég reykti mjög lítið á milli, allavega aldrei heima hjá mér. Ég hef bara ekki haft lungun í þetta. Eftir að ég byijaði að spila mikið með hljómsveitinni og hóf nám í Söngskólanum áttaði ég mig á því að þetta gengi ekki saman. Reyk- ingarnar minnka úthaldið í röddinni og þær geta minnkað tónhæðina auk þess sem þeim fylgja hósti, kvef, slím- myndun og allt þetta drasl sem maður þarf ekkert á að halda. Fyrir mér var þetta mjög einföld ákvörðun þegar ég loksins áttaði mig. Ég reykti kannski ekkert að ráði, en ég fann að það hafði samt áhrif. Ég varð veik í fyrra, fékk kvef ofan í lungun og þá var það bara takk fyrir bless, ekki aftur. Ég held að þetta snúist bara um að taka ákvörðun og það skiptir máli að hún komi frá hjartanu. Þetta var farið að hafa áhrif á framabraut mína - fram- tíð mína, þannig að 1 raun var þetta ekkert rosalega erfitt. Ég fæ einstaka sinnum fiðring, en það er algjörlega þess virði að sleppa þessu alveg. Ég finn það bara þegar ég fer út að skemmta mér og á kaffihús hvað ég er miklu hressari. Ég hef betra lyktarskyn, finn meira bragð, það er betri lykt af mér, lif mitt er í raun allt annað eftir að ég hætti að reykja." G.B. Við erum reyklaus! Húsavíkurkaupstaður Bæjarskrifstofur Garðabær Bœjarskrifstofur Austur-Hérað Bæjarskrifstofur Seyðisfjörður Bæjarskrifstofur Bergdal ehf. Sveitarfélagið Hornafjörður Bœjarskrifstofur Við erum reyklaus KAUPÞING > > Er „tabú“ að deyja af völdum reykinga? Best geymda leyndarmál Íslandsí Á íslandi eru um þrjúhundruð og sextíu dauðsföll á ári af völdum reyk- inga. Þetta er líklega best geymda leyndarmálið á landinu. Dánarvottorð eru þannig gerð að einungis má setja inn eina dánarorsök, t.d. krabbamein í lungum, hjartaáfall, heilablóðfall o.s.frv. Vottorðin má sannarlega end- urskoða en almenningur ber einnig ábyrgð á að viðhalda þessum feluleik. Daglega birtist fjöldi minningargreina i Morgunblaðinu. Fólk hefur ýmist látist af náttúrulegum ástæðum, slys- förum eða alvarlegum veikindum. Þrátt fyrir að nánast einn missi lífið á dag af völdum reykinga hér á landi, deyr nánast enginn af völdum reyk- inga ef mið er tekið af greinunum. Þar er talað um „alvarlegan eða ill- kynja sjúkdóm" svo tekið sé dæmi. Hvers vegna ætli það sé? Hr einhver skömm sem fylgir því að hafa látist af völdum reykinga? Má ekki tala um það? Við heyrðum af konu sem minntist á reykingar sem dánarorsök í minningargrein og hún fékk heldur betur að heyra það frá fjölskyldunni. í landi þar sem keyptir eru 60.000 sígarettupakkar á dag og tæplega 28% þjóðarinnar reykja er skrítið að það sé „tabú“ að deyja af völdum reykinga. Aðstandendur, vinir, vandamenn - það er engum greiði gerður með því að viðhalda þessum feluleik. Við viljum ekki öðrum það mein sem sorg ótímabærs dauðsfalls ber með sér. Hluti af forvörnum, ykkar hluti, getur verið að koma út úr skápnum með orsök dauðsfallsins, segja frá henni og hætta feluleiknum. Við höfum val - nýtum það, öðrum sem víti til vamaðar. C.B. „Menn róa á röng mið“ - segir Sigmundur Einarsson sem rekur reyklaust kaffihús og reyklausan skemmtistað á Akureyri. Sigmundur, GuSbjörg og synir þeirra Jósef Peyr og Hólmar á reyklausa kaffihúsinu, Bldu könnunni. „Ég hafði gengið með kaffihús í koll- inum frá árinu 1967 og nafngiftin er jafngömul hugmyndinni," segir Sig- mundur Einarsson matreiðslumaður en hann og eiginkona hans, Guðbjörg Inga Jósefsdóttir, eiga Bláu könnuna - að margra mati eitt glæsilegasta kaffihús landsins og þótt víðar væri leitað. í sama húsnæði er skemmti- staður þeirra, Græni hatturinn, en báðir staðimir em reyklausir. Að auki reka hjónin blóma- og gjafavömversl- un í húsinu. „Það má segja að 30 ára draumur hafi ræst þegar Bláa kannan var opnuð 3. júli í fyrra. Viðtökumar vom strax framar vonum og það hafa aldrei skapast vandræði þótt staðurinn sé reyklaus. Fólk hefur verið mjög jákvætt og það er gífurlegur munur að vinna i reyklausu umhverfi. Líðan starfsfólks er betri og öll þrif mun auðveldari. í apríl þurfti ég að fara í blaðaviðtal á Pizza ‘67 en þar var varla líft vegna reykjarmakkar. Þeim, sem koma á Græna hattinn, finnst ekkert tiltökumál þótt þeir þurfi að fara út að reykja. Fólk hefur á orði hversu mikill munur það sé að koma heim eftir að hafa ver- ið á skemmtistað og þurfa hvorki að reykhreinsa fötin né vera angandi af reykingalykt. Ég er ekki viss um að það hefði þýtt að opna reyklausan skemmtistað fyrr. Síðustu þrjú árin hefur orðið svo mik- il hugarfarsbreyting hjá landsmönn- um gagnvart reykingum. Reykinga- menn eru farnir að sýna mun meiri tillitssemi en áður og reykja oftast úti á svölum heima hjá sér eða í aðeins einu herbergi. Annars er ekki svo langt síðan reykingar voru leyfðar í innanlandsflugi og siðan öðrum meg- in í vélunum. Öllum þykir nú sjálf- sagt að lagt sé blátt bann við reyking- um í flugvélum. Ef eitthvað er slæ ég mér upp á þvi að reka reyklaust kaffihús og skemmti- stað þótt margir hafi verið vantrúaðir á að grundvöllur væri fyrir því. Þeir sem reka veitinga- og kaffihús virðast ekki átta sig á því að rúmlega 70% fullorðinna reykja EKKI en þeim virð- ist vera meira í mun að eltast við hin 30%. Og þeir ná varla nema til 5% þess hóps. Það væri nær að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar. Að böm- um meðtöldum eru reyklausir um 85% landsmanna þannig að markaðs- lega eru menn að róa á röng mið. I New York óttuðust menn að aðsókn á veitingahús myndi minnka þegar þeim stöðum, sem höfðu færri en 35 borð, var gert að vera algjörlega reyklausir. Óttinn var ástæðulaus því aðsóknin jókst.” Þ.Þ. Við erum reyklaus n ÖSSUR Ef þú reykir ekki: 1. Dýpri og betri svefn. 2. Hressari á morgnana. 3. Hreinni fingur og munnur. 4. Betra bragð- og lyktarskyn. 5. Heitari fætur og hendur. 6. Hreinni veggir, loft og gluggatjöld. 7. Meira úthald. 8. Ferskari andardráttur sem gerir þig meira aðlaðandi. 9. Betri húð. 10. Meiri tími og peningar til að gera skemmtilega hluti. 11. Hvftari og heilbrigðari tennur. 12. Meira sjálfstraust. 13. Betra kynlíf. 14. Meiri aðdáun frá bömum, foreldrum, fjölskyldu og vinum 15. Nýtur betur lífsins í heilnæmu andrúmslofti. 16. Betra samband við aðra. 17. Frábært framlag til skaðlauss umhverfis. 18. Frjálsari einstaklingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.