Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 28
Reyklaus svœði
á veitingastöðum
Víkja lögitt fyrir tnarkaðslögtnálunum?
Nú til dags þykja það sjálfsögð rétt-
indi veitingahúsagesta að hafa færi á
því að sitja á reyklausum svæðum.
Ekki nóg með að þetta sé almennt
viðurkennt heldur er beinlínis kveðið
á um það í lögum að slík svæði séu í
boði. í lögum um tóbaksvamir er tek-
ið fram að reyklaus svæði skuli ávallt
vera til staðar á veitingastöðum þar
sem megináherslan er lögð á kaffiveit-
ingar og matsölu. Par er auk þess til-
greint að reyklausu svæðin megi ekki
vera síðri en önnur svæði og að leiðin
að reyklausu svæðunum skuli ekki
liggja um svæði þar sem reykingar eru
leyfðar. Túlkun þeirra, sem sömdu
lögin og samþykktu þau, er sú að
helmingur borða skuli vera reyklaus
en áhöld virðast þó vera uppi um þá
túlkun.
Hjá Heilbrigðiseftirlitinu fengust þær
upplýsingar að þar væri ekki litið svo
á að lögin kvæðu á um að helmingur
borðanna væri reyklaus.
Heilbrigðiseftirlitið sér um að hafa eft-
irlit með framkvæmd laganna. Petta
eftirlit hefur fyrst og fremst falist í því
að gera athugasemdir ef staðimir hafa
ekki staðið sig f stykkinu en aldrei
hefur verið gripið til neinna viðurlaga
til að knýja á um að reglunum sé
framfylgt. Heilbrigðiseftirlitið lætur
sér nægja að reyklaus svæði séu til
staðar og að aðgengi þeirra sé sam-
kvæmt lögum en hefur engar reglur
um hlutfall reyklausra borða sem við-
mið f starfi sfnu.
Sólveig Guðmundsdóttir, lögfræðing-
ur hjá heilbrigðismálaráðuneytinu,
taldi orðalagið benda til þess að við
væri átt að miðað væri við helming
staðarins. Pó taldi hún ólíklegt að það
sjónarmið stæðist stranga lagalega
túlkun en benti á að uppi hafi verið
umræður um að gera ákvæðið skýrara
f lögum.
Par fengust einnig þær upplýsingar
að reglubundið eftirlit hafi leitt f ljós
að víðast hvar sé aðbúnaður reyk-
lausra mjög viðunandi. Hið sama
kom í raun í ljós f könnun sem Tó-
baksvarnanefnd og Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur stóðu fyrir í byrjun síð-
asta árs. Þar kom á daginn að um
90% veitingastaða buðu upp á reyk-
laus svæði eða eru algjörlega
reyklausir. Greinilegt er að þróunin
er f þá átt að fjölga reyklausum svæð-
um og auka gæði þeirra. Hins vegar
vantar vfða upp á að ákvæðum um
aðgengi að reyklausum svæðum sé
framfylgt til fulls.
Pegar nokkrir af helstu veitingastöð-
um borgarinnar eru skoðaðir sést að
mjög er mismunandi hvernig veit-
ingastaðir taka á þessum málum.
Nokkrir vinsælir staðir voru heimsótt-
ir og ástand mála kannað.
Kaffibrennslan
Kaffibrennslan er eitt allra vinsælasta
kaffihús borgarinnar. Par er jafnan
fullt út úr dyrum allan daginn og auk
þess er undantekningarlaust mikið
fjör þar á kvöldin og um helgar. Mjög
margir leggja leið sfna á Kaffibrennsl-
una í hádeginu enda er matseldin þar
til fyrirmyndar. Það vekur hins vegar
furðu að einungis þrjú borð af 24 eru
frátekin fyrir reyklausa. Þetta sam-
ræmist ekki þeim kröfum sem lögin
gera til staða sem Kaffibrennslunnar.
Þegar Tómas Tómasson, eigandi stað-
arins, var inntur eftir skýringum á
þessu sagði hann stóran meirihluta
gesta staðarins vera reykingamenn og
gjarnan kæmi sú staða upp að öll
borð á staðnum væru setin nema þau
þijú sem frátekin eru fyrir reyklausa.
Tómas var spurður hvort hann teldi
að fyrirkomulagið fældi reyklausa frá
því að sækja staðinn. Hann sagði að
auðvitað myndi Kaffibrennslan bregð-
ast við ef þróunin yrði í þá átt að fleiri
sæktust eftir því að sitja f reyklausu
umhverfi en sem sakir standa sé ekk-
ert sem bendir til þess að gestir
Kaffibrennslunnar hafi eitthvað við
núverandi fyrirkomulag að athuga.
Hlutfall reyklausra borða: 3/24
Kaffi París
Kaffi París er án vafa eitt helsta kaffi-
hús borgarinnar. Ólíkt flestum öðrum
kaffihúsum miðbæjarins breytist stað-
urinn ekki f skemmtistað á kvöldin og
um helgar. Auk þess hefur Parfs
áunnið sér sess fyrir að huga einkar
vel að þeim gestum sem kjósa að
njóta veitinganna f reyklausu um-
hverfi. Þar er reynslan sú að veltan á
reyklausa svæðinu er meiri en á reyk-
ingasvæðum. Þetta stafar m.a. af því
að á reyklausa svæðið sækir fjöl-
skyldufólk sem gjaman hefur skamma
viðdvöl en verslar mikið. Á París er
um þriðjungur borða sérstaklega
merktur fyrir reyklausa og er reynslan
af þessu mjög góð. Auk þess má geta
þess að reyktóbak er ekki til sölu á
Kaffi Paris.
Hlutfall reyklausra borða: 8/24
La Prímavera
La Primavera er skemmtilegt veitinga-
hús f miðborginni þar sem boðið er
upp á afbragðs, ítalska rétti. Sá ljóður
er hins vegar á staðnum að ekki eitt
einasta borð er frátekið fyrir reyk-
lausa. ívar Bragason, einn forráða-
manna staðarins, sagði ástæðu þess að
ekki væri boðið upp á reyklaus svæði
þá að erfitt væri að koma því við á
staðnum. Hann vildi einnig koma því
á framfæri að reyklaus svæði væru
mynduð þegar beðið væri um það.
fvar telur að staðurinn biði fjárhags-
legt tjón af þvf að koma reyklausum
svæðum upp og að skipulag staðarins
færi f klessu. Heilbrigðiseftirlitið hefur
bent forráðamönnum staðarins á að
hér sé um lögbrot að ræða en engum
viðurlögum hefur verið komið við.
Pess má geta að til stendur hjá La
Primavera að koma tilmælum til gesta
um að reykja ekki á milli átta og tfu á
kvöldin.
Hlutfall reyklausra borða: 0/14
Argentína
Argentlna - steikhús er víðfrægt fyrir
nautasteikur sínar og í hæsta gæða-
flokki veitingastaða borgarinnar hvað
umhverfi og aðbúnað varðar. Þar á bæ
er salnum skipt til helminga og er
rúmur helmingur borða frátekinn
fyrir reyklausa. Samkvæmt starfs-
manni staðarins er þetta þó breytilegt
eftir kvöldum. Reykingar eru leyfðar f
koníaksstofu staðarins og láta matar-
gestir sfgaretturnar yfirleitt eiga sig
yfir ljúffengum steikunum.
Hlutfall reyklausra borða: 11/20
Kaffi Reykjavík
Kaffi Reykjavfk er vinsælt veitinga- og
kaffihús f hjarta höfuðborgarinnar.
Staðurinn er auk þess mjög vinsæll
skemmtistaður á kvöldin og um helg-
ar. Á daginn er sérstaklega frátekið
nokkuð stórt svæði sunnan megin f
salnum fyrir þá sem ekki reykja. Að-
gengi að þessum reyklausu borðum er
mjög gott. Eins er hægt að komast að
barnum án þess að leggja leið sína í
gegnum reyksvæði.
Hlutfall reyklausra borða: 6/14
Hlutfall reyklausra borða á öðrum
vinsælum veitingastöðum og kaffihús-
um:
Italla: 4/20
Kaffi Thomsen: 4/20
Vegamót: 3/11
Hard Rock Café: 7/28
Asia: 0/24
E.A.
Við erum reyklaus
| EITUR |
Viðvörun!
Vara sem seld er um allt land og notuð mjög víða á
heimilum og vinnustöðum
hefur að geyma fjölmörg efni sem eru hættuleg
heilsu manna.
Akr lein
Mjög eitrað við innöndun.
Eitrað við inntöku. Ætandi.
Akrýlónítríl
Getur valdið krabbameini.
Eitrað við innöndun, í snert-
ingu við húð og við inntöku.
Ammoníak
Eitrað við innöndun. Ætandi.
Arsenik
Eitrað við innöndun og við
inntöku.
Asetaldehýð
Eriir augu og öndunarfæri.
Getur valdið varanlegu
heilsutjóni.
Benzen
Getur valdið krabbameini.
Hætta á alvarlegu heilsutjóni
við innðndun, f snertingu við
húð og við inntöku við lang-
varandi notkun.
Benzó(a)pýren
Getur valdið krabbameini.
Getur valdið arfgengum skaða.
Getur dregið úr frjósemi
og skaðað bam í móðurkviði.
Blásýra
Mjög eitruð við innöndun, í
snertingu við húð og við inn-
töku.
Brennisteinsvetni
Mjög eitrað við innöndun.
Dímetýlnítrósamín
Getur valdið krabbameini.
Eitrað við inntöku. Mjög
eitrað við innöndun. Hætta
á alvarlegu heilsutjóni við
langvarandi notkun.
Endrín
Mjög eitrað við inntöku.
Eitrað I snertingu við húð.
Fenól
Eitrað í snertingu við húð
og við inntöku. Ætandi.
Formaldehýð
Getur valdið varanlegu heilsu-
tjóni. Eitrað við innöndun, 1
snertingu við húð og við inn-
töku. Getur valdið ofnæmi í
snertingu við húð.
Hýdrazín
Getur valdið krabbameini.
Eitrað við innöndun, í snert-
ingu við húð og við inntöku.
Getur valdið ofnæmi í sner-
tingu við húð. Ætandi.
Koleinoxíð
(kolmónoxíð)
Eitrað við innöndun. Hætta
á alvarlegu heilsutjóni við
innöndun við langvarandi
notkun. Getur skaðað bam
í móðurkviði.
Metanól (tréspíritus)
Eitrað við innöndun og við
inntöku.
beta-Naftýlamín
Getur valdið krabbameini.
Hættulegt við inntöku.
Nikótín
Eitrað við inntöku. Mjög eitrað
i snertingu við húð.
Pólóníum 210
Getur valdið krabbameini
(geislavirkt efni).
Pýridín
Hættulegt við innöndun,
f snertingu við húð og við
inntöku.
retan
Getur valdið krabbameini.
Vinýlklóríð
Getur valdið krabbameini.
t tóbaksreyk eru meira en 4000 efnasambönd, þar af
yfir 40 sem geta valdið krabbameini. Við viljum
benda fólki á að þeir sem reykja eða anda að sér
tóbaksreyk frá öðrum fá öll þessi efni ofan í sig, þar
á meðal þau sem hér eru skráð.