Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 18
18 „Það er tímaskekkja að selja sígarettur út um allt“ - segir Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi, en hann er einn þeirra sem reka með- ferðarheimilið Götusmiðjuna-Virkið. „Þegar ég byijaði 13 ára að reykja var ég heilt ár að venja mig á það. Mér fannst þetta svo ógeðslegt. Ég reykti aldrei nema með vinum mínum og núna geri ég mér grein fyrir því hvers konar vinahóp ég valdi mér. Þegar ég sé krakka leggja það á sig að byija að fikta með sígarettur i dag fara ákveðnar viðvörunarbjöllur af stað hjá mér gagnvart þeim. Hvaða upp- reisn er í gangi og þurfa þau að byrja að reykja til að láta samþykkja sig inn í hóp? Mér finnst foreldrar ekki taka það nógu alvarlega þegar börnin þeirra byrja að fikta við að reykja. Fyrst barnið leggur það á sig að reykja þarf að taka það alvarlega og gripa í taumana án þess að vera með svivirðingar. Hvað er að gerast í heimi barnsins? Ég set samasem- merki á milli þess að reykja og eiga á hættu að leiðast út í neyslu á öðrum eiturlyfjum. í 99.9% tilvika reykja krakkar sem koma í meðferð á Virk- inu. Svipað hlutfall er hjá öðrum meðferðarheimilum.“ Sumir foreldrar réttlceta þjófnað bama sinna Hvað eiga foreldrar að gera sem verða þess varir að bamið þeirra er byrjað að reykja? „Það er svo einkennilegt að þegar krakkar verða kynþroska hætta for- eldrar oft að faðma þá og snerta. Mörgum feðrum þykir vandræðalegt að faðma dóttur sína þegar hún er komin með brjóst. Það er eins og oft slitni eitthvert náið samband sem var hugsanlega áður til staðar. Foreldrar eiga að gefa sér tíma til að „súga inn í“ persónulegt líf unglingsins og nálgast hann af virðingu. Aldrei tala niður til unglings. Við eigum að vera það þroskuð að geta farið niður á þroska- plan barnsins og stundað jafningja- fræðslu þaðan. Setningar eins og „þú átt og þú verð- ur“ springa bara í andlitið á okkur fyr- ir rest. Foreldrar eiga að spyrja og vita hvað krakkinn er að gera í sínum frí- stundum, hvernig honum gengur í skólanum, vera meðvituð um sam- skiptin á heimilinu og hvers vegna hann velur það að byrja að reykja. Foreldrar ættu líka að vera óhræddir við að leyfa unglingum að taka þátt í persónulegu lífi þeirra. Sumir foreldr- ar réttlæta þjófnað barna sinna og kalla hann „hnupl". Það er mjög fínt orð yfir að stela. Sömu foreldar eru líklegir til að réttlæta reykingar bama sinna eða horfa framhjá þeim. Ef þeir gera það er voðinn vfs. Allar svona umræður eiga að vera uppi á eldhús- borði og það á að ræða við krakkana eins og jafningja. Ekki skamma, ekki rífast heldur tengjast þeim, finna hvernig þeim líður, hvar þau eru stödd á þroskabrautinni og svo fram- vegis. Foreldrar eiga að sýna ástúð og væntumþykju en jafnframt að segja að þeim þyki sárt hvaða leið barnið þeirra er að velja. Foreldrar eiga að bjarga börnunum frá reyhingum „Sem gamall dópisti get ég sagt í hreinskilni að mér hefur gengið öm- urlega að hætta að reykja. Ég hef reynt í 10 ár. Ég gat hætt í áfengis- neyslu og í eiturlyfjum. Ég gat hætt að ljúga, svíkja og stela og losaði mig við ofát og vmnufíknina. Ég var stjómlaus einstaklingur. Tóbaksfíknin er ein eftir - ekki síst af því að hún er sam- þykkt af samfélaginu. Fólk reykir út um allt og alls staðar em öskubakkar. Sígarettan er svo mikill vinur. Ég reyki þegar mér líður illa, þegar ég er glaður, hitti vini og svo framvegis. Sígarettan er „social statement“ og við emm smám saman að drepa okkur á þessu. Foreldrum ber að taka reyking- ar barna sinna alvarlega og reyna að stöðva þær í fæðingu. Það er svo erfitt að snúa til baka þegar fíknin hefur náð tökum á manni. Ég segi við for- eldra að þeir eigi að bjarga börnum sínum frá þessum þrældómi. Það vill enginn vera fangi fíknar. Krakki með skýra sjálfsmynd, sem þarf ekki að leita uppi hóp til að tilheyra, byrjar ekki að reykja.“ Hvers konar aðgerðir vilt þú sjá til að koma í vegfyrir að krakkar byrji að reykja? „Ég er dálítið öfgafullur og eflaust verða margir reiðir út i mig en ég vil að fólk þurfi lyfseðil til að kaupa sér sígarettur. Við gömlu reykingamenn- imir verðum bara að fóma okkur fyrir unga fólkið þótt það yrði erfiðara að nálgast tóbakið. Þeir sem væm orðnir 18 ára og vildu byrja að reykja þyrftu hreinlega að fá uppáskrift hjá heimilislækninum sem myndi að sjálfsögðu reyna að koma fyrir þá vit- inu. Ef sígarettur kæmu á markað í dag yrðu þær aldrei leyfðar. Þær em ekkert annað en eiturlyf. Það er tíma- skekkja að selja sígarettur út um allt. Fyrir 50 ámm vom sigarettur eins og hver önnur vara en i dag em reyking- ar eitt helsta heilbrigðisvandamál heims. Og hugsunarháttur margra, sem geta bætt ástandið með stjórn- valdsákvörðunum, er aftur í grárri forneskju. Menn verða að átta sig á því að við erum að sigla inn í nýja öld.“ Það hrœðir mig að konur skuli ekki taka þessa umrœðu alvarlega Þú hefur haft á orði að stór hluti stráka sem lendir á villigötum og í eiturlyfjum á foreldra sem hafa skil- ið. Hvert stefnir í þessum málum í Ijósi 40% hjónaskilnaða á Islandi? „Þetta stefnir í risaógöngur i okkar litla samfélagi. Ég lendi oft í umræð- um með fagfólki um skilnaði, það að vera“týndur“ sem einstaklingur, eiga foreldra sem em slæmar fyrirmyndir og fleira í þeim dúr. Við emm að kalla yfir okkur holskeflu af félagslegum vandamálum. Það verður ekki ódýrt að takast á við þann pakka. Þegar hjón skilja er fjölskyldan að sundrast og sársaukinn er mikill. Börnin gleymast oft í umræðunni. Þegar ég var að byija að vinna í félagsmiðstöð var að koma mjög „týnd“ strákakyn- slóð fram á sjónarsviðið, strákar sem vom aldir upp hjá einstæðum mæðr- um - með fullri virðingu fyrir konum. Þeir ólust að mestu upp hjá konum, hvort sem það var heimafyrir, hjá dagmæðrum, í leikskólum eða skól- um almennt. Margir vom týndir sem strákar og karlmenn. Ef þeir voru spurðir hvað það væri að vera góður pabbi svömðu þeir í frösum: „Að fara út með ruslið, þrífa bílinn, fara í bíltúr og fleira í þessum dúr.“ Það hræðir mig að konur skuli ekki taka þessa umræðu alvarlega en mér finnst karl- menn sýna þessu meiri skilning. Fjöl- marga stráka vantar föðurímynd og þeir sækja hana í Rambó og eða áþekkar kvikmyndahetjur. Voðinn getur þá verið vís. Ég var tvisvar tek- inn inn á teppið í félagsmiðstöð fyrir það að stofna strákaklúbb. Ég var spurður hvað ég meinti með þessu. Það var hins vegar viðurkennt að hafa fjölda stúlknaklúbba. Við strákarnir höfum aðeins týnt okkur. Stelpur fá skýrari mynd af líf- inu og sjálfum sér. Þær byija á túr, fá brjóst, ganga með böm og fleira sem eru ákveðin skilaboð til þeirra. Hvenær hættum við að vera strákar? Hvenær samþykkir samfélagið okkur? Þessir týndu krakkar leita eftir að staðsetja sig hvar sem þeir geta. Þeir byrja að reykja, drekka og gangast upp í ákveðnum ímyndum. Þeir setja „Sjálfið“ f ákveðinn farveg sem hentar þeim - af því að þeir eru týndir til- finningalega og vantar hlýju og skiln- ing frá foreldrum.“ Fljótlega byrjar byssuleikur á götum borgarinnar „Ef þú horfir f augun á þeim krökkum sem skipa helstu gengi borgarinnar hrökklastu í burtu. í gamla daga voru fáir ískaldir krakkar á götunum og maður vissi hverjir þeir vom. í dag er fjöldinn ógnvænlegur. Þetta em reiðir krakkar sem eru komnir yfir það að geta sýnt sorg sína. Það mun ekki líða langur tími þar til einhver byrjar f byssuleik á götum borgarinnar. Ég hef séð mörg skotvopn f gangi hjá mjög varasömu liði. Mórallinn hjá þessum krökkum er sá að bófarnir séu góðir. Þegar fyrsti byssubardaginn hefst verður ekki aftur snúið. Samfélagið þarf að fara að snúast til varnar - með því að grípa inn f hegðanamynstur bama sem eru að byrja að reykja og drekka. Það er upphafið að öllum ósköpunum.“ Þ.Þ. Tíu atriði sem getafengið barnið til að byrja að reykja Pdll Öskar Hjdlmtýsson tónlistamaður „Reykingar eru ekki sexý, spurðu frekar Moniku Lewinsky hvað í ósköpunum hún var að þvxlast með þennan vindil þama.“ 1. Best er að byija meðan bamið er 1 móðurkviði. Því þarf móðirin að reykja alla meðgönguna. Svo bæta óbeinar reykingar sannarlega um betur. 2. Við fæðingu og næstu ár skuluð þið reykja sem mest í návist bams- ins. Hið fomkveðna: „Hvað ungur nemur gamall temur" gildir svo sannarlega um reykingar. 3. Móðurmjólkin er sérlega hand- hægur nikótíngjafi. Þvf er mjög mikilvægt að reykja á meðan bam- ið er á brjósti. 4. Gerðu barnaherbergið, eldhúsið og aðra samverustaði fjölskyld- unnar að sérstökum griðastað fyrir sfgarettureykingar. EKKI reykja úti á svölum eða úti f garði. 5. Ekki láta nokkurn einasta bfltúr fara til spillis. Hafið gluggana vel lokaða og „mökkið“ vel. Munið að þetta er allt gert með þeim ásetn- ingi að blessað barnið læri að reykja. 6. Foreldrar eiga að vinna myrkranna á milli, rífast og skammast. Ekki hlusta á bamið þitt og ekki styðja það. Þú manst: „Á misjöfnu þrifast bömin best.“ 7. Ekki setja baminu mörk, það á að herðast í lífsins ólgusjó. Kennarar eiga að sjá um námið - þinn tími er dýr- mætari en svo að þú farir að eyða honum í svoleiðis vit- leysu. 8. Böm em böm. Ekki eyða tíman- um í að setja því mörk. Sjónvarpið og kvikmyndir eru betri fyrir- myndir. Leikarar fá lfka svo mikið borgað fyrir að reykja í myndum að það er eins gott að nýta þá fjár- muni vel. 9. Ekki hengja ykkur á fastareglur eins og ákveðinn útivistartíma. Það er ekki eins og þið séuð að ala upp hund. ÞAÐ ER BANNAÐ að skipta sér af fé- lagahópi bamsins. 10. Ekki láta barnið taka þátt í tómstunda- starfi og öðru ungmenna- félagskjaftæði. Þetta er fokdýrt, mannskemmandi, niðurdrepandi og hundleiðinlegt. Þá þarf barnið heldur ekki að glíma við íþrótta- meiðsli og annan óþverra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.