Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 18

Morgunblaðið - 19.06.1999, Page 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Þjóðhátíð í góðu veðri Egilsstaðir - Það viðraði vel til úti- hátíðarhalda á Egilsstöðum 17. júní. Dagskráin hófst reyndar að kvöldi þess 16. með útidansleik í Vémörk í Egilsstaðaskógi fyrir unglinga í þokkalegu veðri. Á þjóð- hátíðardaginn sjálfan hófst hátíða- dagskráin með afmælisguðsþjón- ustu í Egilsstaðakirkju en kirkjan er 25 ára. Skipulögð hátíðahöld fyrir Aust- ur-Hérað voru að þessu sinni hald- in í Lómatjarnargarðinum á Egils- stöðum. Jón Guðmundsson flutti hátíðarræðu og í hlutverki fjall- konu var Gyða Guttormsdóttir. Óperustúdíó Áusturlands sýndi at- riði úr Töfraflautunni eftir Mozart. Söngvarar úr ýmsum áttum og í margvíslegum hlutverkum komu fram og sungu lög Ómars Ragnars- sonar. Grímur sjóræningi og Toggi tannálfur komu og leituðu að fjár- sjóði með hjálp barna. Fjársjóður- inn sem var poki fullur af karamell- um fannst fyrir rest og nutu allir góðs af. Gestir fengu sér svo þjóð- hátíðarkaffi á kaffihúsum bæjarins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÍBIJAR á Austur-Héraði héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í góðu veðri. OALVÍK HUGFANGNIR áhorfendur horfa á trúðana Barböru og Úlfar. Dagskrá þjóð- hátíðardags í íþróttahúsinu Grindavík - Það var hryssings- legt veðrið sem Grindvíkingar fengu 17. júníþetta árið. Vegna þess hve leiðinlegt veðrið var fór dagskrá dagsins fram í íþrótta- húsi Grindavíkur en kvölddag- skráin fram í Festi. Einar Njáls- son, bæjarstjóri, flutti sína fyrstu 17. júní ræðu fyrir Grindvíkinga og kom fram í máli hans að bjart væri framundan hjá Grindvíking- um á öllum sviðum. Annars hófst dagurinn með hefðbundnum hætti þ.e. fánar dregnir að húni, hátíðarmessa, en karamelluregn- ið og fallhlífarstökkið féll niður sakir veðurs. Þá var heldur fá- mennt í skrúðgöngunni. Skemmtidagskrá var síðan um daginn í íþróttahúsinu og um kvöldið meiri skemmtun og dans- leikur í Festi. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson SIGRIÐUR Anna Ólafsdóttir flytur ávarp Ijallkonunnar. Ljósmynd/Eldsmiðurinn ÞÓRA Þorgilsdóttir var fjall- kona Homfirðinga að þessu sinni. Ung fjallkona Höfn - Þjóðhátíðardagurinn á Höfn byrjaði með messu í Hafn- arkirkju. Eftir hádegi var skrúð- ganga frá tjaldstæði að hátíðar- svæði við Heppuskóla, vegna óhagstæðs veðurs fóru hátíða- höldin fram inni í iþróttahúsinu. Nýr bæjarsljóri Hornfirðinga, Garðar Jónsson, flutti hátíðar- ræðu og 16 ára stúlka, Þóra Þorgilsdóttir, var fjallkonan. Margs konar skemmtiatriði voru fyrir börnin, m.a. hægt að fara á hestbak, í bátasiglingar, tertukast og ýmislegt fleira. Kvennakór HornaQarðar sá um hátiðardagskrána að þessu sinni, þær kvennakórskonur voru með söngvarakeppni nokkrum dögum áður. Fjórar 12 ára stúlkur sem komust í úrslit kepptu svo um tit- ilinn besti söngvari 17. júní 1999, Helga Sara Henrysdóttir frá Hafnarfirði bar sigur úr býtum. Um kvöldið var svo haldinn úti- dansleikur fyrir alla fjölskylduna frá kl. 20 til 22. Götuleikhús á Djúpavogi Djúpavogi. Morgunblaðið. STOFNAÐ hefur verið götuleikhús í Neskaupstað og verða leikþættir sýndir í tengslum við 80 ára afmæli ungmennafélagsins Neista og 410 ára verslunarafmæli Djúpavogs, sem haldið verður dagana 17.-20. júní. Það var Rannveig Þórhallsdóttir sem hafði veg og vanda af að hleypa götuleikhúsinu af stokkunum. Iris Lind Sævarsdóttir sér um stjórnun- ina ásamt Rannveigu. Að sögn Rannveigar eru það 15 ungmenni úr 6.-9. bekk sem hafa vinnu af leik- húsinu. „Við fengum leyfi til að greiða þeim laun eins og í unglinga- vinnunni. Það er um tveggja vikna vinna sem þau hafa út úr þessu. Einnig fengum við styrk frá menn- ingarsjóði félagsheimila. Þetta eru þrír leikþættir, við létum þau fyrst vinna hugmyndavinnuna í tölvu, og er efni leikþáttanna tengt sögu staðarins," segir Rannveig. Morgunblaðið/Hafdís GAMLA kirkjan er höfuðstöðvar ungmenna götuleikhússins. Sjóstangveiði á 10 ára afmælismóti Neskaupstað - TÍU ára afmælismót Sjóstangveiðifélags Neskaupstaðar var haldið um sjómannadagshelg- ina. 34 keppendur tóku þátt í mótinu og róið var á ellefu bátum og er þetta fjölmennasta mót sem haldið hefur verið hér í Neskaupstað til þessa. Veður var gott báða keppnisdag- ana og afli mjög góður eða tæp 14 tonn og var uppistaðan í aflanum þorskur. Aflahæsta sveit karla var sveit Pálma Þórs Stefánssonar, Nes- kaupstað, með 1.976 kg. Aflahæsta kvenmannasveitin var sveit Sigríðar Rögnvaldsdóttur, Siglufirði, með 1.742 kg. Aflahæsti karl var Jó- hannes Hreggviðsson, Akranesi, með 598 kg og hjá konunum var Sigríður Rögnvaldsdóttir, Siglu- firði, með mestan afla eða 550 kg. Stærsta fiskinn sem veiddist á mót- inu fékk Ragnhildur Bjamadóttir, Akranesi, en það var þorskur sem vó 9,8 kg. Formaður Sjóstangveiði- félags Neskaupstaðar er Matthías Sveinsson. Morgunblaðið/Ágúst 34 KEPPENDUR tóku þátt í Sjóstangaveiðimóti Neskaupstaðar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Öslað yfir ána Vaðbrekka, Jökuldal. Vorverkum fylgja ýmsir snún- ingar, meðal annars að sullast yfir ána Hrafnkelu með heyrúllur fyrir lambféð. Myndin er tekin þegar bændumir á Aðalbóli í Hrafn- kelsdal Gísli og Sveinn Páls- synir þurftu í vorleysingunum að bregða sér yfir Hrafnkelu með heyrúllur á vagni aftan í traktornum handa lambrollun- um austan ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.