Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.06.1999, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Þjóðhátíð í góðu veðri Egilsstaðir - Það viðraði vel til úti- hátíðarhalda á Egilsstöðum 17. júní. Dagskráin hófst reyndar að kvöldi þess 16. með útidansleik í Vémörk í Egilsstaðaskógi fyrir unglinga í þokkalegu veðri. Á þjóð- hátíðardaginn sjálfan hófst hátíða- dagskráin með afmælisguðsþjón- ustu í Egilsstaðakirkju en kirkjan er 25 ára. Skipulögð hátíðahöld fyrir Aust- ur-Hérað voru að þessu sinni hald- in í Lómatjarnargarðinum á Egils- stöðum. Jón Guðmundsson flutti hátíðarræðu og í hlutverki fjall- konu var Gyða Guttormsdóttir. Óperustúdíó Áusturlands sýndi at- riði úr Töfraflautunni eftir Mozart. Söngvarar úr ýmsum áttum og í margvíslegum hlutverkum komu fram og sungu lög Ómars Ragnars- sonar. Grímur sjóræningi og Toggi tannálfur komu og leituðu að fjár- sjóði með hjálp barna. Fjársjóður- inn sem var poki fullur af karamell- um fannst fyrir rest og nutu allir góðs af. Gestir fengu sér svo þjóð- hátíðarkaffi á kaffihúsum bæjarins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ÍBIJAR á Austur-Héraði héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan í góðu veðri. OALVÍK HUGFANGNIR áhorfendur horfa á trúðana Barböru og Úlfar. Dagskrá þjóð- hátíðardags í íþróttahúsinu Grindavík - Það var hryssings- legt veðrið sem Grindvíkingar fengu 17. júníþetta árið. Vegna þess hve leiðinlegt veðrið var fór dagskrá dagsins fram í íþrótta- húsi Grindavíkur en kvölddag- skráin fram í Festi. Einar Njáls- son, bæjarstjóri, flutti sína fyrstu 17. júní ræðu fyrir Grindvíkinga og kom fram í máli hans að bjart væri framundan hjá Grindvíking- um á öllum sviðum. Annars hófst dagurinn með hefðbundnum hætti þ.e. fánar dregnir að húni, hátíðarmessa, en karamelluregn- ið og fallhlífarstökkið féll niður sakir veðurs. Þá var heldur fá- mennt í skrúðgöngunni. Skemmtidagskrá var síðan um daginn í íþróttahúsinu og um kvöldið meiri skemmtun og dans- leikur í Festi. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson SIGRIÐUR Anna Ólafsdóttir flytur ávarp Ijallkonunnar. Ljósmynd/Eldsmiðurinn ÞÓRA Þorgilsdóttir var fjall- kona Homfirðinga að þessu sinni. Ung fjallkona Höfn - Þjóðhátíðardagurinn á Höfn byrjaði með messu í Hafn- arkirkju. Eftir hádegi var skrúð- ganga frá tjaldstæði að hátíðar- svæði við Heppuskóla, vegna óhagstæðs veðurs fóru hátíða- höldin fram inni í iþróttahúsinu. Nýr bæjarsljóri Hornfirðinga, Garðar Jónsson, flutti hátíðar- ræðu og 16 ára stúlka, Þóra Þorgilsdóttir, var fjallkonan. Margs konar skemmtiatriði voru fyrir börnin, m.a. hægt að fara á hestbak, í bátasiglingar, tertukast og ýmislegt fleira. Kvennakór HornaQarðar sá um hátiðardagskrána að þessu sinni, þær kvennakórskonur voru með söngvarakeppni nokkrum dögum áður. Fjórar 12 ára stúlkur sem komust í úrslit kepptu svo um tit- ilinn besti söngvari 17. júní 1999, Helga Sara Henrysdóttir frá Hafnarfirði bar sigur úr býtum. Um kvöldið var svo haldinn úti- dansleikur fyrir alla fjölskylduna frá kl. 20 til 22. Götuleikhús á Djúpavogi Djúpavogi. Morgunblaðið. STOFNAÐ hefur verið götuleikhús í Neskaupstað og verða leikþættir sýndir í tengslum við 80 ára afmæli ungmennafélagsins Neista og 410 ára verslunarafmæli Djúpavogs, sem haldið verður dagana 17.-20. júní. Það var Rannveig Þórhallsdóttir sem hafði veg og vanda af að hleypa götuleikhúsinu af stokkunum. Iris Lind Sævarsdóttir sér um stjórnun- ina ásamt Rannveigu. Að sögn Rannveigar eru það 15 ungmenni úr 6.-9. bekk sem hafa vinnu af leik- húsinu. „Við fengum leyfi til að greiða þeim laun eins og í unglinga- vinnunni. Það er um tveggja vikna vinna sem þau hafa út úr þessu. Einnig fengum við styrk frá menn- ingarsjóði félagsheimila. Þetta eru þrír leikþættir, við létum þau fyrst vinna hugmyndavinnuna í tölvu, og er efni leikþáttanna tengt sögu staðarins," segir Rannveig. Morgunblaðið/Hafdís GAMLA kirkjan er höfuðstöðvar ungmenna götuleikhússins. Sjóstangveiði á 10 ára afmælismóti Neskaupstað - TÍU ára afmælismót Sjóstangveiðifélags Neskaupstaðar var haldið um sjómannadagshelg- ina. 34 keppendur tóku þátt í mótinu og róið var á ellefu bátum og er þetta fjölmennasta mót sem haldið hefur verið hér í Neskaupstað til þessa. Veður var gott báða keppnisdag- ana og afli mjög góður eða tæp 14 tonn og var uppistaðan í aflanum þorskur. Aflahæsta sveit karla var sveit Pálma Þórs Stefánssonar, Nes- kaupstað, með 1.976 kg. Aflahæsta kvenmannasveitin var sveit Sigríðar Rögnvaldsdóttur, Siglufirði, með 1.742 kg. Aflahæsti karl var Jó- hannes Hreggviðsson, Akranesi, með 598 kg og hjá konunum var Sigríður Rögnvaldsdóttir, Siglu- firði, með mestan afla eða 550 kg. Stærsta fiskinn sem veiddist á mót- inu fékk Ragnhildur Bjamadóttir, Akranesi, en það var þorskur sem vó 9,8 kg. Formaður Sjóstangveiði- félags Neskaupstaðar er Matthías Sveinsson. Morgunblaðið/Ágúst 34 KEPPENDUR tóku þátt í Sjóstangaveiðimóti Neskaupstaðar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Öslað yfir ána Vaðbrekka, Jökuldal. Vorverkum fylgja ýmsir snún- ingar, meðal annars að sullast yfir ána Hrafnkelu með heyrúllur fyrir lambféð. Myndin er tekin þegar bændumir á Aðalbóli í Hrafn- kelsdal Gísli og Sveinn Páls- synir þurftu í vorleysingunum að bregða sér yfir Hrafnkelu með heyrúllur á vagni aftan í traktornum handa lambrollun- um austan ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.